Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. Fréttir Hafskipsmálið í Sakadómi Ekki nýlán til Hafskips síðustu 15 mánuðina - samkvæmt framburði Halldórs Guðbjamasonar, fyrrverandi bankastjóra Dómararnir þrír, Ingibjörg Benediktsdóttir, Sverrir Einarsson dómsformaður og Arngrimur ísberg, hafa átt annrikt og eiga sennilega ekki rólega tíma fyrir höndum. Aðeins er búið að yfirheyra lítinn hluta vitna og einn ákærðra, en þeir eru 17 alls. Á vitnalistanum eru yfir 70 nöfn. Þar á meðal er Albert Guðmundsson sendiherra. DV-mynd GVA Halldór Guðbjamason, fyrrver- andi bankastjóri Útvegsbankans og einn þeirra sem ákærðir eru í Haf- skipsmálinu, var yfirheyrður í Saka- dómi Reykjavíkur í gær. Halldór sagði meðal annars að hann hefði, frá því hann kynnti sér fyrst viðskipti bankans og Hafskips, farið vandlega yfir áætlanir og reikninga félagsins. Hann sagðist ekki hafa vefengt þær niðurstöður sem forráðamenn fé- lagsins eða endurskoðandi lögðu fyr- ir hann. Um tryggingar fyrir lánum sá lögfræðideild bankans og sagðist Halldór ekki hafa séð ástæöu til að tortryggja verk þeirra sem um þau mál sáu. Þá upplýsti Halldór að engin nýlán, með einni undantekningu, hefðu ver- ið veitt Hafskipi eftir aö milhuppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984 lá fyrir á haustmánuðum. Þegar hann var spurður um vafasamar tryggingar sem bankinn hafði gagn- vart Hafskip, svo sem eignir í Tívolí í Vatnsmýrinni, sagði hann að ákvörðun hefði verið tekin í bankan- um um aö taka veð í öllum hugsan- legum eignum félagsins, ekki vegna nýrra lána, heldur til að tryggja bankann eins og kostur var. Hafskipsmenn vissu best Þó að bankinn hafi ekki veitt ný lán breyttist skuldastaða Hafskips til hins verra, bæði vegna áfallinna vaxta, dráttarvaxta og eins vegna óðaverðbólgu hér á landi og gengis- breytinga. Þegar Hahdór var spurður hvort hann hefði sjálfur kynnt sér grund- völl fyrir tekjuáætlunum Hafskips- manna vegna Trans Atlantic-sigling- anna sagðist hann ekki hafa gert það. Hann sagði jafnframt að hann hefði ekki vitað um neina menn sem þekktu betur til shkra flutninga en forráðamenn Hafskips og því erfitt að sjá hvert hann ætti að leita með shkar upplýsingar - annað en til forráðamanna Hafskips. Þá sagði Halldór að ársreikningar Hafskips hefðu verið skoðaðir með sama hugarfari og ársreikningar annarra fyrirtækja. Hann sagði að ef bankamenn ættu að endurreikna alia þá ársreikninga, milliuppgjör og áætlanir, sem koma á borð banka- stjóra, gerðu menn fátt annað og í hagdeildum bankanna yrðu þá að vera nokkur hundruö starfsmenn. Halldór sagðist ekki muna hvað fyrsta rekstraráætlun fyrir áriö 1984 hefði gert ráð fyrir miklum hagnaði en hann sagði að það hefði verið tals- verður hagnaður. Þegar fulltrúi ákæruvaldsins, Tryggvi Gunnars- son, spurði hvort það hefðu verið 20 milljónir króna sagði hann aö það gæti vel verið. Halldór sagði að mikl- ar breytingar hefðu orðið á rekstrar- grundvelli félagsins á árinu 1984. Félagið missti flutninga fyrir Varn- arliðið, vegna Rainbowmálsins. Þá heföi verkfah BSRB aukið mikið á vanda félagsihs. ídómsaJnum Sigurjón M. Egilsson Rekstraráætlanir breyttust mikið á þessu ári. Eins og áður sagði var'fyrst gert ráð fyrir um 20 milljóna króna hagnaði. Síðan var gert ráð fyrir