Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
Menrdng
13 V
Menningarverðlaun DV:
Listhönnuðir undir smásjánni
Þrjú ár eru síðan DV hóf að veita
Menningarverðlaun sin fyrir list-
hönnun og urðu þau hjón og gler-
listamenn í Bergvík, Sigrún 0. Ein-
arsdóttir og Sören Larsen, þau fyrstu
til að hljóta þau.
í fyrra féllu verðlaunin síðan í
skaut textílhönnuöi, Valgerði Torfa-
dóttur.
í ár eru í dómnefnd vegna listhönn-
unar Torfi Jónsson, hönnuður og
fyrrverandi skólastjóri Myndlista- og
handíðaskólans, Eyjólfur Pálsson,
húsgagnahönnuður og forstjóri
verslunarinnar EPAL við Faxafen,
og Örn D. Jónsson, ráöunautur um
hönnunarverkefni.
Þessi nefnd er nú búin að sitja á
rökstólum um nokkurra vikna skeið
og vann út frá eftirfarandi forsend-
um :
1. Að verið væri að verðlauna
hönnuði fyrir gerö nytjahluta, það
er fyrir listiðnað eða iðnhönnun.
2. Að væntanlegur verðlaunahafi
hefði til að bera faglega kunnáttu og
listrænan metnað.
3. Aö væntanlegur verðlaunahafi
hefði veriö starfsamur á árinu.
Uppfylla öll skilyrði
Um helgina skilaði dómnefndin af
sér álitsgerð þar sem tilgreindir eru
þeir fimm listiðnaðarmenn og hönn-
uðir sem hún taldi uppfylla ofan-
greind skilyrði og gott betur.
Þeir eru:
Guðbrandur Jezorski gullsmiöur,
sem „leggur listrænan metnað í öll
sín verk og er óhræddur við að vinna
úr nýjum efnum og með ný form,“
að því segir í nefndaráliti,
Guðrún Gunnarsdóttir, textíllista-
maður, sem „meö værðarvoðum sín-
um hefur sýnt framúrskarandi færni
í meðhöndlun á vandmeðfórnu efni,“
Kristín ísleifsdóttir keramíker sem
gerir nytjahluti og „ræður yfir f]öl-
breyttri úrvinnslutækni, og ber auk
þess gott skynbragð á form og efni,“
Leo Jóhannsson, sem starfar sem
húsgagnahönnuöur í Svíþjóð, „þar
sem framleidd eru eftir hann íjöl-
mörg húsgögn sem bera sterk höf-
undaeinkenni og eru djörf í stíl,“
og Pétur Tryggvi Hjálmarsson gull-
smiður, sem „er í senn fjölhæfur og
atorkumikill á sínu sviði,“ aö því
segir í nefndaráliti.
A fimmtudaginn kemur síðan í ljós
hver þessara listfengu hönnuða hlýt-
ur Menningarverðlaun DV.
-ai.
Guðbrandur Jezorski.
Guðrún Gunnarsdóttir.
Kristín isleifsdóttir.
Leo Jóhannsson.
Pétur Tryggvi Hjálmarsson.
Senn kemur dagurinn minn
Fyrir síðustu jól kom út ljóðabókin Dagar
uppi og smásögurnar öðru eins hafa menn
logið eftir annars vegar ljóðskáldið Eirík
Brynjólfsson og hins vegar rithöfundinn Ei-
rík Brynjólfsson. Nú ætla ég reyndar ekki
að halda því fram í alvöru að þetta séu tveir
menn og allra síst eftir að hafa lesið bækum-
ar saman. Því þrátt fyrir ólíkt form eru þess-
ar bækur greinilega sömu ættar og skyldi
engan undra - þær eru eins líkar og eingetin
afkvæmi sama mannsins geta verið á sama
tíma. Eiríkur gaf út sína fyrstu bók, í smásög-
ur færandi, árið 1985 en frá og með siðustu
jólum eru bækur hans orðnar sex.
