Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 14
14
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 96 kr. - Helgarblað 115 kr.
Miðaldra ást án ávaxta
„Mér hefur oft þótt þetta heldur marklaust," sagði
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um starf
Norðurlandaráðs í viðtali við DV í gær. Þessi skoðun
er orðin almenn hér á landi og er að minnsta kosti orð-
in útbreidd einnig annars staðar á Norðurlöndum.
Vörnum fyrir ráðið er einkum haldið uppi af þeim,
sem hafa hagsmuna að gæta sem þátttakendur í veizlum
og ferðum. Þeir verja ráðið með tah um árangur, sem
varð fyrir meira en þremur áratugum, svo og um Nor-
ræna húsið, sem orðið er nokkuð fullorðið hka.
Sífellt þrengist um raunveruleg verkefni Norður-
landaráðs. Á fundi þessarar viku var deilt um, hvort
jólasveinninn ætti að vera grænlenzkur eða finnskur.
Ennfremur er fræg 114 blaðsíðna skýrsla á vegum ráðs-
ins um varðveizlu leðurhúsgagna. Ráðið drepur tímann.
Ehimörkin hafa ekki leitt til samdráttar í útgjöldum
ráðsins. Þau hafa vaxið um 3% árlega umfram verð-
bólgu. Er nú svo komið, að á vegum ráðsins eru 74 stofn-
anir, 23 embættismannanefndir, 152 aðrar nefndir og
2000 verkefni, sum á borð við leðurhúsgögnin.
Lítið mark er tekið. á því, sem kemur frá Norður-
landaráði og stofnunum þess. Ríkisstjórnir Norðurlanda
stinga skjölum frá ráðinu yfirleitt beint ofan í skúffu.
Utan Norðurlanda er gert grín að ráðinu, svo sem í
brezka vikuritinu Economist, er tók út ráðið í fyrra.
Eftir að komið var á gagnkvæmum réttindum Norð-
urlandabúa að frumkvæði ráðsins fyrir nokkrum ára-
tugum, hefur vaxtarbroddur framfaramála flutzt til
stofnana á borð við Fríverzlunarsamtökin, sem starfa
meira, þótt þar sé minna framleitt af ýmsum skjölum.
Á fundinum í Reykjavík 1 þessari viku hafa verið
framleidd 300 þúsund ljósrit úr þremur tonnum af papp-
ír. 100 milljónir hafa farið í ferðir og uppihald og svipuð
upphæð í annan kostnað, svo sem tólf veizlur, þar af
ein 900 manna, sem íslenzka ríkisstjórnin stóð fyrir.
Ahs kostar Norðurlandaráð um 6,4 milljarða króna
á ári, auk ýmiss kostnaðar, sem ríkissjóðir þurfa að
bera. Afrakstur peninganna var sæmilegur fyrir nokkr-
um áratugum, en hefur orðið næsta lítih á síðustu árum.
Ráðið er að verða lítið annað en fita, sem skera þarf.
Að vísu falla hér og þar peningar af borðum ráðsins
til ýmissa menningarmála. Þess vegna hefur hópur
þekktra íslendinga mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði
íjárveitinga til slíkra mála. En góðverk ráðsins eru frem-
ur lítilfjörleg í samanburði við allt umstang þess.
Eitt nýjasta afrek ráðsins var að dreifa auglýsingu
um fund þess í öll hús á Reykjavíkursvæðinu. Bækling-
urinn er fremur iha hannaður og segir ekki einu sinni,
hvar fundurinn er haldinn. Prentun hans kostaði 200
þúsund krónur og dreifmgin 550 þúsund krónur.
Af kostnaði ráðsins bera íslendingar ekki nema 64
milljónir króna á ári. Það er út af fyrir sig vel sloppið,
en nægir samt ekki sem afsökun fyrir lélegri nýtingu
ráðsins á fjármagni sínu, ekki frekar en vel þegnir styrk-
ir til menningarmála afsaka hina lélegu nýtingu.
Greinilegt er af fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík í
þessari viku, að vonlaust er orðið, að ráðið finni sér
gagnleg verkefni við hæfi umstangsins í veizlum og ferð-
um. Þess vegna er brýnt að taka tillit til ellimarkanna
og fara að draga fjárhagsseglin saman frá ári til árs.
Eins og brezka fréttatímaritið Economist segir,
minnir Norðurlandaráð á ástarsamband miðaldra fólks;
- það getur verið innhegt, en ber ekki ávöxt.
