Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. Utlönd Feldt hótað Ivfláti Kjell-Olof Feldt, fyrrum fjármála ráflherra Sviþjóöar. f nokkra daga hafa vopnaöir verðir fylgst meö mannaferðum viö heimili Kjeli-Olofs Feldts, fyrrum Qármálaráöherra Svíþjóðar, sem sagði af sér í síðustu viku. Að því er segir í sænska síödegisblaöinu Expressen hefur maöur nokkur hótað að myrða Feldt af pólitískum ástæðum. Það er skoðun mannsins að Feldt veröi að deyja þar sem hann dyiji eitthvað í sambandi við moröið á Olof Palme, íyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar. Síðasta morð- hótunin barst á miðvikudaginn í síöustu viku þegar viðræðurnar um efnahagsráðstafanirnar stóðu sem hæst Kaifu, forsætisráðherra Japans og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, sýnir hér sigurmerkið. Símamynd Reufer Takako Doi, leiðtogi Sósíalistaflokks Japans. Simamynd Reuter Að beiðni sænsku lögreglunnar hafa verðir frá öryggisgæslufyrirtæki verið fengnir til aö standa vörð við heimili Feldts allan sólarhringinn. Að loknum þingkosningum 1 í Japan: Berst gegn friðarviðræðum Harðlínumaðurinn Ariel Sharon og viðskiptamálaráöherra ísraels baöst í gær formlega lausnar frá embætti sínu. Þaö var fyrir viku sem Sharon tilkynnti á fundi mið- stjómar Likudílokksins að hann myndi segja af sér vegna andstöðu við áætlanir um friöarviöræður ísraela og Palestínumanna. Sharon sagöi i gær að megin- markmið hans væri að koma í veg fyrir friðarviðræðumar en aö hann hefði einnig hug á að verða forsæt- isráðherra landsins. Ariel Sharon sem í gær sagði formlega af sér embætti viðskipta- málaráöherra ísraels. Sfmamynd Reuter Noriega sagður notaður § f Manuel Noriega, hershöfðingl Panama, sem nú situr i fangeisi i Banda- ríkjunum. Símamynd Reuter Bandarískum yfirvöldum var kunnugt um glæpi Manuels Noriega hers- höfðinaa, þar á meðal morö og eiturlyfjasölu, en létu sem ekkert væri þar sem hann var gagnlegur handarísku leyniþjónustunni. Þetta fuliyrö- ir tímaritið Ufe í morgun. í grein tímaritsins segir að bandarískir rannsóknaraöilar hafi komist að þeirri niöurstööu aö Noriega haíi boriö ábyrgö á dauöa fyrirrennara síns, Omars Torrijos, og forseta Ecuador, Jaime Roldos. Þeir létu báöir lífið í flugslysum árið 1981. Er það haft eftir starfsmanni leyniþjónustunn- ar í tið Reagans forseta að augljóst hafi verið að ekki var um slys að ræða og einnig að Noriega hafi staðið bak viö atburðina. Bandaríkin greiddu Noriega yfir 100 þúsund dollara á ári á meðan þau létu sem ekk- ert væri, segir í greininni í Life. Storkarnir halda í austur Þó svo aö margir Austur-Þjóöverjar séu ekki alltof hrifnir af landinu sínu þykir það ekki fara á milli mála að storkar kunna aö meta Austur- Þýskaland. Á meðan tugir þúsunda Austur-Þjóðveria héldu vestur á bóg- inn í fyrra flugu fleiri storkar austur yfir en nokkru sinni áöur. Aö því er blaðið Neues Deutschland greíndi frá á laugardaginn fjölgaöi þeim storkum sem verpa í Austur-Þýskalandi um 20 prósent í fyrra frá árinu þar á undan. Samkvæmt síðustu tölum verpa fimm sinnum íleiri storkar í Austur-Þýskalandi en í Vestur-Þýskalandi. Nýju lífi blásid í byltinguna Castro, forseti Kúbu. Simamynd Reuter Kommúnistaflokkurinn á Kúbu viröist vilja blása nýju lífi í bylting- una, sem gerö var fyrir 31 ári, með því aö aö gera endurbætur innan allra pólitíska stofnana. Fidel Castro, forseti Kúbu, segir þó að flokkurinn hafi ekki í hyggju að fara að dæmi kommúnistafiokks Sovétríkjanna og heimila fjöl- flokkakerfi. Það er þó litið á ákvaröanir miö- stjórnar kommúnistaflokksins á Kúbu sem svar við breytingunum í Austur-Evrópu. Var taiaö um aö styrkja sambandið viö samtök verkamanna, unga fólkið og eink- um námsmenn, bændur og menntamenn. Vakið hefur athygli að lögð skyldi hafa verið áhersla á samsklptin við námsmenn. Yfirvöld haia hvorki neitað né játaö fregnum mannréttinda- samtaka aö ýmsir námsmenn hafi verið handteknir í síðasta mánuöi fyr- ir aö gagnrýna Castro og krefjast meira lýöræðis. Sigur Frjálslynda lýðræðisflokksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, stjómarflokkur Japans, virðist hafa borið sigur úr býtum í kosningum til neðri deildar þingsins sem fram fóru þar í landi í gær. Þessi niðurstaða byggist á tölum sem birtar vom í morgun þegar búiö var aö staðfesta niðurstöður í öll sæti utan 18 sem og nákvæmum tölvuspám japanskra fréttastofa og sjónvarpsstööva um úrslit. Standist allar spár verður þetta í tólfta sinn