Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Síbrotamenn Frá því var sagt í fréttum fyrir helgi að maður nokk- ur hefði verið handtekinn eftir að hafa boðið sjö ára dreng heim til sín og afklætt hann. Þannig skýrði Morg- unblaðið frá þessum atburði en DV gekk lengra og nafn- greindi þennan mann og varaði jafnframt við honum. Hér má í hnotskurn sjá þann stigsmun sem lengi hefur verið deilt um í heimi fjölmiðla, afbrotafræðinga og yfirvalda. Hversu langt á að ganga í nafnbirtingum á meintum brotamönnum og hvað á sýna mikla tillits- semi í þeim efnum. Morgunblaðið hefur í þessu tilviki eins og jafnan áður haft vaðið fyrir neðan sig og rekur þá ritstjórnarstefnu að hlífa viðkomandi einstaklingi við nafnbirtingu þar til opinber ákæra hefur verið gefm út eða dómur kveðinn upp. Almennt talað er þetta mannúðleg regla og í langflest- um tilvikum á hún rétt á sér. Fólk er ekki sekt fyrr sektin er sönnuð og það er hægt að gera einstaklingum mikinn miska með því einu að birta nöfn þeirra og meintar sakir. Þess eru mörg dæmi að menn sitja uppi með flekkað mannorð í almenningsálitinu fyrir það eitt að hafa verið ranglega ásakaðir um refsivert athæfi. Það er sömuleiðis mikill munur á eðli brota og fjölmiðlar á íslandi hafa yfirleitt hhft fólki við nafnbirtingum í við- kvæmum deilumálum, óviljandi manndrápum eða voða- verkum þegar slík ógæfa dynur yfir fólk eða fjölskyldur sem að öðru leyti á ekki í útistöðum við lögin. Það er munur á örvinglan og tilfmningalegum ofstopa annars vegar og síbrotum og skipulögðum glæpum hins vegar. Það er og munur á deilum um bókhald og sjóðþurrð annars vegar og vísvitandi stuldi hins vegar. í því tilviki sem hér um ræðir er upplýst að maður- inn, sem í hlut á og tælir sjö ára dreng inn til sín, er hættulegur umhverfi sínu. Steingrímur Njálsson á langa afbrotasögu. Hann hefur hlotið tuttugu og þrjá refsi- dóma fyrir kynferðisafbrot, líkamsárásir, þjófnaði, fjár- svik og margt fleira. Samanlögð refsivist hans er orðin tæp tíu ár. Síðast hlaut hann dóm í febrúar árið 1988 fyrir kynferðisafbrot gegn ungum dreng sem hann nauðgaði til kynferðislegs samræðis. Fyrir það brot fékk hann níu mánaða fangelsi og fimmtán mánaða vist á viðeigandi hæh í Svíþjóð. Sá dómur þótti ekki þungur, raunar hlægilega vægur miðað við feril Steingríms. Hann slapp úr vistinni í fyrra og nú hefur hann enn og aftur verið staðinn að sams konar verki. Á að hlífa slíkum mönnum? Eiga fjölmiðlar að taka þátt í því að leyfa þessum manni að skýla sér á bak við nafnleynd og tillitsemi og stofna þannig öryggi barna og annarra í beina hættu? Er ekki fullkomlega ljóst að Steingrímur Njálsson er best geymdur í vernduðu um- hverfi og undir eftirliti. Hann er sjúkur og afbrigðilegur og hættulegur umhverfi sínu. Ef dómskerfið skorast undan því að kveða upp viðeigandi refsingu yfir honum, ef afhrotafræðingar og stofnanir telja sig ekki þess umkomnar að loka manninn inni, þá er það skylda Qöl- miðla að vara við slíkum einstaklingum og birta hik- laust bæði nafn og mynd af honum. Enginn glæpur er viðurstyggilegri en sá að nýta sér sakleysi barna til kynferðislegrar misþyrmingar. Níu mánaða fangelsi er engin lausn fyrir samfélagið gagn- vart síbrotamanninum. Steingrími Njálssyni er það sjálfum fyrir bestu að við honum sé varað því honum er greinilega ekki sjálfrátt. Hann ræður greinilega ekki við afbrigðilegar og