Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Qupperneq 31
æ
LífsstíU
Ágætis aðstaða er um borð fyrir farþega.
Norræna ferðaskrifstofan:
Dæmi: Fargjald fyrir einn mann í 4ra manna klefa m/baði, Ísland-Danmörk og Noregur-lsland: 17.875 + 15.360 = 33.235.
Verðskrá fyrir fargjöld með Norröna sumarið 1990, miðað við gengi 25.01. 1990. Hér er um að ræða fargjöld aðra leiðina.
Hærra verðið 1) skal nota ef aðeins er keypt önnur leiðin. Lægra verðið 2) skal nota ef viðkomandi kaupir ferð frá Islandi og aftur
til baka á árinu 1990.
Norræna ferðaskrifstofan, um-
boðsaðili færeysku farþegaferjunnar
Norröna hér á landi, sendi nýlega frá
sér verðskrá næsta sumars. Séu far-
gjöld sumarsins borin saman við far-
gjöld síðasta sumars kemur í ljós að
meðalverðhækkun á milli ára er um
31 prósent.
Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu
er um margs konar verð að ræða og
því auðvelt að lækka ferðakostnað-
inn með því að vera í svefnpoka-
plássi en ekki í „de luxe“ klefa.
Auk þess er veittur 25 prósent af-
sláttur af verði í þremur fyrstu ferð-
unum í júní og sama gildur um brott-
farir erlendis frá til íslands eftir 4.
ágúst.
Af öðrum afsláttum má nefna að
börn yngri en þriggja ára ferðast frítt
deih þau koju með foreldrum sínum.
Böm 3-7 ára borga 10 prósent af
svefnplássverði eða 50 prósent af al-
mennu verði sofi þau sér í koju. Börn
á aldrinum 8-15 ára borga 50 prósent
af almennu veröi.
Námsfólki yngra en 27 ára aldri er
veittur 25 prósent afsláttur af far-
gjaldi aðra leiðina í svefnpláss og 4ra
manna klefa með handlaug.
Einnig er hægt að semja um ýmiss
konar hópafslætti.
Dæmi um verð
Fjögurra manna fjölskylda, það em
tveir fullorðnir með tvö böm á aldr-
inum 8-15 ára, deila saman íjögurra
manna klefa með sturtu og snyrtingu
og taka fjölskyldubílinn með. Fjöl-
skyldan siglir með Norröna frá Seyð-
isfirði til Hansholm með þriggja
stunda viðkomu í Færeyjum og heim
frá Bergen með klukkustundarvið-
dvöl í Leirvík á Hjaltlandi og tveggja
stunda viðdvöl í Færeyjum. Far-
gjaldið fyrir fjölskylduna og bílinn
fram og til baka er um 125 þúsund
Norröna við bryggju á Seyðisfirði en sumaráætlun ferjunnar er komin.
krónur.
Tveir fullorönir deila saman
tveggja manna klefa með baði og
snyrtingu og taka bíl með. Fólkið
siglir sömu ieiö og tilgreind er í fyrra
dæminu en borgar rúmlega 110 þús-
und krónur fyrir ferðina.
Matur ekki innifalinn
Ferðir til Seyðisfjarðar em ekki
innifaldar í verði en Flugleiðir hafa
veitt 25 prósent afslátt af flugi til
Egilsstaða og þaðan verður að taka
rútu niður á Seyöisfjörð.
Fæöi um borð er ekki innifalið í
verði en hægt er að kaupa máltíðir
um borð. Matsalir eru tveir, annar
þar sem þjónað er til borðs og svo
kafStería.
Fyrir þá sem vilja skemmta sér er
næturklúbbur og sömuleiöis barir.
Einnig er leikherbergi fyrir böm og
á sóldekki er hægt að dorma í sól-
baði ef veður leyfir.
Fríhöfn er um borð og geta far-
þegar keypt þar snyrtivörur, tóbak,
sælgæti, bjór og áfengi.
Fyrsta ferð
Fyrsta ferð ferjunnar frá Seyðis-
firði verður fimmtudaginn 7. júní.
Eftir það hefur Norröna viðkomu á
Seyðisfirði alla fimmtudaga til 30.
ágúst en þá er síðasta ferð sumarsins.
Frá Seyðisfirði heldur Norröna til
Þórshafnar í Færeyjum, þaðan til
Hansholm í Danmörku. Þá er snúið
til baka til Þórshafnar og þaðan hgg-
ur leiöin til Leirvíkur á Hjaltlandi.
Frá Leirvík liggur leið feijunnar til
Bergen í Noregi og aftur til baka til
Leirvikur því næst til Þórshafnar og
þaðan til Seyðisfjarðar.
