Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990. 17 fþróttir Iþróttir Sport- stúfar Landslið Sovétmanna i handknattleik leikur ekki fleiri landsleiki fram að heimsmeist- arakeppninni í Tékkóslóvakíu. Lið Sovétmanna verður saman í æfingabúðum nálægt Moskvu og leikur þar æfingaleiki við sovésk félagsliö. Sovétmenn hafa ekki tapað landsleik í eitt og hálft ár eða síðan þeir biðu ósigur gegn íslendingum sumarið 1988 í Laug- ardalshöllitmi. Sovétmenn eru af mörgum taldir sigurstranglegast- ir í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu sem hefst í næsta mánuði. Er það ekki óeðlilegt ef tekiö er miö af árangri þeirra á síöustu misserum. fsland leikur 16 leiki á 30 dögum fslenska landsliðíð í handknattleik á eftir að standa í ströngu á næstunm. Landsliðið leikur þrjá landsleiki við Rúmena í Reykjavík dagana 10.-12. febrú- ar. Siðan koma tveir leikir viö Svisslendinga og loks tveír leikir gegn Hollendingum. Aö auki veröa leiknir tveir óopinberir leikir viö Svisslendinga en þeir munu dvelja hér á landi í æfinga- búðura í vikutíma fyrir heims- meistarakeppnina í Tékkósló- vakíu. í heimsmeistarakeppninní mun íslenska liðið leika sjö leiki. Það verður því í nógu að snúast hjá strákunum, eða alls 16 leíkir á einum mánuöi. Jöfnogspennandi keppni í Portúgal Þegar 16 umferðum er lokið í 1. deildar keppmnm í Portúgal hefur Porto forystu, en nauma, því Benfica og Guimaraes fylgja fast á eftir. Porto og Gium- araes skiidu jöfn um helgina en Benfica sigraði Estrela Amadora á heimavelli í Lissabon. Mats Magnusson skoraði bæði mörk Benfica í leiknum og hefur þessi sókndjarfi Svíi skorað yfir 20 mörk í deildinm. Úrslit í 1. deild urðu þessi: Porto-Guimaraes..........1-1 Sporfing-Belenenses........1-0 Benfica-Estrela..........,2-0 Chaves-Madeira.............3-3 Penafiel-Beira Mar.........0-0 Braga-Boavista...........0-0 Portimones-Setubal.........0-1 Feírense-Tirsense.........0-0 Staðan í 1. deild: Porto......16 12 3 1 33-5 27 Benfica....16 11 4 1 46-7 26 Guimaraes....l6 11 4 1 25-10 26 Sporting...16 10 4 2 18-7 24 Setubal....16 8 3 5 21-14 19 Franska landsliðíð í keppnisferð til Kuwait Franska landsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Michels Platrni, hélt í gær í níu daga keppmsferð til Kuwait. Franska landsliðshópínn skipa átján leik- menn og sagöi Platíni við brott- fórina frá París að ferðin til Kuwait væri upphafið að undir- búningi liðsins fyrir Evrópu- keppmna í Svíþjóð 1992. Frakkar munu leika við landsliö Kuwait í ferömni 21. janúar og þremur dögum síðar við Austur-Þjóðverj- ar sem einnig verða við æfingar í Kuwait á svipuðum tíma. Þess má geta að franska 1. deildar keppnin hefst aö nýju 4. febrúar að loknu vetrarfríi. FH-ingar með hópferð FH-ingar verða meö hópferð frá íþróttahúsinu við Strandgötu i tengslum viö leikinn gegn KR í Laugardalshöllinni í kvöld á ís- landsmótínu í handknattleik. Lagt veröur af stað kl. 19.30 og kostar faríð 150 krónur. Island á besta par heims í spjótkasti - Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson