Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990.
Fréttir
Hár kostnaður á fermetra í endurbyggingu dómhúss:
Uppgerðar skrifstofur
á verði einbýlishúsa
- „Jú, aðvitað er þetta dýrt en þó
ekki dýrara en gengur og gerist í
öðrum húsum sem byggð hafa verið
undanfarið," sagði Tryggvi Svein-
bjamarson verkfræðingur sem unn-
iö hefur að útreikningum á kostnaði
við að koma upp nýju dómhúsi í
Reykjavík.
„Það er heldur ekki hægt að horfa
í kostnaöinn. Það má líkja dómhúsi
við kirkjur eða þinghús því hús-
næðið verður að vera við hæfi þótt
það sé dýrt,“ sagði Tryggvi.
Samkvæmt útreikningum hans
ætti að kosta um 60 þúsund á fer-
metra að innrétta að nýju skrifstofur
í dómhúsinu, hvort sem endumýjum
á Útvegsbankahúsinu eða á húsi rík-
isins að Borgartúni 7 yrði fyrir val-
inu. Þessir tveir kostir em taldir
koma helst til greina en þriöji kostur-
inn er að byggja nýtt hús.
Ef tekin em með kaup á Útvegs-
bankahúsinu hækkar kostnaður á
fermetra upp í 95 þúsund og em þá
teknir með gangar og aðrir húshlutar
sem em ódýrari en skrifstofumar.
Kostnaður á fermetra við aö byggja
nýtt hús er álíka hár. Alls mundu
þessir möguleikar kosta ríkið um 400
milljónir.
Þessi kostnaður er mun hærri en
við nýbyggingar á öðm húsnæði eins
og það er reiknað út í byggingarvísi-
tölu. Kostnaður við fermetra í full-
búnu einbýlishúsi samkvæmt vísi-
tölunni fyrir janúar er ríflega 69 þús-
und krónur. Sambærileg upphæö
fyrir fjölbýlishús er tæplega 50 þús-
und krónur á fermetra og um 40 þús-
und í iðnaðarhúsnæði.
Tryggvi sagði að ýmsar lagnir og
kerfi réðu miklu um hærri kostnað
við dómhúsið en önnur hús. Gera
yröi ráð fyrir fullkonmu bmna-
vama- og loftræstikerfi, auk að-
gangskortakerfis, þjófavöm og lyft-
um. Hins vegar væri ekki gert ráð
fyrir sérstökum íburði.
-GK
Byggingarkostnaður
á feimetra 95 °J°
69.251
49.774
60.000
39.936
I
Iðnaðar- Fjölbýtis- Einbýlis- Skrifstofur Dómhús,
húsnæði hús
hús
í dómhúsi fullgert
Samanburðurinn á kostnaði á fermetra í ýmsum byggingum sýnir að dóm-
húsið er þar í hæsta flokki.
Guðmundur Bjðrasson hjá Pósti og síma:
Förum að ráða
í lausu störfin
- símsmiðir sem eru hættír hyggjast hindra það
Harka virðist vera að færast i viðurkennt.Símsmiðimir.semlétu
hina sérkennilegu deilu símsmiða af störfum hjá rikinu um síðustu
og Pósts og síma. Guðmundur áramót, héldu meö sér fund í gær.
Bjþmsson, aöstoðar póst- og síma- Þar mættu um áttatíu manns. Sam-
málastjóri, sagði í samtali viö DV þykkt var á fundinum aö beijast
í gær að ekki væri farið að ráða með öllum ráöum gegn því að
menn í störf þeirra símsmiða sem menn yrðu ráðnir í störf þeirra sem
hættu um áramótin. hættu um áramótin.
„Okkur hafa borist tugir ura- Hjó Pósti og síma vinna nú um
sókna um þessi störf og förum aö íjörutíu manns sem eru í hinu nýja
ráða í þau alveg á næstunni," sagði félagi símsmiða og sagt hafa upp
Guömundur. störfum og hætta 31. mars næst-
„Viöhöfumboðaðverkfallíþess- komandi. Þeir hafa samþykkt aö
um störftim og munum standa fallast ekki á að nýir menn komi 1
verkfalls vaktir og koma í veg fyrir störf þeirra sem hættu um áramót-
það með öUum ráðum að farið verði in rneðan þeir eru enn í vinnu.
