Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 26
34 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Afmæli Sverrir Hermannsson Sverrir Hermannsson, bankastjóri og fyrrv. alþingismaður og ráð- herra, til heimiiis að Einimel 9, Reykjavík, er sextugur í dag. Sverrir fæddist að Svalbarði í Ög- urvík í Ögurhreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Hann lauk stúdents- prófi frá MA1951 og viöskiptafræði- prófifráHÍ1955. Sverrir var fulltrúi hjá VSÍ1955- 1956, skrifstofustjóri VR1956-1960, formaður og framkvæmdastjóri LIV 1957-1972, fulltrúi hjá dagblaðinu Vísi 1960-1962 og fasteignasali 1962- 1971. Sverrir var varaþingmaður 1963-71, alþingismaöur Austur- landskjördæmis frá 1971-88 og for- seti neðri deildar Alþingis 1979-83. Hann var forstjóri Framkvæmda- stofnunar ríkisins 1975-1983, iðnað- arráðherra 1983-1985 og mennta- málaráðherra 1985-1987. Sverrir var formaður Vöku 1954-55, sat í Stúdentaráði HÍ 1954-55 og formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1957-58. Hann sat í stjórn útgerðarfélaganna Eldborgar hf„ Ögra hf. og Vigra hf„ í stjórn Kirkjusands hf. og var stjómarfor- maður útgerðarfélagsins Ögurvíkur hf. 1970-88. Hann sat í Rannsóknar- ráði rikisins 1971-74, var tvisvar fuiltrúi í Norðurlandaráði og hefur setið í ýmsum milliþinganefndum og öðmm stjómskipuðum nefndum umýmismálefni. Sverri var veitt gullugla MA1986, gullstjama Stúdentafélags Reykja- víkur og gullstjama LÍV og VR. Kona Sverris er Gréta Lind Kristj- ánsdóttir húsmóðir, f. 25.7.1931. Foreldrar hennar: Kristján TYyggvason, klæðskerameistari á ísafirði, og kona hans, Margrét Finnbjörnsdóttir. Böm Sverris og Grétu eru: Hulda Bryndís, f. 6.2.1953, gift Guðna Jó- hannessyni, verkfræöingi í Reykja- vík; Kristján, f. 14.10.1956, sölumað- ur hjá O. Johnson & Kaaber, kvænt- ur Emu Ragnarsdóttur er vinnur hjá Fijálsu framtaki; Margrét Krisljana, f. 8.9.1958, forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Vitans í Hafnarfirði, en sambýlismaður hennar er Pétur Hilmarsson þýð- andi; Ragnhildur, f. 28.8.1960, blaða- kona hjá Morgunblaðinu; Ásthildur Lind, f. 23.2.1964, flugfreyja, en sam- býlismaður hennar er Matthías Sveinsson rafvirki; og kjördóttir Gréta Lind, f. 18.10.1973, verslunar- skólanemi. Systkini Sverris em: Kristín Anna.f. 14.11.1918,ekkjaeftirÁs- geir G. Sigurðsson, jámsmíðameist- ara á ísafirði; Þuríður, f. 6.8.1921, gift Amviði Ævari Björnssyni, pípulagningameistara á Húsavík; Gunnar Haraldur, f. 2.12.1922, d. 8.6.1977, skipstjóri í Hafnarfiröi, kvæntur Kristínu Önundardóttur, Þórður Guðmundur, f. 19.4.1924, d. 8.9.1985, framkvæmdastjóri Ögur- víkur, kvæntur Vigdísi Birgisdótt- ur; Karítas Kristín, f. 10.11.1927, gift Steingrími Birgissyni, kaupmanni á Húsavík, Sigríður Ragna, f. 7.1.1926, húsmóðir; Gísli Jón, f. 30.6.1932, framkvæmdastjóri Ögurvíkur, kvæntur Jónínu Einarsdóttur; Halldór, f. 2.1.1934, framkvæmda- stjóri á ísafirði, kvæntur Katrínu Gísladóttur; Guðrún Dóra, f. 7.6. 1937, gift Þóri Þórissyni, fangaverði í Reykjavík, og Birgir, f.22.9.1939, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Öldu Sigtryggsdóttur. Foreldrar Sverris voru Hermann Hermannsson, f. 17.5.1893, d. 26.11. 