Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Page 19
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. 19 ■ Sindri, sonur Bjarkar, hafði góða lyst á grjónagrautnum hennar Reg- ínu. DV-myndir GVA Hvað er svo glatt, sungu Regína og Karl Thorarensen með hinum heimsfrægu Sykurmolum. ' Það gera sér islenska ulliri er mjög góð og er betri en allt annað, séístaktega i miklum kulda ekki allir arein 09 wsbúð. En I dag ferðumst við á milli heimilis og vinnustaðar i bilum og forum furir huí Ik aA frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Pessar stuttu ferðir geta terið ansi fynr pm, nvao lokiar og jafnvel oriagarikar ef við verjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur það er þýðingar- silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; þaö bókstaflega Iflikió fyrír heils- 9œ,ir ^ hörundið. Silkið er örþunnt og breytir þvi ekki útliti ykkar. Þið verðið áfram UVUl að láta sér ,afn gr°nn k,æ<5ist N sem vöm gegn kulda. Því er baldið fram í ekkl verða kalt. f fleiri en einum skilningi. --Jir-r.zy) - PÓSTKRÖFUSALA - SMASALA - HEILDSALA. SÍMAR 10262-10263. LAuGAVEGI 25. • „Fáðu þér almennilega á diskinn," sagði Regína við Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Hátt í sextíu stúlkur sendu myndir af sér í Ford-keppnina en skilafrestur rann út um síðustu helgi. Greiniiegt er að mikill áhugi er meðal ungra stúlkna á fyrir- sætustörfum og allar eru þessar stúlkur mjög glæsilegar. Um þessar mundir er verið að skoða myndirn- ar en í næsta helgarblaði verða þær stúlkur sem keppa til úrslita 11. mars kynntar. Búast má við að sá hópur verði Los Angeles þar sem keppendur dvöldust i tíu daga. Alls voru þrjá- tiu stúlkur sem kepptu til úrslita og í fýTsta skipti ein írá Sovótríkj- unum. Mikill áhugi er fyrír keppn- inni um heim allan enda glæsilegir \inningar í boöi. Sigurvegara Su- permodel of the World er tryggður samningur \dð Ford Models upp á 2;1(i þúsund dollara. Auk |'e<s iær hann loðfeld og dýrindisskartgripi frá Carticr. stór 1 aö þessu sinni sem keppir til úrslita. Það verður Vibeke Knuds- Lilli Karen, sem sigraði i keppn- en, ein af vinsælustu fjTirsætum inni hér heíma í fyrra, starfar nú áttunda áratugarins, sem kemur sem fyrirsæta á Ítalíu og hefur þaö hingaö til lands og velur stúlku í mjög gott. í næsta helgarblaði keppnina Supermodel of the World veröa viötöl og myndir af þeim -Faceofthe90’s. Hugsanlega kom- stúlkum sem keppa munu hér á ast fleiri en ein stúlka á sanming laiidi í mars en ein þeirra veröur hjá Ford Models en umboðsskrif- svo heppin aö fara til Kalifomíu stofur fyi'irtækisins eru urn allan næsta sumar og upplifa ævintýra- heim. FRÍMERKJASAFNARAR Lars-Tore Eriksson uppboðshaldari verður staddur hér á landi 9.-11. febrúar. Ef einhverjir hafa áhuga á að koma frímerkjum í verð geta þeir haft samband við hann á Hótel Esju, sími 82200, og mælt sér mót við hann. Sykurmolar í grjónagraut hjá Regínu „Það er mér mikill heiður að fá þetta gáfulega unga fólk til mín. Ég hélt raunar aUtaf að þið væruð hipp- ar en ég sá í haust að svo er ekki,“ sagði Regína Thorarensen, fréttarit- ari DV á Selfossi, er hún tók á móti hljómsveitinni Sykurmolunum á heimili sínu í vikunni. Tildrög þessa ferðalags Molanna voru