með 15 stig og bestu Bretarnir 12. sæti með 12 stig Ef lagður er saman árangur tveggja bestu spjótkastara hvers lands á síðasta ári eiga íslendingar besta spjótkastaraparið í heiminum. Þeir Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson náðu frábærum árangri á síðasta ári sem skipar þeim í efstu sæti heimslistans að þessu sinni. Hið virta bandaríska tímarit, Track and Field News, fær árlega sérfræðinga í frjálsum íþróttum til aö vega og meta árangur einstakra íþróttamanna í frjálsum íþróttum og í síðasta tölublaði tímaritsins er greint frá niðurstöðum. • Einar Vilhjálmsson er í fjórða sæti á heimsafrekalistanum og saman mynda þeir Sigurður Einarsson besta spjótkastarapar í heiminum í dag. Árangur sem íslendingar geta verið mjög stoltir af. Sérfræðingar Track and Field News lögðu aðallega til grundvallar niður- stöðu sinni árangur keppenda á stærstu mótum nýliðins árs. Bretinn Steve Bac- kley skipar fyrsta sætið en hann var í nokkrum sérflokki í spjótkastinu á síð- asta ári. Backley keppti á 24 mótum og sigraði í 20, varð þrívegis í 2. sætí og einu sinni í 4. sætí. Backley er yngsti spjót- kastarinn sem nær 1. sæti heimslistans hjá Track and Field News frá upphafi. Sigurður Einarsson í 3. sæti og Einar Vilhjálmsson í 4. sæti í 2. sæti á heimslistanum er Japaninn ÍR-ingar fóru í gang í síðari hálfleik og unnu Þórsara, 83-67 og Njarðvík vann stórsigur á Reyni IR sigraði Þór, 83-67, í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í Seljaskóla í gærkvöldi. Staöan í hálfleik var, 44-39. Þórsarar byrjuðu betur í leiknum og hafði liðið góða forystu framan af leiknum. Undir lok fyrri hálfleiks- ins vöknuðu ÍR-ingar loks til lífsins og náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar tvær mínútur voru tíl leikhlés. ÍR-ihgar héldu fengnum hlut í síð- ari hálfleik og tryggði liðið sér verð- skuldaðan sigrn-. Leikmenn ÍR voru seinir í gang en í síðari hálfleik náði liðið upp góðri baráttu og varnaleik- urinn var mun betri en í fyrri hálf- leik. Jóhannes Sveinsson og Björn Steffensen voru að vanda drjúgir í liði ÍR og Bjöm Bollason sýndi glæsi- leg tilþrif í síðari hálfleik þegar hann tróð boltanum nokkrum sinnum í körfu Þórsara. Leikir Þórsara em ákaflega köflótt- ir, einn daginn sýnir liöið á sér hinar bestu hliðar en annan daginn gengur ekkert upp og þannig lék liðið í gær. Byrjunin í leiknum lofaði góðu en í síðari hálfleik var liðið mjög slakt. Jón Öm Guðmundsson lék vel í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik hitti hann illa. Sama má segja um Konráð Öskarsson, hittni hans var góð í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraöi hann aðeins 3 stig. • Stig ÍR: Jóhannes 17, Björn 16, Björn 14, Thomas Lee 14, Sigurður 10, Kristján 8, Bjöm 2 og Eggert 2 stíg. • Stíg Þórs: Jón Örn 16, Konráð 15, Dan Kennard 11, Eiríkur 11, Jó- hann son 6, Björn 6 og Stefán 2 stig. • Leikinn dæmdu Kristinn Al- bertsson og Jón Guðmundsson og gerðu þeir fá mistök. -GH Öruggur sigur UMFN Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum; Njarðvíkingar