Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990.
13
Lesendur
Kálfakjötið horfið úr kjötborðunum og komið „kýrkjöt'
staðinn, segir hér m.a.
Hvar er kálfakjötið?
Svala skrifar:
Ég hefi lengi ætlað að kaupa kálfa-
kjöt en hvergi fengið það. Svörin eru
ýmist þau að það sé nýuppselt, að
það fáist lítið af því eða að það hafi
bara alls ekki verið til og verði ekki
til.
Ég hefi sjálf reynt að afla mér upp-
lýsinga um ástæðuna fyrir því að
kálfakjöt er ekki á markaðnum - en
eins og margir vita er það eitthvert
ódýrasta kjötið sem hér er á boðstól-
um. Ég hef komist að þeirri niður-
stöðu að kálfakjöt er ekki afgreitt frá
afurðasölunum vegna þess að það
litla sem þangað berst fer í vinnslu
sem kallað er og er ekki afgreitt það-
an fyrr en það er komið í miklu
hærri verðflokka, t.d. í bjúgu og
fleira.
Önnur skýring, sem ég hefi fengið,
er sú að kálfum sé ekki slátrað í jafn-
miklum mæli og áður var heldur séu
þeir aldir og kvendýrum yfirleitt
ekki slátrað fyrr en þau eru kvígur
eða mun eldri og þá sett á markað
sem ungnautakjöt eða nautakjöt. Ég
hef reyndar nýlega séð á markaðin-
um gúllas sem merkt er og selt sem
„kýrkjöt" - þetta hef ég aldrei séð
fyrr. Sennilega stafar þetta af því
umtali sem orðið hefur um að kýr-
kjöt og nautakjöt hafi verið selt á
sama verði og sett í sama gæðaflokk.
Það er þó vel að farið er að merkja
kýrkjötið sérstaklega - úr því það er
sett í verslanir. En kálfakjötið er enn
falið fyrir neytendum. Ef svo er sem
mig grunar, að kaupmenn og afurða-
sölur séu nokkuð sammála um að
vera ekki að setja kálfakjöt á markaö
nema í formi fullunninna vara,
vegna þess að lítið sé á því að græða
(álagning of lítil), þá er þetta eitt af
þeim málum sem t.d. Neytendasam-
tökin ættu að láta til sín taka. - Kálfa-
kjöt er mjög eftirsótt af mörgum hér
á landi og því ættu kaupmenn að sjá
sóma sinn í því að krefjast þess að
fá það í sölu eins og áður tíökaðist.
Athugasemd frá Hvításunnukirkju Fíladelfíu:
Um mál „ekkjunnar“
Hafliði Kristinsson, Hvítasunnu-
kirkju Fíladelfíu, skrifar:
Fíladelfíusöfnuðurinn vHl, að
gefnu tilefni, taka fram að rangt er
farið með staðreyndir varðandi
þátt safnaðarins í umræddu máli
„ekkjunnar“. - Henni voru réttar
meira en tómar hendur, því hún
fékk bæði fjárhagslegan stuöning
og matargjafir frá söfnuðinum.
Það er ekki siður okkar að lýsa í
fjölmiðlum á hvern hátt við sinn-
um hjálparstarfi en vegna þeirra
safnaðarmeðfima og vina starfsins,
sem lögðu þessu tfitekna máU Uð,
þá sjáum við okkur ekki fært annað
en að birta þessa athugasemd.
Við vonum einnig að bréfritari
S.R.H. haldi áfram sínu hjálpar-
starfi því víða eru þarfirnar en
betra væri að halda því öllu utan
fjölmiðla því „þá veit vinstri hönd-
in ekki hvað sú hægri gerir,“ (Matt:
6.3.) - og þar skulum við láta Bibl-
íuna tala.
Kóladrykkir á tilboðsverði
Elín Jónsdóttir hringdi:
Mér finnst fólk vera farið að hafa
annað viðhorf gagnvart gosdrykkj-
um en það gerði áður vegna þess að
mjólkin er orðin það dýr að hún er
dýrari en gosdrykkir. Þessu var al-
veg öfugt farið hér fyrir nokkrum
árum, þá var mjólkin ódýrari.
Mjólkin er komin í um 70 kr. lítrinn
en hefur eitthvað lækkað síðustu
daga. Gosdrykkir eru orðnir ódýrari,
a.m.k. sumir og aUa vega þeir sem
seldir eru í eins og hálfs lítra flösk-
um. - Ég hefi tekið eftir því að mikil
samkeppni er orðin milli gosdrykkja-
tegunda og er það vel og neytendum
kærkomið.
Einkum eru það kóladrykkirnir
sem hafa oröið vinsælir og nú er svo
komið að finna má einn og hálfan
Htra af kóladrykk sem kostar miUi
70 og 80 kr. Ég hef t.d. reynslu af
þessu með ískóla og RC kóla sem
mér finnst ekkert gefa eftir hinum
þekktari merkjum í kóladrykkjum á
markaðinum.
Ég hef t.d. fundið að krakkar sem
ég þekki sækja talsvert í þessa nýju
kóladrykki og ég get ekki meinað
þeim það þar sem þetta er þó mun
ódýrari vara en mjólkin. Sumir eru
Gosdrykkirnir á tilboðsverði eru freistandi - og komnir niður fyrir mjólkur-
verð!
líka orðnir afhuga venjulegri mjólk
og vilja helstundanrennu eða a.m.k.
ekki feitari mjólk en léttmjólk.
Ég verð að segja eins og er að ég
get hreinlega ekki gengið fram híá
þeim gosdrykkjum sem eru á tilboðs-
verðum langt fyrir neðan mjóU<ur-
verð og einnig langt fyrir neðan sam-
keppnisaðila á markaðnum. Mér
sýnist kóladrykkirnir vera þeir sem
oftast eru með lægstu verðin og til-
boðin á ískóla og RC Cola hafa áreið-
anlega freistað margra að undan-
förnu.
LAUNÞEGAR, ATHUGIÐ
Vegna vinnudeilu Félags símsmiða við fjármálaráðu-
neytið og verkfalls félagsins varar félagið alla laun-
þega við að ráða sig í störf þeirra hjá Pósti og síma.
Félag símsmiða
ÚTSALA
Nú eru skosku innréttingarnar á
útsölu. 25-30% afsláttur
BYGGINGAMARKAÐUR
VESTURBÆJAR
Hringbraut 120 - símar 28693, 28600
KYNFULLNÆGJA KVENNA
Nýtt fimm vikna námskeið að hefjast fyrir konur.
Upplýsingar og innritun í síma 30055 alla virka daga
milli kl. 10 og 17.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur.
Vantar þig
HURÐIR?
Stálhurðir
Einangrun:
Polyurethane
Innbrennt lakk
í litaúrvali
ASTRA
Austurströnd 8
s. 61-22-44