Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 6
6
tyÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Sandkom dv
Þegarefnt
vartilluiulará
Akurcjrií
haustuniat-
vinnuá.standið
oghoiíuri
tininiefnum
vantaöi ekki
stóru oröin hjá
alþingismönn-
um Norðurlandskjördœmis eystra
sem hver á fætur Öðrum ruddust í
pontu og sögðu að hart yröi barist
fyrir þ ví að nýtt ál ver hér á landi
yrði staðsett i Eyjafirði. Þaö er siður
eða ósiður, hvemig sem menn vilja
túlkaþað.að þegar þingmenn eru
boöaðir á slíkar samkomur þá ryðjast
þeir í ræðustól hver af öðrum og ekki
vantar loforðaglauminn og yfirlýs-
ingamar um að hart verði barist fyr-
ir hinu og þessu. Lítiö hefur farið
fyrir baráttu þingmannanna fyrir ál-
veri viö Eyjafiörð, en e.t. v. fer sú
barátta fram á bak við tjöidin. Þeir
sem til þekkja og hafa þorað að tjá
sig um málið segja hins vegar fuílum
fetum að aldrei hafi staöið til að staö-
setja álver váð Eyjafjörð, það hafi
verið ák veðið frá upphafi að það yrði
byggt á suðvesturhominu.
Sprengju-
maðurinn mætir
Dagblaðið
Dagtuisefm- : t
þaöeftirliæjar-
.stjóranumáÓl-
afsfirðiað !
Stemgrnnur
Sigfússonsum
gönguráðherra
hutllfsl vlir
áhugaáþvíað
vera vdðstaddur þegar síðasta
sprengingjn mun eiga sér staði Ólafs-
fjarðarmúla, og göngin munu ná i
gegn um fiallið. Flestir muna eflaust
þegar Steingrimur sprengdi fýrstu
sprenginguna við göngin á sínum
tíma og virtist ekki þykja það neitt
leiðinlegt verkefni. Hafa menn á orði
að Steingrímur vilji endilega sjálfur
fá að ýta á hnappinn þegar síðasta
sprengingin á sér staö. Svo er bara
að sjá hvort Steingrímur endar ekki
sera sprengjumaður þegar hafist
verður handa um göngin á Vestíjörð-
um sem hann hefur boöað að næst
verðifariðí.
llmsjón: Gytli Kristjánsson
Forsetar Tékkóslóvakiu og íslands í Ráðherrabústaðnum á laugardaginn þar sem snæddur var hádegisverður. Að baki forsetanna situr túlkur.
DV-myndir KAE
Heimsókn Vaclav Havels, forseta Tékkóslóvakíu, um helgina:
Vildi skoða Höfða og
hitta leikarana
Forsíðufrétt
DVsl.þriðju-
dag umöfiOþús-
undkrónateki-
urráðherraá
mánuði vakti
míklaathyglí
svoekkisó .
meírasagt.iaf-
greiðslublaös-
ins við Strandgötu á Akureyri var
blaðinu stillt út í glugga eins og
veniulega og var fróðlegt að sjáviö-
brögðvegfarenda sem áttu leíð fram-
hjá og ráku augun i frétina. Sjá mátti
undrunar- og hneykslissvip á andliti
fólksins. Hitt er svo annað mál að það
hfýtur að fara að koma að því að fólk
hættir að undrast nokkum skapaðan
hlut þegar r áðherrar í slands eiga í
hlut, á þessum timum bilakaupa, dag-
peninga og annarra hlunninda ofan
á aiveg þokkalegasta fastakaup.
Ragnai' Reykás myndi af sinni al-
kunnu hæversku sega að það væri
skítalyktafraálinu.
Ódýrtaðéta
Enráðherrar
eruekkinema
einn hópur
maimaívinnu
hjáríkinusera
liaí'nhlunnindi
semaðrirfá
ekld. Þaöert.d.
vitaðaðá
sjúkraltúsum
ríkisins eru rekin mötuneyti og
starfsfólki gefinn kostur á að kaupa
sér mat á verði sem nægir varla fyrir
hráefniskostnaði ef það þá gerir það.
Sumt starfsfólk sjúkrahúsanna er
örugglega ekki ofsælt af sínmn laun-
um og ekki of gott að fá ódýran mat
enþað er jafnvíst að það er engin
ástæða tfiað ríkið sé að selja læknum
mat á slíku verði. Það sjá ailir að það
er hlægilegt að sefj a þeim hátekj u-
tnönnum kjötmáltíðir á 200-300 krón-
ur. Ogætliþað væri ekki full ástæða
til þess að „takatil" á fleiri stöðum
íkerfinu?
höfundur Endurbyggingarinnar ánægður með heimsókn sína
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvak-
íu og rithöfundur, kom 1 stutta heim-
sókn til íslands ásamt eiginkonu
sinni, Olgu Havlovu, um hádegisbilið
á laugardaginn. Forseti íslands, frú
Vigdís Firmbogadóttny tók é móti
þeim á Keflavíkurflugvelli ásamt
Steingrími Hermannssyni forsætis-
ráðherra og Jóni Baldvin Hanni-
balssyni og bauð þau velkomin.