unnu auðveldan sig- ur á Reynir í úrvalsdeidinni í körfu- knattleik í gærkvöldi. Leikurinn endaði, 107-61. Njarðvíkingar tóku öll völd í leikn- um strax frá upphafi leiks og var leikurin aldrei spennandi, yfirburðir Njarðvíkinga voru það miklir. Stað- an í hálfleik var, 58-26. í síðari hálfleik slökuðu Njarðvík- ingar aldrei á og fengu allir leikmenn liðsins að spreyta sig og Sandgerð- ingar áttu við ofurefli að etja að þessu sinni. Bestu leikmenn Njarðvíkinga vom þeir Teitur Örlygssson og Frið- rik Ragnarsson en Hjá Sandgerðing- um bar mest á David Grissom sem má þó gera meira upp á eigin spýtur. Stíg UMFN: Teitur 30, Friðrik 26, Releford 16, Kristinn 13, Jóhannes 10, Ásþór 5, Rúnar 4, ísak 2 og Agnar Ólsen 1. Stig Reynis: Grissom 23, Sveinn 14, Ellert 10, Jón Ben 6, Einar 4, Sigþór 2 og Gunnar 2. Dómarar leiksins voru þir Sigurð- ur Valgeirsson og Helgi Bragason og skiluöu þeir hlutverki sínu ágætíega. • Teitur Örlygsson skoraði 30 stig fyrir Njarðvík i gærkvöldi. Búinn að sanna mig - sem þjálfari, segir Sigfried Held 1 samtali viö France Football „Ég er búinn að sanna mig sem þjálfari, sérstaklega erlendis. Á ís- landi skapaði ég liösheild sem var fær um að velgja bestu liðum heims undir uggum. Þjálfun Galatasaray er hins vegar besta verkefnið sem ég hef fengið á mínum stutta ferli,“ seg- ir Sigfried Held, fyrrum landsliðs- þjálfari íslands í knattspymu, í við- tali sem birtist í franska tímaritinu France Football í síðustu viku. í viðtalinu er Held spurður álits á þeirri skoðun tyrkneskra frétta- manna að ráðning hans til Galatas- aray hafi verið mjög slæm fyrir tyrk- neska landsliðið og komið í veg fyrir að það kæmist í úrslit heimsmeist- arakeppninnar. „Ég skil ekki hvern- ig þiö getið gert mig ábyrgan fyrir tapi Tyrkja á íslandi," svarar Held, en eins og menn muna lét hann af störfum fyrir þann leik. Blaðamaður France Football segir að ferill Helds sem knattspyrnu- manns í Vestur-Þýskalandi hafi ver- ið glæsilegur en það sama sé ekki hægt að segja um feril hans sem þjálfara. Hann hafi til dæmis verið rekinn frá Schalke 04. Því svarar Held með orðunum í upphafi þessar- ar greinar. Held er einnig beðinn um að bera saman knattspyrnuna á íslandi og í Tyrklandi. „íslendingar eru harðir og sterkir, góðir skallamenn, og meö sérstaklega góðan liðsanda. Tyrkir hafa aftur á móti margfalt meiri knatttækni," er svarið. -VS Kazuhiro Mizoguchi en hann áftí lengsta kast allra á síðasta ári. Það mældist 87,60 metrar. .• Sigurður Einarsson er í 3. sæti en hann átti 13. lengsta kast í heiminum á síðasta ári, 82,82 metrar. Sigurður stóð sig frábærlega vel á mörgum stórmót- um og árangur hans þar fleytir honum í 3. sætið. • Einar Vilhjálmsson náði einnig mjög góðum árangri og átti 8. lengsta kast í heiminum, 84,50 metra. Einar er í 4. sæti á listanum. • í 5. sæti er heimsmethafinn Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu. Hann átti 6. lengsta kastið á síðasta ári, 84,74 metra. • Finninn Seppo Raty skipar 6. sætið á listanum en hann kastaði lengst 83,92 metra á síðasta ári sem var 9. lengsta kast ársins. • Tapio Korjus, Finnlandi, er í 7. sæt- inu. Hann átti 17. lengsta kast síðasta árs, 82,40 metra. • Tom Petranoff, fyrrum heimsmet- hafi frá Bandaríkjunum, skipar 8. sætið. Petranoff kastaði 85,34 metra á síðasta ári sem var 3. lengsta kastið í heiminum. • Bretinn Mike Hill er í 9. sætinu. Hann kastaði lengst 82,56 metra á síð- asta ári sem var 14. lengsta kastið. • í 10. og síðasta sæti listans er V.