Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Side 25
LAUGARDAGUR Bubbi Morthens segir að helstu kókaínneytendumir séu: - sölunni stjómað af mönnum sem reka þetta sem harðan bisness „Það var mest nýríkt bisnessfólk, fólk í skemmtanabransanum og eins miðaldra bisnessmenn. Það var einn- ig fólk sem taldist til götugengjanna. Þau sem eru fengin til að flytja kókið inn fá ýmist greitt með peningum eða hluta þess efnis sem þau koma með,“ sagði Bubbi Morthens þegar hann rifjaði upp með hvemig fólki hann neytti kókaíns. Bubbi var forfallinn kókaínneyt- andi í nokkur ár. Það eru rétt um fimm ár frá því hann hætti neyslu fíkniefna. Bubbi sagðist enn verða var við kókaínneyslu meðal fólks í skemmti- bransanum. Bubbi segir að kókaínmarkaðurinn sé harðari og erfiðari viðfangs vegna þess að honum sé að hluta til stýrt af mönnum sem reki þetta sem hörð viðskipti. Þessir menn séu ekki allir neytendur sjálfir og innflutnings- og sölukerfið sé vel skipulagt. Hann seg- ir að fíkniefnalögreglan verði að fá meira fé og fleiri menn til að glíma við þetta. Jafnvel þurfi frekari sér- fræðiaðstoð að koma til. Spegilláborði „Það mynduðust grúppur um þetta. Kókaínið fer ekki í manngrein- arálit og því var fólk af ólíkum toga að neyta þess saman. í veislum og partium, þar sem kókaínneytendur voru saman, var spegill hafður á borði og kókaínið var haft þar eins og hveijar aðrar veitingar. Eg þekki engan sem hefur stjómað kókaín- neyslu. Kókið stjómar öllum. Kókaínið er ekíú skelfilegast vímu- gjafa. Það er samt endapunkturinn hjá flestum. Kókaínneytendur eru margir í öðrum efnum líka. Ég hætti ekki að nota önnur efni þegar ég byijaði að nota kókaín. Það eru til dæmi um fólk sem verður að drekka eina flösku af víni til að geta sofnað. Þetta fólk er líka oft á róandi. E»sson, yfírlæknir á Vogi ekkert dregur úr þunglyndinu nema kókaín. „Fyrst og fremst brenglast tilfinning- ar og lífið verður gleðisnauðara nema neytandinn hafi efhið sítt,“ segir Þór- arinn. „Kókaín er tekiö inn í blóðrás- ina beint í gegnum nefiö og virkar þannig sterkast. Efnið er mjög ertandi og skemmir slírahúðina. ennisholurn- ar og miðsnesið. Þessu fylgir hjart- sláttatruílun og önnur röskun á líkam- legri starfsemi. Kókaín eyðileggur, eins og önnur örvandi efni, matarlyst- ina og æðarnar dragast saman.“ Kókaínið flæðir yfír Á Sjúkrastöðina að Vogi hafa komið einstaklingar sem hafa verið í kókaíni síðustu vikumar áður en þeir komu til meðferöarinnar. „Það hljóta að vera kókínneytendur í öðmm hópuin en þeim setii við þekkj - úm én það virðist ekki vera eins mikið og maður gæti haldið. Okkar hópur frara til þessa hefur verið fólk sem hefúr prófað alls konar önnur vimu- efni. Ég yrði samt ekkert undrandi að sjá fólk koma hingað á Vog í fyrsta sinni vegna ofneyslu kókaíns en enn sem komið er fáum viö þessa neytend- ur sem viðkönnumst við,“ segir Mrar- : inn. „Ef við skoðum reynsluna frá Bandaríkjunum sjáum við að öll önnur eiturlyf hafa verið staðbundin í ákveðnum hverfum í stórborgum. Kókaimð, og síðan krakk, flæöir aftur á móti um allt, inn i svefnhverfin, á heimilin og vinnustaðina. í Bandaríkj- unum vom öU vimuefni á niðurleið, áfengi þar meðtalið, áður en þessi kókaínbylgja reið yfir.“ Meðferð möguleg hérlendis Þórarinn telur að Sjúkrastöðin að Vogi gefi vel sinnt sjúklingum vegna ofheyslu kókaíns. „Ég tel að við séum vel staddir hér á landi hvað meðferðar- úrræði varðar og ekki síður en ná- grannaþjóöirnar. Viö höfum reynslu af meöferð sjúklinga sem hafa lengi verið á örvandi efnum og kókaínmeð- ferð er hliðstæð.