Með forsetanum kom um áttatíu
manna hópur, þar á meöal forsætis-,
fjármála- og utanríkisviðskiptaráð-
herrar Tékkóslóvakiu, einnig all-
margir tékkneskir borgarar, fulltrú-
ar hagsmunasamtaka, þrjátíu frétta-
menn og fleiri embættismenn.
Hádegisverður í Ráðherra-
bústaðnum
Hópurinn kom fyrst við á Hótel
Sögu en skömmu seinna' var boðið
til hádegisverðar í Ráðherrabústaön-
um við Tjamargötu. Þar voru tékk-
nesku forsetahjónin, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, ráðherramir Steingrím-
ur Hermannsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Ólafur Ragnar Gríms-
son og Svavar Gestsson ásamt eigin-
konum sínum. Einnig voru tékk-
nesku ráðherramir og tveir ráðgjaf-
ar, tékkneski sendifulltrúinn og frú
og forsetaritari.
Vegna heimsóknar Havels forseta
kom fjöldi tékkneskra fréttamanna
sem greinilega fylgdist mjög vel með
öliu því sem fyrir augu bar meðan á
heimsókninni stóð.
Vildi skoða Höfða
Vaclav Havel kom til íslands í boði
Þjóðleikhússins til að sjá leikrit sitt,
Endurbygginguna, er sýnt er um
þessar mundir. Havel hafði óskað
eftir því aö fá aö skoða húsið Höfða
og tók Davíð Oddsson borgarstjóri á
Um þrjátíu tékkneskir fréttamenn settu nokkurn svip á
heimsókn Havels hingað til lands. Hér reyna þeir að
ná hljóðupptökku af samtali frú Vigdisar Finnbogadóttur
og Vaclav Havels í Ráðherrabústaðnum.
Önnur óska Havels áður en hann kom til íslands var
að fá að skoöa Höfða. Davlð Oddsson borgarstjóri tók
á móti honum þar í stuttri heimsókn.
móti honum þar ásamt fulltrúum úr
borgarstjórn að loknum hádegis-
verði í Ráðherrabústaðnum. Frú
Vigdís Finnbogadóttir fylgdi Havel í
stutta skoðunarferð um Reykjavík
og í Höfða. Þar bauð borgarstjóri upp
á drykk. Að því loknu var haldiö að
Hótel Sögu þar sem boöaður haföi
verið blaðamannafundur. Á sama
tíma ræddu íslensku ráðherrarnir
Steingrímur Hermannsson, Jón
Baldvin Hannibalsson og Svavar
Gestsson við tékknesku ráðherrana
sem voru með í heimsókn forsetans.
Höfundur skemmti sér vel
Eftir blaðamannafundinn var farið
í ÞjóðleUchúsið þar sem Havel og frú
voru viðstödd sýningu á verkinu
Endurbyggingu sem er eftir Havel.
Boðsgestir klöppuðu fyrir höfundin-
um er hann gekk í salinn ásamt frú
Vigdísi Finnbogadóttur. Á meðan á
sýningunni stóð virtist höfundurinn
skemmta sér vel. Hann brosti oft og
skeUti gjarnan upp úr. Havel haUaöi
höfðinu gjarnan yfir tíl vinstri og þaö
voru létt svipbrigði yfir forsetanum
á meðan á sýningu stóð.
í hléi á sýningunni hitti Havel leik-
arana í svokölluðu forsetaherbergi
leUíhússins. Áður en hann kom til
landsins hafði hann óskað eftir því
að ræða pérsónulega við þá. Að lok-
inni sýningu leikritsins voru leikar-
ar klappaðir upp og birtust þeir síðan
sjálfir klappandi á sviðinu til heiðurs
höfundinum. Fylgdi þá Brynja Bene-
diksdóttir leikstjóri Havel upp á svið
þar sem hann þakkaði fyrir og
hneigöi sig fyrir leikurum og áhorf-
endum. Við svo búiö þakkaði Gísli
Alfreðsson þjóðleikhússtjóri höfundi
fyrir þann heiður að koma til íslands
og vera viðstaddur sýningu á verk-
inu. Gísh afhenti Havel bók með
svart/hvítum og litljósmyndum af
æfmgum og uppfærslu leikritsins.
Havel fékk einnig hraunstein með
heiðursmerki Þjóðleikhússins frá
aðstandendum sýningarinnar og
leikurum.
Móttaka á Hótel Sögu
Stuttu seinna yfirgáfu forsetar ís-
lands og Tékkóslóvakíu Þjóðleik-
húsið og var haldið á Hótel Sögu þar
sem fram fór um tveggja klukku-
stunda móttaka frú Vigdísar Finn-
bogadóttur fyrir rösklega tvö hundr-
uö boðsgesti sem tengdust heimsókn-
inni. Viö móttökuna var veitt léttvín
með pinnamat.
Vaclav Havel og fylgdarlið hans
gistu á Hótel Sögu. Um kvöldiö bauö
Útflutningsráð tékknesku frétta-
mönnunum til kvöldverðar á Hótel
Loftleiðum þar sem á borðum voru
valdir íslenskir sjávarréttir.
Um klukkan tíu í gærmorgun var
Havel forseti svo kvaddur af forseta
íslands, Steingrími Hermannssyni
og frú og Jóni Baldvin Hannibalssyni
og frú og færðar gjafir við það tæki-
færi.
-ÓTT