Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 28
36
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
Andlát
Merming
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Eikjuvogi
8, er látin.
Friðrik Ó. Pálsson, fyrrverandi vöru-
bifreiðastjóri, dvalarheimilinu Felli,
lést í Borgarspítalanum 14. febrúar.
Guðmundur Þórarinn Júliusson, til
heimilis að Sunnuflöt 41, lést 12. fe-
brúar.
Magnús Þór Mekkinósson kaup-
maður lést að Reykjalundi 15. febrú-
ar.
Sigríður Ágústsdóttir frá Bíldudal
lést í sjúkrahúsi ísafjarðar að kvöldi
15. febrúar.
Andlát
Hjðrdís Jónsdóttir, Lynghaga 24,
varð bráðkvödd á heimili sínu fóstu-
díiginn 16. febrúar.
Guðmundur Þ. Júlíusson, til heimilis
á Sunnuflöt 41, Garöabæ, lést 12. fe-
brúar sl.
Rósa Kemp Konráðsdóttir andaðist á
Hrafnistu miðvikudaginn 14. febrúar
sl.
Andlát
Bjarney Friðriksdóttir, Marargötu 1,
andaðist á öldrunardeild Landspítal-
ans, Hátúni lOb, 17. febrúar.
Jarðarfarir
Elín Helga Magnúsdóttir, Sólvalla-
götu 17, Reykjavík, verður jarðsung-
ift í dg, 19. febrúar, kl. 13.30 frá Dóm-
kirkjunni.
Marta Magnúsdóttir lést 7. febrúar.
Útförin hefur farið fram.
Útför Pálínu Guðrúnar Guðjónsdótt-
ur, Njörvasundi 10, verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 19. febrúar, kl.
13.30.
Guðfríður Lilja Benediktsdóttir
kaupkona, ættuð frá Þorbergsstöð-
um, Laxárdal í Dalasýslu sem andað-
ist 12. febrúar, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. fe-
brúar kl. 13.30.
Aðalheiður Sigríður Guðmundsdótt-
ir frá Ólafsvik verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. fe-
brúar kl. 13.30.
Ingveldur Ólafsdóttir er látin. Að ósk
hennar fór útförin fram í kyrrþey.
Útför séra Róberts Jack, sem andað-
ist 11. febrúar, fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 19. febrúar, kl. 13.30.
Kjartan Þórir Eggertsson verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag,
19. febrúar, kl. 15.
Útför Pálínu Guðrúnar Guðjónsdótt-
ur, Njörvasundi 10, verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 19. febrúar, kl.
13.30.
Bryndís Ólafsdóttir Sepp lést 9. fe-
brúar. Hún fæddist 7. nóvember 1913.
Foreldrar hennar voru Ólafur Þórð-
arson og Ingveldur Gestsdóttir.
Bryndís var tvígift. Fyrri maöur
hennar, Þorvaldur Magnússon skip-
stjóri, drukknaði eftir skamma sam-
búð þeirra hjóna. Seinni maður
hennar var Karl Sepp og ól Bryndís
upp son Karls. Bryndís starfaði
lengst af við verslunarstörf. Útför
hennar veröur gerð frá Fríkirkjunni
í Hafnárfiröi í dag kl. 15.
Fundir
Endurbygging í
Þjóðleikhúsinu
Það var einstakt andrúmsloft í Þjóðleikhúsinu
á- laugardaginn þegar forseti Tékkóslóvakíu,
Václav Havel, gekk í sahnn ásamt forseta ís-
lands og fleira stórmenni, til þess að vera við-
staddur hátíðarsýningu á leikriti sínu, Endur-
byggingunni, sem hann sá þarna í fyrsta sinn á
leiksviði.
Leikritið hafði verið frumsýnt kvöldið áöur
og undirtektir á báðum sýningum sýndu að efni
verksins og úrvinnsla leikhópsins undir vand-
aðri og markvissri stjóm Brynju Benediktsdótt-
ur leikstjóra hittu beint í mark.
Það er skemmst frá því að segja að þessi sýn-
ing var mikill sigur fyrir alla aðstandendur sýn-
ingarinnar, lifandi leikhús eins og það gerist
best. Hér var frumsýnt nýtt og athyglisvert bók-
menntaverk, flutningur þess kemur í kjölfar
stóratburða í Austur-Evrópu, þar sem höfund-
urinn lék sjálfur eitt aðalhíutverkið, og efni
þess á sannarlega erindi við okkur.