- Þjóðverjinn Volker Hadwich með 4. lengsta kast síðasta árs, 84,84 metra. íslendingar eiga besta spjótkastaraparið í heiminum Eins og sést á upptalningunni hér að framan'má ljóst vera að þeir Sigurður og Einar skutu mörgum kunnum kapp- anum ref fyrir rass á síðasta ári. Árang- ur þeirra er þeim til mikil sóma og ís- lendingar geta verið mjög stoltir yfir árangi þeirra. • Track and Field News gefur kepp- endum á listanum stig fyrir hvert sæti. Efsta sætið fær 10 stig, 2. sætið 9 stig og svo koll af kolli. Það er því staðreynd að íslendingar eiga besta spjótkastara- parið í heiminum í dag en samtals fá þeir Sigurður og Einar 15 stig. Bretar koma næstir með 12 stig og í 3. sæti eru Japanir með 9 stig. Athygli vekur að Finnar, sem eiga og hafa átt mjög sterka spjótkastara í gegnum árin, eru einnig með 9 stig en þar er tekinn árangur þeirra fremstu kastara, Seppo Raty og Tapio Korjus. -SK • Sigurður Einarsson náði frábærum árangri í spjótkasti á síðasta ári og er fyrir framan marga heimsþekkta spjótkastara á heimsafrekalistan- um í Trac and Field News, í þriðja sæti. • Tveir leikmanna ÍK, Omar Jóhannsson og Ulfar Ottarsson, skrifa undir samning- ana en á milli þeirra er Magnús Harðarson, formaður Kópavogsfélagsins. DV-mynd GS Knattspyrna: ÍK-ingar á samning Leikmenn 3. deildar hðs ÍK í knattspyrnu hafa skrifað undir samning við félag sitt fyrir komandi keppnistímabil. Þeir fá greidda svonefnda afreksstyrki í samræmi við árangur liðsins og aðsókn en ÍK hefur síöan rétt til að kreijast greiðslu fyrir þá sem myndu ganga til liös við önnur félög aö tímabilinu loknu. í samningnum er enníremur ákvæði um að ÍK hafi samníngsrétt í þrjú ár frá undirritun fyrir hönd þeirra sem kynnu að gerast atvinnumenn, þótt þeir gengju til liös við annað íslenskt félag í millitíðinm.. ÍK er annað knattspymufélagiö á landinu sem gerir samnfnga við leikmenn sina. Fylkismenn voru fyrstir en fleiri félög munu vera með slíkt í burðarliönum. -VS Gunnar Gíslason hjá Stoke: „Skýrist um helgina" - Gunnar stóð sig vel í æfingaleik með varaliði Stoke Gunnar Gíslason sem dvelur um þessar mundir hjá 2. deildar liðinu Stoke City lék í gær æfingaleik með varaliði félagsins gegn aðaliði Stoke. „Leikurinn sem spilaður var í gær- dag kl. 11 endaði með naumum sigri aðalliðsins, 2-1. Ég lék í stöðu hægri bakvarðar í leiknum og fann ég mig ágætlega þrátt fyrir að ég sé ekki í næginlega góðu formi. Alan Ball framkvæmdarstjóri Stoke var ekki ánægður með leik aðalliðsins í leikn- um gegn okkur og refsaði hann lið- inu með því að boða þá á æfingu eft- ir hádegið. Mér fannst vörnin