Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1990, Síða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstfórn - Auglýsingar - Ás skrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1990.
Bannað að skrá
Andra BA í
Bandaríkjunum
: - gæti annars fengiö kvóta
„Við værum trúlega búnir að láta
skrá Andra BA í Bandaríkjunum til
að eiga möguleika á kvóta eins og
heimaskip ef þær reglur giltu ekki
að þar má ekki skrá skip nema kjöl-
urinn hafi veriö lagður í bandarískri
skipasmíöastöð," sagði Haraldur
Haraldsson, stjórnarformaður út-
gerðar Andra BA, í samtali við DV.
Á stjórnarfundi í útgerðarfélaginu
í dag verður líklega ákveðið að ráð-
ast í að vinna sandkola um borð í
skipinu næstu mánuði. Það er eina
fisktegundin sem stendur til boða
utan kvóta við Alaska.
„Þetta dugir okkur til að halda á
sjó en ég vil ekkert segja um hvort
það bjargar útgeröinni," sagði Har-
aldur. Hann kom í gær ásamt Ragn-
ari Halldórssyni, framkvæmdastjóra
félagsins, frá Noregi þar sem þeir
ræddu við stjómendur PK-bankans
norska um áframhaldandi fyrir-
greiðslu við félagið.
„Þeir hjá PK-bankanum ætla að
vera áfram með okkur í þessu verk-
efni og styðja okkur,“ sagði Haraldur
um niðurstöðuna af viðræðunum við
bankamennina. -GK
Óbyggðarferðir:
Viljja ekki ferðabann
Lögð hefur verið fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar um öryggi
í óbyggðaferðum og standa að henni
þingmenn allra flokka. Er í tillög-
unni lagt til að rikisstjórnin geri ráð-
stafanir til að bæta öryggi þeirra sem
ferðast um í óbyggöum með því að
samræma og setja reglur og lög eftir
því sem við á og með því að skipu-
leggja fræðslu, ráðgjöf og upplýsing-
ar til ferðafólks.
Tillöguhafar segjast ekki ætla að
benda á neinar tilteknar lausnir en
segjast þó ekki geta mælt með ferða-
banni eða því að loka svæðum fyrir
, ferðafólki nema í undantekningart il-
vikum.
Þá er bent á í greinargerð með til-
lögunni aö í mörgum löndum sé þess
kraílst að ferðafólk á hættulegúm
svæðum kaupi sér vátryggingu fýrir
leitarkostnaði. -SMJ
Álviöræöumar:
Enn ekki niðurstaða
„Viðræðurnar halda áfram eftir
þessa törn en það er engin niðurstaða
fengin,“ sagði Garðar Ingvarsson,
starfsmaður álviðræðunefndarinnar
sem rætt hefur við fulltrúa álfyrir-
tækjanna þriggja sem lýst hafa yfir
^áhuga á að reisa nýtt álver hér á
“^andi. Fundurinn var haldinn í
Amsterdam. -GK
Þorkell Amason GK, 65 tonna netabátur, sökk 1 Sandgerðishöfn:
„Karlinn“ dreymdi marg
sinnis fyrir óhappinu
- ætlum að róa aftur fyrir mánaðamótin, segir skipstjórinn
„Eg vissi fyrirfram að við yrðum
fyrir einhverjum skakkafóllum.
Mig var búið að dreyma sama
drauminn nokkrum sinnum -
nokkuð sem hlýtur að þýða að
hann muni rætast. Þetta var farið
að hvíla þungt á mér. Ég vissi ekki
hvort menn myndu slasast eöa
hvað myndi gerast nákvæmlega.
En það urðu sem betur fer engin
slys á mönnum,“ sagði Þórhallur
Frímannsson, skipstjóri á neta-
bátnum Þorkeli Ámasyni, frá
Sandgerði.
Þorkell Árnason, sem er 65 tonna
netabátur, sökk í höfninni í Sand-
gerði aðfaranótt fimmtudagsins.
Framendinn stóð upp úr en mest
af afturbyggingunni sökk og hvíldi
á stýrinu á botni hafnarinnar. Bát-
urinn hékk einnig í landfestunum.
En það tók áhöfnina, kafara, stóran
kranabíl og dælur slökkviliðsins
aðeins um tvær klukkustundir að
koma bátnum aftur á flot. Fimm
manna áhöfn og viðgerðarmenn
leggja nú nótt við dag og er stefnt
að því að sigla aftur á miðin fyrir
mánaðamót.
„Báturinn var í toppstandi. Víð
vorum að skipta um ljósavél kvöld-
ið áður og höföum sett þil á milli
vélarrúmsins og lestarinnar.