I störfin," sagði PáU Þorkelsson, „Þetta er álíka fáránlegt og ef tré-
formaöur hins nýstofnaða Félags smiðir boðuðu verkfaU á störf
símsmiða, en í því eru símsmiðir blaðamannaáDV.Þessirmexmeru
semhættirerustörfumhjáríkinu. hættir og því hljótum við að ráða
PáU sagöi aö þaö óþrifaálag sem nýja menn,“ sagöi Guömundur
ríkið heföi fallist á aö greiða sím- Bjömsson.
smiöum breytti engu um afstöðu -S.dór
þeirra til þess.aö fá sitt nýja félag
Brunirai að Réttarhálsi 2
4. janúar 1989
Elds-
upptök
DVJRJ
Brunaskýrslan:
WM
I
- segir Gunnar Ólafsson
Gunnar Ólafsson, umsjónar-
maður eldvamaeftirhts Reykja-
víkurborgar, sagði við DV i tilefni
af skýrslunni um brunann að
Réttarhálsi 2 að gat hefði verið í
byggingakerfmu varðandi
brunamál þar sem byggingafull-
trúi hefði hætt að hafa afskipti
af byggingum þegar þær heföu
verið orðnar fokheldar.
„Byggingafuiltrúi fékk leyfi til
að ráða starfskraft í byrjun des-
ember. Sá aðili mun síðan fylgjast
með húsum í byggingu og gerir
úttekt á þeim með tílUti til bmna-
vama. Við munum síðan taka
þátt í því starfi. Byggingar þurfa
að vera skoðaðar af meiri ná-
kvæmniog þeirri skoðunþarf svo
að fylgja eftir,“ sagði Gunnar.
„Reglugerð um brunavarair og
brunamál náði í rauninni ekki
yfir Réttarháls 2. í upphafi var
aðeins verið að fara fram á áö
þarna yrði bílaverkstæði. Síðan
voru gerðar sjö til átta breytingar
sem virðast allar hafa verið sam-
þykktar. En varðandi niðurstöð-
ur skýrslunnar um brunann í
Gúmmívinnustofunni þá er ég
sáttur við þær í aðalatriöum,“
sagöi Gunnar Ólafsson.
-ÓTT
Branamálastjóri:
Brunahönnun
„Byggingafulltrúi kratðist aldr-
ei bmnahönnunar vegna hússins
aö Réttarhálsi 2. Því var slíkt
aldrei sent til okkar á Brana-
málastofhun. Það hefur gengið
treglega aö fá samþykktar bmna-
hannanir írá byggmgafúlltrúa.
Nú er hins vegar búið að ráða
sérstakan verkfræöing sem ann-
ast úttekt á brunamálum bygg-
inga, Þar meö er loksins búiö aö
viðurkenna að brunavemdar-
sjónarmið og bmnamál eru tíl
staðar,“ sagöi Bergsteinn Gizur-
arson brunamálastjóri spurður
um þau ummæli hans í niður-
stöðum skýrslu um brunann aö
Réttarhálsi 2 að byggingin hafi
ekki verið brunahönnuð og að
Brunamálastofnun hafi ekki ver-
iö gefið tækifæri til afskipta af
því atriði.
Bergsteinn segir aö nú se unnið
aö endurskipulagi hjá eldvama-
eftirliti. Ég tel það vera til bóta.
Auk þess er mikilvægt að Bmna-
málastofnun og eldvamaeffirht
geti samræmt tölvukerfi sín
þannig aö við höfum aðgang að
teikningum sem þar fara í gegn,“
sagði Bergsteinn.