hjá aðalliðinu mjög léleg og greinilegt er að Ball er að leita að leikmönnum til að styrkja vörnina. Það eru nokkrir ágætir leik- menn í liðinu og Ball framkvæmdar- stjóri er alveg toppmaður. Ég og Ball töluðum saman í gær en allt er óvíst hvort ég muni ganga til liðs við félag- ið. Ball mun hafa tal af forráðamönn- um Hacken í Svíþjóð varðandi kaup- verð í dag svo þetta ætti að skýrast næstu daga. Annars hef ég það mjög gott í Sví- þjóð og það er spuming hvort ég leggi það á fjöldskyldu mín að flytja enn einu sinni búferlum milli landa. Ég fer til Svíþjóðar í dag og það ætti að skýrast um næstu helgi hvort af þessu verður", sagði Gunnar Gísla- son í samtali við DV í gærkvöldi. -GH Cawley var sagt upp - sundsambandið á þó enn í viðræðum við þjálíárann Sundsamband Islands hefur sagt upp starfssamningi við Conrad Caw- ley landsliðsþjálfara með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Conrad Cawley, sem ráðinn var landsliðs- þjálfari í október 1988, fór fram á hærri launakröfur en segir til um í samningi hans. Sem stendur er sund- sambandið ekki í stakk búið að ganga aö kröfum hans vegná slæmrar fjár- hagsstöðu. „Conrad Cawley er ennþá í.fullu starfi í stöðu landsliðsþjálfara og um síðustu helgi var hann með landslið- ið í æfingabúðum. Framkvæmda- stjórn sambandsins á í viðræðum við Cawley og út úr þeim kemur vonandi farsæl niðurstaða sem báðir samn- ingsaðilar sætta sig við,“ sagði Guð- mundur Árnason, blaðafulltrúi Sundsambands íslands, í samtali við DV í gær. „Fíárhagsstaða sambandsins er slæm um þessar mundir og við erum í eilífu kapphlaupi að finna nýja tekjustofna. Það kostar mikla pen- inga að halda landsliðsþjálfara úti í fullu starfi og að íjármagna verkefni handa landsliðinu. Kostnaðurinn er alltaf að verða meiri með hverju ár- inu sem líður. Eins og ég sagði hér að framan eru viðræður í gangi við Cawley sem bera vonandi góðan ár- angur,“ sagði Guðmundur Amason. -JKS „Þetta er mikið áfall fyrir mig“ Gunnar Svembjömsson, DV, Englandi; Ferguson í vandraeðum Ástandiö lijá Man. Utd er heldur dapurt þessa dagana - tap heima gegn Derby á laugardaginn og félagið er nú í bullandi fallhættu. Alex Ferguson, stjóri liðsins, þyk- ir ekki líklegur til aö tolia lengi í staifinu og ekki jók hann á lik- umar með frammistöðunni um helgina. Að ógleymdu tapinu lenti Ferguson saman við Roy McFar- land, aðstoðarframkvæmdastjóra Ðerhy, og þurfti annan linuvörö- inn til að skakka leikinn. Chelsea leitar að markaskorara Chelsea fylgist nú grannt með Darren Rowbotham, leikmanni Exeter. Bobby Campell, stjóri Chelsea, sá Rowbothan skora tvi- svar gegn Hartepool á laugardag- inn. Bristol Rovers hefur þegar boðið 250 jþúsund pund í áöur- nefndan leikmann en því var hafhaö. Tony Cotteefær söiu samþykkta Tony Cottee hjá Everton hefur fengið beiðni sína um sölu sam- þykkta. Þau bresku félög, sem myndu ráða viö launakröfu Cottees, hafa ekki sýnt hinn minnsta áhuga og svo gæti farið að drengurinn spreytti sig á meg- inlandiitu. Þýsku félögín Hamb- urg og Bayern Múnchen eru sögð