Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin Hvert er uppáhalds- sjónvarpsefnið þitt? Grímur Thorarensen bifvélavirki: Það veit ég ekki. Alf er jú góður. Sverrir Ingjaldsson nemi: Barði ham- ar er nokkuð öflugur. Halldór Guðmundsson bifvélavirki: Barði hamar, tvímælalaust. Þorsteinn Sigtryggsson: Barði ham- ar er langbestur. Haukur Hauksson verkamaður: Bíó- myndir, aðallega spennumyndir. Benedikt Vilhjálmsson verslunar- maður: Það eru fréttimar að sjálf- sögðu. MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. Lesendur Nýir tímar: Átján mánaða meðganga haf in Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú bendir flest til þess að nýju samningamir hljóti náð hjá meiri- hluta launamanna. Áður en lengra er haldið vil ég minna á að vörurn- ar í búðarhillunum eiga ekki að hækka frá núgildandi verði næsta eina og hálfa misserið. Gerist það er greinilega um sáttarof að ræða og sú spuming hlýtur þá að vakna hvort samkomulagið haldi stund- inni lengur. Verkalýðsfélögin lofuðu strangri verðgæslu, sem ég tel óframkvæm- anlega. Hafa þessir ágætu menn kannski auga á hverjum fingri? Það eina sem blífur hér er auðvitað drengskapur hvers og eins. Án hans springur heila gillið, svo ein- falt er málið. Á göfuglyndið ætla ég hins vegar að trúa uns annað kemur á daginn. Þrátt fyrir hömlur kjarasamning- anna geta fyrirtækin aukið sinn arð, að mínu áliti. Alla vega þau útsjónarsömu. Það gerist einfald- lega þannig að gerð em hagkvæm- ari innkaup og allir græða, sérstak- lega hinir lægstlaunuðu. Upp- stokkun í kerfinu verður reyndar að eiga sér stað ásamt því að fjötra fiármagnsmarkaðinn, eigi enn ein fórn púlsmanna ekki að renna út í sandinn. Svona atrenna verður nefnilega aldrei aftur viðurkennd eða reynd, bregðist þessf Þetta ætti fólk að hafa hugfast. Núna er einnig kjörið tækifæri fyrir félaga mína í bændastétt að ráðast á innviði síns eigin kerfis og reka afætulýðinn af höndum sér. Staðreyndin er sú að allir sem drepa fingri í afurðir sveitabýlanna taka fullt gjald fyrir. Og þegar reikningarnir eru síðan gerðir upp situr framleiðandinn, sá er afrekið vann, eftir með sárt ennið og minnst í veskinu. Sláturkostnaður þarf líka að dala. Hann er þó, að ég hygg, innanhússmál bænda og þarf að ræða á þeim vettvangi. Tak- ist bændum að „hreinsa til“ aukast tekjur þeirra að sama skapi. Eitt að lokum: Kjósi þegnarnir endilega að eigna einhverjum verk- ið ber að ánafna öllum þátttakend- um það jafnt en ekki eingöngu for- manni vinnuveitenda, enda ekki starf neins eins manns. Með fullri virðingu. Svæðisútvarp Norðurlands Árni, Akureyri, skrifar: Ég vil taka undir orð Halldóm Sverrisdóttur í DV 6. febr. sl; um rás „allra landsmanna" og um leið votta þeim þjóðarsálum hér fyrir norðan samúð mína með aö hafa loks lent í þessu neti, Svæðisútvarpi Norður- lands, þ.e.a.s. ef þetta varð til þess að þeir misstu Rás 2 á þessum tíma. Þarf maður virkilega að fara að trúa því að þjóðarsálin sé öll á Suð- urlandi? Það er alveg grátlegt að einn vinsælasti útvarpsþátturinn á Rás 2 skuli vera tekinn af okkur lands- mönnum þegar best lætur. Þessi skoðanakönnun, sem Erna Indriða- dóttir var að tala um í útvarpinu um daginn, og sem hún sagði að heföi leitt í ljós ótvíræðan vilja Norðlend- inga til að hafa svæðisútvarp frekar en þjóðarsáhna - ja, ég hefði gaman af að vita hvar og hvenær sú könnun var gerð. Mér kæmi ekki á óvart þótt hún heföi verið innan veggja RÚV Akureyri! Alla vega sá ég ekki eða heyrði um þessa könnun. Ég sé ekki tilgang með þessu svæð- isútvarpi; hrútleiðinleg viðtöl og annað spjall um ekki neitt. Ég held að besta leiðin til að fá ykkur þarna fyrir sunnan til að skipta um skoðun, ykkur sem ákveðið að þröngva þessu efni upp á okkur „hinar þjóðarsálirn- ar“, sé að láta ykkur hlusta á viku til tíu daga skammt af þessu efni og efast ég ekki um vilja ykkar til að breyta þessu að því loknu. Svo hlýtur það að spara tugi milljóna á ári hverju í rekstri útvarpsins. Eða veit- ir nokkuð af því til að létta RÚV nýju samningana? Eg skora nú á alla svæðisútvarps- þolendur að láta í