Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 26
34
MÁNUDAGUR 19. FEBRtJAR 19éo.
Fólk í fréttum dv
Aðalste Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rit- höfundur, Háteigsvegi 28, Reykja- vík, samdi textann við þrjú lög af þeim tólf sem til álita komu er valið var íslenskt lag í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva en hann samdi textann við vinningslagið og við lagið sem hafnaöi í þriðja sæti. Aðalsteinn fæddist á Húsavík 22.7. 1955 og ólst upp á-Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hann lauk stúdentsprófi frá VI1976 og stundaði íslenskunám viðHÍ 1976-77. Aðalsteinn var blaöamaður hjá Vikunni 1976-78 og hefur haft rit- störf og tónlistarstörf aö aöalstarfi frá 1978. Hann var meðlimur í hljómsveitinni Hálft í hvoru 1981-84. Á þeim árum sendi hljómsveitin frá sér hljómplöturnar Almannarómur, 1982, og Áfram, 1983, en á báðum plötunum er að finna lög og texta eftir Aðalstein, auk þess sem hann hefur samið texta við lög á fiölda annárra hljómplatna. Rit Aðalsteins eru Ósánar lendur, ljóð, 1977; Förunótt, ljóð, 1978; Ferð undir fiögur augu, skáldsaga, 1979; Gálgafrestur, ljóð, 1980; Fugl, ljóð, 1982; Jarðljóð, 1984, ogÆvintýri úr Nykurtjörn, barnabók og hljóm- plata, 1984. Aðalsteinn hefur birt ljóð, ljóða- þýðingar og smásögur í blöðum, kinn Ásl tímaritum og safnritum. Hann þýddi söguna Æfingatími eftir Ed- vald Hoem en hún var framhalds- saga Ríkisútvarpsins í fyrra. Þá hef- ur hann þýtt tvö barnaleikrit eftir Ole Lund Kirkegaard fyrir Leikfélag Kópavogs og mun annað þeirra verða tekið til sýninga eftir u.þ.b. hálfanmánuð. Aðalsteinn var einn af stofnend- um og um árabil einn af forsvars- mönnum Vísnavina. Hann sat í stjórn Rithöfundasambandsins 1982-84 og er framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda. Kona Aðalsteins er Anna Pálína, f. 9.3.1963, kennari, dóttirÁrna Gíslasonar, framkvæmdastjóra hjá Lýsi og mjöl í Hafnarfirði, en hann er látinn, og Esterar Kláusdóttur, kaupmanns í Hafnarfirði. Spnur Aðalsteins og Önnu Pálínu er Árni Húmi, f. 11.8.1988. Hálfsystkini Aðalsteins, sam- mæðra, eru Þórveig Kristín Árna- dóttir, f. 1960, húsmóðir á Húsavík, gift Jakobi Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Húsvísk matvæli og eiga þau þrjú börn; Sighvatur Rúnar Ámason, f. 1961, bifreiðastjóri á Húsavík, kvæntur Evu Jónsdóttur, húsmóður og starfsstúlku á hóteli og eiga þau tvö börn; Hervör Alma, f. 1963, sjúkraliði og nemi í Reykja- >erg Sigi vík, en sambýlismaður hennar er Hlynur Helgason, listmálari og nemi; Sólveig Ása, f. 1968, nemi við HÍ, en sambýlismaður hennar er Gunnar Svanbergsson, nemi við HÍ, og Arngerður María, f. 1975, nemi í foreldrahúsum. Faðir Aðalsteins er Sigurður Bergsson, vélstjóri í Hafnarfirði. Móðir Aðalsteins er Þorgerður Kristjana Aðalsteinsdóttir, húsmóð- ir að Öndólfsstöðum í Reykjadal. Stjúpfaðir Aðalsteins er Ámi Guð- mundur Jónsson, b. og smiður á Öndólfsstöðum. Sigurður er sonur Bergs Thor- berg, vélstjóra Þorbergssonar, verkamanns og sjómanns í Reykja- vík, Eiríkssonar, b. á Tröðum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, Sigurðs- sonar. Móðir Þorbergs var Guðrún Sigurðardóttir. Móðir Bergs Thor- bers var Guðríður Jónsdóttir, tómt- húsmanns í Skildinganeskoti, Jóns- sonar. Móðir Guðríðar var Sigríður