Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. Lífsstfll Sama verð - stundum lægra: Verður fólk vartvið verðlækkanii? Mikiö er rætt um verðlækkanir og verðhækkanir í kjölfar gildistöku virðisaukaskatts. DV brá sér út í búð og spurði nokkra vegfarendur álits á áhrifum skattbreytingarinnar. Neytendur Hinrik Fjeldsted, starfsm. Steina h/f: „Ég hef orðiö var við lækkun á taxta líkamsræktarstöðva sem mér finnst mjög jákvætt. Ég hef kynnt mér hver áhrifin eiga að verða og reyni að vera með á nótunum. Ég er harla ánægður með framkvæmdina en fylgist lítt með verði á matvörum." Stefán Benediktsson sundlaugavörð- ur: „Almenningur hefur ekkert hugsað um þessa breytingu. Það eru bara bisnessmenn sem hafa gert það enda er þetta fyrir þá en skiptir engu máli fyrir okkur vinnudýrin. Ég fylgist vel með verölagi og hef ekki enn tekið eftir neinum breyting- um, hvorki til lækkunar né hækkun- ar. Ég hef enga trú á því að þetta hálfa prósent, sem munar á þessum skatti og söluskattinum, skili sér sem verðlækkun. Það er höfuðatriði að neytendur séu vel upplýstir, sem ég held að þeir séu ekki um þetta mál, og best væri að sem flestir væru félagar í Neytendasamtökunum. Það gætu verið öflugustu samtök landsins ef þau t.d. næðu samstöðu meö verka- lýöshreyfingunni.“ Geirþrúður Árnason, ráðskona í mötuneyti „Ég hef reynt að kynna mér áhrifin en hef engin séð ennþá. Verðlækkun vegna 0,5% trúi ég ekki aö verði að veruleika. Hins vegar hljóta áhrifm að skila sér í einhverri verðlækkun þegar frá líður og það verður maður að vona. Ég reyni að fylgjast með verðlagi eftir megni, geri verðsaman- burð, en hef ekki séð neina lækk- un.“ Guðríður Þórðardóttir húsmóðir „Ég hef ekkert fylgst meö því hver áhrifin áttu að verða . Mér finnst þetta ekki hafa verið skýrt nægilega vel út fyrir fólki, þ.e. hvað á að lækka og hvað á aö hækka. Ég reyni yfir- leitt að gera verðsamanburö og kaupa hagstætt inn til heimilisins. Ég hef ekki tekið eftir neinum verð- lækkunum þó ég telji mig hafa sæmi- legt verðskyn. Ég held að munur upp á 0,5% skili sér alls ekki í verðlækk- un.“ -Pá Hrogn og lifur - déilt um túlkun reglugerðar „Ef það er niðurstaöan að hrogn, lifur og gellur njóti ekki niður- greiðslu, eins og annar neyslufisk- ur, þá er í reglugerðinni brestur sem menn hljóta óhjákvæmilega að berja í,“ sagði Mörður Ámason, upplýsingafulltrúi íjármálaráðu- neytisins, í samtali við DV. Fjármálaráðuneytið mun hafa lagt þann skilning í reglugerö um virðisaukaskatt að þessar vöruteg- undir ættu að njóta endurgreiðslu virðisaukaskatts rétt eins og annar neyslufiskur. Hrogn, lifur og gellur hækkuðu um 14,5% viö gildistöku skattsins en báru 10% söluskatt áður. Ríkisskattstjóri mun hafa túlkað reglugerðina þannig að hrogn, lifur og gellur væru fiskafurðir og bæru því fullan skatt þegar fisksalar kaupa þessar tegundir beint af sjó- mönnum. Þótt flestir-borði ýsu með hrogn- um og lifur þá eru þau komin úr þorski. Fisksalar kaupa mjög lítið af þorski og því kaupa þeir hrogn, lifur og gellur sér og á leggst fullur virðisaukaskattur fyrir vikið. Ráðuneytið mun hins vegar hafa staðið í þeirri trú aö hrognin og lifr- in væru úr ýsu og fylgdu því fiskin- um inn í búðina og nytu niður- greiðslu. Mörður Ámason sagði að verið væri að ræða málin og vonast væri eftir samkomulagi sem fyrst. -Pá Fullur virðisaukaskattur leggst á flotgalla og björgunarbúninga sem voru undanþegnir söluskatti áður. Ráðuneyt- ið segir að slíkt flokkist sem aðföng í flestum tilfellum og dragist þvi frá innskatti. Því sé verðhækkunin aðeins á pappírnum. Flotgallar og björgunar- búningar hækka um 