í röö sem flokkur- inn sigrar í kosningum til neðri deildar þingsins. í morgun var birt tafla yfir úrslitin í kosningunum. Þessi tafla er unnin úr niðurstöðum þeirra atkvæöa sem þegar höföu veriö talin sem og tölvu- spám Kyodo fréttastofunnar. Eftir- farandi tölur og úrslit hafa verið staðfest af Kyodo fréttastofunni: Fijálslyndi lýðræðisflpkkurinn hlaut alls 275 sæti af 512. Áriö 1986, þegar síðast var kosið til neöri deild- ar þingsins hlaut flokkurinn alls 300 sæti þó að aðeins hafi hann haft yfir að ráða 295 sætum þegar boðað var til kosninga. Það var m.a vegna dauðsfalla og afsagna. Samkvæmt sömu niöurstöðum hlaut Sósíalistaflokkurinn, sem var helsti andstæðingur Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, 136 sæti en hafði 85 sæti áður en boðað var til kosninga. Næstur kom flokkur sem kennir sig við óspillta ríkisstjórn, Komeioto, og var með 45 sæti. Það er níu sætum færra en hann hafði í neöri deild fyr- ir kosningar. Kommúnistaflokkur- inn hafði alls 16 sæti en hafði 26 sæti fyrir kosningar. Lýðræðislegi jafnaðarmannaflokkurinn hlaut 14 sæti en hafði fyrir 27. Alls komst 21 sjálfstæður frambjóðandi inn á þing en þeir voru sjö fyrir. Aðrir smærri flokkar náðu alls 5 sætum. Sósíalistaflokkurinn, sem var í for- sæti sigurs stjómarandstöðunnar í kosningum til efri deildar á síðasta ári, naut nokkurs stuðnings nú og bætti töluvert við sig. Sósíalistar unnu á meðal annars vegna meintrar aðildar félaga í Frjálslynda lýðræðis- flokknum í mútumálum sem og kyn- lífhneykslis eins fyrrum forsætisráð- herra en það var honum að falli. En draumur sósíalista um að vera í for- sæti bandalags stjórnarandstöðu- flokka í ríkisstjórn er nú hmninn, kjósendur ákváðu að veita Fijáls- lynda lýðræðisflokknum enn á ný stjórnartaumana. í fréttum Kyodo sagði að fimmtán af tuttugu og einum sjálfstæðum frambjóðanda sem hlaut kosningu á þing myndu leggja Frjálslynda lýð- ræðisflokknum - sem verið hefur við stjórnvölinn í Japan síðan árið 1955 - lið og styrkja þannig stöðu flokks- ins á þingi. Kosningasigur Frjálslynda lýðræð- isflokksins nú kemur aðeins nokkr- um dögum eftir að fréttaskýrendur höfðu sagt að Kaifu, forsætisráðs- herra og leiðtogi Frjálslynda lýðræð- isflokksins, hefði í raun verið ýtt út í kuldann. En nú bendir allt til að Kaifu haldi embætti sínu, enn um sinn að minnsta kosti. Reuter Gerðu innrás í bæki- stöðvar stjórnarinnar Vikulöng mótmæli gegn byltingar- stjórninni í Rúmeníu náðu hámarki í gær með árásinni á bækistöövar Þjóðfrelsishreyfingarinnar í Búkar- est. Friðsamleg mótmælaganga þijú þúsund manna sem kröfðust afsagn- ar Iliescu forseta endaði í öngþveiti. Göngumenn lýstu því yfir að for- setinn beitti sömu einræðisaðferðum og Ceausescu. en slíkri ásökun haföi Iliescu harölega vísað á bug daginn áður. En stjórnmálasérfræöingar segja að Rúmenar hafi nú auknar áhyggjur af því að hið gamla hð kommúnista sé enn við stjóm. Seint í gærkvöldi var komin ró á í höfuðstöðvum Þjóðfrelsishreyfing- arinnar, sem fer með stjórn landsins, og gæta nú um þúsund hermenn byggingarinnar. Varaforsætisráð- herrann, Gelu Voican, hefur yfirgef- ið bygginguna. Voican var við vinnu í skrifstofu sinni þegar um þúsund manns réðust inn í aðalstöðvarnar. Hópur ungra manna gripu Voican og teymdu hann um bygginguna á meðan manníjöld- inn krafðist afsagnar hans. Síðan var aftur farið með Voican inn á skrif- stofu hans þar sem til stóð að „yfir- heyra“ hann. En hermenn sem höfðu ekkert aðhafst þegar mannfjöldinn réðist til inngöngu sáu nú fram á að ráðherrann gæti verið í hættu og komu honum til aðstoðar. Voican lét þau orð falla aö þetta væri ekki fólk- ið sem staðið hefði fyrir byltingunni heldur einhverjir óeirðaseggir. í kjölfar mótmæla í síðustu viku útnefndi Ihescu nýjan varnarmála- ráðherra. Forsetinn varð einnig við kröfum herforingja um að allir þeir sem verið heföu í nánum tengslum við Ceausescu yrðu látnir víkja. Sérfræðingar segja að eftir að hafa látið undan herforingjunum og séð hermenn standa aðgerðarlausa á meöan mannfiöldi gerði innrás í bækistöðvar Þjóðfrelsishreyfingar- innar hljóti stjórnin nú að spyrja sig hvarstuðningsséaðleita. Reuter Chitac innanrikisráðherra Rúmeníu á leið til fundar við Voican varaforsætis- ráðherra i bækistöövum Þjóðfrelsishreyfingarinnar i Búkarest i gærkvöldi. Simamynd Reuter Gelu Voican, varaforsætisráðherra Rúmeníu, sem mótmælendur tóku höndum i gær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.