Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990.
15
*'i$f
i
Amen eftir efninu
Svei mér þá ef við fórum ekki
bráðum að verða uppiskroppa með
vandamál. Líttu í austur og líttu í
vestur, bentu á þann sem þér þykir
bestur. Einar Oddur leysir efna-
hagsmálin á íslandi, Gorbatsjov
leggur niður kommúnismann í
Sovét og vinstri menn í Reykjavík
leggja grundvöllinn að ósigri sín-
um áður en kosningabaráttan
hefst. Hvað getur þetta verið betra
fyrir hreinræktaða íhaldssál sem
hefur ahst upp í vesturbænum og
haft áhyggjur af heimsmálunum?
Haft áhyggjur af óstjóminni hér-
lendis og kommúnistunum erlend-
is og haft meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins sem endastöð í sinni póh-
tísku veröld.
Einar Oddur, Gorbatsjov og Dav-
íð eru allt í einu búnir að leggja
aha óvini að velh og Davíð hefur
ekki einu sinni þurft að hafa fyrir
því. Óvinirnir hafa séð um sig sjálf-
ir. í Karphúsinu þurfti Einar Odd-
ur að minnsta kosti að hafa fyrir
því að koma vitinu fyrir aðra og
Gorbi lagði póhtískt ltf sitt að veði
þegar hann kvað upp dauðadóminn
yfir lenínismanum. Davíð hefur
hins vegar nægt að hafa hægt um
sig meðan andstæðingar hans hafa
framið harakiri á hverjum fundin-
um á fætur öðrum.
Víst er Davíö góður borgarstjóri
en það er lítið gaman að vera sigur-
vegari í pólitík þegar andstæðing-
arnir leggja frá sér vopnin áður en
á hólminn er komið.
Vandræðagangur
Auövitað er það ekki mitt hlut-
verk að gefa minnihlutaflokkunum
ráð. Þeir gátu þó sagt sér það sjálf-
ir að ef metnaður þeirra stendur
til þess að feha meirihluta sjálf-
stæðismanna í borgarstjóm var
það fyrirfram dauðadæmt aö tefla
fram fjórum eða fimm framboðs-
hstum. Þúsundir atkvæða fara þar
til spillis og auk þess er glundroði
vinstri flokkanna í meirihlutatíð
þeirra enn öllum Reykvíkingum í
fersku minni. Enginn hehvita kjós-
andi kallar slíkt yfir sig áftur.
Lykilatriði og grundvallarfor-
senda fyrir góðum árangri í borg-
arstjórnarkosningum var frá upp-
hafi í því fólgið að koma sér saman
um sameiginlegt framboð. Helst þó
þannig að fram kæmi nýr og óháö-
ur hsti sem hefði stuðning ahra
þeirra sem telja sig andstæðinga
núverandi meirihluta. Nýtt fólk,
ný andlit, frambjóðendur sem ekki
væru dregnir í dilka eftir flokka-
skrám. Slíkur hsti væri og í sam-
ræmi við þau straumhvörf sem nú
eiga sér stað í stjórnmálum víða
um heim. Og hann væri í samræmi
við þá fjöldahreyfingu sem mynd-
ast hefur um meirihlutann í
Reykjavík á vegum Sjálfstæðis-
flokksins.
Á Indlandi reis hreyfing lýðsins
gegn Kongressflokki Gandhis. í
Japan er yfirburðastöðu Fijáls-
lynda lýðræðisflokksins ógnað. í
Austur-Evrópu er fólkið að taka
völdin af Flokknum.
Á íslandi er það að veröa degin-
um ljósara að núverandi flokka-
skipan er úrelt og úr sér gengin.
Einræði flokka og tregðulögmála
er á útleið og ef Davíð Oddsson
væri ekki svo sterkur foringi sem
raun ber vitni mætti Sjálfstæðis-
flokkurinn sannarlega vara sig í
Reykjavík.
Viðræður, vandræðagangur og
vitleysislegar yfirlýsingar vinstri
manna sín í milli og hver upp í
annan hafa auðvitað verið th þess
eins að skemmta skrattanum. Al-
þýðuflokkurinn hefur gengið
lengst í því að koma skipulagi á
vitleysuna og tilraunin með mál-
efnalistann er góðra gjalda verð út
frá þeirri skynsamlegu viðleitni að
laða svokallaða íhaldsandstæðinga
í eina sæng. Hinir flokkamir hafa
hins vegar guggnað fyrir ímynduð-
um hagsmunum sínum og vhja
fara hver sína leið. Þau endalok
gera málefnahstann hálfhjákátleg-
an og einangraðan og skilja Al-
þýðuflokkinn raunar eftir í þeirri
stööu að hann þori ekki að bjóða
fram.