andstyggilegar hvatir sínar. Ellert B. Schram Þann 6. febrúar síðastliðinn birti Morgunblaðið í leiðaraopnu undir hinu kunna slagorði sjálfstæðis- manna, „bákniö burt“, nokkrar greinar, þar á meðal ágrip úr ræðu eftir þig, Friðrik Sophusson. Viö lestur greinanna spurði ég sjálfan mig ítrekað hversu mikið væri að marka slíkan málflutning ykkar sjálfstæöismanna; er hann sælgæti á tungu ykkar eða andar- dráttur í nösum til aö halda í ákveðinn hóp kjósenda? Er Sjálf- stæðisflokkurinn sjálfur oröinn það bákn og samsafn af ólíkum sjónarmiðum að hann kemst ekk- ert og getur ekkert? Stefnan er yíirlýsingar og orða- gjálfur, athafnirnar stranda vegna andstöðu hinna ólíku hópa. Þið hafið talið fólki trú um að í ykkar flokki rúmist allar skoðanir, þar sé frelsið og framtakið. Frlðrlk Sophusson alþlngismaður. - Viltu til dæmis gerast meðflutnings- maður að þingsályktunartlllögu þar sem við skorum á forsætisráðherra að leggja húsameistaraembættið niður? - spyr greinarhöfundur sam- þingmann sinn. Opiðbréftil Friðriks Sophus- sonar alþm. Mér sýnist aftur á móti að afl ykkar fari í að vega forystumenn- ina og leitin að einhverjum „Súper- mann“ hafi staðið í fast aö tuttugu árum til að stjórna þessu óviðráð- anlega bákni eða allt frá því að Bjarni Benediktsson fórst. Þið vilduð ekki Gunnar, flokks- menn léku Geir grátt og mér sýnist að þið ungu mennirnir, þú og Þor- steinn, séuð að víkja fyrir nýjum spámönnum sem nú er látið með svipað og ykkur á sínum tíma. Báknið Nú ætla ég að ræða báknið við þig. Þótt ég taki ekki undir nándar nærri allt í málflutningi ykkar um afnám og sölu stofnana og ríkis- fyrirtækja geri ég mér ljóst að víða má hagræða í rekstri þess opin- bera. Mér finnst að þið sjálfstæðis- menn standið oft vörð um að við engu verði hróflað í ákveðnum fyr- irtækjum þess opinbera, hvort það stafar af flokkshoflustu forráða- manna viðkomandi stofnana veit ég ekki. - Morgunblaðið, sem er eitt besta fréttablað landsins og er jafnan, bæöi í leiðurum og víðar, að berj- ast fyrir að báknið minnki, kom mér til dæmis á óvart á dögunum þar sem það sá ekki ástæðu til að greina frá fyrirspurn minni þar sem ég innti forsætisráðherra eftir störfum og starfsháttum húsa- meistaraembættisins. Ræða mín gekk út á það að embættið væri tímaskekkja og fela bæri hinum frjálsa markaði þessa starfsemi enda hefði embættið brugðist. Þið sátuð hljóðir undir ræðu minni, þó var ég að tala um að leggja niður 25 störf og færa þau til einkaaðila. Ekkert sögðuð þið þegar forsætisráðherra, Steingrím- ur'Hermannsson, taldi að vel kæmi til greina að leggja embættið niður, enn voruð þið hljóðir og jafnvel niðurlútir við þessa yfirlýsingu for- sætisráðherrans. Ég bjóst við fagn- aðarbylgju frá ykkur og há- stemmdum yfirlýsingum en þögnin var algjör í þínum herbúðum. Nú þarf ekki einu sinni laga: breytingu til að leggja húsameist- araembættið niður, nokkuð einfalt mál. Viltu til dæmis gerast með- flutningsmaður aö þingsályktun- artillögu þar sem við skorum á for- sætisráðherra að fela öðrum þessi störf og leggja embættið niður? Ég ætla nú ekki í þessu bréfi að ræða ýmislegt sem þið eruð jafnan að tala um, svo sem að leggja ríkis- bankana af og fleira, eitthvað sem þið ráðið ekkert við innan ykkar flokks og orkar auðvitað tvímælis. Lífeyrissjóðir og nýjar hugmyndir Eitt vil ég þó nefna, það er þings- KjáUarinn Guðni Ágústsson alþingismaður núna búin að kaupa í íslandsbanka og erum meö átta eða tíu prósent af hlutabréfum í íslandsbanka. Svo eigum við í Fjárfestingarfélaginu og Féfangi og nú nýverið keyptum við mjög stóran hlut í Flugleiðum, við erum með líklega sjö eöa átta prósent af hlutabréfum þar.