1981, útvegsbóndi á Svalbarði, síðar sjómaður og verkamaður á ísafirði, og kona hans, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, f. 24.4.1895, d. 20.11. 1977, húsmóðir. Faðir Hermanns var Hermann, b. í Krossnesi og Hagakoti í Ögur- hreppi, Þórðarsonar á Melum í Vík- ursveit, Hermannssonar, b. á Mel- um, Jónssonar. Móðir Hermanns í Hagakoti var Venedía Jóhannes- dóttir, systir Þorgerðar, langömmu Gunnsteins Gíslasonar kaupfélags- stjóra. Móðir Hermanns á Svalbarði var Guðrún Bjarnadóttir, b. á Firöi í Múlasveit, Jónssonar. Salóme er dóttir Gunnars, b. á Eyri í Skötufirði og garðyrkju- manns á Bessastöðum, bróður Hall- dóru, móður Jóns Baldvirissonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins. Gunnar var bróöir Kristínar, langömmu Þorsteins Pálssonar. Gunnar var sonur Sigurðar, b. í Hörgshlíð, bróður Rósinkrans, lang-afa Friðfinns, foður Bjöms, aðstoðarmanns Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Sigurður var sonur Hafliða, b. á Borg, bróður Jóhannesar, langafa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins, fjármálaráðherra. Hafliði var sonur Guðmundar sterka, b. á Kleif- um, Sigurðssonar. Móðir Salóme var Anna Haraldsdóttir, j árnsmiðs og skyttu á Eyri í Skötufirði, Hall- dórssonar, bróður Kristjáns, langaf- a Önnu, móður Sigríðar Stefáns- Sverrir Hermannsson. dóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri, og Einars Kárasonar rithöfundar. Móðir Önnu var Salóme Halldórs- dóttir, b. í Hörgshlíð Halldórssonar. Móðir Halldórs var Kristín Guð- mundsdóttir, b. í Arnardal, Bárðar- sonar, b. í Amardal, Illugasonar, forfóður Arnardalsættarinnar. Þau hjónin taka á móti gestum í Súlnasal Hótel Sögu á afmælisdag- inn milli klukkan 17 og 19.00. Guðmundur Ingvi Sverrisson. Jónssonar, bróður Friðriks, langafa Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra. Málfríður Lára er dóttir Jóhanns, sjómanns á Hellissandi, Jónssonar, bróður Kjartans Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Vísis, og Hjartar, fóð- ur séra Hreins. Móðir Málfríðar Láru var Lára Lárasdóttir. Guðmundur Ingvi Sverrisson Guðmundur Ingvi Sverrisson, heil- sugæslulæknir í Hafnarfirði, til heimilis að Smáratúni 5, Bessa- staðahreppi, er fertugur í dag. Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp í foreldrahúsum í Hafn- arfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1970, embættisprófi í læknis- fræði við HÍ1976 og framhaldsnámi í Gautaborg sem sérfræöingur í heimilislækningum. Guðmundur var heilsugæslu- læknir á Seyðisfirði 1981-88 og hefur verið heilsugæslulæknir í Hafnar- firðifrá 1988. Guðmundur rekur ásamt öömm tölvufyrirtækið Hjama hf„ sem semur sjúkraskráningarhugbúnað- inn Medicus, en það er um þessar mundir að setja upp fyrsta hug- búnaðarkerfið í Svíþjóð auk þess sem unnið er að markaðssetningu annars staðar á Norðurlöndunum. Guðmundur var bæjarfuUtrúi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn og formaður bæjarráðs á Seyðisfirði 1986-88. Hann