Ljósavélin er boltuð niður með 100
boltum og við vorum að vinna við
þetta í kjalsogi á botni vélarrúms-
ins. Við fórum heim klukkan hálf-
átta um kvöldið og þá var allt i lagi.
Klukkan hálfljögur um nóttina var
síðan hringt heim og mér sagt að
báturinn væri orðinn mikið siginn
að aftan. Þegar ég kom niður að
höfn um fimm mínútum seinna var
báturinn sokkinn að aftan," sagöi
Þórhallur.
„í botninum, þar sem við höfðum
verið að vinna, hefur slaknað á
lúgufestingum, þær síðan hrokkið
upp og sjórinn flætt inn um lúg-
una. Þilið, sem við höfðum sett á
milli, bjargaði því að báturinn sökk
ekki alveg því enghm sjór komst
fram í lestina - framendinn stóð
því upp úr. Björgunarstarfið gekk
mjög vel. Við fengum kafara sem
kom stroffu undir afturendann og
sextíu tonna krani hííði bátinn upp
þannig að flæddi út úr yfirbygging-
unni. Síðan dældi slökkviliðið sjó
úr vélarrúminu," sagði Þórhallur.
„Tækin í brúnni sluppu því horn-
ið sem þau eru í fór ekki á kaf.
Þórhallur vildi ekki tíunda
skemmdhnar á bátnum en sagði
að menn létu ekki bugast - þeir
tækjust á við það sem orðið væri.
Hann sagði að áhöfnin væri stað-
ráðin í að fara aftur út á sjó fyrir
mánaðamót. „Núna er fullt af
mannskap að vinna meö okkur viö
að gera bátimi aftur kláran og það
er unnið bæði á daginn og á næt-
urnar.“
Þorkell Árnason GK 21 hefur afl-
að mjög vel síðan hann var keyptur
árið 1973. Þeir sem DV hafði tal af
í gær og vinna við höfnina i Sand-
gerði sögðu Þórhall og áhöfn hans
vera sannkallaða „happakarla" og
hefðu þeir lengi verið farsælh sjó-
menn.
-()T I
Hjartaþegamir:
Halldór í vinnu,
Helgi í æfingum
Islensku hjartaþegarnir tveir brugðu á leik og sögðu brandara þegar DV hitti þá aö máli á Reykjalundi í gær.
Halldór (til hægri) fékk nýtt hjarta í hittifyrra en Helgi á síðasta ári. Halldór vinnur nú á Reykjalundi - meðal annars
við að taka hjartalínurit af Helga þegar hann er við æfingar. DV-mynd GVA
Halldór Halldórsson, sem fékk nýtt
hjarta í London fyrir réttum tveimur
árum, starfar nú meðal annars við
að taka hjartalínurit af sjúklingum á
Reykjalundi. Einn þeirra er Helgi
Harðarson, ungur Grindvíkingur,
sem einnig fékk nýtt hjarta í London
á síðasta ári. „Þetta er gott prógram
sem ég er í þennan mánuð á Reykja-
lundi,“ sagði Helgi er DV-menn hittu
hann og Halldór í gær.
„Ég byrja klukkan níu á morgn-
ana, fer þá í leikfimi og sund, síðan
þrekhjól og lyftingar, svo fer maður
í sund og borðtennis. Þetta eru góðar
æfingar sem standa yfir í sjö tíma á
dag,“ sagði Helgi. Halldór sagðist
vera mjög hress líkamlega og æfir
meðal annars fótbolta tvisvar í viku
með fjórðu deildar liðinu Augnabliki
- hann sagði að sér hefði gengið mjög
vel frá því að hann kom heim úr
hjartaaðgerðinni árið 1988.
Helgi og Halldór fara báðir í skoðun
til London í marsmánuði. „Ég ætla
ekki að vera minútu lengur en ég
þarf í London því ég fæ nefnilega
bílprófið strax og ég kem heim aftur.
Síðan reikna ég líka með að fara að
vinna þegar ég kem aftur heim frá
London. Eg fæ mér þá kannski vinnu
hjá pabba,“ sagði Helgi.
-ÓTT
Veðrið á sunnudag
og mánudag
Hvasst á
öllu
landinu
Á sunnudag og mánudag verö-
ur noröan- og noröaustanátt og
allhvasst, víða 6-8 vindstig. Snjó-
koma verður á norðanverðu
landinu en þurrt syðra. Hitinn
verður alls staðar undir frost-
marki, 2-6 stig.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Uti að aka
í 40 ár
Þjóðar
SALIN
býr í Rás 2.
Nýtt númer:
68 60 90
FMðOji^útvar^meðsál.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4