Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 10
10 LAUGARDAGUR 3. MARS 1990. Sambýlisfólk í sviðsljósinu: y» jf ^ /lf | _ Njótum félags- skapar hvort annars - segja Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Páll Pétursson, alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs, sem nýlega tóku saman „Viö Páll erum búin aö þekkjast lengi í gegnum stjórnmálavafstrið en samband okkar hófst þó ekki fyrr en ég bauð honum á árshátíð borgar- stjómar á síðasta ári. Mér leiddist að fara herralaus og því bauð ég flokksbróður mínum,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrsti maður á fram- boðslista Framsóknarflokksins til næstu borgarstjórnarkosninga og borgarfulltrúi undanfarin ár. Sigrún og Páll Pétursson, þingmaður Fram- sóknarflokksins og forseti Norður- landaráðs, hafa búið saman síðan í haust og takast bæði á við erfið verk- efni á næstunni á sviði stjómmál- anna. Það má því segja að þau séu sambýlisfólk í sviðsljósinu. Tæp tvö ár em síðan Páll á Höllu- stöðum, eins og hann er oftast nefnd- ur, missti eiginkonu sína en Sigrún skildi við eiginmann sinn fyrir fjór- um árum. Þegar þau eru spurð hvort þau sem par hafi ekki vakið umtal segir Páll: „Það er aldrei hægt að komast hjá slúðri og svo er líka logið upp á mann endalaust hvort eð er en ekki þýðir að kippá sér upp við það. Þar sem við höfum bæði verið gift áöur er því ekki að neita að það var hálfeyðUegt að vera einn að dingla á mannfagnaði þar sem hjón eru að skemmta sér. Það hentaði þess vegna vel að bjóða hvort öðru og við komumst að því að okkur þótti félagsskapur hvort annars eftirsókn- arverður og nú erum við tekin sam- an. Ég var afar vel kvæntur og þegar ég missti konu mína var ég mjög vængbrotinn. Lífið hélt samt áfram og nú hef ég tekið gleði mína á ný,“ segir Páll og lítur á Sigrúnu. Pólitíkin kemur í veg fyrir hjónaband Sú saga hefur verið sögð um sam- band þeirra Sigrúnar og Páls að póli- tíkin komi í veg fyrir að þau geti gengið í það heilaga. Þau kannast við söguna: „Það er að vísu rétt að með- an við erum i okkar núverandi póli- tísku störfum þá er það vissum ann- mörkum bundið og hjón þurfa lögum samkvæmt að eiga sama lögheimili. Sigrún verður að vera búsett í borg- inni meðan hún er borgarfulltrúi og ég vil ekki glata réttindum minum sem bóndi, auk þess sem ég vil vera búsettur í mínu kjördæmi. Á hinn bóginn er hægt að hugsa sér undan- þágur frá þessu búsetuskilyrði. Þing- menn þurfa ekki að eiga lögheimili í Reykjavík, jafnvel þó að þeir hafi meirihlúta tekna sinna vegna starfs hér. Því skyldi það ekki vera leysan- legt í okkar tilfelli? Þetta er i annan stað dálítið óvenjuleg staða,“ segir Páll kíminn. Ekki vilja þau segia hér og nú að brúðkaup standi fyrir dyrum heldur láta nægja að svara: „Það kemur bara í ljós.“ Kaupmaðurinn á horninu Þau Páll og Sigrún láta sér þó ekki nægja að vera einungis í pólitíkinni. Sigrún er kaupmaður í Reykjavík og Páll rekur bú sitt á Höllustöðum með hjálp dóttur sinnar og tengdasonar. Önnur verslun Sigrúnar er í sama húsi og þau búa í. „Eg er alltaf í sam- „Ætli við séum ekki heimakærar manneskjur," segja þau Páll og Sigrún sem auk þess að vera á fullu í pólitíkinni eru í öðrum störfum, hún kaupmaður og hann bóndi. En þau eiga sameiginlegt áhugamál - stjórnmálin. bandi við mína umbjóðendur þegar ég er niðri í búð og oft fæ ég að heyra hvað megi betur fara í borginni," segir hún. „Þessa verslun er ég búin að reka ásamt vinafólki mínu í tæp nítján ár. Kaupmaðurinn á hominu hefur langan vinnudag og þess vegna hefur það bitnað meira á meðeigenda mínum aö reka verslanirnar á með- an ég sinni borgarmálefnum. Við skiptum þvi þannig að hann sér um innkaup en ég bókhaldið, launin og reikningana. Ég held að jafnvel Páh hafi komið á óvart að kaupmaðurinn þurfi að vinna löngu eftir að búið er að loka búðinni,“ segir Sigrún. Langt