Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Page 12
12 fcAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. Erlend bóksjá Patrekur og Jenna á miðjum aldri Fyrir óralöngu aö þvi er virðist - í kringum árið 1960 - sendi enski rithöfundurinn Kingsley Amis frá sér bráðskemmtilega skáld- sögu sem heitir Take a Girl Like You. Þar sagði frá ástarmálum Patreks og Jennu sem voru ung og áttu alla framtíðina fyrir sér. Nú hefur Amis endumýjað kunningsskap okkar við þessar sögupersónur sínar áratugum síðar í ekki síður notalegri skáld- sögu. Þar er komið sögu að Pat- rekur og Jenna hafa verið harð- gift um árabil, en framtíðin er um margt óviss - einkum vegna þess að Patrekur hefur enn næmt auga fyrir öðrum konum og er sérstaklega veikur fyrir þeim yngismeyjum sem eru öðrum fremri aö ytri brjóstgæðum. Amis er gamalreyndur í frá- sögnum af stríðsdansi kynjanna og þeim öldugangi tiifinninganna sem einkennir samband karls og konu. Hér er hann í fínu formi. DIFFICULTIES WITH GIRLS. Höfundur: Kingsley Amis. Penguin Books, 1989. KINGSLEY AM1IS upp á japönsku Ástaijátningar, fræg ástarsaga japanska rithöfundarins Uno Chiyo, kom fyrst út í heimalandi hennar á miðjum íjórða áratugn- um. Sagan, sem nú kemur í enskri þýðingu, vakti verulegt umtal, enda ganga kvenhetjur hennar djarflega og ástríðufullt til verks. Uno byggði söguna að hluta til á raunverulegum at- burðum, en óhefðbundin hegðan hennar sjálfrar í ástarmálum varð henni ekki síður frægðar- gjafi en sögumar. Hér segir frá japönskum lista- manni, Yuasa Joji, sem kemur heim eftir margra ára vist erlend- is. Ung kona leggur fyrir hann snörur og tekur þar frumkvæði sem gjaman var talið karla hlut- verk á þeim tíma. Þessi samskipti em upphaf flókinna ástarmála listamannsins, þar sem nokkrar konur koma viö sögu. Sumar sögupersónumar taka ástina há- tíðlegar en aðrar og enda ástar- sorg sína með sjálfsvígi eða gera í það minnsta tilraun til slíks. Persónur og atburðarás sög- unnar era ólíkar því sem við eig- um að venjast á vomm tímum í gjörólíkum menningarheimi. Að lesa söguna er því líkt og að skyggnast inn í framandi og for- vitnilegan heim. CONFESSIONS OF LOVE. Höfundur: Uno Chlyo. Universlty of Hawaii Preas, 1989. Græðgi og grimmd hjá fyrir- myndarQölskyldu í bænum Toms River í New Jersey í Bandaríkjunum virtist Marshall- fólkið vera hin fullkomna fjölskylda og táknrænt dæmi um þaö hvemig ameríski draumurinn getur ræst. Rob og María vora rík og glæsileg, neituðu sér ekki um neitt sem kost- aði peninga, vom í efstu tröppu þjóð- félagsstigans í bænum, áberandi í samkvæmislífmu og til fyrirmyndar út á við um ástríki og samheldni. Þrír synir þeirra á táningaaldrinum vora í skóla. Foreldramir, og móðir þeirra alveg sérstaklega, studdu við bakið á þeim í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur og það svo mjög að hún var kjörin „mamma ársins" hjá sundfélagi eins sonarins. Það var því mikið áfall fyrir bæj- arbúa þegar það fréttist dag einn árið 1984 að þau hjónin hefðu orðið fyrir alvarlegri líkamsárás. Bob lýsti því svo að hann hefði ekið út af aðalveg- inum á leið heim til sín frá Atlantic City vegna þess að eitthvað hefði verið að öðra afturhjólinu. Þegar hann hafi stigið út hafi maður ráðist á sig og rotað og síðan skotið Maríu til bana. Rotnir innviðir Bæjarbúar samhryggðust Mars- hall-fjölskyldunni og alveg sérstak- lega drengjunum þremur sem misstu svo skyndilega móður sína. En