24,5% „Þetta er öryggistæki sem sannan- lega hefur bjargað fjölda mannslífa. Það hefur verið rætt við ráðuneytið um niðurfellingu eða endurgreiðslu en engin jákvæð svör fengist," sagði Fjölnir Björnsson, skrifstofustjóri hjá Sjóklæðagerðinni, í samtali við DV. Sjóklæðagerðin framleiðir flotgalla sem sjómenn nota við vinnu sína. Búningarnir hafa talsvert flotmagn en em ekki þéttir eins og þeir björg- unarbúningar sem skylda er að hafa um borð í skipum. Flotbúningamir fengust viðurkenndir sem björgun- artæki hjá Siglingamálastofnun í september sl. og lækkuðu þá í verði niður í 15.000 krónur, þar sem sölu- skattur var felldur niöur af þeim eins og öðmm björgunartækjum. Um ára- mót hækkuðu þeir í verði um 24,5% þegar virðisaukaskattur lagðist á og kosta nú 21.000 krónur. Ef útgerðin kaupir slíka búninga og lætur áhöfninni í té þá má draga skattinn frá af aðföngum útgerðar og því ætti hækkunin ekki að hafa áhrif, samkvæmt upplýsingum íjár- málaráðuneytisins. Einstaklingar, sem kaupa slíka búninga, fá hins vegar skattinn ekki dreginn frá og til þeirra hækkar verið raunverulega um 24,5%. „Menn frá Slysavarnafélaginu hafa rætt við ráðuneytismenn um endur- greiðslu eða niöurfellingu á skattin- um á þessum búningum," sagði Guð- bjöm Ólafsson hjá Slysavarnarfélagi 'íslands í samtali við DV. „Þetta eru öryggistæki sem við ætlumst til að séu um borð í skipum." „Menn verða að átta sig á því að virðisaukaskattur felur ekki í sér neinar undanþágur eða endur- greiðslur. Þessir búningar ættu í flestum tilfellum að flokkast undir aðföng og því kemur ekki til neinnar verðhækkunar í raun og vem,“ sagði Mörður Árnason, upplýsingafulltrúi íjármálaráðuneytis, í samtali við DV. -Pá Ora-baunir rannsakaðar: Ekki ástæða til að varast neyslu „Vegna einstaks matareitrunartil- fellis, sem upp kom á Djúpavogi, og kvartana, sem hafa borist um óeðli- lega lykt og bragð úr niöursoðnum baunum frá Niðursuðuverksmiðj- unni Ora h/f, hefur Hollustuvernd ríkisins unnið að athugun á fram- leiðsluvörum og framleiðsluaöstæö- um fyrirtækisins ásamt heilbrigðis- eftirliti Kópavogssvæðis. Tekin voru sýni af grænum baun- um og maisbaunum úr verslunum og lager hjá fyrirtækinu, auk þess sem athuganir hafa verið gerðar á vömm frá neytendum vegna kvart- ana. Niðurstöður gerlarannsóknar benda ekki til þess að varan sé gölluð og niðurstöður úr skynmati, sem framkvæmt hefur verið af rannsókn- arstofu Hollustuverndar ríkisins, benda ekki til þess að um alvarlegan galla í vörunni sé að ræða. Hollustuvernd ríkisins og heil- brigðiseftiríit Kópavogssvæðis skoð- uöu aðstæður hjá Niðursuðuverk- smiðjunni Ora og fannst ekkert at- hugavert við þá skoðun. Voru þá einnig tekin sýni af hráefni til gerla- rannsókna og fannst ekkert athuga- vert við rannsókn þess. Kvartanir frá neytendum benda til þess að um einhverja galla hafi verið að ræða hvað varðar bragð og lykt í hluta af niðursoðnum baunum frá fyrirtækinu. Fyrirtækið vinnur nú í samvinnu við heilbrigöiseftirlit Kópavogssvæðis að því að kanna hverjar ástæður þessa geti verið. Niðurstöður örverurannsókna benda hins vegar ekki til þess að varan sé menguð af völdum gerla og því ekki ástæða til að varast neyslu vörunnar." Matareitmn, sem upp kom á Djúpavogi rétt fyrir áramótin, var rakin til niðursoðinna maískoma frá Ora. Rannsóknir leiddu ekki í ljós hvort dósin haföi verið menguð fyrir eða hvort mengunin átti sér stað eft- ir að hún var opnuð. Rannsóknir hafa ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós og því taliö ástæðulaust að varast neyslu vörunnar. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.