Jónas Kristjánsson
Valdið komi frá
fólkinu en ekki
flokkmim
Bandaríska fréttaritið Time til-
nefndi um síðustu áramót Mikhail
Gorbatsjov mann áratugarins sem
er að líða, þann sem mest hefði
stuðlað að því að breyta gangi mála
í veröldinni til góðs eða ills og í
þessu tilviki til góðs. Takist Sovét-
leiðtoganum að koma því til leiðar
sem hann hefur færst í fang á
fyrstu mánuöum nýja ársins, ætti
hann að standa vel að vígi í keppn-
inni um titilinn maður aldarinnar
að tíu árum liðnum.
Það er hvorki meira né minna en
að hnekkja í Sovétríkjunum sjö
áratuga valdaeinokun kommún-
istaflokksins. í staðinn á að koma
forsetastjóm þar sem þjóðkjörinn
forseti fer með framkvæmdavald
og styðst við þjóðkjörið þing. Þing-
fulltrúar verða valdir í keppni
frambjóðenda mismunandi stjóm-
málaafla.
Tillögur um stjórnarskrárbreyt-
ingar til að gera umskiptin að vem-
leika koma til afgreiðslu á fundi
Þjóðfulltrúadeildar sovéska þings-
ins 12. mars. Annars vegar er um
að ræða afnám ákvæðis í sjöttu
grein stjómarskrárinnar sem lög-
bindur valdaeinokun Kommúni-
staflokks Sovétríkjanna og fomstu-
hlutverk fulltrúa flokkskerfisins á
öllum sviðum þjóðlífsins. Hins veg-
ar verða lagðar fram fullútfærðar
tillögur um valdamikið forseta-
embætti sem Æðsta ráðið sam-
þykkti nýlega að stofnað skyldi.
Gorbatsjov gegnir nú tveim
valdastöðum. Hann er forseti for-
sætisnefndar Æðsta ráðsins og að-
alritari miðstjómar kommúnista-
flokksins, sem slíkur í forsæti
stjómmálanefndar miðstjórnar-
innar. En hvorug þessi stofnun er
létt í vöfum eða hpur til skjótra
ákvarðana í aðkallandi málum. í
forsætisnefnd Æðsta ráðsins situr
41 maður og ætlast er til að leitað
sé samstööu um meiriháttar
ákvarðanir. Stjórnmálanefndina
skipa 11 menn og enginn vafi er á
að eitt af því sem staðið hefur fram-
kvæmd perestrojku, endurbótaá-
forma Gorbatsjovs, fyrir þrifum er
að í stofnuninni ríkir togstreita
milli umbótasinna og íhalds-
manna.
Yfir Sovétríkin ríða nú tvær öld-
ur ókyrrðar. Önnur stafar af
óánægju með bág kjör og hróplegan
vöruskort. Hin felst í því að þjóð-
ernadeilur blossa upp um leið og
slakað er á fyrri harðstjórn og
skoðanakúgun. Útbreidd skoðun
meðal stuðningsmanna Gor-
batsjovs er að koma hefði mátt í
veg fyrir eða minnsta kosti draga
úr blóðsúthellingum eins og þeim
sem urðu nýverið í Aserbadsjan,
ef æðstu stofnanir hefðu verið í
stakk búnar að taka skjótar
ákvarðanir og framkvæma þær í
skyndi, áður en ólgan fór úr bönd-
um.
En meginástæðan til stjórnkerf-
isbreytingárinnar er að Gorbatsjov
og menn hans gera sér ljóst að
Kommúnistaflokkur Sovétríkj-
anna er alls ófullnægjandi bakhjarl
að styðjast við í þeirri umturnun
hagkerfis og stjómkerfis sem
ástandið kallar á. Þetta var látið
koma rækiiega fram í kosningum
til Þjóðfulltrúadeildarinnar á síð-
asta ári. Um leið og opnað var fyrir
frjálsa kosningu milb keppinauta,
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
féllu flokksembættismennimir
unnvörpum fyrir frambjóðendum
sem tóku málstað endurbótastefn-
unnar upp af einurð og augljósri
sannfæringu.
