Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 18
18
Veiðivon______________________x>v
Árménn ætla að vera í góðu
formi á árbökkunum
Hugmyndaflug marga veiðifélaga
er feiknagott og eitt það nýjasta sem
heyrst hefur er líkamsrækt Ár-
manna. Þeir hafa samið viö líkams-
rækina Ræktina um smáhreyfmgu
fram á vor fyrir félagsmenn sína í
tækjum þeirra Ræktarmanna. Eða
eins og sagt er við félagsmenn:
„Komiö ykkur í gott form fyrir sum-
arið.“
En það eru fleiri stórmál í gangi
hjá þeim Ármönnum og kannski
betra aö vera í þokkalegu formi. Ár-
mönnum hefur nefnilega boðist til
kaups hluti hæðarinnar í Dugguvog-
inum en þeir eiga fyrir hlutann á
móti. Málin á að ræða fimmtudags-
kvöldið 15. mars, klukkan átta, á al-
mennum félagsfundi í Árósum.
Uppboð á gömlum
veiðivörum
Verslunin Veiðimaðurinn veröur
50 ára á árinu og var opnunarkvöld
á miðvikudaginn í versluninni. Upp
á ýmislegt verður boðið á afmælisár-
inu eins og sýningu á fluguhnýting-
um og heimsókn frá The House of
Hardy, svo eitthvað sé nefnt en af-
mælishátíðin mun standa út árið.
Það vekur þónokkra athygli að í byrj-
un afmælishátíðinnar var uppboð á
gömlum veiðivörum.
ÁsgeirHeiðarveit
hvaða flugur gefa lax
Ásgeir Heiðar, staðarleiðsögumað-
ur i Laxá í Kjós, veit hvað hann vill
í fluguveiðinni. Hann segir að rauð
Frances verði reynd til að byrja með
í Kjósinni og svo verður það Nóra
þegar líða fer á sumarið. En Nóra er
nafniö á hundi Ásgeirs, sem hefur
Flugur eru víða hnýttar þessa daga
fyrir sumarið og eins gott að eiga
nóg þegar slagurinn hefst, hvort
sem menn ætla i Laxá í Kjós, Elliða-
árnar eða Laxá í Þingeyjarsýslu.
DV-mynd SS
Orri verður
16. mars í
opnu húsi
Einn er sá maður sem fer víða
þessa dagana. Hann heitir Orri Vig-
fússon, kaupandi laxakvóta. En
Orri verður í opnu húsi hjá Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur 16. mars og
verður spennandi aö heyra hvaö
hann segir þar.
fylgt honum hvert fótmál í Kjósinni.
Áðrar flugur segist hann ekki þurfa
að reyna þar næsta sumar. Þetta
kallar maður að ákveða hlutina fyr-
irfram.
Afturveittí
Hvammsvík
Kjós um næstu helgina eftir nokkurt
hlé og verður settur stærri fiskur í
tjörnina. Þetta er um tveggja punda
regnbogasilungur sem hægt að veiða
á dorgi næstu dagana í Hvammsvík-
inni. Dorgarar geta því tekið gleði
sína aftur en nokkir hafa farið en
fengið lítið á vötnum hér í nágrenni
Reykjavíkur.
Veiði hefst aftur í Hvammsvík í
Veiðidellan er mikil og hér hefur Jónas Th. Lilliendahl komið sér vel fyrir
á ísnum á Meðalfellsvatni og bíður eftir þeim stóra. DV-mynd G. Bender
Up?A^fiyR^,,^RS 1990,
Þjóðarspaug DV
Kloflð í boði
Kona nokkur í Norður-Þingeyj-
arsýslu haföi klofið sig úr Fram-
sóknarflokknum ura leið og Stef-
án Valgeirsson til þess að geta
stutt kloftiingsframboð hans af
fullu mætti. Er eiginmaður kon-
unnar frétti þetla kom hann að
máii við konu sína og sagði:
„Er það satt Helga min, að héð-
an í frá bjóöir þú íram klofið.“
Læknavísindi í
hnotskurn
Þrír menn sátu eitt sinn að
drykkju á Gauk á Stöng. Er þeír
voru orðnir vel við skál fóru þeir
að ræða unt þau mestu læknisaf-
rek er þeir höfðu heyrt minnst
á. Að sjáifsögðu urðu hlutimir
eilítíð ýktir í meðfórum þeirra.
„Ég hef heyrt um lækni sem
græddi fót á mann og tókst það
svo vel að viðkomandi sjúklingur
gat leikiö knattspyrnu á eftir,“
segir sá fyrsti.
„Ég hef nú heyrt um lækni sem
græddi hönd á mann og sá sjúkl-
ingur átti nú eftir að leika nokkra
iandsleiki í handbolta eftir það,“
sagði annar.
„Ég hef nú heyrt um lækni sem
tók illa farið höfuö af manni og
græddi á hann blómkálshaus i
staðinn,“ sagði sá þriðji.
„Og hvað með það,“ spurðu
hinir félagamir í kór.
„Hann gegnir núna embætti
ráðherra á Islandi," bætti hann
þá við.
Grettukeppnin
Hljómsveit, sem þekkt er fyrir
mikiö stuö á dansleikjum, brá á
þaö ráð eitt sumarið að efna til
heilmikillar grettukeppni á
hverju balli.
Einhverju sinni var söngvari
hijómsveitarinnar að tilkynna
sigurvegarann í grettukeppninni
á dansleik í Eyjafirði og benti út
í sal á stóra og fyrirferðarmikla
konu. Er fólk var á leiðinní til
hennar til þess aö óska henni til
hamingu með sigurinn heyrðist
hún segja:
„Ég var nú reyndar ekki með í
keppninni.“
Finnur þú fimm breytingar? 44
- Geturðu lánað mér síma? Ég þarf að hringja í fyrirtækið og spyrja
hvað ég eigi nú aö gera þvi þetta er í fyrsta skipti sem einhver hleypir
mér inn.
Nafn:..........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á myndinni
til hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á hægri myndinni og senda okkur
hana ásamt nafni þínu og heimil-
isfangi. Aö tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegara.
1) Hitateppi fyrir bak og hnakka,
kr. 3.900,-
2) Svissneska heflsupannan,
kr. 2.990,-
Vinningarnir koma frá Póstversl-
uninni Príma, Hafnarfirði.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 44
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Sigurvegarar fyrir fert-
ugustu og aðra getraun
reyndust vera:
1. Bolli A. Ólafsson,
Kirkjuteigi 17,105 Reykjavík.
2. Alda Þ. Jónsdóttir,
Fagribær 2,110 Reykjavík.
Vinningarnir verða
sendir heim.