sér heyra um þetta mál og afgreiöa það í eitt skipti fyrir öll. Alla vega finnst mér við geta gert tvær lágmarkskröfur, annað hvort að breyta útsendingartíma svæðisút- varps (t.d. frá 01-02 eftir miðnætti) svo að við heyrum þjóðarsálina (okk- ar sál) eða breyta nafni þáttarins í „Suöurlandssálin“. Strætisvagnar Kópavogs: Ekki nógu góð þjónusta Kópavogsstúlkur skrífa: Okkur langar til að koma á fram- færi kvörtun yfir strætisvagnaþjón- ustu Kópavogs. Síðastliðinn föstudag var ég og vinkona mín á leið í dans- tíma meö strætisvagni. Þegar vagn nr. 22 setti okkur úr á skiptistöðinni og við ætluðum að taka vagn nr. 20 til að komast í dansinn var hann far- inn. Ástæðan var sú að vagn nr. 22 var of seinn og hinir vagnamir fóru á undan honum. Okkur var þá sagt að ef vagninn væri of seinn þyrftum við að láta vagnstjórann vita og biðja þá hina vagnana að bíða. Okkur finnst þetta ekki góð þjón- usta. Vagninn á að vera á réttum tíma og ef eitthvað kemur upp sem orsakar að vagninn verði of seinn á vagnstjórinn sjálfur að hafa frum- kvæði um að biðja hina vagnana að bíða. Farþegarnir eiga ekki að þurfa að segja honum það. Þetta ofangreinda atvik endaði með því að við þurftum að taka leigubil til að verða ekki allt of seinar og kostaði það okkur 570 kr. að við- bættum 110 kr. í strætisvagninn að óþörfu. Við viljum benda á að þeir sem ekki hafa bíl til umráða þurfa að geta treyst á strætisvagnaþjón- ustuna. Og þetta er ekki einsdæmi. Barnastjarnan Shirley Temple - eins og margir muna hana. Magnús hringdi: Um helgina kemur hingað til lands nýr forseti Tékkóslóvakíu ásamt 80 manna fylgdarliði. Þessi heimsókn tékkneska forsetans er mest fyrir það að hér er verið að sýna eftir hann leikrit í Þjóðleik- húsinu og hefur honum verið boðíð (ekki veit ég hver þauð, en líklega borga ég það eins og aðr- ir) að vera viðstaddur eina sýn- ingu verksins. Þessa heimsókn lætur íslensk- ur almenningur sér fátt um finnast, eins og um aðrar heim- sóknir manna sem við höfum litl- ar spurnir haft af. Hingað eru alltaf að koma einhverjir ráða- menn erlendra ríkja og stjórnar- erindrekar sem standa stutt viö. Þeir snæða ýmist á Bessastöðum eða í Ráðherrabústaönum i Tjarnargötu. Það eru teknar myndir af þeim og einum eða tveimur islenskum ráðamönnum (nöfnin talin frá vinstri) og síðan ekki söguna meir. Ekki reikna ég með að almenn- ingur hér á landi hafi meiri áhuga fyrir að sjá og heyra forseta Tékkóslóvakíu en aðra menn þarna að austan. Þetta fólk hefur verið afskaplega fjarlægt okkur og verður vonandi enn um ókom- in ár. Það er því meö ólíkindum að vera að fylla blöð og aðra fjöl- miðla af frásögunum um væntan- lega heimsókn þessa ágætis- manns ásamt 80 manna fylgdar- liðinu (þá munar ekki um þaö þarna fyrir austan!). Mér fannst það hins vegar vera meira fréttaefni og forvitnilegt um leið að sendiherra Bandaríkj- anna í Tékkóslóvakíu, fyrrver- andi leikkona og barnastjarna á leiksviöi, Shirely Temple Black, skuli koma hingað í sömu flugvél og forsetinn. Ég tek þessa fyrrum dáðu leikkonu fram yfir forset- ann og svo hygg ég að margir aðrir geri. Það verður fróðlegt að sjá hvor þessara persóna fær meiri athygli hér á landi. - Mér þætti ekki ólíklegt að Shirley Ternple fengi alla athyglina eftir allt. Það sárvantar fólk... S.J. skrifar: Ég þakka kærlega fyrir kjallara- grein Þórarins Víkings í DV15. þ.m. Það sárvantar fólk eins og Þórarin Víking í forystusveit hagsmunasam- taka fiskvinnslufólks, fólk sem hefur skilning á aðalmálinu, þ.e. afkomu þessa fólks. Það fólk sem þar ræður gangi mála og hefur lengi gert virðist vera „heilalaust hyski“ sem eingöngu hugsar um eigin frama innan verka- lýðshreyfmgarinnar. Hversu lengi ætlar fiskvinnslufólk að láta kúga sig? Fiskvinnslufólk, hristið af ykkur slenið og stofnið ykkar eigin hags- munasamtök. Látið ekki endalaust setja ykkur undir sama hattinn og fólk í þjónustugeiranum. - Laun í útflutningsframleiöslugreinunum eru ekki verðbólguvaldandi. Skelegg grein Þórarins Víkings birtist í DV fimmtudaginn 15. febr. sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.