Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. Enginn bær á landinu án fíkni- efnavandamáls segir Reynir Kjartansson, yfirmaður í fíkniefnadeild Reynir Kjartansson segir að kókaínneysla hafi aukist mikið á íslandi á síðastliðnu ári og það sé alls konar fólk sem neyti þess. Grammið kostar frá átta þúsund krónum upp í tólf þúsund. DV-mynd GVA „Við finnum að kókaínneysla á ís- landi fer vaxandi og ástæða þess gæti verið sú að framleiðslan er mjög mikii í þeim löndum þar sem hún fer fram og að Ameríkumarkaður er mettur. Þá reyna salamir að koma efninu til Evrópu og þar á meðal til íslands," sagði Reynir Kjartansson, yfirmaður hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík, í samtah við helg- arblað DV. Á fimmtudag var skýrt frá því í DV að kókaínneysla á íslandi hefði stóraukisf á árinu 1989, miðað við tíu ár á undan, en hassneysla dregist saman. „Þeir sem hafa komið til okk- ar, viðriðnir kókaínmál, eru alls kyns fólk. Þetta er heldur eldra fólk, frá liðlega tvítugu. Unglingar tengj- ast ekki kókaíni, enda um dýrt efni að ræða,“ segir Reynir. Grammið af kókaíni er selt á átta tii tólf þúsund krónur þannig að ljóst þykir að fólk verður að hafa tals- verða peninga undir höndum til að fjárfesta í efninu. „Menn leggja tals- vert á sig til að eignast eitt gramm af efninu." Reynir segir að það sé ekki frægt fólk sem tengist kókaín- málum en ýmsar kjaftasögur hafa verið í gangi um hinar og þessar nafntogaðar manneskjur í sambandi við kókaínneyslu og -sölu. „Við fáum oft ábendingar um þekktar mann- eskjur sem síðan eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Reynir. Mjög misjafnt er hvort þeir sem lögreglan yfirheyrir í sambandi við fíkniefnamál hafi neytt efnisins í mörg ár eða neyti þess „spari“ ein- stöku sinnum. Flestir hafa þó komið við sögu áður hjá fíkniefnadeildinni. „Þeir sem reyna að hagnast á sölu kókaíns eru oft neytendur sjálfir," segir Reynir. „Það eru undantekn- ingar ef þeir eru „lausir“.“ Of fámennt Þrettán manns starfa á fíkniefna- deildinni og þar fer fram mikið starf allan sólarhringinn. Auk þess er einn hasshundur en þeir þyrftu að vera tveir. Útbreiddur misskilningur er að hundunum séu gefín vímuefni - svo er ekki. Sjálfvirkur símsvari er á deildinni og hann hefur oft komið að góðum notum en menn geta kom- ið inn með ábendingar nafnlaust. Reynir segir að deildin þyrfti að vera betur mönnuð enda eru starfsmenn hennar út um hvippinn og hvappinn í störfum sínum. „Verkefnin koma ekki inn á borð til okkar.“ Starfsemi fíkniefnadeildarinnar er haldið leyndu af skiljanlegum ástæð- um en angar hennar teygjast um allt land. Fíkniefni berast hingað til lands á margvíslegan hátt og öll brögð eru notuð í því sambandi. Toll- gæslan í Reykjavík, Keflavík og ann- ars staöar á landinu er í góðu sam- starfí við fíkniefnadeildina í Reykja- vík. Reynir segir að það sé ekkert pláss á landinu sem ekki hafi komist í einhveija snertingu viö fíkni- efni. Starfsmenn deildarinnar hafa farið á námskeið og nýir menn fá góða þjálfun enda starfið mjög viðamikið. „Við tökum vinnuna með okkur heim,“ segir Reynir. Á deildinni er hægt að rannsaka efni og fá úr því skorið hvort um fíkniefni sé að ræða á mjög fljótlegan hátt. Síðan eru efn- in send til rannsóknarstofu