er í Sjálfstæðisfélagi Bessa- staðahrepps og Lionsfélagi hrepps- ins. Þá er hann mikill áhugamaður um siglingar, smíðaði sér þrjátíu og tveggja feta skútu sem hann hefur siglt kringum landið og til Svíþjóð- ar. Kona Guðmundar Ingva er Kristín Karlsdóttir, f. 8.5.1954, forstöðukona á dagheimili, en hún var fyrsta kona á lista Kvennalistans á Austurlandi í síðustu kosningum. Foreldrar Kristínar era Karl Ómar Jónsson, verkfræðingur og framkvæmda- stjóri Fjarhitunar, og kona hans, Ólöf Stefánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Sonur Guðmundar frá fyrra hjónabandi er Draupnir, f. 7.10.1972, menntaskólanemi. Börn Guðmund- ar og Kristínar eru Ólöf Ösp, f. 17.11. 1981, og Bjöm Ómar, f. 26.2.1985. Systkini Guðmundar em Valdi- mar Öm, f. 1951, offsetljósmyndari sem rekur fyrirtækið Litgreiningu í Kópavogi, kvæntur Ingunni Hauks- dóttur; Þórður, f. 1952, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip og stjómarformaður Stjómunarfélags- ins, kvæntur Lilju Héðinsdóttur; Lára Björg, f. 1954, hjúkrunarkona í Noregi, gift Roald Borthne; Vil- borg, f. 1957, kerfisfræðingur hjá Reiknisstofnun bankanna, gift Guð- mundi Rúnari Guðmundssyni, og Aðalsteinn, f. 1960, búsettur í Hafn- arfirði. Foreldrar Guðmundar Ingva eru Sverrir Öm Valdimarsson, f. 16.12. 1923, prentari og rekur fyrirtækið Litmyndir hf. í Hafnarfirði, og kona hans, Málfríður Lára Jóhannsdótt- ir, f. 17.5.1923, húsmóðir. Sverrir er sonur Valdimars, setj- ara hjá Eddu í Reykjavík, bróður Önnu Guðmundsdóttur leikkonu. Valdimar var sonur Guðmundar, b. á Brennistöðum í Eiðaþinghá og síðar veitingamanns á Seyðisfirði, Ólafssonar, frá Engilæk, Þorsteins- sonar. Móðir Valdimars var Stef- anía Benjaminsdóttir, b. á Ásgríms- stöðum, Torfasonar. Móðir Sverris var Vilborg, systir Sigurðar, skrifstofustjóra ríkisút- varpsins og söngstjóra Karlakórs Reykjavíkur. SystirVilborgar var Sesselja, amma Þórðar lögmanns, og Gunnars Arnar lismálara Gunn- arssona. Vilborg var dóttir Þórðar, prests á Söndum við Dýrafjörö, Ól- afssonar, b. og fátækrafulltrúa í Hlíðarhúsum við Reykjavík, Guð- laugssonar, b. á Helgafelli í Mos- fellssveit, Ólafssonar. Móðir Þórðar var Sesselja Guðmundsdóttir, b. og hafnsögumanns í Hlíðarhúsum, Jónssonar. Móðir Vilborgar var María, systir Bjargar, ömmu Björg- vins Vilmundarsonar bankastjóra. María var dóttir ísaks, pósts á Eyr- arbakka, Ingimundarsonar og Margrétar, systur Skúla, langafa Ólafs Skúlasonar biskups. Annai' bróðir Margrétar var Hannes, lang- afi Ástu, móður dr. Hannesar Hólm- steins. Margrét var dóttir Þorvarð- ar, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Vilhjálmur Guðmundsson Vilhjálmur Guðmundsson bifreiða- stjóri, Heimatúni2, Bessastaða- hreppi, er sextugur í dag. Vilhjálmur fæddist í Reykjavík. Hann kvæntist 8.4.1950, Öldu Guð- bjömsdóttur húsmóður, f. 20.6.1929, dóttur Guðbjörns Einarssonar, sem lést 1967, og Ragnhildar Dagbjartar Amgrímsdóttur. Böm Vilhjálms og Öldu em Ragn- hildur Dagbjört, f. 26.10.1949, frá- skilin og á þijú börn; Óli Bjöm, f. 17.3.1951, kvæntur Maríu Sigurðar- dóttur og eiga þau þrjú börn; Hjör- dís, f. 5.11.1953, gift Guöjóni Sig- urðssyni og eiga þau þrjú böm og eitt bamabam; Guðbjöm, f. 12.4. 