Fratíflokkana
Ég hef haldið því fram og held
því fram aftur og enn að Reykvík-
ingar gera ekki mikinn greinar-
mun á flokkum og flokksstefnum
þegar þeir kjósa th borgarstjómar.
Styrkur Sjáifstæðisflokksins í
Reykjavík er sá sami og styrkur
Alþýðubandalagsins hefur verið í
Neskaupstað, svo einn staður sé
nefndur, en þar hefur samhentur
hópur manna starfaö saman, hópur
sem rekur bæjarfélagið eftir atvik-
um vel og nýtur þess að berjast
gegn sundruðum hópi andstæð-
inga. Flokkurinn hefur og verið
heppinn með borgarstjóra í gegn-
um tíðina og haft lag á því að sveipa
þá mátulegum dýrðarljóma.
Með þessu er ekki verið að gera
htið úr stjórnmálastefnum en öll-
um er þó væntanlega ljóst að rekst-
ur sveitarstjórnar fer ekki eftir íde-
ahsma. Spurningar um byggingu
ráðhúss, gatnagerð eða færri eða
fleiri dagheimih eiga ekkert skylt
við flokkspóhtískar gmndvallar-
stefnur. Þetta er spurning um
menn og áherslur og praktiskan
rekstur frá einum degi til annars.
Þetta er ekki spuming um hægri
eða vinstri. Fólk kýs menn og þau
málefni dægurlífsins sem efst eru
á baugi.
Enn er að vísu nokkur hluti þjóð-
arinnar flokksbundinn og lætur
smala sér á kjörstað fyrir flokkinn
sinn. En sá hópur meðal þjóðarinn-
ar er langtum, langtum stærri sem
gefur frat í flokkapóhtíkina og vhl
ekkert hafa af henni að segja.
Ekkert kjaftæði
Hér á landi hefur verið rifist um
það svo lengi sem elstu menn muna
hvernig stjóma megi efnahagsmál-
um þjóðarinnar. Hér hafa flokkar
barist fyrir bættum kjörum verka-
lýðsins og aðrir hafa lagt áherslu á
eflingu atvinnurekstrarins.
Hatrömm stéttabarátta hefur vérið
háð, langvinn verkföh og hehagt
stríð um áratugi þar sem ahar efna-
hagsstefnur, kenningar og formúl-
ur hafa verið reyndar. í tvo áratugi
hefur þjóðin búið við óðaverðbólgu
og reikningsglöggir menn hafa
reiknað það út að allar launahækk-
animar, sem sóttar hafa verið með
verkföhum, átökum og öflugum
verkalýðssamtökum, hafa gufaö
upp í verðbólgu, gengisfehingum
og hrunadansi sveiflukenndra
efnahagsaðgerða.
Svo gerist það upp úr þurru að
fremur viðfelldinn maður kemur í
bæinn vestan af fjörðum án þess
að hafa lært hagfræði eða póhtík.
Hefur ekki einu sinni áhuga á þing-
sæti. Þessi maður talar við viðmæl-
endur sína á því máh sem þeir
skhja og á þeim nótum sem þeir
þekkja og áður en varir er samið
um efnahagsaðgeröir sem ahir
kalla tímamótasamninga. Bara rétt
sisona! Engar háskólalærðar hag-
fræðikenningar, ekki heldur nein
kokhreysti úr stéttabaráttunni.
Engir flokkadrættir, engin póhtík,
ekkert kjaftæði um frjálshyggju
eða miðstýringu. Það var einfald-
lega sest niður og samið af skyn-
semi. Og allir hrópa upp yfir sig
af fógnuði og tala um tímamót.
Lærdómurinn
Hvaða lærdóm má nú draga af
þessum samningum sem auðvitað
eru ekki kjarasamningar heldur
ahsherjar efnahagspóhtík? Jú, það
þurfti engan hehagan verkfahsrétt,
það þurfti enga stjórnmálaflokka,
það þurfti engar stríðandi fylking-
ar frá hægri eða vinstri. Það eina
sem þurfti var vit. Maður getur
jafnvel freistast th að halda því
fram að einmitt þessi sömu stétta-
átök, flokkadekur og endalausa
þref um póhtík hafi beinhnis veriö
Akkhesarhæh íslenskra efnahags-
mála alla þessa öld. Skynsemin
hefur ekki komist að fyrir flokka-
dráttunum.
