Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 26
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990. 34 Sérstæð sakamál Ástríðufull og eigingiöm Hertha Roth vissi ekki hvaö hún var að gera þegar hún gerðist vin- kona Juttu Berneis sem gætt hafði bama fyrir Rothhjónin. Jutta var orðin ástfangin af manni hennar og hafði einsett sér að fá hann til að skilja við hana svo hún gæti sjálf gifst honum. Jutta Bemeis var tuttugu og þriggja ára þegar hún stóð í fyrsta sinn fyrir framan dymar á íbúð Rothhjónanna í Duisdorf, sem er ein útborga Bonn, höfuðborgar Vestur-Þýskalands. Jutta Bemeis var hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í Bonn. En hana skorti fé svo hún hafði ákveðið að taka að sér að sitja yfir börnum á kvöld- in. Þetta kvöld sat hún hjá Claudiu sem var sjö ára og Charlotte sem var nýfædd. Þetta varð fyrsta af mörgum kvöldum sem Jutta sat yfir börnum Rothhjónanna og þar kom að hún varð góð vinkona þeirra og loks hætti hún að gæta bama þeirra en fór þess í stað út að skemmta sér með þeim. Hertha var þrítug en eiginmaður hennar, Georg, fjörutíu og eins árs. Ástmey Georgs Eitt kvöld, á meðan Jutta gætti enn bama Rothhjónanna, fóm þau út að skemmta sér. Þá fékk Georg sér einum of mikið að drekka og lét einhver orð falla sem konu hans líkuðu illa. Hún sendi því mann sinn heim úr boðinu og þegar hann kom heim kyssti hann Juttu á munninn og klappaði henni á bak- ið. Honum til mikillar undrunar kastaði hún sér í faðm hans og skömmu síðar elskuðust þau. Jutta bjó í lítilli íbúð í Bonn og þar áttu þau leynilega fundi. Sam- band þeirra stóð lengi og þar kom að Jutta krafðist þess að Georg skildi við Herthu og gengi að eiga sig. Georg var hins vegar á báðum áttum og gat ekki gert upp hug sinn. Er þannig hafði gengiö um hríð lýsti Jutta því yfir við hann kvöld eitt að hún hefði fundið lausnina á vanda þeirra. Þau skyldu ráða Herthu af dögum. Þá gætu þau flutt saman og síðar geng- ið í hjónaband. Gestir á gamlárskvöld Georg var í fyrstu ekki hrifinn af hugmynd Juttu en þar kom að hann lét sannfærast um að ekki kæmist upp um morðið sem fremja átti á gamlárskvöld. Er gestirnir voru saman komnir á heimili Rothhjónanna þennan síðasta dag ársins sá Jutta til þess að Hertha fengi nóg að drekka. Hún bar henni vín er glas hennar varð tómt. Ætlunin var að sjálfsögðu að fá Herthu til að drekka svo mikið að hún yrði ósjálfbjarga eða sofnaði djúpum svefni. Er klukkan var orðin eitt um nóttina var Hertha orðin svo ölvuð að leiða varð hana til svefnherberg- isins. Þar var hún lögð í rúmið en næstu klukkustundina héldu gest- imir áfram að skemmta sér. Svo héldu þeir heimleiðis. Er þeir voru famir vom þau Jutta og Georg ein eftir. Þá gekk Jutta inn í svefnherbergið til Herthu og virti hana fyrir sér. Jutta og Georg. Sprautan Hjúkrunarkonan tók nú sprautu úr tösku sinni. í henni var natr- íumpentótal. Það skyldi binda enda á ævi Herthu Roth sem hafði um alllangt árabil kennt hjartaveilu. Læknirinn, sem síðar yrði kallaður tí.1, myndi vafalítið komast að þeirri niðurstöðu að Hertha hefði drukk- ið yfir sig og hjarta hennar gefist upp undan álaginu. Jutta gekk nú að rúminu og lyfti lakinu. Þá dró hún náttkjól Herthu upp fyrir hné en um leið vaknaði hún, leit á Juttu og sagði: „Hvað ertu að gera?“ Jutta svaraði ekki. Hún rak sprautuna í lærið á henni en beygði sig síðan yfir Herthu og sagði: „Ég skal segja þér hvað ég var aö gera. Ég var að myrða þig. Nú ættirðu að finna undarlegt bragð í munnin- um, rétt eins og þú værir að borða hráan lauk. Teldu upp að fjórum og þá ertu dauð.“ „Hvaó erum við búin að gera þér...?" Líkami Herthu tók nú kipp. í augnablik var sem hún ætlaði að reisa sig upp en hún gat það ekki. Svo urðu augu hennar fljótandi. Hún deplaði þeim einu sinni og svo var hún öll. Jutta tók um hönd hennar og púlsinn. Nei, hjarta Herthu sló ekki lengur. Svo dró hún náttkjólinn niður á ný. „Georg,“ hrópaöi hún ánægð. „Nú geturðu komið inn. Það er af- staðið." Georg gekk óttasleginn inn í her- bergið. Þegar hann sá konu sína liggja þar hreyfingarlausa og fóla rak hann upp lágt óp og fór síðan að gráta. „0, Hattie litla. Hvað er- um við búin að gera þér sem hefur aldrei gert okkur neitt illt?