Nú eru framundan á morgun
kosningar til lýðveldisþinga og hér-
aðsráða í slavnesku sovétlýðveld-
unum þremur, Rússlandi, Úkraínu
og Hvíta-Rússlandi. Fastlega er
gert ráð fyrir að flokksbroddarnir
fái þar enn hraklegri útreið en í
alríkiskosningunum í fyrra. Þegar
svo er framundan afnám valdaein-
okunar flokksins, er vísast að hann
klofni með tímanum eftir því sem
íjölflokkakerfi þróast. Stuðningsm-
en Gorbatsjovs eru því farnir að
hafa á orði að hann eigi að láta af
lítilsveröu aðalritarastarfi eftir að
komið er til sögunnar forsetaemb-
ætti með raunverulegu, skil-
greindu valdsviöi.
Því enginn efast um að Gor-
batsjov verði kjörinn til að gegna
nýja forsetaembættinu. Kjörið
kemur í fyrsta skipti í hlut þings-
ins, en að loknu fyrsta kjörtímabib
kemur val forseta til kasta kjós-
enda í beinu vali á fimm ára fresti.
Vitað er að samstarfsmenn Gor-
batsjovs voru síðastliðiö sumar
farnir að halda að honum hug-
myndinni um breytingu á æðstu
stjóm ríkisins á þennan veg, en
hann vísaði henni þá á bug og vildi
ekki láta eigna sér einvaldstil-
hneigingar. Atburðir síðasta haust
og framan af vetri sannfærðu hann
svo um að ekkert undanfæri væri
að gera þessa breytingu, í því skyni
að skapa traustari stjórnartök og
skilyrði til skjótra ákvarðana.
Samkvæmt því sem gert er ráð
fyrir í rammatillögunni sem fyrir
Æðsta ráðinu lá, tilnefnir nýi for-
setinn forsetisráðherra og í sex
önnur ráðherraembætti, þar á
meðal þá sem fara með utanríkis-
mál, landvarnir og dómsmál. Þing-
ið þarf að staðfesta skipan ríkis-
stjórnar. Þingið getur einnig vikið
ríkisstjóm frá með því að sam-
þykkja á hana vantraust, en viö því
getur forseti brugðist með því að
rjúfa þing og efna til nýrra kosn-
inga. Eins og sjá má er þessi skipan
að verulegu leyti hliðstæð þeirri
sem ríkir í fimmta lýðveldinu
franska.
Eitt af því sem einkum er unnið
að milli umræðna í þingdeildum
er valdskiptingin milli forseta og
þings. Til dæmis mun vera deilt um
hvort gert skuli ráð fyrir að þingið
geti sett forseta af fyrir tilteknar
yfirsjónir eða ávirðingar.
Þá verður það á valdi forseta að
fyrirskipa neyðarástand, gefa út
tilskipanir um skyndiaðgerðir, beri
óvænt atvik að höndum. Hann skal
vera æðsti yfirboðari heraflans,
innanríkisráðuneytisins og alríkis-
og leynilögreglunnar KGB.
Á fundi Æðsta ráðsins um stofn-
un forsetaembættis með fram-
kvæmdavaldi fór eins og Gorbat-
sjov hafði gmnað. Harðasta gagn-
rýnin kom frá þeim sem sjá í þess-
ari samþjöppun valds hættu á ein-
valdsstjórn. Niðurstaðan var að
málið var sent Þjóðfulltrúadeild-
inni til lokaafgreiðslu með at-
kvæðamun sem nemur nær sex á
móti einum.
Um síðustu helgi efndu svo sam-
tök sem standa að framboðum gegn
fulltrúum flokksvélarinnar í lýð-
veldakosningunum til íjöldafunda
í tugum borga frá Minsk og Kíef til
Vladivostok við Kyrrahaf. Yfirvöld
gáfu út yfirlýsingar og vöruðu við
tilraunum til að efna til óspekta í
skjóli fjöldans, sér í lagi viðleitni
til að aia á þjóðernahatri. Reynslan
varð að allir fóru fundirnir fram
með stakri prýði, friði og spekt.
Slavnesku lýðveldin eru síður en
svo á sprengipunkti.
Magnús Torfi Ólafsson
s
..... ■ ••■■ . ■ . : : ■
. " * ''íf-i V 'Æj,
[ ; .
1 531 fTi M ’ , :v 1 ' - v n
’ÍT" «5 jlfi'ilji'pi
Manngrúi fer yfir Krimski-brúna í Moskvu á leiö á fjöldafund sem haldinn var til að fylgja eftir kröfunni um
afnám valdaeinokunar kommúnistaflokksins.