fylgjast grannt með framvindu mála. Úlfarnir njósna um Hogg Úlfarnir hafa að undanfórnu njósnað um Graham Hogg, varn- armann hjá Porsmouth. Hogg, sem er fyrrum leikmaður með Man. Utd, er falur fyrir 150 þús- und pund. Kevin Moran tii Sheffield Wed? írski landsliðsmaðurinn Kevin Moran á nú í viðræðum við Sheffield Wednesday. Moran, sem fékk frjálsa sölu frá spánska liðinu Sporting Gijon, þekkir vel til Ron Atkinson, stjórans hjá Wednesday, enda voru þeir háðir á launaskrá hjá Man. Utd fyrir nokkrum árum. McAllister hætti við Nottingham Forest Nottingham Forest komst á dög- unum að samkomulagi við Leic- ester City um kaup á Gary McAl- lister fyrir tæpa eina milljón punda en síðar hljóp snurða á þráðinn. Clough sendi aöstoðar- mann sinn til að ganga endanlega frá málum við leikmanninn og það var leikmaðurinn óhress með, fannst eðlilegra að Clough gengi frá þessu sjálfur enda fór svo að McAllister hætti við allt saman og verður því með Leicest- er út þetta tímabíl. Sunderland með leikmenn undir smásjánni Sunderland leitar nú logandi Ijósi að miðverði til að styrkja liðið í toppbaráttu 2. deildar. Undir smásjánni eru Colin Pates hjá Charlton, Rob Hindmarch hjá Derby og Alex Watson hjá Li- verpool. p . ■ m q ■ | . . - Guöni ekki í 16 manna hópi Spurs Drymar llGl Ur O VliarKa TOlSKOl „Þetta er mikið áfall fyrir mig og ég verð að segja eins og er að þetta kom * • mér leiðinlega á óvart," sagði Guðni Bergsson, knattspyrnumaður hjá Totten- Brynjar Harðarson úr Val er sem fyrr ardaginn eru þessir: ham, í samtali við DV í gærkvöldi. markahæsti leikmaöur 1. deildar karla í BrynjarHarðarson, Val.......85/22 Guðni er ekki í 16 manna hópi Tottenham sem mætir Þorvaldi Örlygssyni handknattleik. Hann skoraði tíu mörk gegn Sigurður Gunnarsson, ÍBV...77/17 og félögum í deildarbikarnum í kvöld. í síðasta leik Tottenham missti Guöni KA á laugardaginn og hefur nú gert átta Magnús Sigurðsson, HK......74/30 stöðu sína en var á varamannabekknum. Nú er hann kominn enn lengra út mörkum meira en næsti maöur, Sigurður GylfiBirgisson, Stjörnunni.70/12 í kuldann. Fyrirhði Tottenham, Gary Mabbutt, leikur með í kvöld og þá er Gunnarsson úr ÍBV. Brynjar hefur gert 85 Halldór Ingólfsson, Gróttu.65/35 Spánverjinn Nayim kominn í hópinn á ný eftir langvarandi meiðsh. „Það mörk í ll leikjum Vals, eða tæplega 8 mörk «KR og FH leika í Höllinni kl. 20.15 í kvöld getur svo sem verið að kuldakast sé í vændum en ég tek því með sæmfiegu að meðaltali í leik. í 1. defid karla. jafnaöargeði. Svona er atvinnumennskan og ég vona bara að þetta breytist Markahæstir í 1. deild eftir leikina á laug- -VS fljótt til betri vegar,“ sagði Guðni í gærkvöldi. -SK/GS London ISMMl IMT©ÍMTD M MM FYBDIR MJUk FJðLiSCYLÐyiMá Eigum nokkra lausa tíma í badminton um helgar á lækkuðu verði. Upplagt fyrir alla fjölskylduna að koma og spila badminton í sér-íþróttasal og fara síð- an í tækjasal, borðtennis, billiard eða gufubað eftir æfingu. GULLSPORT VIÐ GULLINBRÚ Stórhöfða 15, sími 672270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.