Uppsetning Brynju er unnin af innsæi og hst-
rænum metnaði og skilar áhorfendum sýningu
eins og þær gerast bestar í leikhúsinu.
Eftir fréttir frá Tékkóslóvakíu, síðustu vikurn-
ar, áður en Havel varð forseti og mikla umfjöll-
un fjölmiðla (löngu tímabæra) um þennan
snjalla rithöfund, verk hans og æviferil, má ljóst
vera að mönnum lék nokkur forvitni á að sjá
leikrit eftir hann á sviði.
Áður hefur Þjóðleikhúsið sett einn af einþátt-
ungum Havels á svið og einnig hefur Ríkisút-
varpið flutt einþáttunga eftir hann en Endur-
byggingin er hið fyrsta af „stóru“ verkunum
hans sem hér sést.
Það var í stíl íslenskra áhlaupsmanna að
ákveðið var að taka Endurbygginguna til sýn-
inga svona rétt áður en dyr Þjóðleikhússins
skella í lás fyrir endurbyggingu þess. Varla hefði
verið á margra færi að ná því að fullmóta svo
viðamikla sýningu á þeim æfmgatíma sem gafst
og skila þó inntaki og blæbrigðum verksins svo
vel sem raun varð á. Sjálfsagt þykir erlendu
leikhúsfólki þetta lyginni líkast.
Þaö sýnir ef til vill best hversu góður rithöf-
undur Havel er að íjölmargt í verki hans hefur
sammannlega og tímalausa skírskotun og hittir
beint í mark víðar en í heimalandi hans. Sumar
röksemdimar með og á móti niöurrifi og endur-
byggingu kastalaþorpsins í leikritinu, gætu
þannig veriö teknar beint úr þeim umræðum
sem hafa átt sér stað á undanförnum vikum hér
hjá okkur um endurbyggingu Þjóðleikhússins
þó að við þekkjum sem betur fer ekki nema af
afspurn það ófrelsi og kúgun se.m lýst er í leikrit-
inu.
Og að sjálfsögðu er Havel ekki að íjalla um
endurbyggingu eins þorps, heldur er það frelsi
manns og þjóða sem er viöfangsefni hans.
Sjálfur hefur hann sýnt það með viðbrögðum
sínum við frelsissviptingu og áralangri innilok-
un að hann vill ekki beita sömu vopnum og
kúgararnir. Verk hans bera vott næmu innsæi
og ríkri en um leið hlýrri kímnigáfu. Ádeilan
bítur fyrst og fremst af því að hún er sett fram
í mannlegu samhengi.
Leikritið um endurbygginguna fjallar um hóp
arkitekta sem dvelur í miðaldakastala og vinnur
þar aö því verkefni að skipuleggja nýbyggingar
í aldagömlu kastalaþorpinu. Þær eiga aö leysa
af hólmi þann húsakost, sem fyrir er, en mörg-
um þykir hann næsta ófullkominn og ekki í
takt við kröfur nútímans.
Hópurinn er ofurseldur útsendurum yfirvalda
sem taka nýjar og nýjar ákvarðanir eftir því
hvernig vindurinn blæs á æðstu stöðum. Endur
Leiklist
Auður Eydal
byggingin mælist ekki vel fyrir hjá íbúum þorps-
ins en þeir eru síst allra spurðir ráða og fá bágt
fyrir og er varpað í dýflissu ef þeir hreyfa and-
mælum eða reyna að skýra sín sjónarmið.
En þetta er aðeins yfirboröið.
Havel byggir upp einstaklega haganlega gerða
mynd af samskiptum arkitektanna sem dvelja
þama í nánu sambýli langtímum saman. Mis-
munandi skoöanir, skapgerð og skapbrestir
koma smátt og smátt í ljós og saman myndar
þessi hópur þverskurð af því þjóðfélagi sem þau
lifa í. Þau eru orðin svo vön forsjá einhverra
ótilgreindra stjórnvalda að mörg þeirra eru nán-
ast hætt að taka eftir ófrelsinu og óréttlætinu.
Og hér sem annars staöar kemur ástin flatt
upp á persónurnar. Ástarþríhyrningarnir verða
ferhymdir og skakkhyrndir í þessu nána sam-
býli og koma róti á mannskapinn.
