Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Qupperneq 32
„Eftir aö ég kom í sjóinn náöi ég slikur. Þegar flekinn skall á garö-
taki á drumb sem þar var og hékk inn var lendingin ekki slæm. Þetta
O T I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rbsljórn
Áskrift - Dreifing: Sími 27022
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR 1990.
17 vindstig í Eyjum:
Það erfiðasta
sem Hjálpar-
sveit skáta
hefur lent í
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Mikið óveður gekk yfir Vest-
mannaeyjar í gærkvöldi, mest var
rokið 88 hnútar eöa 16-17 vindstig
og talsvert tjón varð víða í bænum.
Samkvæmt upplýsingum frá Hjálp-
arsveit skáta er þetta mesta annatörn
hjá þeim frá upphafi og það versta
sem félagar hennar hafa lent í, 41
útkall frá því kl. 21.30 í gærkvöldi til
kl. 7.30 í morgun.
„ Að sögn Jóhanns Heiðmundssonar
fauk allt sem fokið gat, járnplötur
af húsum, gróðurhús skemmdust,
bátar losnuðu í höfninni en ekki varö
tjón á þeim. Hins vegar varð mesta
tjónið þegar klæðning fauk af einni
hlið húss við Fjólugötu. Tuttugu feta
gámur fauk ofan á krana og skemmdi
hann talsvert. Stórar hurðir á fisk-
verkunarhúsum fuku inn og talsvert
tjón varð á fiskimjölsverksmiðjunni
þar sem nokkrir tugir járnplatna
fuku af.
Verst var veðrið milli kl. 22 og 23,
*mestur meðalvindur á Stórhöfða 88
hnútar eða 16 til 17 vindstig í mestu
hviðunum. Af sjónum er flest gott
að frétta af miðunum hér í kring
enda fáir bátar á sjó. Stakkavík ÁR
fékk þó á sig brotsjó.
Akureyri:
Menn eru í
viðbragðs-
stöðu
'Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Ekki er vitað um neinar skemmdir
vegna veðurs á Norðurlandi í nótt
enda var veður ekki nærri því eins
slæmt og á suðvesturhorninu.
Á Akureyri voru menn þó í við-
bragðsstöðu og eru enn. Hjálparsveit
skáta og Flugbjörgunarsveitin voru
til reiðu í nótt ef eitthvað kæmi fyrir
og einnig starfsmenn Akureyrarbæj-
ar en ekki þurfti að leita til þeirra.
Ingimar Skjóldal, varðstjóri hjá
lögreglunni, sagði í morgun að búið
væri að vara fólk við að veður gæti
orðið slæmt nyrðra í dag. Menn eru
í viðbragsstöðu ef óveðrið skellur á
af alvöru en í morgun var sunnanátt
á Akureyri, 6 vindstig. Fólki var ráð-
ið frá að leggja á fjallvegi en skóla-
hald var víðast með eðlilegum hætti.
LOKI
Nafnið á Skjóldal er ekki
alveg í takt við veðrið!
Ólafur Ágústsson, sjómaður í Grindavlk:
Ekki timi til að
verða hræddur
bjargaðist á fleka eftir að hann lenti í sjónum
„Ég var á bryggjunni, á leið um
borð, þegar þetta gerðist. Það var
talsverður sjór á bryggjunni, hann
náði mér í miðja leggi. Áður en ég
vissi af kom mikilJ sjór á bryggj-
una, stór skafl, sem náöi mér í axl-
ir. Fyrr en varði var ég kominn i
höfnina," sagði Ólaíur Ágústsson,
sjómaður í Grindavík.
Ólafur varð fyrir því í nótt að
lenda í höfninni í Grindavík. Eng-
inn sjónarvottur varð að þessu
óhappi. Ólafur, sem er skipverji á
Reyni GK 47, var að mæta um borð
til að aðstoða við að verja bátinn
fyrir sjógangi og vindum.
á honum skamma stund. Síðan
tókst mér að skríða upp á fleka sem
var á floti. Á flekanum flaut ég yfir
höfnina, um 200 metra, og skall í
garðinn hinum megin. Lending var
ekki erfið. Það var öllu verra að
ganga á móti veðrinu á heimleiö-
inni. Ég var eölilega blautur og eins
var mér kalt. Ég tommaði varla á
móti veðrinu."
- Hvemig leið þér í sjónum. Varstu
hræddur?
„Þetta gerðist allt s vo hratt að það
var ekki tími til að hugsa um neitt
nema bjarga sér. Það sá enginn það
sem gerðist, veðurhamurinn var
fór ágætlega,“ sagði Ólafur Ágústs-
son.