Eiríksdóttir. Móðir Sigurðar vélstjóra var Sum- arlína Eiríksdóttir, b. að Eyri í Kjós, Kristjánssonar, b. að Fellsenda í Þingvallasveit, Hanssonar. Móðir Sumarlínu var Margrét, systir Þor- steins, b. og formanns í Kveldroðan- um á Grímsstaðaholti, afa Guð- mundar Sigurðssonar, útgerðar- Lirðsson manns í Reykjavík, föður Benedikts, starfsmannastjóra hjá Landhelgis- gæslunni, fööur Haralds skipstjóra. Margrét var dóttir Gamalíels, b. í Riftúni í Ölfusi, Guðmundssonar, b. og smiðs í Miðtúnum í Biskupst- ungum, Gamalíelssonar. Móðir Margrétar var Ingveldur Þorsteins- dóttir, b. á Bakka og síðar í Riftúni, Magnússonar, b. á Bakka, Þorvarð- arsonar. Móðir Ingveldar var Sig- ríður Guðmundsdóttir, b. á Krossi í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Ingveldur Þórólfsdóttir, b. í Há- eyrarhverfi á Eyrabakka, Ingi- . mundarsonar, b. á Hólum í Stokks- eyrarhverfi, Bergssonar, hrepp- stjóra í Brattsholti, ættföður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Þorgeröur er dóttir Aðalsteins, verkamanns og síðar umsjónar- manns Bamaskólans á Húsavík, Guðmundssonar, sjómanns í Grímsey, bróður Hjartar, föður Ei- ríks í Laugardalnum sem þar gerði garð sinn frægan, föður Hjartar hjá SÍS. Annar bróðir Guðmundar var Ingvar, skákkóngur Grímseyjar. Guðmundur var sonur Guðmundar, hreppstjóra í Grímsey, Jónssonar. Móðir Aðalsteins var Kristjana Tómasdóttir. Móðir Þorgerðar var Hervör Frí- mannsdóttir, b. á Kvíslarhóh á Tjör- t I r £ j \ t £ t S r c \ðalsteinn Ásberg Sigurðsson. íesi, Þórðarsonar, b. á Núpum í \ðaldal, bróður Árna, hreppstjóra, kálds og ættfræöings í Neðri-Sand- úk í Grímsey, langafa Vilbogar í Jrímsey. Þórður var sonur Þorkels ). að Núpum, Þóröarsonar, b. þar wkelssonar, b. að Melum í Svarf- iðardal, bróöur Ingibjargar, ömmu >óröar Pálssonar, ættföður Kjama- ettarinnar og þeirra Friðriks Frið- ikssmar æskulýðsleiðtoga, Ragn- irs í Álverinu og Rögnvaldar Sigur- ónssonar píanóleikara. Móðir Her- rarar var Guðrún Jónatansdóttir, ). á Laugarhóli í Reykjadal, Hjálm- irssonar, b. á Brettingsstöðum, >róður Jóns, föður Kristjáns Fjalla- kálds. Móðir Guðrúnar var Guð- ún Jónatansdóttir, b. í Kvígindis- lal, Halldórssonar.
Afmæli
Sigfinnur Karlsson
Sigfinnur Karlsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðusambands Austur-
lands, Hlíðargötu 23, Neskaupstaö,
er sjötíu og flmm ára í dag.
Sigfinnur er fæddur á Hóli í Nes-
kaupstað og þar ólst hann upp til
sjö ára aldurs er faðir hans drukkn-
aði. Var hann þá tekinn í fóstur að
Skorrastað í Norðfjarðarhreppi en
móöir hans fluttist til Vestmanna-
eyja með systur hans. Sigfmnur var
við nám í Alþýöuskólanum á Eiðum
1931-33, var sjómaður framan af
árum og starfaði sem skrifstofu-
maður hjá fyrirtækjum í Neskaup-
stað. Hann sat í niðurjöfnunamefnd
og skattanefnd í nokkur ár, sat í
bæjarstjórn Neskaupstaðar sem
varamaður og aðalmaður 1948-’82, í
stjóm Verkalýösfélags Norðfirðinga
'frá 1952, þar af formaður 1956-’58
og frá 1969, í sambandsstjórn ASÍ
fyrir Austfirði frá 1956, í stj órn
Verkamannasambands íslands frá
stofnun 1964-’89 og í stjórn Sjó-
mannasambands Islands frá 1978.
Sigfinnur hefur veriö starfsmaður
Verklýðsfélags Norðfirðinga frá
1945, var formaöur Vélstjórafélags-
ins Gerpis 1942-52 og einnig var
hann forseti Alþýðusambands Aust-
urlands 1958-’87.
