Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. Fréttir Sjálfstæðisflokkurmn 1 Reykjavik: Litlar breytingar í efstu sætum Litlar breytingar veröa gerðar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjómarkosningarnar, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV. Uppstillingarnefnd, undir for- sæti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hefur ekki endanlega gengið frá öll- um listanum. Samkvæmt heimildum DV verða engar breytingar gerðar á þremur efstu sætum hstans. Davíð Oddsson verður í fyrsta sæti. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, verður í ööru sæti, Katrín Fjeldsted áfram í þriðja sæti. • Páll Gíslason, sem var í fjórða sæti, fellur í það áttunda eða níunda, sam- kvæmt okkar heimildum. Vilhjálm- ur Vilhjálmsson, sem var í fimmta sæti, hoppar upp um eitt. Anna K. Jónsdóttir, en hún var í þrettánda sæti, tekur stórt stökk því henni er ætlað fimmta sætið. Ámi Sigfússon, en hann var í sjöunda sæti, veröur í sjötta og Júlíus Hafstein færist einn- ig upp um eitt sæti. Úr áttunda í sjö- unda. Páll Gíslason verður í áttunda eða níunda, en hann var í fjóröa. í efstu sæti vantar tvö þeirra sem voru þar 1986. Það eru Hilmar Guð- laugsson og Jóna Gróa Sigurðardótt- ir. Óvíst er um uppstilhngu þeirra. „Ég vil ekki heyra nöfnin. Starfi uppstilhngamefndar er ekki lokið,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, for- maðurnefndarinnar. -sme Leikkonan gamalkunna, Shlrley Temple, í samtali við DV: Leikaramir stóðu sig með miklum ágætum - góður leikur bætti það upp að ég skildi ekki tungumálið „Það er mér mikil ánægja og heið- ur að koma með Havel forseta hingað til íslands. Ég hef aldrei komið hing- að áður. Flugferðin var mjög góð og nú hef ég fengið aö sjá þetta fallega land. Fjöllin héma heiha mig mjög,“ sagði bandaríska leikkonan gamal- kunna, Shirley Temple, í samtah við blaðamann DV í Þjóðleikhúsinu á sýningu Endurbyggingar eftir Vac- lav Havel, rithöfund og forseta Tékkóslóvakíu, á laugardaginn. Shirley Temple er sendiherra Bandaríkjanna í Tékkóslóvakíu og kom hún hingað með áttatíu manna hópi sem fylgdi Havel til íslands vegna sýningar á leikriti hans. Bandaríska sendiráðið hafði veg og vanda af dvöl hennar í stuttri heim- sókn hennar til landsins um helgina. Aðspurð hvernig henni htist á leik- rit Havels uppfært af íslendingum sagði Temple að hún skhdi auövitað ekki tungumáhð en hún hefði lesið sér til um innihald leikritsins „Ég veit nokkum veginn hvað fram fer í þessu leikriti. Góð frammistaða leik- aranna bætir það upp að ég skil ekki textann. Ég get því skynjað mjög vel um hvað leikritið íjallar. Leikararnir standa sig með miklum ágætum - þeir leika mjög vel,“ sagði hún. - Hvemig fellur þér sendiherrastað- an í Tékkóslóvakíu og að búa þar? „Ég er skipaöur sendiherra af Bush Bandaríkjaforseta. Starfið er mjög flölbreytt og krefjandi og mér hkar það vel. Ég tók við sendiherrastöö- unni í ágúst síðasthðnum og síðan hafa orðið þar miklar breytingar eins Shirley Temple, tyrrverandi leikkona og sendiherra Bandaríkjanna í Tékkóslóvakíu, í Þjóðleikhúskjallaranum I hléi á sýningu á Endurbyggingunni eftir Vaclav Havel. R/íeð henni eru Sue og Charles E. Cobb, bandarísku sendiherra- hjónin á íslandi, og Sveinn Björnsson, siðameistari utanríkisráðuneytisins. DV-mynd KAE og öhum er kunnugt. Ég vonast til að verða mörg ár í viðbót í Tékkósló- vakíu. Mér líkar mjög vel að búa þar. Temple sagöist vonast til að koma aftur til íslands. „Næst þegar ég kem hingað þá ætla ég að koma með manninum mínum. Við emm búin að vera gift í 39 ár og við emm sjald- an aðskihn,“ sagði Shirley Temple og hló. Temple var í fylgd með Char- les E. Cobb jr„ sendiherra Bandaríkj- anna á ísíandi, á leikritinu í Þjóðleik- húsinu. Þau sátu á sama bekk og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu. -ÓTT Fiskverðsákvörðun vísað til yfirnefndar - fulltrúar sjómanna ganga út Iðnrekendur: Fer Lýður í framboð? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þessu sambandi og ég á síður von á því að ég bjóði mig fram,“ sagði Lýður Friðiónsson, forstjóri Vífilfells, þegar hann var spurður að því hvort hann ætlaði aö bjóða sig fram sem formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Lýður sagðist hins vegar ekki neita því að til hans hefði verið leitað um framboð en þar eö kosning yrði ekki fyrr en um miðjan mars hefði hann nógan tíma th að hugsa sig um. Núver- andi formaður félagsins er Víg- lundur Þorsteinsson og er ekki annað vitað en hann sækist eftir endurkosningu. -SMJ Verðlagsráði sjávarútvegsins tókst ekki að ná samkomulagi um nýtt fiskverð og vísaði málinu tíl yfir- nefndar Verðlagsráðs. Fulltrúar sjó- manna hafa ákveðið að taka ekki þátt í störfum yfimefndar en fulltrú- ar fiskvinnslunnar og útgerðar- manna taka þátt í störfum yfirnefnd- ar. Oddamaður hennar er Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. Fulltrúar sjómanna og útgerðar- manna vildu fá 12 prósent, svokallað heimalöndunarálag, það er auka- greisðlu th þeirra sem landa öllum afla á íslandi utan fiskmarkaða. Ámi Benediktsson, fulltrúi Sambands- frystihúsanna, var einn á móti þessu í Verðlagsráði og þvi fór fiskverðs- ákvörðunin samkvæmt lögum th yfimefndar. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, sagði í morgun að ef yfirnefnd ákvæði eitthvað minna en fulltrúar sjómanna lögðu til í Verðlagsráði, myndu sjómenn hafna því. Þá mætti gera ráð fyrir að kjarasamningar sjó- manna, sem eru ógerðir, og fisk- verðsákvörðun færi heim í héruö. Þá myndu máhn þróast meö svipuð- um hætti og átti sér stað á Austfjörð- um um áramótin síðustu. Yfimefnd Verðlagsráðs haföi ekki um helgina komið saman th formlegs fundar. -S.dór Varðhald til 4. apríl: Kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar Jónas Jóhannesson dómari kvað upp úrskurö um gæsluvarð- hald til 4. apríl yfir Steingrími Njálssyni kynferðisafbrotamanni í Sakadómi Reykjavíkur á laugar- daginn. Eins og fram kom í DV fyrir lielgi var Steingrirour hand- tekinn síðastliðiö fimmtudags- kvöld eftir að hafa lokkað sjö ára gamlan dreng inn á hehnhi sitt á Skarphéðinsgötu og klætt hann úr buxum. í úrskurði Sakadóms var meðal annars stuðst við ákvæði um meðferð opinberra mála sem kveða á um að sakborningur skuli settur í varðhald þar sem ætla megi aö hann haldi áfram brotum gangi hann laus. Sakborningur kærði úrskurð Sakadóms til Hæstaréttar. Þórir Oddsson aðstoðarrannsóknar- lögreglustjóri sagði við DV i morgun að hann byggist við að Hæstiréttur mundi kveða upp úrskurð varðandi kæru sakborn- ingsinsíþessariviku. -ÓTT Hellisheiöi: Rútur með um hundrað manns fastar „Björgunarsveitin hér á Scl- fossi var kölluð út á laugardags- kvöldið en þá voru tvær rútur frá Sérleyfisbílum Selfoss fastar á heiðinni. Líklegast hafa verið um hundrað manns með þeim en fólkið beið sallarólegt í bílunum sem voru pikkfastir," sagði Gunnar Einarsson, einn björgun- armanna, í samtali viö DV. Björgunarsveitarmenn fóru með tvo bha og snjóbfi en sel- flytja þurfti fólk úr annarri rú- tunni yfir i aðra sem komá stað- inn. Björgunarmönnum tókst að losa aðra rútuna og gat húri hald- ið áfram. Fólkið var þó ekki kom- ið heim á Selfoss fyrr en um hálffjögur aðfaranótt sunnudags- ins eftir um átta tíma bið á heið- inni. „Það var alveg blindbylur á heiöinni og vitlaust veður og fólk- ið var alls ekki ferðbúið til að fara úr bílunum," sagði Gunnar, „Það var mjög erfitt að koma fólki yfir í aðra rútu í þessu veðri. Búið var að loka heiðinni þegar rúturnar fóru yfir þannig að þeim hefndist fyrir.“ Um fimmtán menn voru í björg- unarleiðangrinum frá Selfossi en einnig voru kallaðar út björgun- arsveitir frá Reykjavík og Kópa- vogi. Þær voru aðallega á Sand- skeiði en vel tókst að koma fólki samanþar. -ELA Norðurland: Asdis kjorin fegurðar- drottning Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri; Ásdís Birgisdóttir, tvítug stúlka frá Hrafnagili í Eyjafirði, var um helgina kjörin fegurðardrottning Norðurlands í Sjallanum á Akur- eyri. Sjö stúlkur kepptu um tithinn og réttth að taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú ísland sem fram fer í vor. Ásdis varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri sl. vor og hyggur á nám í arkitekt- úr og íþróttafræöum í Þýska- landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.