Ólafur er 54 ára gamall, fæddur
og uppalinn i Grindavík. Hann
sagðist hafa verið 34 ár til sjós.
„Ég hef aldrei lent í neinu fyrr
en í nótt. Ætli ég fari ekki til lækn-
is í dag og láti hlusta mig, ég hugsa
það.“
Ólafur sagði að það væri mjög
langt síðan annan eins sjógang
hefði gert í Grindavíkurhöfn. Hann
sagði að víndurinn og sjórinn hefðu
orðið til þess að bókstaflega allt
hefði veriö á öðrum endanum í
Grindavík.
Ólafur Agustsson og eíginkona hans, Unnur Guömundsdóttir. Það er mikii gleði á heimili þeirra. Ólafur bjarg-
aðist á ævintýralegan hátt úr Grindavíkurhöfn í nótt og klukkan sex i morgun ól dóttir þeirra stúlkubarn á
Sjúkrahúsinu i Keflavik. „Sú litla er átján merkur,“ sagði Ólafur. DV-mynd BG
Veðrið á morgun:
Kólnar um
leið og
vind lægir
A morgun verður fremur hæg
vestanátt á norðanverðu landinu
og austan- og norðáustanátt með
dálítilli snjókomu á Suðaustur-
landi. Annars staðar hægviðri og
skýjað. Hitinn veröur undir frost-
marki, -1^1 stig.
Grindavík:
Tugmilljóna
tjón varð á
Kvíabryggju
Tugmilljóna tjón varð á Kvía-
bryggju í Grindavík í nótt. Dekkið á
bryggjunni losnaði af og greinilegt
er að tjónið er mjög mikið. Menn
gerðu sér ekki grein fyrir hversu illa
bryggjan var farin fyrr en veðrið tók
að lægja í morgun. í haust uröu mikl-
ar skemmdir á Svíragarði í Grinda-
vík. Tjónið á Kvíabryggju er talið
vera mun meira. Bryggjan er verr
farin og er auk þess stærri en Svíra-
garður.
Björgunarsveitamenn unnu að því
í nótt að gæta báta í Grindavíkur-
höfn. Það tókst þó baráttan hafi oft
staðið naumt. Einn maður lenti í
sjónum en bjargaðist með ævintýra-
legum hætti á land.
Tveir smábátar, sem voru uppi á
bryggju, fóru á hliðina þegar flæddi
undir þá. Þá flæddi yflr nokkra bíla
sem stóðu við höfnina. Eftir er að
meta tjón á þeim. Þá varð tjón hjá
Fiskeldi Grindavíkur.
„Ég hef séð meira rok en ég held
ég hafi aldrei séð annan eins sjógang
í höfninni," sagði Sigurður Agústs-
son, aðalvarðstjóri lögreglunnar í
Grindavík. -sme
Stöð 2:
Þremenningam-
ir ekki tilbúnir
með greiðslur
Þorvarður Elíasson, varaformaður
Eignarhaldsfélags Verslunarbank-
ans hf. og varaformaður stjórnar
Stöðvar 2, sagði við DV í morgun að
fyrrum aðaleigendur Stöðvar 2, Jón
Ottar Ragnarsson, Ólafur H. Jónsson
og Hans Kristján Árnason, væru
ekki tilbúnir ennþá að greiða það 150
milljóna króna hlutafé sem þeir
hefðu skráð sig fyrir. Þetta kom í ljós
í gær en síðastliðinn fóstudag til-
kynntu þremenningarnir að þeir
væru tilbúnir með hlutaféð.
„Þeir eru ekki tilbúnir með greiðsl-
ur ennþá. Stjórn Stöðvar 2 hefur lagt
áherslu á það við þá að þeir hefji
greiðslur sem fyrst,“ sagði Þorvarð-
ur.
Þorvarður segir ennfremur að
stjórn Stöðvar 2 hefði þegar hafið
innköllun á hlutafé í Stöð 2 og jafn-
framt samþykkt frest til 5. febrúar
að greiða þær 400 milljónir í viö-
bótarhlutafé sem búið er að skrifa
sig fyrir. Eignarhaldsfélag Verslun-
arbankans hf. skrifaði sig fyrir 250
milljónum og fyrrum aðaleigendur
Stöðvar2fyrirl50milljónum. -JGH
NYJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GOÐIR BILAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
BILALEIGA
v/FIugvallarveg
91-61-44-00
W
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I