Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 3
lyljÁNUDAGU.R 19. FEBRÚAR 1990. 3 dv Fréttir Ásgeir Hannes Eiríksson: Leggur til frjálst flug Lögö hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um frjálsan flugrekstur og flug. Það er Asgeir Hannes Eiríksson, þingmaður Borg- araflokksins, sem leggur fram tíllög- una en í henni er lagt til að Alþingi feli samgönguráðherra að undirbúa fhnnvarp til laga um að gefa flug- rekstur frjálsan á íslandi ásamt leyfi til áætlunarflugs, leiguflugs og vöru- flutninga innan þeirra marka sem alþjóðaiög og samningar leyfa. Er gert ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fyrir þing haustið 1990. I greinargerð með frumvarpinu er vakin athygli á því að rekstur ferða- þjónustu sé mjög háður frjálsum flugrekstri, Einnig heldur tillöguhöf- undur því fram að samkeppni í flug- rekstri fjölgi eriendum ferðamönn- um. -SMJ Melrakki: Bændur í ábyrgðum Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki; Þrír skagfirskir loðdýrabændur eru í persónulegum ábyrgðum fyrir dollaraláni, sem tekið var fyrir 2 árum, þegar búnaður í frystigeymsl- ur fóðurstöðvarinnar Melrakka hf. á Sauðárkróki var keyptur. Dollara- lánið er að upphæð 10 milljónir króna. Það er hluti af skuldum Mel- rakka en sem kunnugt er fékk fyrir- tækið greiðslustöðvun á dögunum til 1. maí. Margir álíta að í raun sé Melrakki gjaldþrota en þess er vænst að stærstu lánardrottnamir, Búnaðar- bankinn og Stofnlánadeild, telji hag sínum best borgið með því að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Meöal þess sem stjórn Melrakka horflr til er aöstoð stjórnvalda við loðdýrabændur meö skuldbreytingum. Skuldir loödýra- bænda við Melrakka nema á annan tug milljóna og ef svo fer aö fyrirtæk- ið verður gjaldþrota getur það haft í for meö sér alvarlegar afleiðingar fyrir marga bændur í kjördæminu. Höfn: Lélegar gæftir en meiri afli Júlía Imsland, Höfru Frá áramótum hefur Fiskiðja KASK tekið á móti 571 tonni af flski og er það 77 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þó veður hafi verið mjög gott í vetur hafa gæftir verið lélegar og línubátar sjaldan komist á sjó. Þó hefur ræst úr síðustu daga en afli er tregur. Fiskiðjan er núna með sérstakt gæðaátak og í því felast m.a. strangar kröfur um hreinlæti og meöferð hrá- efnis. Þá eru kröfur um vinnufatnað fólksins mjög hertar og enginn fær að fara inn í vinnslusalinn fyrr en hann hefur klæðst einkennisbúningi hússins. Höfh: Miklu meiri loðnuafli Júlia Imsland, DV, Höfiv Fiskimjölsverksmiðja Hornaljarð- ar hafði nú á miðvikudag tekið á móti 9000 tonnum af loðnu til bræöslu. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og eru afköst á sólar- hring 450-500 tonn. Á sama tíma í fyrra höföu aðeins borist 2000 tonn af loðnu til Hafnar. Aflahæstur þeirra báta, sem landað hafa hjá FH undanfarið, er Keflvík- ingur með um 2000 tonn. SKY MOVIES SKY ONE SKY NEWS EUROSPORT SCREENSPORT MTW THE CHDLDRENS CHANNEL RTL-V LEFESTYLE FILMNET SAT-1 RTL PLUS PRO 7 TELECLUB TV3 TV5 EBC NORDIC CHANNEL WORLDNET SUPER RAIUNO RAIDUE TVEl 3 SAT w 31 Imliu A AKri .1 ASTRA EUROPE'S 16CHANNEL TELEVISION SATELLITE [chbStm % 1 Okkur tókst að útveqa allt að 200 gervihnattadiska með ótrúlegum afslætti. Samningur okkar við bandaríska fyrirtækið EchoStar byggist á magn-innkaupum og er um 4 afgreiðslur að ræða: 1. hluti: Pöntun verður að berast fyrir 1. mars 1990 2. hluti: Pöntun verður að berast fyrir 16. mars 1990 3. hluti: Pöntun verður að berast fyrir 1. apríl 1990 4. hluti: Pöntun verður að berast fyrir 16. apríl 1990 Afgreiðslumáti: Væntanlegir kaupendur panta gervihnattadiska fyrir einhverja áðurnefnda dagsetningu og greiða 30% staðfestingargjald. Afhendingardaqur er u.þ.b. 2-3 vikum seinna og þá er hægt að: Ganga frá eftirstöðvunum með Euro-, Samkorts- eða Visa-samningum og þá er qefinn 23% afsláttur, eða staðgreiða eftirstöðvarnar og þá fæst 30% afsláttur. Hciflki sombcviiif stitur VISA i'2: greiöslukjör til allt að 12 mán. Samkort f Viö tökum vel á móti þér! SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.