Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 13
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990. 13 Helgarpopp Hljómsveitin Happy Monday's frá Manchester. Lélegur fótbolti eflir tónlistarlífið - segja meðlimir Manchestersveitarinnar Happy Monday's í viðtali við DV Yfirstandandi vetur hefur ekki boöiö landanum upp á mikil tilþrif hvað lifandi rokktónhst varöar. Á þessu verður gerð bragarbót um miöjan mánuðinn en þá er væntanleg til landsins hljómsveitin Happy Mon- day’s sem er einn aðaldrifkrafturinn í blómlegu tón- listarlífi Manchesterborgar þessi misserin. Tónhst Happy Monday’s er kynleg blanda af óhefl- uðum krafti óháða rokksins og ögrandi danstónlist. Þannig nær hljómsveitin að steypa í sama form and- stæðum sem lyndir vel saman og styrkja hvor aðra. Breskum plötukaupendum virðist falla gjörningur þessi vel í geð því að á síðasta ári komst Happy Mon- day’s í hóp söluhæstu hljómsveita óháða markaðarins í Bretlandi. Gagnrýnendum breskum þykir sömuleið- is töluvert til Happy Monday’s koma og sem dæmi má nefna að meðal 20 bestu laga síðasta árs hjá Mel- ody Maker og Sounds voru tvö úr smiðju Manchester- piltanna. Einnig má nefna að breiðskífan Bummed var inn á topp 10 yfir bestu plötur ársins 1988 hjá Melody Maker. Iðjuleysi upphaf allra dygða „Við bjuggum sex saman í íbúðarkytru í Manc- hester upp úr 1980, atvinnulausir og ráðvilltir ungir menn,“ segir söngvarinn Shaun Ryder þegar hann rifjar upp tilurð Happy Monday’s. Upp úr aðgerðar- leysi og ólifnaði reis fyrirbærið. Það stóð á hálfgerðum brauðfótum fyrstu árin því félagarnir sex kunnu lítt til verka, enginn þeirra hafði komið nálægt hljóm- sveitarvafstri og hljóðfæri þekktu þeir mest af af- spurn. Fimm árum síðar var spilverk þeirra orðið húsum hæft og sumum þótti það meira að segja áhugavert. Meðal þeirra voru forsprakkar Factory Records sem m.a. gefur efni New Order út. Árið 1985 kom fyrsta smáskífa Hdppy Monday’s á markað á merki Factory og innihélt hún lagið Delightfut. Þar með var boltinn farinn að rúlla. Þó verður tæplega sagt að vegurinn til frægðar hafi verið beinn og breiður. Þrátt fyrir ágæt orð gagnrýnenda seldust fyrstu smáskífurnar frekar Ula og tónleikar hljómsveitarinnar utan heima- borgarinnar voru Ula sóttir. Sumstaðar mættu innan við 200 manns og þar af var helmingurinn genginn út eftir hálftíma leik hljómsveitarinnar. Ekki voru Umsjón: Snorri Már Skúlason aUir jafnvanþakklátir í garð Happy Monday’s ogþeirr- ar hstsköpunar sem hljómsveitin hafði fram aö færa. Gamla rörinu John Cale úr Velvet Underground barst lagið Freaky Dancing til eyma og hreifst. Hann setti sig í samband við hljómsveitarmeðlimi og varð úr að hann útsetti fyrstu breiðskífu Happy Monday’s sem heitir stutt og laggott Squirrel and G-man 24 hour party people plastic face can’t smUe. Ekki varð sá gripur til að auka veg Happy Monday’s nema í litlum mæli. Þó var ljóst að hljómsveitin var í framför og hugmyndaauðgi var nokkuð sem hijómsveitina skorti ekki. Það kom þeim sem með hljómsveitinni höfðu fylgst því ekki svo mjög á óvart aö næsta plata, Bummed, varð sniUd. Hjólin fara að snúast Bummed kom á markað seint á árinu 1988 og var hampað sem einni bestu plötu þess árs. Þar er ný- bylgjurokkið í forgrunni hressUegt og hrátt en undir niðri, í undirmeðvitund tónlistar með sjálfstæða til- vist, kraumar heitur danstakturinn. Bummed ber með sér handbragð Martin Hannet, útsetjara sem er trúr sinni heimaborg því hann er þekktastur fyrir sam- starf sitt við Joy Division, New Order og pönksveitina Buzzcock’s, aUar frá Manchester. Á síðasta ári, sem eins og komið hefur fram er það besta í sögu Happy Monday’s, gaf hljómsveitin út Ep plötvma Madchester Rave on þar sem Steve LUlyw- hite leggur hönd á plóginn auk endurgerðar Vince Clark á laginu WFL sem áður hafði komið út á Bummed. Þessi verk Happy Monday’s sína hljómsveitina fær- ast nær dans-og fönktónlist á kostnað rokksins. Þau styrkja stöðu Happy Monday’s sem helstu Acid House sveitar Bretlands og hafa fært sexmenningunum lýð- hylli sem enginn þeirra lét sig dreyma um í íbúðar- kytrunni fyrir áratug. Vita ekkert um ísland í tilefni af hingaðkomu Happy Monday’s sló undir- ritaður á þráðinn til Manchester. Fyrir svörum varð trymbilUnn Gaz en honum verður líidega seint brigsl- að um lausmælgi karUnum þeim. Hvað um það, hann var fyrst spurður hvort hann teldi það hafa áhrif á tónlist Happy Monday’s að hljómsveitin kemur frá Manchester en ekki Leeds eða Liverpool? „Þessu er erfitt að svara. Það hefur hugsanlega ein- hver ómeðvituð áhrif. Hér Uggur okkar bakgrunnur, allt sem, við þekkjum og það hlýtur að hafa sitt að segja. Þessiáhrif æskuslóðanna voru líklega merkjan- legri hér áður fyrr þegar við vorum meira „lókal” hljómsveit.” Nú hefur gróska verið mikU í tónUstarlífi Manc- hesterborgar síðustu misserin. Hljómsveitir eins og Stone Roses, Inspiral Carpets, The James og auðvitað Happy Monday’s hafa vakið athygli. Hverju ber að þakka? „Stóru fótboltahðunum í borginni hefur gengið Ula á undanförnum árurn,” segir Gaz og hlær. „Fólk er hætt að nenna að fylgjast með Uöunum og hlustar frekar á tónlist. Annars virðist þetta ganga í bylgjum hvernig ákveðnar borgir eða staðir rísa upp og verða áberandi í tónlistarheiminum en síðan hægir aftur á. Núna virðist Manchester vera í uppsveiflu." Er hljómsveitin sífellt að nálgast danstónUstina á kostnað rokksins? „Að vissu leyti. Reyndar hefur danstónhstin alltaf skipað verðugan sess í okkar tónUst. Við höfum aUtaf verið hrifnir af henni og þeir sem hafa útsett plötur okkar upp á síðkastið hafa verið duglegir við að koma með hugmyndir í þá átt. Þess vegna hefur henni kannski verið gert hærra undir höfði en rokkinu.” Þar með barst taUð að íslandsferðinni. Bez sagðist hlakka tíl fararinnar því hann vissi ekkert á hverju hann ætti von. Um land og þjóð vissi hann sama og ekki neitt, nema að hér væri kalt. Það er því vonandi að Happy Monday’s bregði birtu og yl inn í íslenskt tónlistarlíf með komu sinni hingað og að sem flestir verði þeirrar birtu aðnjótandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.