Háskól- ans til frekari rannsókna. Oft eru efnin blönduð með t.d. þrúgusykri eða matarsóda. Komið hefur fyrir að kaupandi efnis hafi verið blekktur og ekki finnist vottur af vímugjafa í efninu. Færri unglingar ánetjast vímuefnum Reynir segir störf fíkniefnalögregl- unnar hér nokkuð öðruvísi en gerist í Bandaríkjunum og bíómyndir gefi ekki rétta mynd. Og sem betur fer eru fíkniefnasalar ekki eins djarfir og í Bandaríkjunum þar sem þeir gefa smábömum í grunnskólum efn- ið til að koma þeim á bragðið. „Sem betur fer er það ekki orðið svo hér, enda myndum við fljótt frétta af því.“ Á síðustu árum höfum við frekar fundið fyrir því að unglingar forðist fíkniefni. Tískan hefur verið þannig og t.d. hafa tóbaksreykingar minnk- að meðal unghnga. A hitt ber að líta að ekki má slaka á forvarnarstarfi því það ber mikinn árangur. Fyrir nokkrum árum var mun meira um að unglingar ánetjuðust þessum efn- um og við höfum séð marga látast vegna þess. Engar tölur em um það hversu mikið magn af fíkniefnum sé á mark- aðnum en Reynir segir aö í öðrum löndum teljist það mjög gott ef fimm til sex prósent af markaðnum finn- ist. „Við teljum okkur finna hærra hlutfall en það,“ segir hann. „Á síð- asta ári lögðum við hald á 746,9 grömm af kókaíni sem er mikið.“ Reynir segir að deildin finni enn fyr- ir aukningu, sérstaklega eftir að stóra kókaínmálið kom upp, og alltaf séu nýir aðilar í hveriu máh. Vandamálið hófst með hippunum Neytendur, sem fíkniefnadeildin hefur afskipti af, eru misjafnlega á sig komnir. „Ef menn nota mikið af efnum að staðaldri er líkamlegt ástand ekki gott en það er mikið um að fólk noti kókaín th hátíðarbrigða, t.d. einu sinni í viku,“ segir Reynir. Hann hefur starfað við deildina í tólf ár og segir að margt hafi breyst á þessum árum. „Fyrstu afskipti af fíkniefnamálum voru árið 1970 en deildin var stofnuð 1976. Blómatíma- bihð var hér 1968-9 og þetta vanda- mál kemur í framhaldi af því. Á sín- um tíma var talið að fíkniefhi tengd- ust Keflavíkurflugvelh og bæjunum þar í kring. Hver og einn einasti stað- ur á landinu hefur í dag einhver vandamál á sinni könnu vegna fíkni- efna. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir hversu stórt vanda- málið er. Það hefur venjulega verið viðkvæðið hjá fíkniefnaneytendum að þetta sé ekkert mál. Ég hef kynnst mjög mörgum þau ár sem ég hef starfaö við deildina og séð mörg reköldin, eins og maður segir. Margir þeirra sem maður byrj- aði að hafa afskipti af fyrir tólf árum eru dánir enda er dánartíðni mjög há meðal fíkniefnaneytenda." Áhrifin sjást Fyrir nokkrum árum var talað um unghngaklíkur sem væru viðriðnar fíkniefni og helsti dvalarstaðurinn var Hlemmur. Reynir segir að það sé úr sögunni þó að það loði við stað- inn ennþá. Það getur verið erfitt fyr- ir fólk að átta sig á fíkniefnaneytend- um og sjá hvort viðkomanch sé í vímu. Starfsmenn fíkniefnadeildar hafa þjálfað sig í að þekkja áhrifin en það kemur helst fram í augunum og framkomu hvort maður er undir áhrifum. Reynir segir að fíkniefna- lögreglan fylgist með veitingahúsa- gestum en fíkniefni eru sjaldgæf inni á þeim. Érfitt er að segja um hversu marg- ir fíkniefnaneytendur séu hér á landi en á skrá eru nokkur þúsund sem hafa komið við sögu. Fíkniefnalög- reglan hefur ekki orðið fyrir