heimboð Regínu frá í haust sem skýrt var frá í helgarblaði DV á sínum tíma. Eins og alþjóð er kurmugt söng hljóm- sveitin um Regínu samnefnt lag sem varð mjög vinsælt á síðasta ári. Af því tilefni heimsóttu Sykurmolamir Regínu er hún dvaldi á Vífilsstaða- spítala sl. haust og voru það þeirra fyrstu kynni. Regína lofaði þá að bjóða þeim heim á Selfoss næst þegar þeir kæmu til landsins og ákveðið var að gijónagrautur og lifrarpylsa yrði á borðum. Loforðið var efnt nú í vikunni og er Sykurmolamir renndu í hlað á Selfossi var Regína búin að dekka upp veisluborð þar sem gat að líta þjóðlegan og góðan mat: svið, hangikjöt, harðfisk, rófu- stöppu, grjónagraut aö hætti Stein- gríms en með rúsínum og heita lifr- arpylsu - allt að ósk hinna heims- frægu hljómsveitarmeðlima. Það vom þau Þór Eldon, Bragi Ól- afsson, Margrét Örnólfsdóttir og Björk Guömundsdóttir sem mættu í veisluna ásamt Sindra, syni Bjarkar, og Suimu, dóttur Margrétar, en þau em hálfsystkin því Þór Eldon er fað- ir þeirra beggja - flókið? Sigtryggur Báldursson og Einar Öm Benedikts- son, einnig meðlimir hljómsveitar- innar, gátu þvi miður ekki þekkst boðið. Einar Öm er staddur í Þýska- landi en Sigtryggur átti ekki heiman- gengt. Sykurmolarnir halda í dag til Bandaríkjanna þar sem þeirra bíður sex vikna hljómleikaferðalag. Þeir hafa skipulagt ferðalög fram í júní en ætla þá að taka sér frí til áramóta og huga aö nýrri hljómplötu. Ástæða þess að Sykurmolamir óskuðu eftir þjóðlegum mat í veislu Regínu er sú að á ferðalögum erlend- is lifa þeir eingöngu á hótelfæði, eins og þeir kalla það, og sakna þess því að fá ekki hinn hefðbundna íslenska mat. Það var því sannarlega vel þeg- ið að fá hollan og góðan mat áður en lagt er upp í hið langa ferðalag og tóku allir vel til matar síns. Regína mundi vel allar óskir Sykurmolanna frá í haust: Björk vildi sviðin heit - og það fékk hún, öll vildu þau hafa rúsínur í grjónagrautnum - og það fengu þau auðvitað, Bragi haíði ósk- að eftir heitri lifrarpylsu og því hafði Regína ekki heldur gleymt. Greinin í DV í haust um væntan- lega heimsókn Sykurmolanna vakti mikli athygli á Selfossi og fjölmargir höföu haft samband við Regínu til að forvitnast um hvenær hijómsveit- in kæmi. Flestir voru að vonum að sækjast eftir að sjá Molana og fá eig- inhandaráritanir. „Ég hef haldið þessu algjörlega leyndu því þetta er okkar einkasamkvæmi," sagði Reg- ína. „Hins vegar gat ég ekki neitað útlendri stúlku um að koma og fá áritun. Hún er skiptinemi og hefur lengi verið aðdáandi ykkar.“ Þessi unga stúlka fékk að kíkja inn og líta goöin eigin augum og sannarlega mátti sjá að þetta augnablik hafði gert íslandsdvöhna ógleymanlega. Eftir sérríglas og skeleggar um- ræður settist Margrét við fomt orgel í stofunni og Molamir sungu íjögur lög ásamt Regínu og Karli Thorar- ensen, eiginmanni hennar. Þá hefði verið gaman að hafa sjónvarpsvélar. Hver segir svo að ungir og gamhr geti ekki átt góða stund saman? Það er hverju orði sannara að þessi þjóð- lega dagstund í stofunni hjá Regínu, fréttaritaranum góðkunna, verður Molunum eftirminnileg enda hafa þeir sýnt að þeir eru áreiðanlegt og heiðarlegt ungt fólk, eins og Regína sjálf orðar það. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.