Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1990, Blaðsíða 24
Sviðsljós Ólyginn sagði... Richard Gere er á kafl í búddisma. Hann hopp- ar heimshomanna á milli til aö gera hinum búddísku vinum sín- um hér og þar á jarðkringlunni greiða. Nýlega opnaði hann sýn- ingu á tíbetskum trúargrímum í New York. Sýninguna kallaði hann „Andspænis guðunum“. Richard Gere er formaður í svo- kölluöu Tibethúsi og mun vera mikill vinur Dalai Lama. En Gere er sem kunnugt er þekktari fyrir kvikmyndaleik en trúariðkanir þó leikstörfin hafi verið í öðru sæti á verkefnalista hans undan- farið. Ted Danson sem lék barþjóninn í Staupa- steini hefur nýlega leikið í mynd með Jack Lemmon. Myndin heit- ir einfaldlega Pabbi og íjallar um samband manns og fóður hans sem er krabbameinssjúklingur. Þannig er mál með vexti að Ted Danson varð fyrir áfalli fyrir nokkrum árum þegar konan hans fæddi honum fyrsta barn þeirra hjóna. Hún fékk þá slag sem sagði lengi til sín. Árin eftir hjartaslagið voru mjög erfið fyrir Ted Danson. Einmitt á þeim tíma var hann að leika léttúðugan bar- þjón Staupasteins þannig að til- finningasveiflurnar voru veru- legar. I nýju myndinni er talið að hann fái loks útrás eftir atvikið með konu sinni en þá var taliö að handvömm lækna hafi komið nokkuð við sögu. í einu atriða myndarinnar á hann nefnilega í höggi við tvo lækna vegna með- ferðar á fóður sínum og gerir þeim lífið virkilega leitt. Timothy Hutton hefur fengið nóg af eiginmanns- hlutverkinu efir þriggja ára hjónaband með leikkonunni Debra Winger. Hann hefur hins vegar ekki misst áhuga á að fást viö fóðurhlutverkið þar sem hann hefur sóst eftir umráðarétti yfir syni þeirra hjóna. MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1990. Skilnaður aldarinnar vestanhafs: Donald Trump féll fyrir nngri fyrirsætu Orskök skilnaðar aldarinnar vestra: Maria Maples, 26 ára Ijósmyndafyrir- sæta frá Georgiu. Hún fær meira en 10 í einkunn hjá milljarðamæringnum. Skilnaður virðist óumflýjanlegur hjá einum ríkasta manni Bandaríkj- anna, Donald Trump, og hinni tékk- neskfæddu konu hans, Ivönu Trump. Lögfræðingar þeirra hjóna munu vera á kafi við að skipta milljörðun- um á milli þeirra. Tahð er að eignir Donalds Trump nemi 1,7 milljörð- um Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 100 milljörðum íslenskra króna. Þessi skilnaður er eitt heitasta fréttaefniö þar vestra þessa dagana og mikið gengur mikið á. Orsök skilnaðarins mun vera að Donald Trump, sem er 43 ára, hélt framhjá Ivönu sinni. Hann hefur átt í leyni- legu ástarsambandi með hinni 26 ára ^gömlu ljósmyndafyrirsætu Maríu Maples frá Georgíu um nokkurt skeið. Fóru ástarfundir þeirra fram á herbergi fyrirsætunnar á St. Mo- ritz-hótelinu í New York. Ivana komst að þessu ástarmakki á dögun- um og þá fór allt í háaloft. Eins og áður sagði er eftir ein- hverju að slægjast fyrir Ivönu þar sem maður hennar er óheyrilega rík- ur. Hann á til að mynda gífurlegar eignir á Manhattan og stóra einka- þotu. Hefur Donald Trump nánast verið fyrirmynd fésýslumanna um allan heim. Reiknað er með að Ivana fái 25 milljónir dollara í sinn hlut við skiln- aðinn en lögfræðingur hennar, Mic- hael Kennedy, telur að henni beri minnst 1100 milljónir dollara. Þá er inni í myndinni að hún eignist Plaza- hótelið í New York en hún hefur verið framkvæmdastjóri þess síðan eiginmaðurinn keypti það fyrir nokkrum árum. Parið hefur ekki viljaö láta hafa Donald Trump ásamt Ivönu Trump í samkvæmi fyrir skemmstu. Hann hefur nú flutt úr 50 herbergja íbúð þeirra hjóna í New York. mikið eftir sér um skilnaðarmál sitt. Blaðafulltrúarnir verjast enn frétta en munu vera að skipuleggja hvernig taka eigi á fjölmiðlum vegna skilnað- arins. Það er ærinn starfi ef miða á við áhuga fjölmiðla. Ivana verður 41 árs 20. febrúar Hún var varamaður í skíðahði Tékks á vetrarólympíuleikunum 1972 þegar hún og Donald hittust. Þau giftu sig 1977 þannig að 13 ára hjónaband er á leiöinni í vaskinn. Jámfrúin í ham: Skúra, skrúbba og bóna... Margrét Thatcher ásamt Carol dóttur sinni. Sú gamla er mjög atkvæðamikil i öllum hússtörfum, hvort sem það er að þrífa eða mála. Þekkir einhver þessa skúringa- kerlingu til hægri á myndinni? Jú, þarna er það engin önnur en Margrét Thatcher sem er á ferö, virkilega járnfrúarleg í fasi. Dóttir Margrétar, Carol, var að kaupa sér lítið raðhús um daginn og þurfti aðstoð við að þrífa, mála og dytta að hinu og þessu. Mamma gamla þeysti út úr Downingstræti 10, reif af sér fína kjólinn og fór beint í vinnufótin. Og svo var tekið til hendinni. Að sögn dótturinnar er mamma hörkudugleg við þrif og öll heimil- isstörf og afar handlagin þegar málningarvinna og veggfóðrun er annars vegar. Mamma er bara svo önnum kafin við að stjórna heims- veldinu að ekki var útlit fyrir að hún stoppaði lengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.