“ sagði hann kjökrandi. Þegjandi dró Jutta hann frá rúm- inu. Svo breiddi hún sængina yfir líkið og lokaði augunum á því. Að þessu búnu hringdi Jutta á lækni. Hjartabilun Hálftíma síðar kom læknirinn. Hann beygði sig yfir líkið af Herthu og fór að rannsaka það. Honum var sagt að hún hefði veriö hjartveik Hertha með yngri dótturina í barnavagni. Claudia er á innfelldu myndinni. og hefði drukkið allt of mikið þá um kvöldið. Skyndilega leit læknirinn upp. „Hún er dáin,“ sagði hann. „Hjart- að hefur gefist upp. Það er enginn vafi á þvi. Þið getið sótt dánarvott- orðið á skrifstofuna til mín eftir tvo daga. Komið þá með fæðingar- og giftingarvottorð hennar." Svo sneri læknirinn sér við og fór. Viku síðar fór jarðarfór Herthu fram. Það kom við marga að sjá syrgjandi eiginmann hennar og dætur látnu konunnar standa grát- andi í kirkjugarðinum. Óþekkta konan Fáir tóku hins vegar eftir hæg- látri konu sem stóð alllangt frá opinni gröfinni. Hún var tæplega þrjátíu og fimm ára og svipur henn- ar gaf til kynna að hún væri djúpt hugsi. Hefði Georg Utið á hana hefði hann borið kennsl á hana. En um leið og blómum hafði verið kastað á kistuna gekk ókunna konan burtu. Frá kirkjugarðinum óku Georg, Jutta og dæturnar heim og þegar þær tvær höfðu verið lagðar til svefns gerðu Georg og Jutta sér glaðan dag. Þau skiptust á trúlof- unarhringum sem Jutta hafði keypt og látið grafa nöfn þeirra í nokkru fyrir jól. Á meðan þau skáluðu vissu þau ekki hvað þeirra beið. Rannsóknarlögreglumenn lögðu leið sína í kirkjugarðinn er grafar- inn var að moka yfir kistuna. Hon- um var skipaö að moka ofan af henni á ný og þegar hann hafði gert það var kistan borin í bíl sem beið rétt hjá og síðan var ekið með hana til líkskoðara. Ekki leið á löngu þar til krufning hófst. Er niðurstöður lágu fyrir lýsti læknir yfir því að hjartabilun- ina mætti rekja til þess að látnu konunni hefði verið gefinn í sprautu stór skammtur af natríum- pentótah. Ljóst var nú að Hertha Roth hafði Óþekkta konan. Jaffé í bænum Munster en þar höfðu Rothhjónin búið nokkrum árum áður. Monika hafði verið kunningjakona Herthu enda höfðu þær áður verið skólasystur. Eftir að Hertha hafði flust til Duisdorf höfðu þær vinkonurnar hist af og til. Nokkru fyrir jól hafði það svo gerst að Hertha hafði skrifað vin- konu sinni og skýrt henni frá því að hún hefði miklar grunsemdir um að Georg héldi fram hjá sér. Hún kvaðst hins vegar ekki vita við hvaða konu hann ætti vingott en að sig grunaði eiginkonu eins kunningja Georgs. Viöbrögö Moniku Þegar frú Jaffé fékk kortið sem sagði henni að Hertha væri látin brá henni mikið. Þótti henni sem ekki kynni allt að vera með felldu. Hún hugsaði málið um hríð en ákvað síðan að kanna hvort verið gæti að Herthu hefði verið ráðinn bani. Hún hélt því til Bonn og hafði samband við rannsóknarlögregl- una. Er rannsóknarlögreglumenn höfðu á lítt áberandi hátt kannað á hvern hátt dauða Herthu Roth bar að var Moniku tjáð að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að neitt óvenjulegt væri við andlát hennar. Hún hefði verið hjartveik og hefði drukkið mikið kvöldiö sem hún dó. Monika greindi þá frá því hvers vegna hún væri haldin grunsemd- um og frásögn hennar þótti það athyglisverð að ákveðið var að rannsaka máhð nánar. Krufningin var mikilvægasti þátturinn í þeirri rannsókn. Monika Jaffé var að sjálfsögðu óþekkta konan í kirkjugarðinum. Afskipti hennar af máhnu urðu til þess að Jutta Berneis og Georg Roth fengu langa fangelsisdóma. verið myrt. Georg og Jutta voru í þann veg- inn að fara að hátta þegar dyra- bjöhunni var hringt. Fyrir framan dymar stóðu rannsóknarlögreglu- menn. Bæði voru færð á lögreglu- stöðina tfi yfirheyrslu. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu þau játningu sína. Bréfið AUt frá því Hertha dó hafði Georg látist vera harmi sleginn yfir frá- falli konu sinni. TU þess að reyna að sýna að sorg hans væri ósvikin lét hann prenta mörg lítil kort með sorgarrönd og var á þeim tilkynnt um lát hennar. Þetta kort sendi hann vinum og vandamönnum. Eitt kortanna sendi hann Moniku t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.