1955, kvæntur Elínu Höllu Jóns- dóttur og eiga þau þrjú böm; Gísl- ína, f. 25.4.1957, gift Olafi Einarssyni og eiga þau þijú böm, og Vilhjálmur Sigursteinsson, f. 5.7.1958, ókvænt- ur. Fóstursonur Vilhjálms er Sveinn Svanur, f. 14.1.1966, en unn- usta hans er Guðrún Pétursdóttir. Foreldrar Vilhjálms vom Guð- mundur Kr. H. Jósepsson, f. 26.5. 1905, d. 13.9.1969, bifreiðastjóri, og kona hans, Guðmundína Vilhjálms- V dóttir, f. 8.10.1907, d. 13.9.1987, hús- móðir. Guðmundur var sonur Jóseps verkamanns, frá Syöra-Skörðugili í Langholti í Skagafirði, bróður Gúð- rúnar, móður Sigurjóns Jónssonar rithöfundar, Jósep var sonur Sæ- mundar, b. í Syðra-Skörðugili, Jóns- sonar, b. þar Jónssonar, b. þar. Móðir Sæmundar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Krossnesi í Vallhólnji og síðar á Eyri Ólafssonar. Móðir Jós- eps var Vigdís, dóttir Guðmundar Jónssonar, b. í Þverárkoti í Kjósar- sýslu, og Málhildar Gísladóttur. Bróðir Guðmundínu var Vil- hjálmur S. Vilhjálmssonar, rithöf- undur og blaðamaöur, sá er skrifaði Hannes á hominu í Alþýðublaðið. Guömundína var dóttir Vilhjálms, verkamanns og sjómanns á Eyra- bakka, síðar í Reykjavík, bróður Jónínu, ömmu Jóns Guðmundsson- ar, forsijóra Sjólastöðvarinnar í Hafnarfiröi. Vilhjálmur var sonur Ásgríms, b. að Gljúfri í Ölfusi Sig- urðssonar, b. í Reykjanesi í Gríms- nesi Jónssonar. Móðir Vilhjálms var Þuríður Guðmundsdóttir, b. á Vilhjálmur Guðmundsson. Stærribæ í Grímsnesi, Guðmunds- sonar, og konu hans, Guðrúnar Ól- afsdóttur. Móöir Guðmundínu var Gíslína Erlendsdóttir. Vilhjálmur tekur á móti gestum eftir klukkan 18 á afmæhsdaginn á heimilisínu. Til hamingju með daginn 90 ára______________________ Kristín Þ. Ásgeirsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Garðar Pétiwsson, Hammersminni 18, Búlandshreppi, Sigurveig G. Úlfarsdóttir, Hjallaseh 55, Reykjavík. HalIgrímurBjörnsson, Sultum, Kelduneshreppi. Torfhildur Þorkelsdóttir, Grettisgötu 57B, Reykjavík. Aðalsteinn Ólafsson, Smárahhð 3A, Akureyri. Ósk Jónsdóttir, Álfhólsvegi 105, Kópavogi. Þróinn Sigurbjörnsson, Hátúni 10A, Reykjavík. Júlíus Jónsson, Norðurhjáleigu, Mýrdalshreppi. Þorgerður Þ. Kristjánsdóttir, Fljótaseh 20, Reykjavík. Hallfríður Stefánsdóttir, Sogavegi 180, Reykjavík. Ægir Vigfússon, Langholtsvegi 142, Reykjavík. Bjarni Gestsson, Grænumýri 17, Akureyri. Sigurður Sigurðsson, Furugrund 70, Kópavogi. Henny Martha Emmi Nielsen, Strandgötu 39, Akureyri. 50ára Guðný E. Gisladóttir, Breiðumýri 4, Reykdælahreppi. Hermann Jónsson, Barká, Skriðuhreppi. Sólveig Þorsteinsdóttir, Vesturbergi 148, Reykjavík. Ólafur Sigurðarson, Gunnarsbraut38, Reykjavík. Kristmundur Stefánsson, Ránarbraut 23, Höfðahreppi. Ómar Eyfjörð Friðriksson, Fögrabrekku 14, Kópavogj. Steinunn Pálsdóttir, Böðvarsgötu 9, Borgarnesí. Ólafur Steingrímsson, Aöalstræti 9, PatreksfirðL Andrea Ingigerður Daníelsdóttir, Ásbúð42,Garðabæ. RagnarJónsson, Heiðvangi 10, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.