Sigfinnur kvæntist þann 31.12.
1938 Valgerði Ólafsdóttur húsmóð-
ur, f. 6.9.1919. Hún er kjördóttir
Ólafs Þórðarsonar, smiðs í Nes-
kaupstað, og Helgu Gísladóttur, en
foreldrar Valgerðar voru Jó'nas Þor-
steinsson skáld frá Skuggahlíð og
Jóhanna Jóhannsdóttir frá Breið-
dal.
Af þremur börnum Sigfinns og
Valgerðar eru tvö á lífi. Þau eru:
Viggó, f. 8.12.1940, starfar hjá
Gúmmíbátaþjónustinni á Neskaup-
stað, kvæntur Eddu Clausen, og eiga
þau þrjú börn: Sigfinn Val, f. 1.4.
1967; Ólaf Þröst, f. 4.10.1969; og Jónu
Hörpu,f. 15.10.1971.
Óla Helga, f. 25.9.1947, starfar hjá
Tæknistofnun Háskóla íslands, bú-
sett í Mosfellsbæ, gifl Sigurði Fann-
ar Guönasyni verslunarmanni, og
eiga þau tvö börn á lífi: Guðnýju, f.
15.4.1976; og Sigfinn Fannar, f. 5.10.
1978.
Systur Sigfinns: Bára, f. 1917, nú
látin, var búsett í Vestmannaeyjum,
var gift Þorsteini Guðjónssyni, sem
einnig er látinn, og eignuðust þau
einn son; og Kristín, f. 1920, búsett
í Vestmannaeyjum, gift Arnmundi
Þorbjömssyni netagerðarmanni, og
eigaþautværdætur.
Fósturforeldrar Sigfinns voru Jón
Bjarnason, b. á Skorrastað í Norð-
fjarðarheppi, og Soffia Stefánsdótt-
ir.
Foreldrar Sigfmns voru Karl
Árnason, sjómaður á Neskaupstað,
og Vigdís Hjartardóttir.
Vigdís var dóttir Hjartar Hjartar-
sonar og Gyðríðar Magnúsdóttur úr
Landeyjum.
Karl, var sonur Árna Finnboga-
sonar, Skúlasonar, b. í Sandvík,
Skúlasonar, ættfoður Skúlaættar-
innar.
Móðir Finnboga var Rósa Finn-
bogadóttir, Sigurðssonar á Skálum.
Móðir Áma var Katrín Þuríður
Jónsdóttir, b. á Ýmastöðum, Þor-
leifssonar, og Oddnýjar Andrésdótt-
ur frá Karlsstöðum.
Sigfinnur Karlsson.
Móöir Karls var Guðlaug Torfa-
dóttir, b. í Skuggahlíð, Jónssonar,
b. á Kirkjubóli, Vilhjálmssonar.
Móðir Torfa var Guðríður Stef-
ánsdóttir, b. í Fannardal í Norð-
firði, Sigurðssonar. Móðir Guðlaug-
ar var Valgerður dóttir Stefáns, b. í
Ormsstaðahjáleigu, Þorleifssonar,
og Sesselju Bjamadóttur, b. í Við-
firði, Sveinssonar.
Til hamingju
með afmæiið
90 ára
Þórdís Þorleifsdóttir,
Frumskógum 2, Hverageröi.
85 ára
Einar Guðmundsson,
Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík.
75 ara
Ólafia Hjartardóttir,
Fremri-Hrafnabjörgum, Hörðudals-
hreppi.
Þórey Ólafsdóttir,
Rauðagerðí 58, Reykjavík.
70 ára
Garðar P. Jónsson,
Lyngmóum 6, Garöabæ.
Karl Kristján Júlíusson,
Kirkjustræti 2, Reykjavik.
Ragnar Einarsson,
Sogavegi 104, Reykjavík.
Sigríður Kristjánsdóttir,
Háaleitisbraut 20, Reykjavík.
60 ára
Davía Jacobina Guðmundsson
Bára Bjömsdóttir,
Safamýri 50, Reykjavík.
Frimann Hauksson,
Álfabyggö 12, Akureyri.
Davía Jacobina Guðmundsson
húsmóðir, Árbraut 21, Blönduósi,
eráttatíuáraídag.
