Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 25
23*!;
Dæmj iiin nokkur sértilboð Venjuiegt iillioðs- Af-
Blindálfar verð verð sláttur
skáldsaga eftir Pál H. Jónsson Eiðurínn 1.890,- 95,- 95%
eftir Þorstein Erlingsson Drykkir ríð allra hæfi 2.480,- 295,- 88%
litprentuð handbók lÁintýraniaður - Jón Ólafsson 2.286,- 493,- 78%
Gils Guðmundsson skráði Lífsháski í Ljónadal 1.978,- 295,- 85%
spennusaga eftir Ken Follett 1.673,- 295,- 82%
Markaðurínn
stendurtíl
21. íebrúar
HELGAFELL
Síðumúla 29 ■ Sími 688 300.
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990.
Sviösljós
Áróðursmeistarar
Nadia
Comaneci
í verslim-
arferð
Fimleikadrottningin Nadia
Comaneci, sem flúöi Rúmeníu
rétt áöur en byltingin var, hefur
nú sest aö í Bandaríkjunum og
býr þar meö ástmanni sínum,
Constantin Panit. Sá skipulagöi
flótta hennar. Sjálfsagt hefði saga
þeirra þótt hin rómantískasta og
efni í kvikmynd ef Constantin
heföi ekki verið giftur, þriggja
barna faðir og hafði ekki fyrir því
aö láta eiginkonuna vita hvað
framundan væri. Hann yfirgaf
fjölskylduna og hélt með Nadiu
sinni til Flórída. Mynd þessi er
tekin af þeim skötuhjúum í New
York áður en þau fluttu sig til
Flórída og eru þau aö koma úr
verslunarleiðangri.
Tónleikar Connie Francis
enda með ósköpum
Connie Francis, söngkonan sem
gerði garðinn frægan á sjötta ára-
tugnum og söng þá dægurlög sem
enn þann dag í dag eru einhver vin-
sælustu dægurlög sem hljómað hafa,
hefur átt í miklum persónulegum
erfiðleikum. Hún hefur margoft
reynt að ná sér upp úr eymdinni en
ávallt sokkið djúpt aftur.
Ekki er um beina neyslu á lyfjum
Svona leit Connie Francis út þegar
hún var vinsælasta dægurlagasöng-
kona í heimi.
að ræða þótt hún hafi átt við áfengis-
vandamál að stríða heldur eru það
taugarnar sem gefa sig. Nýlega átti
hún að halda nokkra tónleika í Lon-
don og var mikið búið að aulýsa end-
urkomu hennar á tónlistarsviðinu.
Til að hafa langa sögu stutta kom
fljótt í ljós að eitthvað var að. Lítið
heyröist í söngkonunni og hvað eftir
annað varð hún að hætta vegna þess
að hún mundi ekki textana. Þetta
átti samt eftir að versna þegar hún
datt í einu laginú og fór að hágráta
og rauk út af sviðinu. Áhorfendur,
sem fyllt höfðu London Palladium,
urðu fokilhr og heimtuðu endur-
greiðslu og þurfti að kalla lögreglu
til.
„Það var hræðilegt að horfa upp á
þetta,“ sagði einn aðdándi söng-
konunnar. Flestir héldu að söng-
konan hefði verið ölvuð á tónleikun-
um en á blaðamannafundi daginn
eftir harðneitaði hún því: „Mér þykir
þetta ósköp leiðinlegt. Röddin bilaði
og um leið varð ég hrædd. Ég var
ekki drukkin, ég bragða ekki áfengi
og þoli ekki einu sinni áfengislykt,"
sagði hin fimmtíu og eins árs gamla
söngstjarna.
Það kom þó í ljós, þegar rætt var
við lækni sem hafði skoðað háls
hennar rétt fyrir tónleikana, að hún
hafði fengið hjá honum deyfandi lyf.
Það má þó segja Connie Francis til
hróss að hún hélt tónleika númer tvö
í röðinni án áfaila seinna sama kvöld.
Connie Francis er lýsandi dæmi
um að ekki fer alltaf saman frægð
og hamingja oghefur hún fengið sinn
skammt af óhamingju í lífinu. Hún
hefur gifst fjórum sinnum og tvisvar
misst fóstur. Hún beið mikið andlegt
áfall þegar henni var nauðgaö og
dvaldi nokkurn tíma á taugahælum
eftir þann atburð. Þá var bróðir
hennar drepinn rétt fyrir framan
nefið á henni.
Byijunin á erfiðleikum hennar
með röddina, sem hrjáð hefur hana
í mörg ár, má rekja til aðgerðar sem
gerð var á nefi hennar. Við þá aðgerð
missti hún röddina alveg í smátíma.
Þá var hún tekin höndum fyrir að
slá lögregluþjón sem bannaði henni
að reykja þar sem ekki mátti reykja
og hún hefur oftar en einu sinni
reynt að fremja sjálfsmorð. Af þessu
má sjá að lífið hefur ekki verið neinn
dans á rósum hjá þessari söngkonu
sem var fyrrum ein sú vinsælasta í
heimi.
Á þessari mynd sést Connie Francis hrasa á tónleikunum. Innfellda mynd-
in er tekin af henni á blaðamannafundi daginn eftir þegar hún afsakaði
gerðir sínar.
Nú er
komið
að þér
Það er ekki að sjá á hinni frægu
frönsku leikkonu Isabella Hup-
pert að hún skemmti sér mikið
yfir þeirri athygli sem ljósmynd-
arar veita henni á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín sem nú stendur
yfir. Hugsanirnar gætu verið á
þá leið: „Jæja góði, nú er komið
að þér og vertu fljótur að þessu.“
Kristján Einaisson, Selfossi:
Skátafélag Selfoss hefur um
margra ára skeið legið í eins konar
dvala. Þó hefur nokkur starfsemi
verið í gangi og var greinilegt fyrir
nokkrum árum að botninum var
náð. Félagar í skátunum ákváðu
fyrir nokkru að fara í barnaskól-
ann og kynna skátastarfið fyrir
börnunum. Svo vel fórst þeim
kynningin að vel á þriðja hundrað
börn létu skrá sig í skátahreyfmg-
una.
Ákveðinn var skrásetningardag-
ur og áttu börnin að koma í gamla
Tryggvaskála. Svo mikill var fjöld-
inn að röðin sem myndaðist fyrir
utan skálann náði upp á Austurveg
um það bil 50 metra löng. Verður
gaman að sjá það í skrúðgöngunni
17. júní hvað mörg böm hafa staðið
við skátaheimilið.