lít- ilsháttar tapi og síðan var gert ráð fyrir meira tapi og að lokum var gert ráð fyrir tugmilljóna tapi. Bankaeftirlitið vissi ekkert Halldór Guðbjarnason sagði að Bankaeftirlitið hefði ekkert vitað hvernig viðskiptum bankans og Haf- skips var háttað fyrr en óskað var eftir að þeir kæmu í bankann og skoðuðu þetta mál. Áður höfðu bankastjórar Útvegsbankans átt fund með bankastjórum Seðlabank- ans málið. Hann sagði að Bankaeftirlitið hefði ekki mælt fyrir um stöövun lána til Hafskip. Þá sagði Halldór aö Axel Kristjáns- son hefði veriö tengiliður bankans við Hafskip og þaö hefði helst verið Ragnar Kjartansson sem heföi verið tengiliður Hafskips við bankann. Einnig nefndi hann Pál Braga Kris- tjónsson. Halldór Guðbjarnason sagðist hafa tekið þátt í viðræðum við Eimskip og Skipadeild Sambandsins um hugsanleg kaup á skipum Hafskips. Hann sagði að það verð, sem rætt var um, hafi kannski verið gott fyrir þrotabúið, vegna þess hversu lágt skipaverð var á heimsmarkaði, en það hafi ekki síður verið gott fyrir kaupendurna. Lög hér á landi banna innflutning á skipum sem eru eldri en 12 ára. Skip Hafskips voru eldri en það og voru verðlögð samkvæmt því. Halldór Guðbjamason sagðist ekki telja að forráðamenn Hafskips hefðu beitt sig blekkingum meö þeim upp- lýsingum sem þeir létu frá sér fara. Stjórnarmenn muna lítið Þeir stjórnarmenn, sem komu fyrir réttinn í gær, mundu allir frekar lítið af því sem gerðist á þeim tíma sem ákæran nær fil. Víðir Finnbogason í Teppalandi, Páll G. Jónsson í Pólaris og Pétur Björnsson í Kók mættu í gær. Þ'eir voru ahir sammála um að þeir hefðu ekki veriö beittir blekk- ingum að hálfu Ragnars Kjartans- sonar, Björgólfs Guðmundssonar, Helga Magnússonar eöa annarra starfsmanna Hafskips. Þeir sögðu allir að upplýsingar starfsmanna hefðu veriö mjög ítarlegar og góðar. Viöir Finnbogason sagði meðal ann- ars að hann hefði ekki verið á stjórn- arfundi þar sem rætt var um fallandi skipaverð og að Ragnar Kjartansson hefði komiö til sín til að setja sig inn í málið. Þegar þeir vöru spurðir hvort þeir hefðu vitað aö ekki hefði allt það hlutafé safnast sem tilkynnt var tll Hlutafélagaskrár sögðust þeir hafa talið aö svo væri þar sem þeir hefðu ekki vitað annað en áhugi fyrir hlutabréfunum hefði veriö mjög mikill. Finnbogi Kjeld hafði áður sagt að hann hefði ekki fengið að kaupa eins mikið og hann vildi þar sem heppilegra þótti að dreifa bréfunum á fleiri aðila. -sme I dag mælir Dagfari Burt með rúturnar Það er gott hjá rútubílstjórum að stöðva rútubílaakstur. Það er kom- inn tími til að fólk sé vanið af því að ferðast með rútum, í staðinn fyrir að aka á sínum eigin bílum. Sumt fólk heldur að það geti sparað með því að ferðast í rútum og tímir ekki að kaupa sér einkabíl. Aðrir hafa það fyrir sið aö sitja í rútubíl- um landshluta á milli og neita sér um það að fljúga til fjarlægra staða. Allt hefur þetta orðið til þess að rútur aka um flesta þjóðvegi, eig- endur þeirra heimta að vegum sé haldið opnum og fjöldinn allur af mönnum hefur af því atvinnu að aka þessum sömu rútum. Menn eru jafnvel svo vitlausir að ferðast með rútubílum á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur en sennilega eru það aðallega Hafn- firðingar, enda fer orö af greindar- fari Hafnfirðinga og