Ljóðin
i ljóðabókinni Dagar uppi (eða Dögum uppi,
eftir því hvemig á það er litið) eru 28 ljóð í
tveimur köflum, sá fyrri ber nafnið Uppi,
hinn heitir Ofar. Bókin hefst á ljóðinu kyn-
slóðin sem ég er af og þessi ég er að líkindum
Eiríkur sjálfur; ljóðið er hugleiðing u'm 68-
kynslóðina og afdrif hennar, metoröaklifur
og að lokum algjöran hugsjónamissi: „Kyn-
slóöin sem ég er af / var fyrst á réttunni /
svo á raungunni / tsjú tsjú / trallalala". Sá
þjóðfélagslegi tregatónn sem fram kemur í
þessu ljóði er ekki dæmigerður fyrir bókina;
í henni er engin höfuðáhersla lögð á ljóð með
þjóðfélagslegum undirtóni; mest þó í fyrri
hluta bókarinnar. í einu slíku ljóði, fyrsta
maí 1989, er tekið á málum á nokkuð óvænt-
an hátt:
í dag
sýnir hann mátt sinn
sá sem var drepinn
í dróma
Og hinn
sem setti hönd sína að veði
stýrir fundi
og flytur ávarp
Og teymir að því loknu
úlfinn
aftur í búriö
„Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét hönd
sína,“ segir um áþekkan atburð í Snorra-
Eddu.
Mannlegar nótur
í seinni hluta bókarinnar er Eiríkur meira
á „mannlegu nótunum". Flest ljóðin hér
fjalla á einn eða annan hátt um manninn,
einsemd hans, takmörk, vonir og vonleysi.
Stundum örlar á kaldhæðni í garð lífsins sem
við lifum í stöðugri ógn utanaðkomandi afla
sem sitja um fjör okkar: „frá fæðingu erum
viö / að dauða komin // en við erum hugrökk
/ og lítum undan," segir í ljóðinu hættuspil.
Það er semsé um að gera að bíta á jaxlinn
og harka af sér lífiö - í stað þess að njóta
þess eins og það kemur fyrir af beljunni.
Svipað viðhorf kemur fram í ljóðinu lyktir:
„Því er lokið / því er loksins lokið,“ er svana-
söngur mannsins sem lífið hefur lagt að
velli. „Ég / í leit að landi til aö standa á //
lífið að nýjum fórunaut," segir í seinna af
tveimur ljóðum um lífið og mig.
Meiri víddir - minni Ijóð
Bestu ljóðin í þessum hluta bókarinnar tel
ég vera þau sem lítið láta yfir sér en geyma
heilmiklar víddir; ég nefni blekkíngar, kvöld-
ar og öll þessi ár:
Undarlegt að koma -----
i skóginn
aftur
Og ekkert hefur breyst
eftir öll þessi ár
nema trén hafa laufgast
og litirnir skírst
Þetta er að minu mati besta ljóð bókarinnar,
hér hefur Eiríki tekist að spinna margræðan
vef úr fáum þráðum: Hver kom í skóginn?
Tarzan? Dr. Livingstone? Górillan? Frum-
bygginn? Eiríkur Brynjólfsson? Hver?! Hví
laufgaðist skógurinn ekki áður? Af hverju
tók það svona mörg ár? Hvar var ljóðmæl-
andinn á meðan? Hvað var hann að gera?
Hvers vegna kom hann aftur. Og svo fram-
vegis. Ljóð af þessu tæi láta Eiriki afar vel.
Og þrátt fyrir kaldhæðni og beiskju í garð
lífsins á stundum er léttleiki og gleði í síð-
ustu línu bókarinnar: „Og senn kemur dag-
urinn minn“.
Sögurnar
Það er margreynt að ýmsu hafa menn log-
iö gegnum tíðina og í ólíkum tilgangi og
stundum misjöfnum. Eiríkur Brynjólfsson
skrifar tólf smásögur og kallar þær sam-
heitinu öðru eins hafa menn logið. Ef til vill
er þaö vegna þess að atburðir þeirra eru
ekki alltaf venjulegir, stundum meira aö
segja lygilegir. Eiríkur beitir öllu jöfnu raun-
sæislegum stíl sem þegar best lætur gefur
furðulegum atvikum dramatískan blæ vegna
spennunnar sem myndast milli söguefnis og
stíls. Þegar verr lætur virka sögurnar þurr-
legar og óspennandi einmitt vegna þess að
lítil átök eru merkjanleg í byggingu þeirra
og spenna efnisins nægir ekki til; sögur af
þessu tæi tel ég vera Flóttann, Morð af yfir-
lögðu ráði, Hugleiðingu fyrir tvö klósett og
tölvu og Sorgarsögu sem hefst á orðunum:
Eirikur Brynjólfsson
Bókmenntir
Kjartan Árnason
„Þetta byijaði á þann veg að ég sat á klósett-
inu og var að reyna að skíta“. Samt verður
ekki með nokkru móti séö að þessi rembing-
ur söguhetjunnar á kamrinum hafi neina
þýöingu fyrir söguna eða síðari atburði. Ekki
svo að skilja að ég hafi beinlínis á móti því
aö menn geri þarfir sínar í bókum en mér
finnst þaö hins vegar verða að þjóna ein-
hverjum tilgangi því svo hversdagsleg er
þessi athöfn annars - eitthvað sem allir gera,
jafnvel páfinn í Róm.
