Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990.
35
Songvakeppni Sjónvarpsins
verður sýnd í beinni útsendingu í
kvöld en þar keppa sex lög um að
komast í Eurovisionkeppnina sem
haldin veröur í Júgóslavíu í maí.
Sitt sýnist hverjura um ágæti lag-
anna og menn hafa mikiö velt
vöngum. Það er þó' í kvöld sem
úrslitin verða kunn og þá verða
menn að sætta sig við þau. Alls
átta dómneftidir víðs vegar um
landið munu velja lagið en ein
þeirra, dómnefnd Sjónvarpsins,
vegur tvöfalt.
Samkvæmt skoöanakönnun ÐV
horfir mikili meiiihluti þjóðarinn-.
ar á söngvakeppnina og viil að við
höldum áiram þótttöku þó ekki
hafi blásiö byrlega undanfarin ár.
Flestir eru þó sammála um aö íyr-
irkomulag keppninnar í ár sé þaö
besta hingað tíl og við getum jú
ekkert annað en stefnt upp á við
eftir hrapið í fyrra. Helgarblaðið
fékk tvo fyrrum sigurvegara, Val-
geir Guöjónsson og Sverri Storm-
sker, ásamt Björgvini HaUdórs-
syni, sem ávaUt hefur sungið í
keppninni, tíl að segja skoðun sina
á henni þetta árið. -ELA
“T
Björgvin Halldórsson:
Gat valið um 5 lög
Sverrir Stormsker vann söngvakeppnina fyrir tveimur árum. Hann telur að Björgvin Halldórsson eigi að fara til
Júgóslavíu. _ . _ .
Svemr Stormsker:
Björgvin á að fara út
„Fyrirkomulag keppninnar er
virktíega flnt núna. Ég held að þetta
sé það skásta hingað til,“ sagði Sverr-
ir Stormsker, sigurvegari söngva-
keppninnar 1988, er hann var spurð-
ur um keppnina í ár. „Lögin eru al-
gjörir gullmolar og gimsteinar. Text-
amir er frábærir og ef Steinn Stein-
arr hefði heyrt þá hetði hann sjálf-
sagt aldrei geflð út bók.“
Sverrir sagði að hann væri mjög
sammála dómnefndinni sem vahð
hefur þau sex lög sem keppa í kvöld.
„Ég hefði kannski skotið laginu
hennar Bergþóru þama með því það
er ágætlega samið. Mín óskhyggja er
þó sú að lagið TU þín, sem Björgvin
Halldórsson syngur, fari út, það er
ágætiega samið lag. Einnig finnst
mér viðlagið í laginu Sú ást er heit
mjög gott.“
- Þér finnst þá að Björgvin eigi að
fara?
„Já, hann er fæddur í þetta. Hann
er með réttu hreyfmgamar, réttu
hárgreiðsluna og réttu taktana.“
Sverrir sendi að minnsta kosti eitt
lag í keppnina að þessu sinni en
komst ekíti í raðir hinna útvöldu. „Ég
er ekkert fúU yfir þvi. Það þarf ekk-
ert að svekkja sig yfir þessu þó það
hafi verið ágætislag sem ég sendi
inn. Ég held að það hafi ekki legið
neinar annarlegar hvatir á bak við
vahð þrátt fyrir að Jón Ólafsson hafi
verið í dómnefndinni,“ sagði Sverrir.
„Keppnin í fyrra var alveg fráleit
þó að lögin hafi. kannski ekkert verið
verri. Ég man eftir því að á úrshta-
kvöldinu í fyrra vora gestir í salnum
og þetta var eins og í virkilega leiðin-
legri jarðarfór," sagði Sverrir Storm-
sker en haim ætlar ótrauður að
senda inn lag í keppnina á næsta ári.
-ELA
„Keppnin í ár er frábrugðin þeim
fyrri að því leyti að aUur söngur er
tekinn upp „life“. Það hefur vissa
kosti en einnig galla, t.d. takmarkar
það vinnslu lagsins að vissu leyti
hvað varðar útsetningu. En mér líst
vel á þetta og held að nokkuð vel
hafi tekist til,“ sagði Björgvin Hall-
dórsson söngvari en hann syngur tvö
lög í úrslitakeppni Söngvakeppni
Sjónvarpsins í kvöld. Björgvin hefur
alltaf sungið í söngvakeppninni en
að þessu sinni bauðst honum að
syngja fimm af þeim tólf lögum sem
lögðu upp í keppnina.
Björgvin sagöi að menn hefðu mjög
mismunandi skoðanir á söngva-
keppninni og aldrei væru ailir al-
mennilega ánægðir. „Það er sjálfsagt
að prófa aUtaf nýtt fyrirkomulag og
mér hefur heyrst að fólk sé nokkuö
ánægt núna. Það mætti kannski
gagnrýna dómnefndina sem valdi úr
lögunum. Að sumu leyti var ég þó
sammála henni en aUs ekki að öllu
leyti. Hins vegar er það dómnefndin
í kvöld sem skiptir öllu máU. Menn
verða að huga að því að fjörugasta
lagið er ekki endilega besta lagið. Við
verðum að leita eftir fagmanninum
í okkur,“ sagði Björgvin ennfremur.
