Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
5
dv Fréttir
Forsætisráðherrar:
Litlu löndin
fengu ekki að
vera með I
„klúbbnum“
„Ég hef aldrei haft neitt á móti því
aö þeir yrðu þama með,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra en í tengslum við Norður-
landaráðsþingið nú hafa vaknað
spumingar um stöðu „htlu land-
anna“, Færeyja, Grænlands og
Álandseyja.
Það er kannski helst vegna þess að
á mánudaginn átti sér stað fremur
neyðarleg uppákoma þegar Jógvan
Sundstein, lögmaður Færeyinga,
fékk að vita það nokkmm mínútum
fyrir hádegisverð og fund forsætis-
ráðherra Norðurlandanna að hann
fengi ekki að vera með. Fundurinn
var haldinn í boði forsætisráðherra
Íslands á Hótel Holti. Sagði Stein-
grímur að mistökin við boðunina
hefðu verið frá danska sendiráðinu.
„Það er rétt að þegar ég mætti
þarna á fundinn á mánudaginn fékk
ég að vita að það heíðu átt sér stað
mistök og að við ættum ekki að fá
að vera þarna með,“ sagði Jógvan
Sundstein.
„Ég haíði skihð boðið þannig að
nú ætti sér stað jákvæð breyting og
að við frá Færeyjum fengjum að vera
með,“ bætti hann við.
Það hefur lengi verið baráttumál
landanna þriggja, Færeyja, Græn-
lands og Álandseyja, að fá að taka
þátt í starfi forsætisráöherranna og
hafa ráðamenn þessara landa nú í
kjölfar þessa atviks skrifað forsætis-
ráðhermnum fimm bréf þar sem
þeir óska formlega eftir að fá að vera
með í „klúbbi" forsætisráðherranna.
-SMJ
Steingrímur Hermannsson:
Verður að stokka
upp starfsemina
„Það er alveg ljóst að það verður
að fara að stokka upp starfsemi
Norðurlandaráðs. Það hefur breyst
gífurlega á örskömmum tíma. Áður
voru þetta mest menningarleg sam-
skipti og utanríkismál vom bannorð.
Nú eru þetta langmest utanríkismál
eins og tengshn við Evrópubandalag-
ið og Austur-Evrópu. Norðurlönd
sem heimamarkaður hefur eiginlega
týnst því löndin em að keppa að því
að komast inn á stærri markað,"
sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra en hann segist taka
undir þær skoðanir manna sem vhja
að starfi Norðurlandaráðs verði
breytt.
Steingrímur sagði að sú mikla
áhersla sem nú væri á utanríkismál
gerði það að verkum að stokka yrði
upp starfsemi Norðurlandaráðs og
þá þyrfti að taka utanríkisráðherr-
anna meö í samstarfið. Þeir hafa til
þessa mikið til verið fyrir utan Norð-
urlandaráð. Sagðist hann vera því
hlynntur að sérstök nefnd utanríkis-
ráðherra yrði sett á stofn.
„Ég er persónuleg hlynntur breyt-
ingum hjá Norðurlandaráði og ég tel
að við getum haft meira gott af Norð-
urlandaráði en við höfum haft til
þessa,“ sagðiforsætisráðherra. Hann
sagði að það kæmi þó ekki til greina
að gefa Norðurlandaráði meiri völd
og sagði að ráðið mætti aldrei verða
yfirþjóðleg stofnun.
- En hvað finnst þér sitja eftir
merkilegast af starfi Norðurlanda-
ráðs en nú hafa menn oft gagnrýnt
tilgangsleysi starfseminnar?
„Ég hef nú sjálfur oft gagnrýnt
hana. Mér hefur oft þótt þetta heldur
marklaust. Þó veit ég að þessi sam-
skipti hafa tengt okkur betur Norð-
urlöndunum. Menn eignast þar
kunningja og geta haft beint sam-
band við þá. Það getur verið ómetan-
legt. Ég segi fyrir mitt leyti að fundir
forsætisráðherranna eru ómetanleg-
ir - maður getur tekið upp síma og
hringt til þeirra en þetta eru oft orðn-
ir persónulegir kunningjar," sagði
Steingrímur.
-SMJ
2ja vikna ferðir frá 42.735.*
3ja vikna ferðir frá 48.725.*
Áldrei betra verð - hvergi* *
Gerðu kröfur um gott og öruggt sumarleyfí
- það gera okkar farþegar.
Vikulegt dagflug til Mallorca í sumar
Opið
sunnudag
frá 13-16
Páskaferð 9.-22. apríl
Verð frá 32.300.*
k * Miðaó við gæói
* Staðgreiðsluverð 2 fullorðnir og 2 böm, 2ja—11 ára.
V/SA
(WttWTIV
Hallveigarstíg 1 - sími 28388