Kaldhömruð einsemd
Margar ágætar sögur eru í bókinni. Fyrsta
má nefna Frjálst og óháð ævintýri sem segir
frá því þegar maður nokkur sest við hlið
fullorðinnar konu í strætó og reynist hún
vera Hallgerður langbrók, sjálfri sér til nokk-
urrar furðu, en maðurinn er Gunnar,
kannski Gunnar Sjálfur. Áskorunin greinir
frá manni sem vaknar upp í ókunnu um-
hverfi sem reynist vera fangaklefi; söguhetj-
unni, Hilmari, er ekki ljóst hvernig þetta
hangir saman: „Fyrstu dagana eftir að Hilm-
ar vaknaði við vondan draum af værum
veruleika, eða öfugt, var hann einsog snúið
roð í hund“. í lok sögunnar kemur þó í ljós
að hann réð meiru um þetta ástand en hann
hélt sjálfur. Hugmyndin minnir pínulítið á
Hamskiptin eftir Kafka. Vorfórn er lagskipt
saga og skemmtileg í byggingu, söguefnið í
senn einfalt og margslungið. Örn kemur
heim og fréttir að mágkona hans sé látin; það
vekur minningar og hann riíjar upp sam-
band sitt við hana og ýmsar flóknar kring-
umstæður koma fram í dagsljósið. Það er
margt sem Örn á við samvisku sína - er
hann sorgbitinn? Getur hann tekið þátt í
Sörg téngdafólksins? Hjónabandið virðist
vera í ólestri, barnið, samviskan, samvisk-
an... Vel heppnuð saga. Heimkoman gefur
snögga innsýn í líf Freys einn morgun þegar
hann kemur óvænt heim frá útlöndum, Her-
bergi til leigu vekur grun en gefur ekki svör
og Nafnlausa sagan segir frá strokufangan-
um Mumma sem þrátt fyrir góö fyrirheit
tekst ekki að halda sér á vegi dygðarinnar.
Margar sagnanna bregða upp mynd af ein-
manaleika mannsins í einni eöa annarri
gerð, stundum krydduðum ofurlítilli kald-
hæðni. Þetta gerir andblæ þeirra ekki ósvip-
aðan arida ljóðanna í Dagar uppi, hann er
oft hlýlegur en sjaldan er langt í gráglettn-
ina.
Ljóö og sögur
Eiríkur fer frjálslega meö tungumáliö og
lætur það honum vel og gefur skáldskap
hans yfirbragð einfaldleikans án þess hann
verði lummó; tilraunir höfundar með fram-
setningu og stíl eru gjarna af hinu góða að
mínu mati, eru oft frisklegar þótt stundum
virki þær gamalkunnar og geri stílinn dálítið
lausbeislaðan.
Eiríki er „fátt mannlegt óviökomandi";
kannanir hans á manneðhnu eru allrar at-
hygli veröar og halda vonandi áfram en aftur
á móti finnst mér þjóðfélagsádeilan í verkum
hans oft fullyfirborðsleg og sömuleiðis sú
heimspeki sem sett er fram sem skýring á
orðum og æði persóna - ég nefni í því sam-
bandi ljóðið að hugsa sér og söguna Flótt-
ann.
í heild virðist mér Eiríkur geta unað vel
við síðasta skáldskaparár, einkum á sviöi
smásögunnar.
Eiríkur Brynjólisson:
Dagar uppi, Ijóö, 48 bls., Goðorð 1989.
Öðru eins hafa menn logið, sögur, 115 bls., Skák-
prent 1989.