Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990.
7
Sandkom dv
Fréttir
Mávanes-
gleymska
Viðyfirheyrsl*
ur i Hafskips-
málinuí
Hæstarétti í
fyrradagvar
JónHelgiGuð-
mundsson
Bykomaður
meðal þeirra
semspurðir
voru spjörunum úr. Það vakti at-
hygli viðstaddra að maðurinn mundi
næsta lítið og nánast ekki neitt þegar
hann var spurður. Nokkrir gestir í
dómsalnum voru ekki lengi að fmna
skýringu á því. Jón Helgi býr nefní-
lega í Mávanesinu. Þar hýr lika for-
sætisráðherra vor sem minnisleysiö
hefur hrjáðeinsog alþjóð veit Því
er ekki nema von að menn veltiþvi
fyrir sér hvon Mávanesið sé sérlega
hættuiegt mirmi tnanna og hvort ekki
sé ástæða til að láta landlækni kíkja
ámálið.
Einnkunningi
Sandkornsvar
aðhorfaá
fræðslumyndí
sjónvarpinu. {
fræðslumynd
komusæðis-
frumurmjög
viðsögusem
ekkí er neitt merkilegt. En sæðis-
frumumar komu einhverj u róti á
huga vinarins. Hann gat bara ekki
hent reiður ó hvað það var. Honum
fannst þessarörsmáu frumur, með
höfuð oghala, minna ug a eittlivað.
Það líður og bíður og vinurinn er eig-
inlega búixm að gleyma þessu þegar
skyndilega kviknar á peruipii og allt
smellur saman. Þá var hann að bíða
á rauðu ljósi neöst í Bankastræti og
er litið á gamla Útvegsbankahúsið.
„Merkið, já auðvitað íslandsbanka-
merkið!!1' hrópar hann upp yfir sig
þama á rauðu Ijósi og tekur bakföll
af hlátri. Vegir hugans eru órannsak-
anlegir og ekkí víst aö merkjahönnuð
íslandsbanka hafi órað fyrir þessum
hugsanatengslum eða að kvarnir
landsmanna möiuðu yfirhöfuð svo
ótt og titt af að horfa á merkið. En
annað hefur komið á daginn saman-
boriö arabíska pútnahúsíð.
Flugstöðvartónn
Þaðermeð
ólíkíndum
hvaðfólk
breytirfram-
burðísínumog
hljómfalii orð-
annaviðaðtala
ímikrófón.Það
sem verraerer
aðþessar
breytingar eru í flestum tilfeilum
gjörsamlega óþolandi. Það sem kvel-
ur og pínir Sandkornsritara sérstak-
lega í þessu sambandi er hinn marg-
frægi flugstöðvarframburður cða
flugfreyjuhljómfall. Þettahelvíti
hflómar sérstaklega oft í eyrum við-
skiptavina stórmarkaða og nístir í
gegnum merg og bein. Það er eins og
að allar stúlkur, en þær virðast ein-
oka míkrófónana, sem gjamma í há-
talarakerfi stórmarkaðanna, gangi
með flugfreyjustarf í maganum og
séu að æfa sig á saklausum viðskipta-
vinum -eða haldi að svona eigi að
tala i míkrófón. Viðskíptavmir - alla
vega undiiritaður - missa næstum
kauplystína um leíð og þessi ósköp
glymja í eyrum. Hvar læra stúlkurn-
ar þennan framburð eiginlega? Hvers
eiga saklausir viöskiptavinir að
gjaida? Nær málrækíarátakiö ckki
yfir þetta fyrirbæri líka? Ég bara
spyr!!
Veðurvísa
ÍVíkurblaðinu
áHúsavík
nxátti lesa vísur
erortarvorui
líjölfaráveð-
ursinsísiðustu
víku. Skúr-
skriflieitt.sem
vegavinnu-
mennnotuðust
við, fauk þá eina 200 metra og brotn-
aði í spón. Þannig var að skiírínn var
klæddur myndum af beru kvenfólki
að innan ogkallaöur því ömuriega
nafni Tussugeröi. Þegar einn vega-
vinnumanna stóð yfir leifunum af
skúmum varð honum aö orði:
Valda tjónum veður oft
viðirtraustirbresta.
Tussugerði tókst á loft
týndistskjóliðbesta.
Um*jón: H«uKur t. Hauksson
UmdeM kaup á Þorbergsstöðum 1 Dalasýslu:
Ríkið kaupir jörð á
þreföldu gangverði
- verðið ræðst af skuldum núverandi ábúanda
Jarðakaupasjóður ríkisins hefur
keypt jörðina Þorbergsstaði í Laxár-
dalshreppi í Dalasýslu fyrir 13,3
miUjónir króna. Þetta er talið allt að
þrefallt gangverö á jörðum í Dala-
sýslu. Tvær aðrar jarðir eru til sölu
í sýslunni á um 4 til 5 milljónir hvor.
Þar vestra hefur salan m.a. vakið
athygli vegna þess að hún var gerð
fyrir milligöngu Skjaldar Stefáns-
sonar, útibússtjóra Búnaðarbankans
í Búöardal. Hann hefur aðstöðu fyrir
hesta á jörðinni og var einn af eig-
endum hennar áður en núverandi
bóndi keypti hana.
