Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. i>v Lesendur Nei, sko! - Eigum „við“ allt þetta kjöt? „Við eigum nóg af kjöti“! Björn Björnsson skrifar: Það var í þættinum Þjóðarsál sem Jóhann Guðmundsson, sem sagður er fjármálasérfræöingur í landbún- aðarráðuneytinu, sagði þessa setn- ingu sem ég hef hér að yfirskrift. í viðtali við fréttamann í áðurgreind- um þætti miðvikud. 14. þ.m. var ver- ið að ræöa um 600 tonna kjötfjallið sem verið er að setja í skip sem á aö flytja kjötið „okkar“ áleiðis til Rúm- eníu. Það var einmitt þá, sem Jóhann sagði: „ ... og við eigum nóg af kjöt- i“. Mér fannst þetta vera athyglivert. Ég veit ekki til að ég t.d. eigi neitt kjöt. Ég veit ekki til að þeir sem und- anfarið hafa verið að skrifa í blöðin um málið og hringja í Þjóðarsálina hafi átt neitt kjöt. - Þeir hafa einmitt verið að lýsa því gagnstæða að þeir ættu ekki og hefðu ekki efni á að kaupa kjöt - allra síst íslenskt dilka- kjöt. Og svo kemur þessi fjármála- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu og segir „við eigum nóg af kjöti“! í þessu viðtali við fulltrúa landbúnaðarráðu- neytisins var spurt hvers vegna hefði ekki frekar verið tekið það ráö að selja kjötið hér heima við vægu verði. Jú, skýring fulltrúans var sú að sala á því hér heföi komið niður á öðru dilkakjöti sem siðar hefði verið slátr- að og birgðirnar þá ekkert minnkað. Það virðist því sem sendingin á kjöt- inu til Rúmeníu sé aðallega til þess að grynnka á birgðum kjöts hér heima en ekki endilega til að seðja hungur Rúmena. Þarna kom einnig fram að upp skriftir að ýmsum réttum úr dilka- kjöti fylgdu með til Rúmeníu! Það upplýstist einnig að Rúmenar sjálfir eiga fé á fæti og geitur svo milljónum skiptir. Það er því varla nein sérstök þörf fyrir uppskriftir af lambakjöts- réttum fyrir þá þjóð auk þess sem altalað er að Rúmenar séu lítið hrifn- ir af kjöti af þessum skepnum. Varla eykur frosið, íslenskt dilkakjöt ár- gerð 1988 áhuga þeirra á matseld, jafnvel þótt uppskriftir fylgi. - Ég sé því engin rök stjórnvalda að senda þetta kjöt erlendis þegar krafan hér heima er; gefið okkur kjötið. Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! J3 SKEIFUNNI5A, SÍMI: 91-8 47 88 66.000 cm fuku í Sólarlandi á síðasta árí og nú setjum víð stefnuna á 100.000 cm (1 km) 1990. Hefur þú nokkra eða kannski marga sentí- metra sem þú vilt losna víð. Hafðu þá samband og pantaðu frían prufu- tíma í Slender You bekkjarleikfimi. Eínníg í Sólarlandi: Ljósalampar Nuddpottur/gufa Nudd Góð ráð (kcal.) Opíð: Mánud.-föstud. 8-23 Laugard. 10-20 SÓLARLAND © 46191 Betl er blettur á samfélagi Stefanía hringdi: Ég vil vekja athygh á máh sem mér og vonandi flestum íslendingum er mjög ógeðfellt. Það er farið að fara í skapið á mér og fleirum hvernig unglingar svífa að fólki, einkum rosknu eða gömlu, og biðja það um að gefa sér peninga. Þetta skeður nú sennilega helst hér í höfuðborginnni en getur svo sem átt sér stað víðar án þess að í há- mæli hafi komist. - En það er afar hvimleitt þegar unglingur víkur sér að manni og segir sem svo; viltu gefa mér nokkrar krónur? Allt of margir taka þessa bón alvarlega og víkja ein- hverju að viðkomandi en sjá svo á eftír að þetta er ekkert annað en betl. Ég var stödd rétt hjá Hlemmi við Rauðarárstíg fyrir nokkrum dögum. Þá kemur að mér gangandi ungur drengur á að giska 12-15 ára og seg- ir: Gefðu mér fyrir strætó. Ég svar- aði og sagði: Talaðu bara við vagn- stjórann. - Þá segir hann að bragði: Ég er búinn að týna strætómiöanum. - Þegar ég svo svaraði því til að ég væri hreinlega ekki vön að gefa frá mér peninga á förnum vegi sýndi drengurinn sitt rétta andht og hreytti út úr sér: „Æ, þegiðu bara,“ og rauk svo í burt. Víða erlendis eru betlarar á gótum á götum úti. Þar er það háð vissum skilyrðum yfirvalda. útí, einkum í stærri borgum, og eru þeir mikill blettur á samfélaginu. Það er ekki æskhegt að svona ástand fái að þróast óáreitt í landi okkar og vonast ég til að með þessu verði haft vakandi auga og reynt að uppræta þetta í fæðingu. Gólfteppí, mottur og dreglar, gólfdúkar, gólfflísar, parket G.Á. Böðvarsson hf. Byggingavörur Selfossi, sími 98-21335 Grensásvegi 11, simi 91 -83500 Stillholti 16, Akranesi, sími 93-11799 METRO Álfabakka 16, simi 91 -670050 Ht arma Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, slmi 91 -652466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.