Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 16
;16
Skák
Bréfskákarpistill
Eftirfarandi frétt birtist á að-
fangadag í blaðinu Sunday Tele-
graf:
Julian Corfield stærðfræðikenn-
ari hefur loks lokið skák sem stóð
í sex ár. Hann og mótheiji hans,
sem býr í Eistlandi, sendu leiki sín
á milh bréflega.
Hr. Corfield hafði þetta um skák-
ina að segja: „Fyrstu fimm árin
gerðist næsta Utið en hún var rétt
að lifna við þegar við gáfum hana
frá okkur sem jafntefli."
Hætt er við öllum sé ekki gefin
sú þolinmæði sem þarf til að tefla
bréfskák. En því er þó ekki svo far-
ið aö bréfskákarmaðurinn þurfl að
ljúka einni skák áður en hann get-
ur hafið þá næstu. í bréfskákar-
mótunum hefjast allar skákimar á
sama tíma og yfirleitt nægja tvö ár
til að úrsUt ráðist. Bréfskákin hefur
þann ótvíræða kost að hún getur
sameinað skákáhugamenn í sitt-
hvom heimshorninu án þess að
Skák
Jón L. Árnason
dýr ferðalög þurfi til. Því skyldi
ætla að hún hefði sérstakt erindi
við okkur íslendinga, bæði þá sem
búa í dreifbýli og eins hina sem
vilja freista gæfunnar í hinum
stóra heimi.
Talsverð gróska hefur verið í ís-
lensku bréfskákarUfi. Þó mættu
íslenskir skákunnendur gera
miklu betur. Erlendis skipta iðk-
endur bréfskákar þúsundum en
hér em virkir bréfskákarmenn
einungis um fimmtíu. Bréfskákar-
þing íslands er haldið reglulega og
Islendingar taka þátt í landskeppni
af ýmsu tagi, jafnan með góðum
árangri. Þá koma „Bréfskáktíð-
indi” út þrisvar á ári, en útgefandi
þeirra er bréfskákamefnd Skák-
sambands íslands.
Áskell Öm bréfskákar-
meistari íslands
Keppni í landsliðsflokki á tólfta
bréfskákarþingi íslands, sem hófst
1988, er nú senn aö ljúka. Þegar
Uggur ljóst fyrir hver hregpir titil-
inn „Bréfskákarmeistari íslands".
Það er ÁskeU Öm Kárason (Kópa-
vogi), sem hefur lokið öUum skák-
um sínum á þinginu og fengið 9 v.
af 11 mögulegum. í 2. sæti varð
Ami Stefánsson, Reykjavík, með
7,5 v. Síðan koma Gísli Gunnlaugs-
son, Búöardal, sem hefur 6 v. og á
einni skák ólokið, Bjami Magnús-
son, Reykjavík, sem hefur jafn-
marga vinninga en hefur lokiö
skákum sínum, og næst Þorleifur
Ingavarsson, Sólheimum í Húna-
vatnssýslu, með 5,5 v. og á einni
skák ólokið. Baráttan um þriðja
sætið er því hörð. Meö 5,5, v. koma
síðan Bjöm Siguijónsson, Kópa-
vogi, Jón Jóhannesson, Reykjavík,
og Einar Karlsson, Kópavogi.
Gunnar Öm Haraldsson, Reykja-
vík, og Öm Þórarinsson, Ökrum í
Skagafirði, hafa 4 V. og eiga einni
skák ólokið; Þórketill Sigurðsson,
Höfn, hefur 1,5 v. og tveimur skák-
um ólokið og Pálmi Sighvatsson,
SaUðárkróki, hefur 1 v. en á fjórum
skákum ólokið.
Vann í tíu leikjum!
Þegar er aUnokkrum skákum
lokið í landshðsflokki á þrettánda
bréfskákarþingi íslands, sem hófst
í fyrra. Þar hefur Guðmundur HaU-
dórsson, ísafirði, tekið forystuna.
Hann hefur lokið fimm skákum og
náð 4,5 vinningum. Bjarni Magnús-
son hefur 3,5 v. af 4 og Ámi Stefáns-
son 3 v. af 4. Aðrir virðast ekki lík-
Áskell örn Kárason slgraði á 12. bréfskákarþingi íslands.
18. Bd6!
Og svartur gafst upp.
Þriðji alþjóða-
meistarinn
Á aðalfundi Alþjóðabréfskákar-
sambandsins (ICCF) í London sl.
haust var Frank Herlufsen sæmd-
ur tithnum alþjóðlegur bréfskákar-
meistari fyrir frammistöðu sína á
mótum á vegum sambandsins.
Frank er þriðji íslendingurinn
sem hlýtur þennan titil. Hinir eru
Jón A. Pálsson og Bragi Kristjáns-
son.