Fæðingarstaður Davíu er Argir í
Færeyjum og þar ólst hún upp og
í Þórshöfn. Hún fluttist til íslands
1928 og starfaði á Vífiisstöðum
1928-30. Síðan hefur hún aðallega
gegnt húsmóðurstörfum, auk þess
að starfa við sjúkrahúsið á Blöndu-
ósi öðm hvom um margra ára
skeið. Davía hefur búið á Blöndu-
ósi síðan 1946.
Davía giftist þann 16.11.1931 Ein-
ari Guömundssyni vélgæslumanni,
f. 22.6.1893 að Móum í Grindavík,
d. 19.8.1970 á Blönduósfc-Foreldrar
hans vom Guðmundur Einarsson
og Herdís Aradóttir.
Böm Davíu og Einars:
Guðmundur Sandberg, f. 23.5.
1933, d. 5.10.1974, vöruflutningabif-
reiðarstjóri, var fyrst kvæntur Þór-
dísi Guðmundsdóttur, f. 11.4.1936,
d. 10.4.1960, og eignuðust þau þijú
börn: Stefaníu Hrönn, f. 1956, gift
Friðriki Halldórssyni sölumanni,
og er barn þeirra Guðmundur;
Bryndísi Bylgju, f. 1959, og er bam
hennar með Kaj Klein, Jóggvan; og
Einar, f. 1960, stýrimann, en seinni
kona Guðmundar var Hrafnhildur
Reynisdóttir læknaritari, og eign-
uðust þau eina dóttur: Þórdísi, f.
1967, nema í Háskóla íslands.
Jóhannes Harrý, f. 26.5.1936, bif-
vélavirkihjáíSAL, kvænturKrist-
ínu Hólm ritara, og eru börn þeirra:
Erhng, f. 1963, býr með Sigríði
Heimisdóttur, og eiga þau dóttur-
ina Birnu; Kristín, f. 1970, nemi; og
Davíö, f. 1970, bakaranemi.
Herdís, f. 18.6.1943, gift Jóhann-
esi Þóröarsyni múrarameistara, og
eru böm þeirra: Nökkvi, f. 1964,
stýrimaður; Ari Knörr, f. 1973,
nemi í F.S.K., og Sveinbjörg
Snekkja, f. 1973, nemi í MA.
Systkini Davíu: Paula Cecilia,
búsett í Danmörku, og á hún eitt
bam; Marsanna, d. 1985, var búsett
í Færeyjum; Ragnhild E.M. The-
ana, búsett í Færeyjum, og á hún
Davía Jacobina Guðmundsson.
fiögur börn; Dagný Agate, d. 1974,
var búsett í Englandi, og eignaðist
hún tvö böm; Nicías Pauli, d. 1963,
var búsettur í Danmörku, og eign-
aðist hann tvö böm; og Ninna He-
lena, búsett í Danmörku, og á hún
tvö börn.
Foreldrar Davíu voru Jóhannes
N. Niclasen sjómaður, f. 22.7.1879,
d. 21.7.1961, og Hansína, fædd Jo-
ensen, húsmóðir, f. 1.2.1882, d. 11.2.
1947.
Davía verður að heiman í dag.
50 ára
Ásdis Hafliðadóttir,
Hliðarvegt 63, Kópavogi
Guðberg Halldórsson,
Laxákvísl 2, Reykjavik.
Guðrún Viglundsdóttir,
Hrannarbyggð 10, Ólafsflrði.
Sigmar Kristinn Jónsson,
Borgarhóli, Öngulsstaðahreppi.
40 ára
Anna Birna Jóhannesdóttir,
Nesbala 126, Seltjamamesi.
Ástrós Haraldsdóttir,
Torfufelli 40, Reykjavik.
Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir,
Kambaseli 51, Reykjavík.
Hnfdís Hannesdóttir,
Brekkusttg 8, Reykjavík.
Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir,
Erluhólum 7, Reykjavík.
Jóhann Stefánsson,
Hlíðarvegi 44, Kópavogi.
Sigriður Ebba Þórisdóttir,
Reykási 2, ReyWavík.
Sigurður Ingi Ásgeirsson,
Tunguheiði 8, Kópavogi.
Sigurður Geirsson, .
Mavakletti 8, Borgarnesi.
Valborg Oddsdóttir,
Hringbraut 43, Reykjavík.
Þakka innilega allan hlýhug
og vináttu mér auðsýnda
á níræðisafmæli mínu,
21. janúar síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll
SIGRÍÐUR JENNÝ SKAGAN