“ Ummæli Þórarins og Péturs Þórarinn V. Þórarinsson skynj- aði aftur alvöru málsins og talaði opinskátt, sagði meðal annars: „Það er skelfileg staöa," sagði hann, „að horfa á lífeyrissjóð sem allir vita að peningar sem settir eru í í dag koma aldrei til með að nýt- ast þeim sem setur þá inn. Þeir eru búnir, farnir, og koma ekki aftur. Það er skelfileg staða að þurfa að standa að því, oft á ári, að þurfa „Mér finnst að þið sjálfstæðismenn standið oft vörð um að við engu verði hróflað í ákveðnum fyrirtækjum þess opinbera.“ ályktun um að stofna eigin eftir- launasjóöi sem ég flyt ásamt Alex- ander Stefánssyni og Stefáni Guð- mundssyni. Þegar ég talaði fyrir málinu á dögunum, sem er athyglisvert mál og ég finn miklar undirtektir hjá almenningi við, þá þögðuð þið sjálf- stæðismenn allir nema Guðmund- ur H. Garðarsson sem líklega talaði bæði fyrir ykkar hönd og lífeyris- sjóðanna og fór höröum orðum um þessar hugmyndir. Hann taldi að við værum að vinna eyðileggingar- starf með því einu að benda á nýjar leiðir út úr þeim vanda sem við blasir. Það má þó Morgunblaðið eiga að einn allra fjölmiðla hefur það í tví- gang skrifað lofsamlega um þessa tillögu í Staksteinum. Þann 7. fe- brúar síöastliðinn hélt Sjálfstæðis- flokkurinn ráðstefnu, „Framtíð líf- eyrismála á íslandi". Þessi ráðstefna var lokuð öðrum en sjálfstæðisfólki, þar lýsti Guð- mundur H. Garðarsson, formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, keisaraveldinu. Hann virtist helst eftir ræðunni að dæma vera að segja frá hvað hans sjóður ætti orð- ið miklar eignir. Guðmundur talaði lítið um fram- tíðina, þeim mun minna um vanda lífeyrissjóðanna en tíundaði ríku- lega keisaradæmið og veldi þess og sagði meðal annars: Sjóðurinn á hlut í Eimskipafélaginu, Alþýðu- bankanum, Iönaðarbankanum og Verslunarbankanum. - „Við erum að segja: Samkvæmt lögunum um starfskjör launþega er sérhverjum launamanni skylt að inna af hendi tíund, ijóra beint frá sér, sex frá sínum launagreiðanda, inn í lífeyr- issjóð síns starfshóps eða starfstétt- ar, alveg burtséð frá því hvernig hann er staddur eða hvemig hann starfar. - Ef þessum málum verður ekki komið til betri vegar innan afar skamms tíma, þannig að þeir sem eru að borga í dag geti treyst því að þeir fái úr þessum sama sjóði þegar þeir þurfa á að halda síðar meir, þá er eins gott að leggja þetta kerfi niður.“ Sannleikann sagði þó Pétur Blön- dal; til að reka báknið og standa við skuldbindingarnar þarf að hækka iðgjaldið í 17% hjá almenn- um lífeyrissjóðum en í 25 til 30% hjá því opinbera. Ég hygg því að fólkið í landinu vilji skoða hugmyndina um eigin eftirlaunasjóði og sætti sig illa við málflutning Guðmundar H. Garð- arssonar alþingismanns og fleiri. Nú ætla ég að ljúka þessu bréfi. Mér flnnst að þið sjálfstæðismenn séuð miklir í orði í ykkar tali um „báknið burt“, hafið tamið ykkur að alhæfa en kæmuð málunum ekki fram þótt þið væruð einir hér á skerinu vegna þess að hagsmuna- öflin í ykkar eigin röðum.myndu stöðva máliö. - Húsameistaraemb- ættið er gleggsta dæmið þar um. Guðni Agústsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.