er síðan hún hóf afskipti af pólitík. „Ég var búsett á Bíldudal fyrir tuttugu árum og bauð mig fram í hreppsnefnd og var efst á lista. Það voru mín fyrstu kynni af stjórn: málum en í Bfidudal bjó ég ekki nema í þijú ár - kláraði ekki einu sinni kjörtímabilið sem mér fannst sárt. Ég var fyrsta konan sem komst í hreppsnefnd á þessum stað. Áður haíði ég búið fimm ár í Þýskalandi en þar fékk ég mjög dýrmætan en harðan skóla. Maður þurfti að standa sig í vinnu og ekkert dugði nema krafturinn og harkan. Eg lærði ákveðni á þeim árum og stundum finnst mér nú að ég þyrfti að fara í endurhæfingu til Þýskalands,“ segir Sigrún. Pólitíkus frá fæðingu Páll hefur hins vegar verið alla ævina í pólitíkinni. „Ég ólst upp á mjög pólitísku heimih og mikil um- svif á sviði stjórnmálanna voru í kringum heimili foreldra minna. Móðurbræður mínir voru mjög virk- ir í póhtík og margir frændur mínir. Þegar ég var í menntaskóla hóf ég sjálfur afskipti af stjórnmálum og strax eftir að ég varð bóndi á Höllu- stöðum þróaðist þetta út í ahs kyns afskipti af félagsmálum." Árið 1974 tók Páll annað sætið á framboðslista í Norðurlandi vestra og hefur verið þingmaður síðan. „Þetta voru mjög skemmtilegar kosningar, þingrofskosningar. Ólaf- ur Jóhannesson var forsætisráö- herra, hann rauf þing og efnt var til nýrra kosninga. Ólafur var efsti maður á listanum og viö náðum báð- ir kjöri.“ Mikið átak var fyrir Pál að ákveða hvort hann ætti að gefa kost á sér á framboðslistanum því ljóst var að það myndi hafa í fór með sér miklar breytingar fyrir heimilið. „Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hætta búskap fyrir óvissa framtíð í pólitík. Það er afar mikið atriði að hafa eitt- hvað annað til að hverfa að þegar maður er í stjórnmálum þannig að maður sé ekki háður því fjárhagslega að ná endurkjöri. Til stóð að fjöl- skyldan yrði fyrir sunnan á veturna en svo vildum við ekki hætta á að röskun yrði á skólagöngu barnanna og það þróaðist svo að konan mín sá um búið að langmestu leyti meðan hún hafði heilsu. Ég hélt í fyrstu að ég væri algjörlega ómissandi fyrir búskapinn á Höllustöðum en annaö kom í ljós. Alltaf reyndi ég þó að koma heim um helgar og við höfðum líka gott vinnufólk. Þegar konan mín veiktist tóku dóttir mín, Kristín, og tengdasonur, Birkir Freysson, viö umsjón búsins.“ Páll á ennfremur tvo syni. Annar er vélaverkfræðingur og starfar við rannsóknir í Danmörku en hinn er í lögfræði í Háskólanum. Varð hrifin af borgarmálefnum Sigrún á tvær dætur, 14 og 19 ára. Hún er aftur á móti mikið borgar- bam, fædd og uppahn í Skipasund- inu. „Ég er ánægð aö hafa búið fyrir vestan. Það þroskaði mann mikið að kynnast lífinu í afskekktu þorpi, Það var t.d. ekki bílfært frá Reykjavík í níu mánuði á ári vestur á þeim tíma. í raun vom það mikil viðbrigði að koma úr stórborg erlendis í svo lítið \ samfélag en ég kunni vel viö það. Heilsuleysi móður minnar rak á eftir okkur að koma suður. Við leituðum að íbúð í nágrenni við heimili for- eldra minna. Þessi íbúð var til sölu ásamt versluninni. Þá fengum við vinafólk okkar frá Bíldudal til að kaupa hana með okkur og þannig varð ég kaupmaður,“ segir Sigrún. „Það er hálfsniðugt að ég skyldi eign- ast verslunina Rangá. Þegar ég var barn keypti ég kúlurnar mínar hér og sjálfsagt hefur mig dreymt um að eiga allt þetta namrni," segir Sigrún og hlær. Leið Sigrúnar lá ekki beint í póli- tíkina þegar hún ílutti aftur til Reykjavíkur. „Ég gekk í Félag fram- sóknarkvenna og fyrir þingkosning- arnar 1978 tók ég þátt í prófkjöri. Einar heitinn Ágústsson, sem var góður vinur minn, hvatti mig mjög að gefa kost á mér. Ég sló til og lenti í sjötta sætinu. Aftur urðu kosningar { árið 1979 og þá lenti ég í fjórða sæt- inu. Ég sat því tvisvar sem varaþing- maður á Alþingi. Ég tók þátt í kosningabaráttu fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.