Hann sagði að yfirleitt væm það
lögin sem lentu í öðru sæti keppninn-
ar sem væru best. „Það er oft skrýtið
hvaöa lög verða ofan á í þessari
keppni." Björgvin HaUdórsson hefur
Björgvin Halldórsson syngur tvö lög
af sex í Söngvakeppni Sjónvarpsins
í kvöld.
legið í kvefílensu í vikunni og kveið
því að þurfa að syngja í beinni út-
sendingu í kvöld, enda með tvö lög
af sex. „Ég valdi þessi lög úr fimm
lögum, sem mér bauðst að syngja,
en fannst þessi passa mér best og
trúi jafnframt mest á. Það hefði auð-
vitað verið Utiaus sjónvarpsþáttur
ef ég hefði sungið öU fimm lögin.“
Björgvin sagðist vel geta hugsaö
sér að fara til Júgóslavíu í vor og
keppa fyrir íslands hönd en sagðist
ekki vUja spá neinu um úrsUtin. „Þaö
em margar dómnefndir sem starfa í
kvöld og ég treysti þeim til að hugsa
aftur í tímann þegar rétta lagið verð-
ur váhð. Annars erum við á botnin-
um og höfum því aUt að vinna," sagði
Björgvin HaUdórsson.
-ELA
Valgeir Guðjónsson:
Mun betri keppni en í fyrra
„Að mínu mati er staðið miklu
betur að keppninni nú en í fyrra.
Þetta er gert myndarlega og lifandi
flutningur skilar sér með ágætum.
Ég hef að vísu ekki heyrt lögin nema
einu sinni þannig að ég er ekki tilbú-
inn að draga þau í diika. Mér hefur
sýnst aö auövelt sé aö sætta sig vlö
þau lög sem keppa í kvöld, enda er
dómnefndin skipuð mönnum sem
vita hvað þeir syngja," sagði Valgeir
Guðjónsson, sigurvegari keppninnar
í fyrra, er hann var spurður áhts á
Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Valgeir sagði að erfitt væri aö gera
sér grein fyrir hvort eitthvert lag,
sem ekki komst í úrsht, hefði átt að
vera með en minntist þess að Hægt
og hljótt heföi rétt marið það á sínum
tíma. „Þeir síðustu verða oft fyrstir.
Ég er ekkert frá því að lögin ættu að
vera flutt oftar því tíma tekur aö ná
áttum. Sex lög í einu er stór skammt-
ur.“
Valgeir sagðist ekki hafa sent inn
lag að þessu sinni og saknar þess
ekki að vera utan við keppnina. „Ég
ákvað að vera ekki með að minnsta
kosti í ár.“
Valgeir sagði að hann hefði verið
óánægður með fyrirkomulag keppn-
innar í fyrra. „Ég held að keppnin
hafi verið unnin með annarri hend-
inni af hálfu Sjónvarpsins og menn
hafi einungis uppskorið sem til var
sáð. Keppnin er skemmtiieg núna,
ekki síst vegna lifandi ílutnings."
Ekki sagðist Valgeir hafa mikinn
áhuga á að fara utan aftur í Eurovisi-
on, enda væri það hrein endurtekn-
ing. „Annars var nógu gaman að fara
til Belgíu og reyndar Sviss líka.“
- VUtu veðja um úrsUt?
„Það finnst mér ekki rétt að gera.
Ég er með eitt ákveðiö lag í huga sem
Valgeir Guójónsson.
ég vildi að færi áfram en ætla að
halda því fyrir mig þangað til úrsht
em kunn. En það er segin saga að
þó sitt sýnist hveijum um söngva-
keppnina þá hafa aUir lúmskt gaman
af, enda er þetta skemmtilegt sjón-
varpsefni."
- Finnst þér þú hafa fengið óvægna
gagnrýni sem sigurvegari fyrir ári?
„Þetta var náttúrlega frá upphafi
til enda eitthvað sem ég ætiaði mér
aldrei að gera en þegar ég hins vegar
orðaði það að draga mig í hlé var
mér bent á að með því væri ég að
rýra hlut keppninnar enn frekar -
þannig að ég ákvað að vera góður
strákur og slá til. Lagið átti ég til en
bjóst aldrei við að vinna með það.
Ég hefði viljað að Gunnar Þórðarson
færi með lagið Sóley. “
- Telur þú að sigurinn hafi unnist
út á nafnið?
„Það má vera að ég hafi notið þess
að ég átti velgengni að fagna,“ sagði
Valgeir Guðjónsson.
-ELA
RANNSÓKNARÁÐ
ríkisins
RANNSÖKNASJÖÐUR
RANNSOKNARAÐ RIKISINS
auglýsir styrki til rannsókna og
tilrauna árið 1990
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og
afurðum sem talin er þörf fyrir næsta áratug.
• Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niður-
staðna sem sóst er eftir,
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér
á landi,
- hæfni umsækjenda/rannsóknarmanna.
• Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að:
- samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þátt-
ur í framkvæmd verkefnisins,
- samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnan-
ir er mikilvægt,
- fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins,
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu þekk-
ingar og færni á tæknisviðum sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþró-
un hér á landi í framtíðinni.