Frank, sem er fæddur 1941, hefur
starfað sem tónlistarkennari víðs
vegar um land og er nú búsettur í
Vogum. Hann hefur jafnan verið
virkur skákmaður. Formaður Tafl-
félags Ólafsfjarðar var hann um
árabil og oft skákmeistari þar á
staðnum. Þá varð hann Norður-
landsmeistari í skák 1975. Mest
hefur hann þó látið að sér kveða í
bréfskákinni og verið ein traust-
asta stoð íslendinga í keppni við
erlenda bréfskákarmenn. TU þess
aö öðlast alþjóðameistaratitil þurfa
skákmenn að ná ákveðnum ár-
angri í mótum eða sveitakeppnum
á vegum ICCF í tvígang. Frank
gerði þetta þrisvar, í 10. ólympíu-
keppninni í bréfskák og í 2. og 3.
Evrópukeppni landsliða.
Skoðum skák frá þriðju Evrópu-
keppni landsUða (1983-1988). Frank
tefldi þar á 2. borði og náði besta
árangri allra, 6 v. úr 8 skákum en
þurfti vinningi minna til að ná al-
þjóðameistaraáfanga. Mótherji
hans, Tékkinn Jiri Podgorný, sigr-
aði í keppninni næst á undan en
þá varð Frank í 2. sæti. Nú snerist
dæmið við og Podgorný varð í 2.
sæti. Frank gerði sér þó lítið fyrir
og vann innbyrðis skák þeirra í
bæði skiptin.
Frank segir sjálfur um skákina
að helstu mistök svarts felist í
flutningi riddarans með 17. - Re7
og 19. - Rf5, þar sem hann grípur
í tómt. En svartur er þá þegar kom-
inn með þrönga og erfiða stöðu. í
næstu leikjum reynir hann að
skapa sér gagnfæri með c7-c5 en
Frank hindrar þetta og þegar svart-
ur hættir endanlega við með 22. -
Ra8 notar Frank tækifærið og blæs
í herlúðra. Hann nær óveijandi
sókn að óvinakónginum og lýkur
skákinni með snoturri fléttu.
Hvitt: Frank Herlufsen
Svart: Jiri Podgorný
Aljekín-vörn
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3
g6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 Rc6 7. De2 Bg7
8. 0-0 0-0 9. c3 Bg4 10. Bf4 e6 11.
Rbd2 De7 12. h3 Bxf3 13. Rxf3 d5 14.
Hfel Hae8 15. a4 a5 16. Hadl Dd717.
Bc2 Re7 18. b3 Hc8 19. Be3 Rf5 20.
Bcl Hfd8 21. g4 Re7 22. Be3 Ra8 23.
h4 c6 24. h5 b5 25. Kg2 bxa4 26. bxa4
Rb6 27. Hhl Rc4 28. Bcl c5 29. hxg6
hxg6 30. Rg5 Dc7 31, Df3 Rc6
legir tíl að blanda sér í baráttuna
um verðlaunasæti.
Guðmundur hefur ekki þurft að
hafa mikið fyrir sigrum sínum til
þessa. Einn andstæðinga hans gafst
upp eftir aöeins 10 leiki, annar eftir
16 leiki, sá þriðji eftir 18 leiki og
lengsta vinningsskák hans til þessa
er 23 leikir. Jafnteflisskákin er
einnig stutt, aðeins 16 leikir. Það
er því Ijóst að Guðmundur eyðir
ekki miklu fé í frímerki þessa dag-
ana. Skoðum tvö sýnishorn af tafl-
mennskunni, þar sem Guðmundur
leikur á mótheijann með katal-
ónskri byijun:
Guðm. Halldórsson - Guðlaugur J.
Bjamason
1. d4 Rfl6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 c5
5. Rf3 Rbd7 6. cxd5 exd5 7. 0-0 Be7
8. Rc3 0-0 9. Bf4 He8??
10. Rb5! og svartur gafst upp.
Guðm. Halldórsson - Þórketill Sig-
urðsson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2
dxc4 5. Rf3 b5 6. a4 c6 7. axb5 cxb5
8. Re5 Rd5 9. Rc3 Bb4 10. 0-0 Bxc3
11. e4 Rf6 12. bxc3 Bb7 13. Ba3 Dc7
14. f4 Rxe4 15. f5 exf5 16. Hxf5 Rf6
17. De2 Kd8
8
7
6
5
4
3
2
1
32. Bxg6! fxg6 33. Dh3
Og svartur gaf. Lokin gætu orðið: 33.
- De7 34. Dh7+ Kf8 35. Dxg6 He8 36.
Rh7+ Kg8 37. Rf6 + KfB38.Hh8+ Bxh8
39. Dg8 mát.
-JLÁ