Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 4
Fréttir MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. — .. i l' i I I ..—■■■ I I I í I Verðbólga getur enn skorið af kaupmættinum: Vantar 150 þúsund krónur í umslagið - hjá launþega sem hefur meðallaun .Miðað við kjarasamninga vinnu- veitenda og launþega mun maður með meðaUaun hafa um 15 prósent lægri tekjur eftir skatta í ár en hann hafði í upphafi árs 1988. Kjaraskerð- ing undanfarinna missera jafngildir því aö ráðstöfunarfé þessa manns hafi minnkað um 12.500 krónur á mánuði eða um 150 þúsund krónur á ári. Af þessari kjaraskerðingu má rekja um 125 þúsund til minni kaup- máttar en 25 þúsund til hærri skatta. Mest af þessari kjaraskerðingu hef- ur þegar orðið. Ef verðbólguspá Al- þýðusambandsins og vinnuveitenda stenst munu launþegar svo til halda kaupmætti sínum út samningstím- ann eða til september 1991. Ef verð- bólgan verður um 3 til 4 prósentum meiri en spáð hefur verið munu launþegar tapa lítillega af kaup- mættinum til viðbótar eða sem sam- svarar um 500 krónum á meðaUaun. Samkvæmt athugun Þjóðhags- stofnunar voru meðallaun sam- kvæmt skattframtölum í fyrra um 84 þúsund krónur á mánuði á nú- virði. Launþeginn fær að halda um 71.800 krónum af þessum launum þegar búið er að taka af honum skatta. Frá þvi að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp í ársbyijun 1988 hefur raunvirði þessara tekna rýrnað um sem nemur 11.600 krónum á mánuði. Þessi meðalmaður hefur því þurft að skera niður neyslu sína um þessa upphæð eða safna skuldum ella. Kjarasamningarnir ná ekki að end- urheimta þetta tekjutap. Samkvæmt þeim ætti launamaðurinn hins vegar að halda nokkuö kaupmætti sínum út samningstímann. Ef verðbólgan fer hins vegar á skrið getur kaupmáttarrýrnun orðið nokkur. Það sést vel á því að ef verð- bólgan verður einungis 4 til 5 pró- sentum meiri en Alþýðusambandið og vinnuveitendur spá þá rýmar kaupmáttur ráðstöfunartekna með- almannsins um tæp 2 prósent um- fram það sem samningurinn gerir ráð fyrir. Þá er reiknað með að laun hækki sem nemur verðbólgunni umfram spá Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Á línuritum hér á síðunni má sjá kaupmáttarþróun undanfarinna tveggja ára og spá um þróun til árs- loka sem byggð er á samningi laun- þega og vinnuveitenda. Þar sést glöggt hversu heiftarleg kaupmáttar- skerðingin hefur verið að undan- fómu. Þá sést og vel hver þáttur skattahækkana hefur verið þó hér sé miðað við tiltölulega lá laun eða 84 þúsund krónur á mánuði að nú- virði. Þá er og birt- línurit sem sýnir hvernig aukin verðbólga getur skap- aö kaupmáttarrýrnun. Línan sem kölluð er „einfold verðbólguspá" sýnir áhrif af um 12 prósent verð- bólgu á kaupmáttinn þrátt fyrir ákvæði um rauð strik í samningnum. -gse Neyðarblys á lofti Þyrla landhelgisgæslunnar, Fokk- ervél Flugleiða og sjö til átta bátar leituðu á Breiðafirði á laugardags- morgun eftir að maður á Rifl taldi sig hafa séð tvö neyðarblys á lofti. Varðskip, sem statt var fyrir vestan, var einnig kvatt til. Leitin bar engan árangur og ekki er neins báts sakn- að, hvorki frá Snæfellsnesi né Vest- fjörðum. -ELA Kaupmáttur eftir skatta 100=jan.88 90" :—n Verðbólguspá ASÍ-VSÍ 1 86 * Einföld verðbólguspá 82 J . 80 J 1990 1991 Það sannaðist ennþá einu sinni hið fornkveðna að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Valdís er dóttir veiðimannsins klóka, Gunnars Sveinbjörnssonar, og var laxinn sem hún veiddi 17 punda. DV-mynd G.Bender Veiðifélagið Straumar: 14 ára stúlka verðlaunuð - fyrir 17 punda lax „Þaö var gaman að vinna þennan bikar. Laxinn var 17 punda og veidd- ist í Lambatanga í Staðarhólsá á maðk,“ sagði Valdis Gunnarsdóttir, 14 ára, nokkrum mínútum eftir að henni var afhentur glæsilegur bikar á árshátíð Veiðifélagsins Strauma á laugardagskvöldið. Þar voru veittir fjórir glæsilegir bikarar fyrir væna laxa. Stærsta laxinn sem kona veiddi veiddi Guðrún Sigurðardóttir, 18 punda hæng á maðk, í Stekkjarfljóti í Staðarhólsá. Stærsta lax félags- manns Strauma veiddi Hafsteinn Halldórsson, það var 18 punda hæng- ur, sem Hafsteinn lokkaði með maðki úr Speglinum í Hvítá. Stærsta laxinn sem barn veiddi veiddi Valdis eins og áður hefur verið sagt frá. Bikarinn fyrir stærsta lax veiddan á flugu var veittur Helga Eyjólfssyni. Helgi og Gunnar Sveinbjörnsson veiddu jafn- stóra laxa, 14 punda flugufiska, en