“ Hann taldi einnig að íslendingar hefðu gert mikið í því að leysa sín vímuefnavandamál. Almenningur væri tiltölulega vel upplýstur um skað- semi vímuefna en alltaf mætfi gera betur, „Ég held að hreinar og klárar upplýs- ingar um þessi efni hafi mest gildi í forvamarstarfi. Almenningur, foreldr- ar, kennarar, fjölmiðlafólk, læknar og hjúkrunarfólk, þarf að víta um þessi efni og áhrif þeirra. Við sleppum sjálf- sagt ekki viökókaínvandamálið frekar en önnur vimuefnisegir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækmr á Vogi. -JJ 30 til 40 milljónir Það versta við kókaínið em pening- amir. Það er það mikill pemngur í þessu. Þeir sem tekst að koma 500 grömmum á markað geta haft 30 til 40 milljónir fyrir. Þess vegna er erf- iðara að eiga við þetta en annað. Sal- an er oft skipulögð af mönnum sem ekki neyta efmsms og því er allt skipulag miklu betra og erfiðara fyr- ir fikmefnalögregluna að uppræta þetta. Nefrennsli og skapsveiflur Vegna þess hversu dýrt kókaímð er kallar það á glæpi. Þegar ég var að kaupa kókaín kostaði grammið sex til átta þúsund krónur. Úti fékk ég grammið á 1500 til 3000 krónur íslenskar. Það fór eftir því hversu hreint efnið var. Nú hefur orðið verð- fall og kókaín hefur lækkað talsvert í verði. Það er auðvelt að þekkja kókaínneytendur. Þeir eru með stanslaust nefrennsh. Þeir eru með miklar skapsveiflur. Það sést líka vel á líkamanum. Fólk tærist upp þar sem þeir sem neyta kókaíns borða lítið. Kókaín felhr háa sem lága. Vextimir eru lífið Það væri rangt af mér að segja að ég hafi ekki skemmt mér vel þann tíma sem ég var í kókinu. Það kemur að því að greiða víxlana sem hlaðast upp vegna þessa lífs. Vextírnir eru lifið sjálft. Það eru ekki margar leiðir út úr þessu. Menn drepa sig, drep- Bubbi Morthens. Honum tókst að brjótast út úr vonleysi kókaínneyslunnar. Þrír af þeim sem hann umgekkst hvað mest hafa fyrirfarið sér. Aðrir fóru í meðferð. Hann segir kókaínið vera eina af hröðustu leiðum til glötunar. DV-mynd BG ast, khkkast eða fara í meðferð. Öh erum við þannig að við ljúgum að sjálfum okkur. Vímuefnaneytend- ur gera meira að því en flestir aðrir. Hlutunum er hagrætt. Ég viður- kenndi oft fyrir mér að ég væri háður kóki. Þess á milli laug ég að mér að svo væri ekki. Þegar ég hætti loks haíöi ég úr fáu að velja. Líkamlega var ég sæmilega á mig kominn. And- lega var ég búinn. Það var vegna utanaðkomandi þátta og vegna þess að fólk hafði áhrif á mig að ég fór í meðferð. Ég leyndi því ekki að ég var neytandi. Eg auglýsti það samt ekki á götum.“ Ekki alltafgaman Bubbi segir að meðal þess sem kókaínneytendur geri sé að fela efni til að eiga þegar annað er ekki til. Eitt sinn var hann, ásamt vini sínum, með partí þar sem kókaíns var neytt. Talsvert löngu eftir að gestirnir voru farnir ætluðu þeir að ná í efnið sem var fahð. Hvemig sem þeir leituðu fundu þeir falda skammtinn hvergi. Örvæntingin varð æ meiri. Þeir hvolfdu úr öhum blómapottum, réð- ust á eldhúsinnréttinguna og nánast brutu hana í frumeindir þrátt fyrir að vera, innst inni, vissir um að skammturinn var ekki fahnn í blóm- unum eða eldhúsinnrétfingunni. Þegar örvæntingin stóð hvað hæst og þeir voru farnir að bera hvor upp á annan að hafa tekið efnið kom stúlka í heimsókn en hún hafði verið í parthnu. Stúlkan notaði ekki kóka- ín. Þegar hún sá hvemig íbúöin var eftir þessa miklu leit spurði hún hvað gengi á. Þeir sögðu hvers þeir væru að leita. „Það er í Adidasskónum sem er á svefnherbergisgólfinu," sagði hún. Það var rétt hjá henni. Örvænt- ingin var slík að skynsemin var hvergi til staðar. Þrírfyrirfórusér „Það eru ekki ahir jafnheppnir og við íslendingar að hafa meðferðar- stofnanir. Af þeim sem ég var mest með á þeim tíma hafa allir farið í meðferö og em hættir þessu, nema þrír. Þeir fyrirfóru sér. Það var um tíu manna hópur sem var mest saman. Einn þeirra fyrirfór sér. Við hin erum öh hætt. Ef ég stækka hópinn þá bætast tveir við sem hafa svipt sig lífi. Sá síðasti, sem gerði það, dó nú nýlega. Niðurkeyrslan getur verið erfið en hún er samt ekki það versta. Það versta við að hætta er að maður verð- ur að umgangast annað fólk; hætta að vera í sambandi við þá sem maður hefur haft mest samskipti við. En ef fólk er ákveðið í að hætta þá er það eina leiðin til þess.“ -sme Nýríkt bisnessfólk og skemmtikraftar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.