Ákveðin hvörf verða í verkinu þegar frels-
isandi fer um landið og áhrifin berast inn fyrir
kastalaveggina. í herlegri kampavínsveislu
sleppa þau fram af sér beislinu og fagna því
innilega að fá eftirleiðis frjálsar hendur um úr-
lausn þess eilíföarverkefnis sem þau vinna að.
En jafnframt koma upp á yfirborðið ástríður og
heitar tilfinningar sem rugla samskiptamyn-
strið rækilega.
Og áður en varir skellur myrkur ófrelsisins
yfir á ný og nú hálfu þungbærara en fyrr þegar
þau hafa kynnst voninni og ljósi frelsisins.
Leikur einstakra leikara er mjög góður og
úrvinnsla öll með miklum ágætum. Útkoman
er heildstæð og óvenjulega hnökralaus sýning
undir ákveðinni stjórn Brynju sem heldur öllum
þráðum í hendi sér.
Erlingur Gíslason leikur margslungið hlut-
verk Zdenjeks Bergman, skipulagsstjórans á
staðnum. Bergman er einstaklega vel upp byggð
persóna, maður sem hagar seglum eftir vindi
og er hentistefnan hoidi klædd. Þetta er einmitt
sú manngerð sem gerir kúgurunum hvað auð-
veldast fyrír að viðhalda ófrelsinu. Hann er
skoplegur og hættulegur í senn en engu að síöur
gæddur ákveðnum sjarma og forystuhæfileik-
um sem yeldur því aö hann getur vafið sam-
starfsmönnunum um fingur sér þegar honum
hentar.
Erlingur fer létt með að byggja persónuna upp
og koma þessum margþættu persónueinkenn-
um til skila. Hver þáttur og dráttur í túlkun
hans var úthugsaður og vel unninn.
Helga Jónsdóttir var glæsileg og átti að mörgu
leyti mjög góðan leik í hlutverki Lúsiu enda
þótt óþarfa tilgerð brygði fyrir einstöku sinnum
bæði í framsögn og töktum. Persónusköpunin
var aö ööru leyti prýðfiega unnin og vel skiljan-
legt að eldhuginn ungi, Albert, félh kylliflatur
fyrir henni. Þór Túhníus átti hins vegar í erf-
iðleikum með aö gera hann nægilega aðlaðandi
og í orðum hans var holur hljómur. Albert er
boðberi frelsisins og orð hans eiga að vera sem
töluð út úr hvers manns hjarta.
Annars er það skondið að enda þótt persón-
urnar séu allar skýrt mótaðar og gegni ákveðn-
um hlutverkum í framvindu leikritsins er text-
anum mjög misskipt rétt eins og í daglega líf-
inu. Andstæða skipulagsstjórans, sem er lang-
orður og hefur ómælda ánægju af því að heyra
sjálfan sig tala, er Kúzma, arkitektinn fámál-
ugi, sem spilar tregablandin stef á fiðluna sína
í oröa stað. Siguröur Sigurjónsson leikur hann
fágæta vel, þögul túlkun hans er bæöi sterk og
innihaldsrík.
Jóhann Sigurðarson leikur ritarann sem líka
er mjög orðfár. Engu að síður verður þessi per-
sóna ljóslifandi í meðförum Jóhanns, hlægileg
og hættuleg í senn. Ritarinn er útsendari vald-
hafanna og alsjáandi auga þeirra. Hann er stöð-
ugt á ferðinni og af látbragði hans má ráða hvað
er á seyði þó að hann segi fátt. Nærvera hans
er stöðug ógnun og það er eins og kaldur gustur
fari um salinn þegar hann skálmar þar í gegn.
Þá er ánægjulegt að sjá hversu fullkomna
mynd Þórunn Magnea Magnúsdóttir gerir af
hinni þýlyndu Macourkovu sem stjanar undir
valdhöfunum í algjörri blindni. Túlkun Þór-
unnar er á lágu nótunum, vandlega unnin og
skeikar hvergi.
Jón S. Gunnarsson er arkitektinn Últsj sem
mælir endurbyggingunni bót og trúir á að hún
horfi til framfara. Og í fólkið skal hún, hvort
sem því líkar betur eða verr. Jón mótaði persón-
una af miklu öryggi og lék stórvel.
María Ellingsen leikur vandræðalegt hlutverk
hinnar saklausu Renötu og þeir Pálmi Gestsson
og Örn Árnason leika tvo ólíka eftirlitsmenn.
