Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. 3 x>v Vidtalið Fréttir Eppo reynir aftur „Þaö er mikið tilhlökkunarefni aö koma aftur til íslands í vor. Þar var gott aö vera á síðasta ári þrátt fyrir allt leyfisleysið og vandræðin hjá mér. Annars er ég mest hrifmn af því að nú eru íslendingar búnir að fá umhverfisráöherra" sagði flug- drekakappinn og umhverfisverndar- maðurinn Eppo Numan við DV í gær. Þessi fljúgandi Hollendingur, sem kom á vélknúnum svifdreka sínum til Reykjavíkur síðastliðið sumar, undirbýr sig nú fyrir að Ijúka seinni hluta flugs síns yfir Atlantshafið. Eppo flaug til íslands í nokkrum áfóngum frá Hollandi um England, Skotland og Færeyjar síöastliðið sumar. Flugkappinn beið í nokkrar vikur eftir hagstæðu veðri og leyfi frá dönskum flugmálayfirvöldum til aö fljúga frá Reykjavík um Grænland og vestur um til Kanada. í október sneri Eppo síðan heim á leið og ákvaö að freista gæfunnar aftur að vori. Ætlunin hans er að fljúga á svif- drekanum til New York í þágu um- hverfisverndarsjónarmiða. Eppo hef- ur fengið leyfi til að koma fram hjá allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna þegar hann kemur á svifdrekanum til New York á sumri komanda. Eppo sagði við DV að hann væri væntanlegur aftur til Reykjavíkur í maí. „Ég er að selja veitingastaöinn minn sem ég hef rekið í tuttugu ár í Haag. Það er slæmt hlutskipti, en svona er lífið og það þarf aö fjár- magna ferðina. Undirbúningur fyrir flugið yfir Atlantshaf tók mig fjögur ár og ég ætla ekki að láta drauminn renna út í sandinn. Ferðin til New York kostar mig á annað hundrað þúsund dollara enda þarf ég að borga fyrir fylgdarvél og flugmenn, uppi- hald fyrir þá og margt fleira. Ég hef verið að leita eftir styrktaraðilum og það starf stendur enn yfir“. Eppo sagðist sennilega ætla aö flytja farkost sinn með Arnarflugs- þotu til íslands en síðan mun hann bíöa eftir hagstæöu flugveðri. „Ég ætla að byrja á aö fljúga á Rif á Snæ- fellsnesi og svo byrjar hasarinn fyrir alvöru hjá mér þegar ég fer þaðan og yfir hafið til Kulusuk,“ sagði Eppo. -ÓTT Einaáhuga- málið er fátfaolti Nafn: Oskar Sigþór Ingimundarson Aidur:30ára Staða: Varaformaður Félagssímsmiða „Eina áhugamálið er fót- bolti. Ég er þjálfari knatt- spyrnuliðsins Víðis í Garði sem leikur í annarri deild- inni. Og auk þess aö þjálfa lið- ið leik ég með því. Það fer því mikill tími í knattspyrnuna, sérstaklega yflr sumartímann á meðan leiktímabilið stendur yfir. Á vetuma fylgist ég með ensku knattspymunni. Ég er mikill aödáandi enska knatt- spymuliðsins Derby og hef fýlgst með liöinu síðastliðin 20 ár,“ segir Óskar Sigþór Ingimundarson en hann hef- ur veriö mikiö í fiölmiölum að undanfórnu vegna kjara- deilna símsmiða við rikið. Deilunum lyktaöi með upp- sögnum símsmiða og tóku þær gildi þann 1. janúar síö- astliöinn. Póst- og símaskólinn „Ég er borinn og barafædd- ur Reykvikingur, ólst upp i austurbænum, sonur hjón- anna Ingimundar Óskarsson- ar og Karenar Jónsdóttur. Að loknu prófi úr gagn- fræðaskóla fór ég beint í Póst- og símaskólann og lærði sim- smíöi þar. Námið tók þrjú ár og skiptist til helminga i verk- legt og bóklegt nám. Þegar ég útskrÖaðist úr skólanum fór ég strax að vinna hjá Pósti og síma og hef unnið þar allar götur síðan. Þaö em ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég varð virkur i félagsstarfi símsmiða. Aödragandinn stuttur Það átti sér allt stuttan að- draganda. Ég lenti í þeim hópi sem tók að sér að undirbúa uppsagnir símsmiða þjá rík- inu svo aö við gætum stofhað okkar eigið stéttarfélag. Nokkru síðar var kosin ný stjóm hins nýja Félags sím- smiöa. Ég var einn af þeim sem var kosinn i stjóm, jafh- vel þótt ég frábæði mér þaö. Þetta er mikil vinna og nánast fullt starf eins og staöan er i dag,“ segir Óskar. Óskar er í sambúð meö Hrafnhildi HaUdórsdóttur og eiga þau þijú börn, Karenu, 11 ára, Bimu Rós, 6 ára og Ingimund, 4 ára. -J.Mar STAÐGREÐSLA 1990 SKATTHLUTFALL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ1990 PERSÓNUAFSLÁTTUR ER 20350 KR Á MÁNUÐI — ........ . _ ... .,. ... . Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nbta ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RfKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.