„Það er rétt að ég stóð í að reyna
að bjarga þessum aðila. Þetta eru
bláfátæk hjón sem höfðu farið út í
refarækt og voru komin í þrot,“ sagði
Skjöldur Stefánsson, útibússtjóri
Búnaðarbanka íslands í Búðardal, í
samtali við DV.
„Það getur vel verið að ég hafi
þama hesta en það er vel séö fyrir
þeim hvar sem þeir eru,“ sagöi
Skjöldur. „Verðið á jöröinni er ekki
óeðliega hátt. Matsverðið var tölu-
vert hærra en það sem samið hefur
verið um.“
Jarðakaupasjóður hefur gert kaup-
samning við Bæring Ingvarsson,
bónda á Þorbergsstöðum, og greiðir
honum 13,3 milljónir fyrir jörðina.
Skjöldur Stefánsson staðfesti að
kaupverðið færi allt til að jafna
skuldir Bærings sem voru mestar við
Stofnlánadeild landbúnaðarins í
Búnaðarbankanum og Landsbanka
íslands.
„Jarðakaupasjóður hefur iðulega
keypt jarðir af ábúendum sem hafa
átt í erfiðleikum til að tryggja áfram-
haldandi búsetu á jörðinni. Þetta er
það sem Jarðakaupasjóður er að gera
í þessu tilviki“ sagði Sveinbjöm
Dagfmnsson, ráðuneytisstjóri í land-
búnaöarráðuneytinu.
Marteinn Valdemarsson, sveitar-
stjóri í Laxárdalshreppi, sagöi í sam-
tali við DV að verðið væri augljóslega
vel yfir gangverði þótt erfitt væri að
gera sér grein fyrir hvert það væri
vegna þess hve fáar jarðir seldust í
Dalasýslu.
Laxárdalshreppi var boðinn for-
kaupsréttur að jörðinni eins og lög
gera ráð fyrir. Hreppurinn hefur
hafnað forkaupsréttinunum en sveit-
arstjórinn sagði að hátt kaupverð
heföi þó engu ráðið þar um.
Bæring Ingvarsson hefur áfram
ábúðarrétt á Þorbergsstöðum en
hann hefur ekki fullvirðisrétt og hef-
ur losað sig við refina sem hann hafði
þar. Á Þorbergsstöðum er nýtt íbúð-
arhús en útihús eru talin léleg.
-GK
Skógrækt ríkisins, Egilsstöðum:
Sautján sóttu um tvær stöður eystra
Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Nú líður senn að því að Skógrækt
ríkisins hefji starfsemi sína á Aust-
urlandi en sem kunnugt er flytjast
aðalstöðvar hennar frá Reykjavík og
austur í Egilsstaði. Skógræktin hefur
fengið húsnæði í Hótel Valaskjálf á
Egilsstöðum og er stefnt að opnun
þar fyrir næstu mánaðamót.
Þar hefur verið unnið síðan um
miðjan desember að innréttingum
fyrir skrifstofur og annað sem til
þarf. Skógræktarstjóri, Jón Loftsson,
á Hallormsstað, tjáði fréttamanni DV
að gert væri ráð fyrir fimm starfs-
mönnum auk sín. Þar af kemur einn
að sunnan. Tvær stöður voru aug-
lýstar hér eystra og voru umsækj-
endur sautján.
Jón Loftsson skógræktarstjóri.
DV-mynd Sigrún
Ólafsfíörður:
Næg
atvinna
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er allt jákvætt og gott að frétta
úr atvinnulífinu hér og við reiknum
ekki með neinu atvinnuleysi hér það
sem eftir er vetrar," segir Bjarni
Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Atvinnuástandið á Ólafsfirði hefur
oft verið erfitt undanfarin ár og mik-
ið atvinnuleysi. í vetur hefur ástand-
ið verið mtm betra og næga atvinnu
að hafa. Bjami sagði að hjól atvinnu-
lífsins væru að komast í fullan gang
eftir frí um jól og áramót en það var
m.a. notáð til þess að fara með tvo
af togurum heimamanna í slipp á
Akureyri til viðgerðar.
Sjónvarpiö:
Ingimar hættur
með þingfréttir
Ingimar Ingimarsson, fréttamaður
á Sjónvarpinu, er hættur sem þing-
fréttamaður, að eigin ósk. Við starfi
hans tekur Ámi Þórður Jónsson
fréttamaður.
Árni Þórður er ekki byrjandi í þess-
um störfum. Þegar hann var blaða-
maöur á NT sá hann um þingfréttir
fyrir blaðið. -sme
Hættir
ráðgjafinn?
„Ég myndi nú telja að það séu um
95% líkur á að ég haldi áfram þessu
starfi en því er ekki aö neita að ég
hef verið að líta í kringum mig eftir
starfi við alþjóðastofnanir," sagöi
Þorsteinn Ólafsson, efnahagsráðgjafi
ríkisstjómarinnar, þegar hann var
spurður um orðróm þess efnis aö
hann væri að hætta starfi sínu. Hann
vildi ekki gefa upp hvaða stofnun
hann hefði í huga. -SMJ