Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. 27 LífsstíU Bretland: Of mikill hiti í ísskápum Sjö af hveijum tíu ísskápum, sem rannsakaöir voru í Bretlandi í sum- ar, reyndust ekki halda nægum kulda til þess aö hefta vöxt baktería og sýkla, þar á meöal salmonellu- sýkla. í skýrslu, sem breska landbúnaöar- ráðuneytinu hefur verið send um þetta efni, er fullyrt að milljónir Breta séu í hættu vegna yfirvofandi matareitrunar af þessum sökum. Tveir þriðju skápanna, sem prófað- ir voru, reyndust halda hitastigi á bilinu frá 9-12° en salmonella vex og dafnar viö hita yfir 7°. Helstu orsakir þessa töldu rannsóknaraðilar vera lélega hönnun isskápa, ranga stað- setningu þeirra og þann ósið aö setja heitan mat inn í ísskápinn. Séu dyrn- ar á ísskápnum haföar opnar of lengi eykur þaö einnig hættuna á of háu hitastigi. í verslunum í Bretlandi er þess krafist aö kælar í verslunum, þar sem matur er geymdur, haldi hitanum við eöa undir 5°. Þótt margir eldri isskápar hafi ver- iö með í téöri könnun nær hún einn- ig til nýrra ísskápa. Rannsóknir hafa sýnt að þaö getur tekið nýjan ísskáp 20 mínútur aö ná upp fyrra hitastigi hafl hann staöið opinn í 10 sekúndur. Einn litri af ávaxtasafa er um 11 klukkustundir að kólna niöur í 7° í nýjum ísskáp. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að gerlafjöldi í kældum mat tvöfald- aðist eftir aö maturinn hafði verið geymdur í eina klukkustund í far- angursgeymslu bíls og síðan fimm klukkustundir í ísskáp. „Heilbrigöiseftirlitið fylgist reglu- lega meö hitastigi í kælum og fryst- um í verslunum. Gerð er krafa um aö hitastigið sé ávallt 0-4 gráöur í kæli og ekki minna en -18 gráöur í frysti. Almennt eru þessi mál í góðu lagi hjá verslunum þó slys eða trassaskapur geti alltaf átt sér stað,“ sagöi Ágúst Þorsteinsson heilbrigöis- fulltrúi í samtali við DV. Ágúst sagði að sér væri ekki kunn- ugt um neina könnun sem gerð heföi veriö hérlendis á heimilisísskápum eða aö neinar gæöakröfur væru gerö- ar til ísskápa sem fluttir eru inn. „Það segir sig sjálft aö allar fullyrö- ingar og áætlanir um geymsuþol byggjast á því að lágmarkshitastigi sé haldið. Sé ísskápurinn ekki í lagi þá styttir það geymsluþol matar og getur gert hann óneysluhæfan mun fyrr en ella,“ sagöi Agúst. -Pá - getur valdið salmonellumengun Breskar rannsóknlr sýna að Isskápar á helmllum halda verr lágu hltastlgl en haldið var. Slfkt getur verlð belnlín- Is hættulegt. Engar slfkar rannsóknlr hafa verlö gerðar hérlendis en fylgst er með kælum og frystum I verslunum. ’ÖR | Ær :"x Smjör eykur kólesteról I blóðl. Vislndamenn hafa búlð tll fltuefnl úr mjólkur- fitu og jurtaolfu sem hefur þveröfug áhrlf. Kaupmannahöfn: Nýtt smjörlíki minnkar kólesteról Vísindamenn viö Landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn hafa þróað og framleitt nýja tegund af smjörlíki sem minnkar kólesteról í blóöi þeirra sem þess neyta. Nýja smjörlíkið, sem er kallaö Mosolin á vinnslustigi, er unniö að hálfu úr nyólkurfitu og aö hálfu úr jurtaolíu úr runnum sem áöur voru notaðir viö olíuframleiöslu til iðnaðamota. „Þessi framleiösla markar þátta- skil í baráttu okkar viö of mikið kole- steról í blóði," segir Josef Zubr, tékk- neskur vísindamaöur sem stýrir til- raununum. Hann hefur unniö að þessum rannsóknum um árabil og nú liggja fyrir rannsóknir á 25 mann- eskjum sem notuðu nýja smjörlíkið í einn mánuð. Á þeim tíma minnkaði kólesteról í blóöi þeirra úr 6,4 að meðaltali i 5,7 að jafnaði, eingöngu vegna áhrifa nýja fituefnisins. Það er fyrst og fremst jurtaolían sem Neytendur hefur þessi jákvæðu áhrif. Þessi áhrif komu fram þrátt fyrir að fituinnihald nýja efnisins sé mjög mikið og þátt- takendur neyttu milli 50 og 70 gramma af því á dag. Efniö líkist rnjög venjulegu smjör- líki en er súrara á bragöið. Jurtaol- ían, sem er notuð, er unnin úr rótum runnans camellia sativa sem er ná- skyldur terunnanum. Unnið hefur verið aö rannsóknum á þessari plöntu viö Landbúnaðarskólann síö- an árið 1982. -Pá Virðisauki á flutningsgjöld: Á ekki að hækka sements- og áburðarveið Vlrðisaukaskattur, sam ieggst rt flutnlngsgjöld, ætti ekki að hækka verö á sementi og áburði, Kaupendur geta nær undantekningarlaust drog- lð skattinn frá aðfönpm og því veld- ur hann ekkl hækkun, Þetta á vlð broöi um bændur og húsbyggjendur, -Pá Raðuneyti staðfestir gialdskrá Iönaðarráðherra beindi hinn 18. desember sl. þeim tilmælum tll orkuveitna aö þeim hækkunum á gjaldskrám, sem fyrirhugaöar voru 1. janúar, yrði frestaö og þær síðan endurskoðaðar i samræmi við niö- urstööur væntanlegra kjarasamn- inga. Flestar orkuveitur hafa orðið viö þessum tilmælum. Borgarráö Reykjavíkur hefur samþykkt hækkun á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og sent hina nýju gjaldskrá iðnaöarráöu- neytinu til staöfestingar. Ráðuneytið hefur staðfest gjald- skrána en lögum samkvæmt hafa sveitarfélög sjálfsforræöi á gjald- skrám eigin fyrirtækja og stofnana. í viöræöum iðnaöarráðherra og borgarstjóra hefur hins vegar kom- ið fram aö borgaryfirvöld eru strax reiðubúin til þess að endurskoða gjaldskrána til lækkunar í Ijósi væntanlegra kjarasamninga ef nið- urstööur þeirra breyta þeim for- sendum sem hækkun gjaldskrár- innar er byggð á. -Pá RANNSÓKNARÁÐ RlKISINS RANNSÖKNASJÖÐUR RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1990 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niður- staðna sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknarmanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þátt- ur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnan- ir er mikilvægt, - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri. Heimilt er einnig að styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu þekk- ingar og færni á tæknisviðum sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþró- un hér á landi I framtlðinni,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.