-J.Mar
Hvaö kostar aö sigla með Norröna?
island- Færeyjar ísland- Danmörk island- Noregur Island- Hjaltland Hringferö
Svefnpoka- 1) 12.075 20.580 17.640 15.435
pláss 2) 9.060 15.435 13.230 11.580 29.995
4ra manna D 12.915 21.630 18.900 16.800
klefi 2) 9.690 16.225 14.175 12.600 33.075
4ra manna D 14.175 23.835 20.475 18.270
klefi m/baði 2) 10.630 17.875 15.360 13.705 35.440
2ja manna D. 17.010 32.445 25,200 21.945
klefi m/baði 2) 12.760 24.335 18.900 16.460 45.675
;,De-luxe" 1) 20.265 40.950 30.450 29.400
klefi 2) 15.200 30.715 22.840 22.050 59.070
Bifreið D 7.245 15.750 12.810 9.450
2) 5.435 11.815 9.610 7.090
Aukagjald á metra D 1.470 3.150 2.520 1.890
fyrir bifreiðar yfir 5 metra 2) 1.100 2.365 1.890 1.420
Sumaráætlun Nouöna
Ferðir til
Finnlands
Nú eru á boðstólum sex daga ferð-
ir til Helsinki í Finnlandi og ef vill
er hægt að skreppa í lengri eöa
skemmri skoöunarferðir til nokk-
urra staða í nágrenninu. Má þar
nefna tveggja nátta ferö til Stokk-
hólms eða þriggja nátta ferð til Len-
ingrad.
Flug og gisting í Helsinki í fimm
nætur kosta frá tæpum 29.000 krón-
um fyrir manninn miðað við að gist
sé í tveggja manna herbergi.
Ef gist er í tvær nætur í Helsinki
og farið í þriggja vikna skoðunarferð
'til Leningrad, þar sem innifalið er
fullt fæði og leiðsögn allan tímann,
ásamt heimsóknum á söfn og aðra
merka staði, kostar ferðin 42.300
krónur fyrir manninn sé gist í
tveggja manna herbergi.
Annar möguleiki er að sigla með
Viking Line frá Helsinki til Stokk-
hólms þar sem degi er eytt að viltí
en siglí síödegis til Helsinki aftur.
Slík ferð kostar 42.580 krónur fyrir
manninn. Innifalið í verði er gisting
í þrjár nætur í Helsinki og tvær næt-
ur um borð í ferjunni. Það er ferða-
skrifstofan Alís sem skipuleggur
þessar ferðir.
Nýtthótelá
gömlum grunni
City Hótel átti 30 ára afmæli á síð-
asta ári. Vegna þeirra tímamóta var
hótelið endurnýjað.
Herbergin voru tekin í gegn og
skipt um húsgögn. Einnig var gesta-
móttakan endumýjuð og nýr veit-
ingasalur tekinn í notkun.
A hverju herbergi er nú bað, mini-
bar, útvarp, sími og sjónvarp.
Snjóþykkt á
skíðastöð
ÍE
Austurríki minnst mest
Zell am Ziller - 15
Ischgl-Galtur Kitzbuhel- 5 55
Kirchberg St. Anton- 5 40
St. Christoph 30 65
Schladming - -
Saalbach 10 25
Söll 10 20
Wagrain 15 45
Zell am See 20 30
Búlgaría
Borovec ' - -
Pamporovo - -
Frakkland
Alpe d'Huez . 10 115
Avoriaz 35 80
Chamonix 50 130
Courchevel 60 80
La Plagne 40 110
Les Arcs 20 110
Les2 Alpes 20 110
Tignes 15 160
Val d'lsere 40 75
Val Thorens 60 120
Ítalía
Canazei 20 70
Cervinia Cortina 30 60
d'Ampezzo 50 60
Courmayeur 30 80
Livigno Madonnadi 40 110
Campiglo 60 120
Ortisei 30 40
Júgóslavía
Bjelasnica - -
Kransjaska Gora ” '
Kopaonik - -
Jahorina - -
Igman - ■
Noregur
Geilo
Skei-Gausd.
Hemsedal
Björli- Nord-
gudbrandsdal
Lifjell-Vrádal
Lillehammer
Norefjell
Oppdal
Rauland
Beitostölen
Dombás
Sviss
Davos
St. Moritz
Verbier
Wengen
Zermatt
Svíþjóð
Idre
Áre
Isaberg-
Smáland
Vallásen-
Halland
Lofsdalen
Orsa Grönklitt
Siljan
Mullsjö
Sydalpin
Vermland-
Sunne
Dalarna-
Selen
V-Þýskaland
Garmisch-
Partenkirchen
Oberstdorf
St. Engelmar
minnst mest
95
85
110
100
40
90
40
85
120
80
50
15
45
10
0
5
95
85
110
100
70
95
50
85
80
70
100
65
80
80
5
70
70
101
45
50
30
Gervisnjór
65
125
60
Tölur um snjóþykkt eru tilkynntar af ferðamálayfir-
völdum viðkomandi landa.