teljandi aðkasti. Hins vegar eru neytendur hræddir vegna aðkasts frá öðrum neytendum. Oft hefur komið fyrir að ráðist er á fíkniefnaneytendur eftir að þeir hafa verið í yfirheyrslum. Á íslandi hefur lítið fundist af heró- íni og krakk hefur ekki borist til landsins. Krakk er blandað kókaín en það hefur skelfileg áhrif á manns- hkamann. „Krakkið er ódýrara en kókaín. Það hefur svipuð áhrif og heróín að því leyti að fólk ánetjast mjög stíft og fast. Neytendur krakks verða mjög ruglaðir og þurfa annan skammt innan klukkutíma.“ Reynir segir að fólk byrji ekki að neyta fíkniefna þegar það er komið yfir þrítugt. Hins vegar er fólk á þeim aldri oft iha statt peningalega og reynir að bjarga fjárhagnum með sölu. Þá er um að ræða fólk sem ein- hvem tíma hefur prófaö vímuefni. Þeim vímuefnum, sem fíkniefna- deildin gerir upptæk, er eytt eftir rannsóknir. -ELA Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vo kókaínvandamáliö frekar en aðrir. „Árið 1985 urðum við greinilega vör við aukningu á örvandi efnum en síðan þá virðist neyslan hafa staðið i stað,“ segir Þórarínn Tyrfíngsson, ýfírlæknir á Vogl „Okkar aðalvandamál er enn sem fyrr drykkjuskapur. Fólkið, sem viö fáum til meðferðar vegna kókaíns eða amfetamíns, hefur undantekning- arlaust verið í kannabisefnum eða áfengi áður. Hlutfall kókaíns hefúr hins vegar aukist ár frá ári, það er al- veg greinilegt. Kókaín er alhættuleg- asta vímuefnið sem mannskepnan hef- ur komist í kynni við.“ Þórarinn segir að sjúkhngar á Vogi tali meira um kókaín og margir segjast tiata prófað það einu sinni eða oftar. Töluvert af sj úkhngum kemur erlendis frá þar sem kókaínneysla er almenn- ari. Verkunarmimur á kókaíni og am- fetamíni, það er að segja örvunin, er ekki mjög mikill en kókaín verkar mun skemur. Það er dýrara en önnur örvandí efni og erfiðara er fyrir neyt- endur að nálgast það. Úrblöðum kókajurtarinnar Kókaín er framleitt úr blöðum kóka- jurtarinnar sem hefur verið þekkt frá aldaöðli. Indíánar tyggja kókablöðin en áhrifin verða aldrei eins mikil og af þessu hvíta dufti. Fyrst tókst að framleiða duftið úr blöðunum árið 1880 og náði það nokkurri útbreiðslu. Mun- urinn á kókablöðum og duftinu er áhka og að reykja sigarettu eða taka nikótín beint í æð. Neytandi í vimu þekkist á því að hann talar og hreyfir sig hratt, nánast veður á honum. „Ýmsir taktar og stæl- ar fylgja neyslunni og augrsteinar stækka. Stöðug erting í slímhúðinni háir neytandanum og sýgur lrann oft upp í nefið, líkt og hann sé kvefaður,“ segir Þórarinn. „í Bandaríkjunum er efhið notaö af íþróttafólki, viðskipta- mönnum og leikurum. Menn trúa þvi að þeir verði betri körfuboltamenn eða sölumenn með neyslu kókaíns. Þar sem samkeppni er mikil mihi einstakl- inga er kókaín efnið sem menn nota til að standa sig. Smátt og smátt fer neyslan að há viðkomandi og hann missir fótanna.“ Áhrifln einstaklingsbundin Hvað hver neytandi fær út úr efninu er mjög einstakbngsbundiö en neyt- andinn ánetjast mjög fljótt. Þegar : neyslan oykst fer viðkomandi að hða mjög illa án efnisins. Boðefnaskipti heilans ruglast og ekkert getur Iagað : þau nema meira kókaín. Þegar fram í sækir gerast neytendur mjög þung- lyndir en viö því duga engin lyf og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.