er það þá eftir öðru að þeir séu nógu vitlausir til að ferðast þetta spölkom, sem er á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, í rútum Landleiða. Nú hafa rútubílstjórar sjálfir tek- ið af skarið. Þeir hafa horft upp á farþegana hópast inn í rútumar og þeir em sendir í akstur í tíma og ótíma þegar þeir gætu annars haft það gott við að gera ekki neitt. Þeir vilja koma í veg fyrir þessa vit- leysu. Þeir vilja koma þessum at- vinnurekstri fyrir kattarnef og þeir vilja ólmir leggja atvinnu sína nið- ur. í fyrradag réðust þeir til atlögu við Landleiðarúturnar, hleyptu vindi úr dekkjum, sprautuðu ryð- vamarefnum á rúður og skáru jafnvel dekkin ef ekki vildi betur. Einn þeirra lagöi sig jafnvel í lífs- hættu með því að standa fyrir einni rútunni þegar hún lagði af stað. Þetta framtak atvinnurútubíl- stjóra er einstakt í sinni röð. Það er orðið harla fátítt nú til dags að heilar stéttir taki sig fram um það að koma sjálfum sér fyrir kattar- nef. Venjulega reynir allur almenn- ingur að standa vörð um atvinnu sína og heimtar jafnvel að gegna þeim störfum sem enginn vill borga og enginn getur borgaö. Öðruvísi bregður hins vegar við þegar rútu- bílstjórar eru annars vegar. Þeir sjá sjálfir hvers konar vitleysa það er að láta rútubílaakstur viðgang- ast og ganga fram fyrir skjöldu til að eyöileggja atvinnutæki sín eða að minnsta kosti að hefta fór þeirra. Fyrir utan þá sjálfsfórn að leggja niður sína eigin atvinnugrein er sá ótvíræði ávinningur af þessu uppá- tæki að Hafnfirðingar komast ekki til Reykjavíkur og Reykvíkingar ekki til Hafnarfjarðar. Eiginlega var löngu kominn tími á það að samgöngur á milli þessara staöa væm lagðar af. Aðskilnaðarstefna borgaryfirvalda hefur greinlega fengið hljómgrunn. Reykjavík hef- ur lýst yfir stríði á hendur Kópa- vogi og borgarstjóri gerði tilraun til þess í suinar að kaffæra Kópavog í sínu eigin sorpi og var búinn að hóta því að kippa hitaveitunni úr sambandi og loka fyrir rafmagnið. Það var af hreinum mannúðará- stæðum sem horfið var frá þeim fyrirætlunum. Borgarsljóri hefur nú síðast reynt að krækja í jaröar- spildur í Kópavogi til að hefta út- breiðslu Kópavogs og koma í veg fyrir frekari áfroðning frá nálæg- um byggðarlögum. Allir vita að Hafnfirðingar eru sérþjóðflokkur sem hefur ekkert með það að gera að rápa fram og til baka til Reykjavíkur og með því að stöðva samgöngur á milli Reykjavíkur og Hafnarfiarðar er þessu fólki að mestu útrýmt úr návist reykvískra góðborgara. Þökk sé rútubílstjórum sem grípa til skæruhernaðar til að stöðva rúturnar. Nú gæti maður haldiö að borgar- yfirvöld hefðu sent sína menn út af örkinni til að einangra réttláta frá ranglátum og þetta upphlaup bílstjóranna væri enn einn Uðurinn í tangarsókn borgarstjórnar til aö bægja utanaðkomandi óþjóðalýð frá höfuðborginni. En því er ekki að heilsa. Rútubílstjórarnir hafa tekið upp á þessu að eigin frum- kvæði og eiga allan heiðurinn af því að loka þessu gasasvæði af. Þeir eru staðráðnir í því sjálfir að leggja rútuaksturinn í rúst og beita til þess öUum brögðum. Það er ekki á hveijum degi sem menn ráðast á rútubíla og skera undan þeim dekkin. Það eru ekki allir sem skera undan sjálfum sér af hrein- um hugsjónaástæðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.