Helgi vann á hlutkesti. Helgi veiddi sinn lax á Rauða Frances í Hellu- fljóti í Hvolsá. „Þetta tókst feiknalega vel og allir skemmtu sér konunglega,“ sagði Pét- ur Bjömsson, félagsmaður í Straum- um, er hátíðinni var að ljúka. Þetta voru orð að sönnu. -G.Bender í dag mælir Dagfari Falinn fjársjóður Þjóðin er að verða rík aftur. Þökk sé nýgerðum kjarasamningum. Davíð segist hafa grætt nærri hálf- an milljarð á samningunum og hann fullyrðira að ríkissjóður græði allt upp í einn og hálfan milljarð. Áður hefur verið ítarlega skýrt frá því hvernig launþegar græða á því að fá enga kauphækk- un í kjölfar samninganna og ekki þarf að minnast á gróðann hjá at- vinnurekendum sem sleppa við að hækka launin og eru allir orðnir stórgróðamenn við þessa samn- inga. Stundum er verið að segja frá fólki sem fær stóra vinninginn í lottóinu eða Happdrætti Háskól- ans. Þetta eru einhvers konar lukk- utríó sem hafa viðhaldið voninni hjá þjóðinni og byggð í landinu enda væru nánast allir fluttir úr landi ef ekki væri fyrir happdrætt- in og lottóið. En þessir happdrættisvinningar em hátíð á móts við stóra vinning- inn sem þjóðin öll fékk þegar skrif- aö var undir núllsamningana. Hún bókstaflega getur velt sér upp úr peningum sem hafa myndast hér og þar í þjóðfélaginu á svipstundu, bara við það eitt að skrifað var undir samninga sem ekki hafa nein útgjöld í för með sér. Skynsamleg- ast væri náttúrlega að taka upp þá stefnu í framtíðinni að lækka laun- in um nokkur þrep í hvert skipti og enda síðan kjarasamninga með því að falla algjörlega frá launa- greiðslum. Þá fyrst verður þjóðin rík og þá fyrst fara kjörin að batna. Við skulum taka eitt lítið dæmi. Fyrir einum eða tveimur áram höfðum við ríkisstjóm sem taldi sig svo efnaða að hana munaði ekki um að reisa eitt stykki handbolta- höll ef það gæti orðið til þess að hér væri háð heimsmeistarakeppni í þeirri göfugu þjóðaríþrótt, hand- boltanum. Það var meira aö segja sendur sérstakur ráðherra alla leið til Seoul til að tryggja íslendingum þann rétt að fá að reisa þessa höll. En svo gerðist það sem kom þess- ari ríkisstjórn á óvart að hún hrök- klaðist frá völdum. Ekki vegna handboltahallarinnar, heldur vegna þess að hún hafði uppi áform um að nýta sér byggingu hallarinn- ar til að spara á öðram vettvangi og svo hafði sú ríkisstjóm heldur ekki vit á því að fara niðurfærslu- leið í samningum og léði heldur ekki máls á núllausninni. Þá voru menn ekki búnir að finna upp núl- lið. Nema hvað. Viö tók ríkisstjórn sem heyktist á handboltahöllinni og var svo vitlaus að vilja frekar byggja skóla og jarðgöng og leggja peninga í Þjóðleikhús og aðra fá- nýta hluti sem íslendinga van- hagaði um. Nýju ráðherrarnir þvældust sem sagt fyrir handbolta- höllinni og málið var komið í hnút. En svo kom núllausnin og kjara- samningamir eins og sending af himnum ofan. Blekið hafði varla þornað á undirskriftunum, þegar bæjarstjóm Kópavogs lét þær frétt- ir leka út að Kópavogur væri reiðu- búinn til að byggja höllina. Kópa- vogur hefur hingað til ekki verið tahnn með efnuöustu bæjarfélög- um landsins og satt að segja al- mennt álitið að bærinn væri á hausnum. Verða þessi skjótu við- brögð Kópavogskaupstaöar ekki skilin öðravísi en svo að Kópavog- ur,hafi grætt á kjarasamningunum eins og Reykjavík og þá eru þeir auðvitað fljótir að átta sig á því hvaða verkefni er þjóðhagslega hagkvæmast í stöðunni þegar loks- ins eru aftur til peningar í bæjar- sjóði. Hafnafjörður vill ekki vera minni í sniðum en Kópavogur enda Hafn- arfjörður annálaður handbolta- bær. Hafnfirðingar hafa sömuleiðis boðist til að byggja handboltahöll fyrir sjö þúsund manns og nokkur hundruð milljónir svo þeir eru heldur ekki á flæðiskeri staddir í Firðinum eftir kjarasamningana. Ekki er ólíklegt að fleiri sveitarfé- lög eigi eftir að bætast í hópinn enda virðist útbreidd sú bæjar- málapólitík að það sé vænlegra til atkvæðaveiða að byggja höll fyrir heimsmeistarakeppni heldur en að verja peningunum til dægurverk- efna fyrir bæjarbúa. Þessi bæjarfé- lög vita jú vel að ísland er óðum að tengjast Evrópu og það er miklu meira virði að koma sér vel við heimsbyggðina heldur en ein- hverja afdankaða kjósendur heima fyrir. Niðurstaða kjarasamninganna er sem sagt sú að handboltahöllin verður byggð. Segið svo að fórnir launþega séu til einskis! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.