Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. Viðskipti DV Á þriðja tug matvöruverslana hætti eða skipti um eigendur í vetur: Jens aðeins einn margra í blóðugu stríði matarbúða Jens Ólafsson kom, sá en beið ósigur í hinu harða markaösstriði á matvörumarkaðnum. Hann er ekki einn um það. Á siðastliðnum vetri hættu eða skiptu um eigendur hátt á þriðja tug matvöruverslana. Við rekjum hér söguna í stuttu máli. Matvörumarkaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið blóðugt dauðastríð undanfarið og er uppgjöf Jens Ólafssonar, eiganda Grundar- kjörsverslananna, aðeins lítill hluti vígaferlanna. Hátt á þriðja tug mat- vöruverslana hefur hætt eða skipt um eigendur frá því síðastliðið haust. Kvöldúlfur við Þórsgötu Verslunin Kvöldúlfur á homi Þórs- götu og Baldursgötu skipti nýlega um eigendur. Við versluninni tók Guð- mundur Jónasson, sem lengi rak Verslunina Kópavog í Hamraborg í Kópavogi. Guðmundur tók við versl- uninni af ungum hjónum sem höfðu rekið hana um tíma. Strönd í Firðinum Verslunin Strönd í miðbæ Hafnar- fjarðar, við Strandgötuna, hefur hætt starfsemi. Sigurður Sigurðsson kaupmaður lagði niður verslunina eftir að eigandi húsnæðisins, Kron, sagði leigusamningnum upp. Húsið stendur nú autt. Kaupfélag Hafnar- fjaröar rak lengi vel matvöruverslun þar sem Strönd var til húsa. Kostakaup Kostakaup við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði hafði skipt nokkuð ört um eigendur áður en Jens Ólafsson í Grundarkjöri keypti verslunina síð- astliðið haust. Svo virðist sem erfitt sé að reka verslun á þessum stað. Þegar Jens keypti verslunina gekk hún undir nafninu Kjötkaup. Garðakaup í Garðabæ Stórmarkaðurinn Garðakaup í Garðabæ er ein þeirra verslana sem hafa skipt nokkuð um eigendur. Þar var fyrst rekin verslun af Ólafi Torfasyni, athafnamanni í Garðabæ. Ólafur á ennþá verslunarhúsnæðið við Garðatorg. Þegar Garðakaup hætti keypti verslunina hinn þekkti kaupmaður Hrafn Bachmann í Kjöt- miðstöðinni. Þegar dagar Kjötmið- stöðvarinnar voru taldir var röðin komin að Friðrik Gíslassyni kaup- manni. Og af honum tók Jens Ólafs- son í Grundarkjöri við. í gær bárust síðan tíðindi um að Mikligarður hf. væri að taka við versluninni af Sani- tas hf. Grundarkjör í Furugrund Títtnefndur Jens Ólafsson í Grund- arkjöri keypti verslunarreksturinn af Kron í Furugrund fyrir um tveim- ur árum og hóf þannig sögulegt æv- intýri sitt á matvörumarkaðnum. Þegar Jens gafst upp á dögunum var verslunin í Furugrund seld syni Jens, Halldóri. Kron í Eddufelli Kron í Eddufelli, sem var í eigu Jens Ólafssonar í aðeins fáeinar vik- ur, er nú í eigu Brekkuvals í Kópa- vogi. Þar með eru verslanir Brekku- vals orðnar tvær. Nýi Garður Nýi Garður er lítil verslun viö Leirubakka í Breiðholti. Verslunin var seld í nóvember og aftur í jan- úar. Sá sem þá keypti mun hafa átt verslunina í nokkra daga og selt hana ungum hjónum sem aftur seldu hana Steingrími nokkrum Leifssyni nýlega. Kaupgarður í Kópavogi Kaupgarður við Engihjalla í Kópa- vogi hefur ekki farið varhluta af því að skipta um eigendur. Áðurnefndur Óiafur Torfason, sem byggði hús- næöi Garðakaupa í Garðabæ, rak fyrstur manna verslun í húsnæöi Kaupgarðs. Ólafur á ásamt fóður sín- um húsnæði Kaupgarðs í Kópavogi. Þar til fyrir nokkrum vikum rak Kron verslun í Kaupgarði en seldi þá bræðrunum Frey og Gunnari Bjartmars. Nú heitir verslunin Gunnarskjör. Verslunin Ásgeir Segjum aöeins meira frá bræðrun- um Bjartmars. Áður en þeir keyptu rekstur Kron í Engihjalla höfðu þeir keypt verslunina Asgeir í Breiðholti. Sú verslun heitir nú Gunnarskjör. Það eru sem sagt tvær Gunnars- kjörs-verslanir. Þess má geta að Gunnar Bjartmars var verslunar- stjóri í matvöruverslun Jóns Lofts- sonar við Hringbraut til margra ára. Kjötstöðin, Glæsibæ Og þá má geta þess að bræöurnir Bjarni og Máni Ásgeirssynir, sem áttu og ráku verslunina Ásgeir í Breiðholti, keyptu Kjötstöðina í Glæsibæ eftir að hafa selt Ásgeirs- búðina til Bjartmarsbræðra. Mínus hefur verið lokað Skömmu fyTÍr jól komu þrír félagar úr Þorlákshöfn og settu á laggirnar Fréttaljós Jón G. Hauksson verslunina Mínus skammt frá Gull- inbrú í Grafarvogi. Leið Mínusar lá einnig niður á Langholtsveg. Loks opnaði þriðja Mínus-verslunin þar sem áður var verslunin Kjötval við Iðufell í Breiðholti. Þau kaup gengu síðan til baka eftir aðeins nokkra daga. Nú hefur verslunum Mínus verið lokað. Hólagarður Hólagarður í Breiðholti hefur kom- ið við sögu í barningnum á matvöru- markaðnum. Sá