fljót- lega fóra ýmsir aö efast um lýsingu Bobs Marshall af atburðarásinni. Gat það verið að hann segði ósatt og hefði sjálfur átt einhvem þátt í morði konu sinnar? Bandarísk lögregla veit af reynsl- unni að morð eru í meirihluta tilfella framið af einhveijum innan fjöl- skyldunnar. Þess vegna fóra lög- regluménn fljótlega að kanna hvað væri á bak við hið glæsta fortjald Marshall-fjölskyldunnar. Kom þá fljótlega í ljós að þar vora innviðirn- ir illilega rotnir. Bob Marshall reyndist hafa haldið við aðra konu um langt skeið og þau skötuhjúin rætt um að skilja við maka sína og giftast. María hafði frétt af þessu og fengiö einkaspæjara til þess að fá sönnunargögn. Þeirra hafði hann aflað. Bob var þar að auki skuldugur langt upp fyrir haus og hafði líftryggt konu sína hjá mörg- um tryggingafyrirtækjum fyrir um eina og hálfa milljón bandarískra dala, eða um 90 milljónir íslenskra króna! í sumum tilvikum haíði hann falsað undirskrift hennar. Græðgi og grimmd Joe McGinniss, sem áður hefur sent frá sér frábæra bók um sérstætt bandarískt sakamál - Fatal Vision - rekur hér snilldarlega rannsókn Marshall-málsins og lífsreynslu fjöl- skyjdunnar, sérstaklega þó tveggja elstu sonanna. Hann nýtir hér tækni María og Bob Marshall - glæsileg og rik - aðeins einum mánuði áður en morðið var framið. heimildarskáldsögunnar en byggir allt það sem fram kemur annaðhvort á gögnum málsins eða viðtölum við þá sem koma við sögu. Skemmst er frá því að segja að Bob Marshall var að lokum handtekinn fyrir samsæri um að myrða konu sína og dæmdur til dauða. Hann hafði leitaö sér hjálparkokka í öðru fylki Bandaríkjanna en lögreglunni tókst að hafa upp á þeim - einkum með því að rekja símtöl - og fá einn þeirra til að játa. Þetta er sönn en óhugnanleg frá- sögn af græðgi og grimmd og harm- leik ungra drengja sem trúðu á mál- stað fóður síns allt þar til hann stóð sjálfur í vitnastúkunni í eigin réttar- haldi og lét snjallan saksóknara tæta trúverðugleika sinn í tætlur. Þangað til, en ekki lengur, héldu þeir fast viö blinda trú sína á saMeysi fóður síns. BLIND FAITH. Höfundur: Joe McGinniss. New American Library, 1989. Metsöliibækur Bretland Klllur, skáldsogur: 1. Jeanette Wlnterson: ORANGES ARE NOT THE ONLY FRUIT. 2. Sldney Sheldon: THE SANDS OF TtME, 3. Colin Forbos: THE GREEK KEY. 4. Dlck Francls: THE EDGE. 5. Rosamunde Pilcher: THE SHELL SEEKERS. 8. Poul Theroux: MY SECRET HISTORY. 7. Isabel Allende: EVA LUNA. 8. Mary Stewart: THORNYHOLD. 9. Andrea Newman: A SENSE OF GUILT. 10. Douglas Adams: THE LONG DAflK TEATIME OF 7HE SOUL. Rlt almenns eðlis: 1. floaemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 2. Barry Lynch: THE NEW BBC DIET. 3. Rosemary Conley: COMPLETE HIP « Thlgh Diet. 4. Caflan Plnckney: CALLANETtCS. 5. Rosemary Conley: GUIDE TO FAT IN FOOD. 6. Betty Shine: MtND TO MIND. 7. Afisdafr Alrd; THE 1990 GOOO PUB GUIDE. 8. Carringlon lávaröur: REFLECT ON THINGS PAST. 9. Egon Roney: GUIDE TO HOTELS & RESTAUR- ANTS. 10. Tom Jaine: THE GOOD FOOD GUIDE 1990. (Byggl é The Stmday Tlmes) Bandaríkin Metsölukltjur: 1. Stephen Klng: THE DRAWING OF THE THREE. 2. Sldney Sheldon: THE SANDS OF TIME. 3- Tony Hlllerman: A THIEF OF TIME. 4. Len Delghton: SPY HOOK. 5. Rosamundo Pllcher: THE SHELL SEEKERS. 6. Douglas Adams: THE LONG DARK TEA-TIME OF THE SOUL. 7. Kalhryn Lynn Davls: TOO DEEP FOR TEARS. 8. Mergaret Atwood: CAT'S EYE. 9. Lawrence Senders: STOLEN BLESSINGS. 10. John Gardner SCORPIUS. 