Það er svo eftir öðru að þegar
gerð hefur verið þjóðarsátt um
efnahaginn, launþegar leggja sitt
fram, bændur, vinnuveitendur og
ahur almenningur ætlar að láta
lífskjaraskerðinguna yfir sig ganga
í von um betri tíð, þegar allir færa
sínar fórnir, koma nokkrir fagráð-
herrar og segjast ekkert geta spar-
að, ekkert geta lagt fram th þjóðar-
sáttarinnar.
Þjóðin á að láta þessa ráðherra
heyra hvaða álit hún hefur á þessu
hugleysi. Forsætisráðherra á að
krefjast lausnar fyrir þeirra hönd
og skipa þá menn í ríkisstjórn sem
skhja að flokkshagsmunir, frama-
pot og gamla prívatpólitíkin heyrir
sögunni th. Það veröur stundum
að gera þá kröfu til stjómmála-
manna að þeir séu meira en hthr
karlar líthla sanda og sæva.
Stormur í vatnsglasi
Míkhaíl Gorbatsjov hefur sýnt
það og sannað að hann hefur sögu-
legu hlutverki að gegna. Hann hef-
ur skihð sinn vitjunartíma. Hann
stendur í því þessa dagana að leggja
kommúnismann að vehi. Hvorki
meira né minna. Það er ekki víst
að ahir geri sér grein fyrir þessu
ævintýri, þessu ofurmannlega ætl-
unarverki. Hann hefur boðið hehu
heimsveldi birginn og er að komast
upp með það. Hvers vegna? Vegna
þess að tímamir em breyttir,
vegna þess að veröldin stendur
ekki í stað og það er ekki hlutverk
flokka né manna að viðhalda völd-
um sínum að ehífu. Flokkar og
kenningar eru ekki upphaf og end-
ir mannlífsins heldur mannlifið
sjálft.
Þegar slíkir atburðir gerast verða
flokkadrættir og smásmugulegt
valdabrölt að hálfgerðu gjalti.
Stormur í vatnsglasi. Umskiptin í
Evrópu og sjálfu Sovétveldinu
hljóta að breyta heimsmyndinni og
kalla á meiri háttar uppstokkun í
stjórnmálum ahra þeirra lýðræðis-
ríkja sem hafa alið aldur sinn í
skugga hinnar kommúnisku
heimsvaldastefnu. Hér á íslandi
hljóta menn að skhja það fyrr en
síðar að nú þarf að shðra sverðin
og hugsa póhtíkina upp á nýtt. Af-
káraleg atburðarás í undirbúningi
minnihlutaflokkanna í Reykjavík
hlýtur að verða þeim lexía. Tilurð
kjarasamninganna og tímamótin í
efnahagsmálunum er sömuleiðis
lærdómur um það hvernig fjar-
stæðukennd flokkapólitík hefur
aftrað okkur frá sams konar samn-
ingum fyrir langa löngu. Nú er
kominn tími th að segja amen eftir
efninu og endurskipuleggja ís-
lenskt stjórnmálalíf og stjórnmála-
athafnir í takt við þá þróun sem
blasir við. Ef Gorbatsjov getur
gengið af kommúnismanum dauð-
um hljóta íslendingar að geta lagt
úrelta flokkapólitík að velh.
Það eru tímamót í uppsiglingu.
Tímamót í efnahagsmálum, sam-
skiptum stéttanna, áhrifum flokk-
anna, viðhorfi almennings. Það
stöðvar enginn tímans rás. Sú geij-
un, sem átt hefur sér staö í krepp-
unni á íslandi, í heimspóhtíkinni í
austri, í afvopnun og Evrópu-
bandalagi, í upplýsingaflæði og
nýrri kynslóð, mun hafa varanleg
áhrif th réttrar áttar. Það hefur í
rauninni aht tekið byltingarkennd-
um breytingum í þjóðlífinu í kring-
um okkur. Aht nema flokkamir.
Þeir kunna ekki enn að segja amen
eftir efninu. Ellert B. Schram