-ÓTT
Eigendur Gúmmívinnustofunnar greinir mjög á við brunamálastjóra vegna
skýrslu um brunann að Réttarhálsi 2. Þeir segja að til að byrja með hafi
eldurinn ekki breiðst um húsið í gegnum margumrætt op á milli álma á
________________________ efri hæð, heldur í gegnum vegginn á milli Gúmmívinnustofunnar og Glóbus.
Viðar Halldórsson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, um brunaskýrsluna:
Mjög ósáttir við niðurstöðurnar
„Við erum ekki sammála bmna-
málastjóra og slökkvihði um
hvemig eldurinn breiddist út í
Gúmmívinnustofunni. Við erum
algjörlega ósáttir viö mörg atriði í
niðurstöðum skýrslunnar um
brunann. í henni segir að eldurinn
hafi fariö í gegnum margumtalað
gat okkar megin og yfir í norður-
álmu sem tilheyrir okkur líka. Það
er ekki rétt. Við sem sáum brunan
vitum að eldurinn barst í gegnum
vegginn á miUi okkar og Globus og
þaðan yfir í norðurendann til okk-
ar,“ sagði Viðar HaUdórsson, einn
eigenda Gúmmívinnustofunnar að
Réttarhálsi 2, þar sem stórbruni
varð í janúar í fyrra.
Viðar sagði við DV að í skýrsl-
unni, sem var lögö fram opinber-
lega í fyrradag, væm eigendur og
hönnuðir gagnrýndir óréttUega
fyrir að virða að vettugi reglugerð
um branavamir og brunamál.
„Það á ekki viö rök aö styðjast þar
sem teikningamar vom lagðar fyr-
ir byggingamefnd og samþykktar
þar að viðstöddum slökkvihðs-
stjóra“, sagði Viðar.
„Þar segir einnig að ekki hafi
verið farið eftir samþykktum
teikningum og aö húsinu hafi verið
breytt í byggingu. Þetta er alrangt.
Húsið var byggt eftir samþykktum
teikningum og því var ekki breytt
á meðan á byggingu stóð. Margum-
rætt gat kom tfi sögunnar löngu
seinna.
Það sem við erum mest ósáttir
viö er að brunamálastjóri segir að
sérstaklega afdrifaríkt hafi verið
að ijúfa op á eldvarnarvegg sem
skipti byggingunni í tvo hluta. Það
vora vissulega mistök að við vor-
um ekki búnir að setja hurð fyrir
opið. En staðreyndin er hins vegar
sú að til að byija með breiddist eld-
urinn aldrei yfir í norðurhúsið í
gegnum opið og yfir í önnur fyrir-
tæki. Hann barst fyrst í Globus og
þaðan yfir í norðurhúsiö. Þaöan fór
eldurinn svo yfir og niður í kjaUar-
a. Það sáu menn greinUega sem
fylgdust með eldinum frá Drag-
hálsi. Verksummerki eftir brun-
ann bám þess líka greinUega merki
að viö opið var lítiö brunnið - þar
var Uka lítíll eldsmatur.
Slökkviliöið átti möguleika á að
slökkva eldinn með því að fara inn
um vesturdyr, framhjá opinu
margumrædda, gegnum dyr á öðr-
um vegg og að eldsupptökum aust-
anmegin í húsinu", sagði Viðar.
„Við bentum slökkviliöinu á þessa
leið en það vildi ekki hlusta á okk-
ur.
Skýrslan er greinilega aö mestu
byggð á viðtölum við slökkvdlið og
aðra aðUa. Við eigendumir fengum
aldrei aö gera athugasemd vdð
drögin aö skýrslunni eins og aörir
aöilar gerðu. Síðan segir bruna-
málastjóri þvert ofan í aUt annaö
að teikningar og byggingarleyfi
hafi verið afgreidd í byggingar-
nefnd, þótt ákvæðum reglugerðar
um brunavamir og brunamál væri
ekki framfylgt.
Ég sé einnig í skýrslunni haft eft-
ir eldvamaeftirlitsmanni að hann
hefði séð eldstólpa stíga upp um op
frá kjallara klukkan 15.35. Það er
alveg útilokað að hafi getað séð
slíkt því á þessum tíma var húsiö
lokað og fullt af reyk. í skýrslunni
má einnig finna ýmsar aðrar óskilj-
anlegar rangfærslur," sagði Viðar.
-ÓTT