Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 13
LAUGARDAGUR 10: ;FEBRÚAR 199ÍL
Uppáhaldsmatur á surmudegi
Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður býður upp á lifur með rófum, gulrótamús og kartöflustöppu.
DV-mynd KAE
Matur
handaSiggu
- að hætti Leifs Breiðfjörð myndlistarmanns
Leifur Breiðíjörð myndlistar-
maður hefur í mörgu að snúast
þessa dagana. Hann er að leggja
síðustu hönd á 35 m2 glerlistaverk
í katólska kirkju í Suður-Þýska-
landi. Verkið hófst í fyrravor og er
áætlað að vígsla glugganna fari
fram um næstu páska. Þetta er
þriðja kirkjan í Þýskalandi sem
Leifur vinnur glugga í. Annað
verkefni Leifs fyrir kirkju er
gluggasmíði í Bústaðakirkju, auk
þess er alltaf eitthvað að gera fyrir
einkaaöila og opinberar stofnanir.
En Leifur sinnir ekki glerlistinni
eingöngu því hann málar töluvert
meö olíu og pastellitum. Hann
sýndi málverk sín hérlendis í mars
á síðasta ári en hyggur nú á sýn-
ingu í Þýskalandi næsta haust. „Ég
tek til við málverkið seinnipart
dagsins og hvíli mig frá glerinu,"
segir Leifur. „Þótt málverkið teng-
ist töluvert glermyndunum er ég
fijálsari og hugmyndaflugið nýtur
líka góðs af.“
Hugmyndaauðgi Leifs nýtur sín
líka í matargerðinni heima við.
„Mér finnst gaman að vinna að
nýsköpun í matargerð. Ég byija oft
á því að leita í skápunum að efhi-
viði og matreiði síðan eftir því hvað
er til hveiju sinni. Upphafið að
þessari uppskrift var ein gulrófa í
ísskápnum," sagði Leifur. „Konan
mín, Sigríður Jóhannesdóttir, er
haldin svokölluðu matarofnæmi en
uppskriftin er aðlöguð þörfum
hennar. í matinn má ekkert nota
sem er rotvarið eða inniheldur
fiskiolíu svo sem smjörlíki og því
notum við ailtaf smjör til steiking-
ar. Sumt krydd er rotvarið og því
er kryddnotkun okkar takmörkuð
við ferskar kryddjurtir. Uppskrift-
ina geta samt allir aðlagað bragð-
smekk sínum.“
Lifur með grænmeti
Byijið fyrst á rófusalatinu. Ein
rófa og eitt grænt epli eru skorin
niður í 2 cm teninga. Rófan er steikt
í smjörinu þar til hún verður meyr.
Ephð þarf mun skemmri steiking-
artíma og er steikt á síðustu mínút-
unum með rófunni. Kryddið þetta
með ferskri steinselju, salti og pip-
ar. Leifur sagði að þessi blanda
gæfi sætsúran keim sem hentaði
vel með lifrinni.
Aö mati Leifs er Ufur góður mat-
ur og aUtof sjaldan á borðum lands-
manna. Galdurinn við góða mat-
seld á lifur er að steikja hana nógu
Utið. Þrír miðlungsstórir laukar
eru sneiddir niöur, steiktir í smjöri
og síðan teknir af pönnunni.
Hreinsið lifrina vel og skerið í 5
mm breiðar ræmur. Snöggsteikið
Ufrina í smjöri og bætið lauknum
saman við. HelUð síðan 'A bolla af
ijóma á pönnuna og látið rétt hitna.
Kryddið með steinselju, svörtum
pipar og salti.
Með þessu er borin kartöflumús
og gulrótamús sem skreytt hefur
verið með örUtlum bitum af grænni
papriku. Gulrætumar eru soðnar
í potti með smásmjörkhpu í. Stapp-
ið gulrætumar og látið mesta vatn-
ið ijúka burt. Bætið paprikubitun-
um saman við og mótið titlar kúlur
á hvern disk, t.d. með isskeíð. Karb
öflumúsin er löguð á hefðbundinn
hátt en hana má skreyta með svört-
um, smátt skomum ólífum.
„Ég hef gaman af því að skreyta
matinn svolítið og leika mér með
Uti. Vel útiítandi matur er líka hluti
af heildarmyndinni,“ sagði Leifur
Breiðfjörð myndUstarmaður. -JJ
Í3
LANDVERÐIR
Náttúruverndarráð auglýsir örfáar stöður landvarða á
friðlýstum svæðum, sumarið 1990, lausar til umsóknar.
Námskeið í náttúrvernd - landvarðanámskeið - veitir
að öðru jöfnu forgang til landvörslustarfa á vegum
Náttúruverndarráðs.
Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúrverndarráði,
Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík fyrir 20. febrúar 1990.
N áttúrverndarráð
“ \
Útboð
Dýrafjörður
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu vegar um Dýrafjörð. Lengd kafla 4,0 km.
Helstu magntölur: Fylling flutt á sjó 150.000
m3, fylling flutt á landi 186.100 m3, rofvörn
32.000 m3 og burðarlag 18.200 m3.
Verki skal lokið 1. ágúst árið 1992.
Útboðsgögn verð afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöð-
um fyrir kl. 14.00 þann 12. mars 1990.
Vegamálastjóri
____________________________________________/
FEIAG
BLDEI
BORGARA
Frá Félagi eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Félagsfundur verður haldinn í Goðheimum, Sigtúni
3, miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 20.00.
1. Kynnt ný reglugerð um stofnunarþjónustu aldr-
aðra og vistunarmat.
2. 5 ára áætlun félagsmálaráðherra um úrlausn í
húsnæðismálum aldraðra.
3. Kynntar tillögur að lagabreytingum.
4. Önnur mál.
Allir velkomnir
CoverGirl CoverGirl
..... .. . PARIS • LONDON • NEWYORK
CcyerGrí
* :. - y'l ' i lljfí
J—JLJÍkmZi
ii' fcsr ? W r? 7 rrc!
■ r w 6- fsr lfcs-_ «i ,■ i> m\m
í :»*, “í m .>
Heimsþekktar
hágæðasnyrtivörur
CoverGirl
Standar
eru í eftirtöldum verslunum
Grundarkjör, Hafnarfirði
Grundarkjör, Kópavogi
Mikligaróur v/Sund, Rvík
Mikligarður vestur í bæ, Rvík
Kaupstaður í Mjódd, Rvík
Kaupstaður, Eddufelli, Rvík
Kaupfélag Kjalnesinga, Mosfellsbæ
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík
Kaupfélag Árnesinga, Þorlákshöfn
KEA, Hrísalundi, Akureyri
KEA, Sunnuhlíð, Akureyri
Skagaver, Akranesi
Mózart, Vestmannaeyjum
Cover Girl standurinn er búð í búðinni.
Cover Girl umboðið: Sími (91) 688660, Reykjavík