Fleiri leikarar eru í smærri hlutverkum og Sig-
urður Rúnar Jónsson annast fiðluleik af sinni
alkunnu fimi.
Leikmyndin er verk Sigurjóns Jóhannssonar.
Hún gefur góða hugmynd um það umhverfi, sem
arkitektarnir vinna í og myndar sterkan ramma
um sýninguna. Tröppur vinstra megin á sviðinu
hggja upp á þverpah, sem liggur með bakveggn-
um. Dyragættir eru ósamstæðar og miðaðar við
líkamshæð miðaldamanna, þannig að hávaxnir
nútímamenn þurfa að lúta höfði, þegar þeir
ganga um. Húsmunir eru vel hannaðir og bún-
ingarnir gefa sviðsmyndinni ht um leið og þeir
undirstrika eiginleika persónanna.
Þessi sýning Þjóðleikhússins á Endurbygging-
unni er einstaklega ánægjuleg, tímabær, sterk
og vel unnin. Þetta er með sanni leikhúsvið-
burður sem hittir í mark.
Þjóöleikhúsið sýnir:
ENDURBYGGINGU
Höfundur: Václav Havel
Leikstjórn: Brynja Benedlktsdóttir
Þýólng: Jón R. Gunnarsson
Lelkmynd og bunlngar: Sigurjón Jóhannsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Á aö halda öllu landinu
í byggð?
Kappræðufundur á vegum kynningar-
nefndar Verkfræðingafélags Islands
verður í Norræna húsinu þriðjudaginn
20. febrúar kl. 20.30. Frummælendur eru
Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn
Þórarinsson, verkfræðingur á Egilsstöð-
um. Að loknum framsöguerindum gefst
fundarmönnum kostur á aö tjá sig í ör-
stuttu máli um efnið. Fundarstjóri verður
Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur.
Járnsmíðavélar frá Dráttarbraut Keflavíkgr
verða til sýnis og sölu mánudag og þriðju-
dag.
Rennibekkir t.d.
Tos, 2000 mm
Meuser, 3500 mm
. Radial borvél, stór, MAS
Plötusax, 2500x6 mm
Plötuvalsar, stálþræll o.fl.
Iðnvélar
I & T hf.
S. 674800
Fjölmiðlar
Belgfullir englar
Engin sjónvarpshelgi getur orðið
leiðinleg meðan Spaugstofumenn
birtast reglulega á skjánum á laug-
ardögum. Ef þeirra nyti ekki við
værí fátt eftirsóknarvert eftir fréttir
utan lottóið þegar maður tekur þátt.
Á laugardaginn sýndi sjónvarpið
ágætt viðtal við unga badminton-
konu, Þórdísi Edwald, Það er spurn-
ing hvort svona viötöl eru heppileg
fýrir miöil eins og sjónvarp en með-
an að sýnt er frá einhvetj um viö-
burðum í hfi viökomandi persónu
gengurþaðupp.
Töluvert öðru vísi íþróttakona var
viðíangsefhi laugardagsmyndar
sjónvarps. Þar réð óheilbrígður
metnaður annarra en íþróttakon*
unnar mestu meö þeim afleiðingum
að stúlkan þoldi ekki álagiö. Myndin
var vart fýrir ofan meðallag 1 gæð-
um en góð fyrir þá sem hafa gaman
af vandamálamyndum og nokkrum
tárum.
Rúsinan í pylsuendanum í sjón-
varpi hðinnar helgar hlýtur aö vera
leikrltið Englakroppar. Fyrir mína
parta fékk ég aldrei botn í þessa
hugmynd um belgfuha engla sem
bifuðust ekki frá jörðu vegna ofáts,
nema ef vera skyldi að þetta væri
almenn leiðbeining til fólks (eða
engla) aö éta ekki yfir sig þvi þá
gæti það haft ver ra af. Verst er sú
tllfinning aö halda aö ekki sé allt í
lagi með heilabúið í sér af því maður
skilur ekki inntak verksins.
Eftir því sem íslenska sjónvarpið
framleiðir fleiri leikrit lítur maöur
til baka til árdaga sjónvarps með
söknuöi. íslensk leikrlt voru aö vísu
sjaldgæfari en þá réð texti og túlkun
mestu en ekki hugarflug k vlkmynd-
argerðarmanna.
Jóbanna Á.H. Jóhannsdóttir