11. Anne Tyler: . BREATHING LESSONS. 12. Robin Cook: MUTATION. 13. Stephen Klng: THE GUNSUNGER. 14. Plers Anthony: UNICORN POINT. 15. Barbara Mlchaels: SMOKE AND MIRRORS. Rit almenrts eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW 1 LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Grace Catatano: NEW KIOS ON THE BLOCK. 3. Elalne Shannon: OESPERADOS. 4. M. Scolt Peck: THE ROAD LESS TRAVELEO. 5. Joseph Wambaugh: THE BLOODING. B. Ron Kovíc: , BORN ON FOURTH OF JULY. 7. Joe McGinnias: BLIND FAITH. 8. Bernle S. Sleget: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 9. Joseph Campbell/BIII Moyers: THE POWER OF MYTH. 10. James Gioick: CHAOS. (Byggl ð New York Ttmee Book Review) Danmörk Metsölukiljur: 1. Fay Weldon: NEDE MELLEM KVINDER. 2. Martha Christensen: DANSEN MED REGITZE. 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 5. Bill Cosby: TIDEN L0BER. 6. Isabel Allende: ANDERNES HUS. 7. Judith Krantz: MISTRALS DATTER. 8. Martha Chrlstensen: REBECCAS ROSER. 9. Regine Déforges: PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL. 10. Anne Tyter TURIST VED ET TtLFÆLDE. (Byggt é Politiken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Sigrid Undset Fáir rithöfundar á þessari öld era í verkum sínum jafntengdir anda íslendingasagna og Sigrid Undset, höfundur sagnabálkanna um Kristínu Lavransdóttur og Ólaf Auðunsson en fyrir þau verk öðrum fremur fékk hún nóbels- verðlaun í bókmenntum árið 1928. En hver var Sigrid Undset? Norski blaðamaöurinn Gidske Anderson svarar þeirri spurningi í nýrri bók um ævi þessarar konu sem hlaut eins konar hugljómun á unglingsaldri viö lestur Njáls- sögu, einsetti sér aö veröa skáld- sagnahöfundur og lét ekkert aftra sér frá að ná því takmarki. í þessari bók er ítarlega sagt frá einfaranum Sigrid Undset, þeim jarövegi sem hún var sprottin úr og þeim þungu kvöðum sem óhagganleg skyldurækni viö fjöl- skylduna lagði henni á herðar og það svo að stundum varð henni nánast um megn. Áfóll efri ár- anna, sértaklega sonarmissirinn í síðari heimsstyrjöldinni, vora henni einnig þungbær. En þrátt fyrir allar torfærar tókst henni að skapa mörg skáld- verk sem lifa og sem hún sjálf lifir í. SIGRID UNDSET - ET LIV. Höfundur: Gidske Anderson. Gyldendal Norsk Foriag, 1989. CREZ SMI I If AUTHOR OF GOftKY PARK Mannvíg á Pólstjömu Sovéski rannsóknarlögreglu- maðurinn Arkady Renko varð víðfrægur þegar spennusagan Gorky Park kom út fyrir nokkr- um árum. Þar átti hann í höggi við háttsetta og spillta sovéska yfirmenn sína og bandarískan auðkýfing sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna í auðsöfnun sinni. Renko hlaut bágt fyrir í lok Gorky Park og við upphaf þessar- ar nýju spennusögu er hann í eins konar útlegö á kafi í fiski á neðsta dekki sovéska verksmiðjutogar- ans Pólstjörnunnar á Barents- hafi, skammt frá Alaska. En staöa hans breytist þegar einn skip- verjanna, ung stúlka, finnst lát- inn. Renko er fenginn til þess að rannsaka málið og að venju gefst hann ekki upp þótt vísbendingar leiði í óþægilegar áttir. Það flækir enn máhð að skipveijar á banda- rískum fiskiskipum, sem selja fisk um borð í verksmiöjutogar- ann, koma einnig við sögu. Og að sjálfsögöu eru útsendarar KGB og CIA viðriðnir máhð. Þetta er hörkuspennandi og sannferöug spennusaga sem gef- ur Gorky Park ekkert eftir. POLAR STAR. Höfundur: Martin Cruz Smith. Ballantlne Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.