landsþekkti kaup- mðaur, Gunnar Snorrason, breytti nafni Hólagarðs í Sparkaup fyrir um tveimur árum. Fyrir skömmu hætti verslunin Sparkaup í Hólagarði og viö rekstrinum tók sjálfur risinn á matvörumarkaðnum, Hagkaup. Plús-markaðir Síðastliðið haust tóku nokkrar matvöruverslanir sig saman og hófu samstarf undir heitinu Plús-markaö- ur. Straumnes viö Vesturberg í Breiðholti, sem Jón Sigurðsson rak í mörg ár, er nú Plús-markaður. Sömuleiðis Vörðufell í Kópavogi og matvöruverslanirnar í Grímsbæ í Fossvogi og Álfaskeiöi í Hafnarfirði. Nýjasti Plús-markaðurinn er í Hamrahverfinu í Grafarvogi. Hann tók til starfa síðastliðinn vetur. Kjötmiðstöðin, Laugalæk Kjötmiðstöðin við Laugalæk hefur gengiö í gegnum röð nokkurra gjald- þrota. Það síðasta varð fyrir skömmu. Nú er verslunin rekin af ungum kaupmanni á meðan verið er að ganga frá málum þrotabúsins. Kron við Dunhaga Skjótumst þá vestur í bæ. Verslun Kron við Dunhaga var seld í vetur. Sá sem keypti gafst upp fyrir tæpum tveimur mánuðum og hefur verslun- in verið lokuð' síðan. Bræðraborgarstígur Jens Ólafsson í Grundarkjöri keypti verslun Sláturfélags Suður- lands við Bræðraborgarstíg. Eftir stjörnuhrap Jens keypti íjárfesting- arfélagið Vallarás verslunina. Nú hefur hún aftur verið seld til Jónasar nokkurs sem rak Kjötbúð Jónasar við Laugaveginn fyrir nokkrum árum. SS, Laugarásvegi Matvöruverslunin við Laugarás- veg l, þar sem áöur var SS-búð, hætti skömmu fyrir áramót. Þar er nú efnalaug. Skammt frá Laugarásvegi, við Dalbraut 1, hefur verið rekin lítil matvöruverslun. Þar urðu eigenda- skipti fyrir rúmum mánuði. Starmýri hefur verið lokað Gamla Víðisbúðin við Starmýri er að sjálfsögðu löngu hætt og hefur skipt um eigendur síðan. Þessari verslun var lokað fyrir um mánuði. Gæðakjör gjaldþrota Gæöakjör í Breiðholti, þar sem áð- ur var verslunin Kjöt og fiskur til margra ára, hefur skipt nokkuð um eigendur á síðustu árum. Verslun- inni var lokað 22. desember síðastlið- inn vegna vangreidds söluskatts. Verslunin hefur ekki verið opnuö síðan. Nóatún í Mosó Þá má geta þess að verslunin Kjörval í Mosfellssveit skipti um eig- endur síðasthðinn vetur. Nýr eigandi er Jón Júlíusson og fjölskylda í hinni þekktu matvöruverslun Nótatúni. Vegamót á Nesinu Þá skipti hin kunna verslun, Vega- mót á Seltjarnarnesi, um eigendur eftir áramót. Vegamót hefur verið þekkt fyrir það í gegnum tíðina að vera með opið á kvöldin. SS í Austurveri Loks víkur sögunni upp í Austur- ver en þar hefur Sláturfélag Suður- lands rekið mjög þekkta verslun til margra ára. SS í Austurveri er nú hætt og í staðinn er komin Matvöru- búðin í Austurveri. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6mán. uppsogn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsbgn 4-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2.5-3 Lb.Bb,- Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13.6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6.75-7.5 Lb Danskarkrónur 9,25-10.75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlánóverðtryggð Almennirvlxlar(forv.) 13.5-13,75 Bb.Sb Viöskiptavlxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17.5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb Utlán til framleiöslu Isl. krónur 13,75 14,25 Bb SDR 10.75-11 Bb Bandarikjadalir 10.10-10,25 Bb Sterlingspund 16.8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10.5 4.0 Bb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. maí 90 14,0 Verðtr. maí 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 2873 stig Lánskjaravísitala april 2859 stig Byggingavisitala mai 541 stig Byggingavísitala maí 169,3 stig Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,850 Einingabréf 2 2,652 Einingabréf 3 3,193 Skammtimabréf 1,646 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,123 Kjarabréf 4.808 Markbréf 2,561 Tekjubréf 1,968 Skyndibréf 1,439 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,337 Sjóðsbréf 2 1,752 Sjóðsbréf 3 1,634 Sjóðsbréf 4 1,385 Vaxtasjóðsbréf 1,6500 Valsjóðsbréf 1,55035 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 500 kr. Eimskip 420 kr Flugleiðir 145 kr. Hampiðjan 152 kr. Hlutabréfasjóður 178 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Islandsbanki hf 163 kr. Eignfél. Verslunarb. 170 kr. Oliufélagið hf. 415 kr. Grandi hf. 164 kr. Tollvörugeymslan hf. 102 kr. (1) Viá kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga: Heildarvelta 2,5 milljarðar 1989 Júlía Imsland, DV, Hö&c Rekstur Kaupfélags Austur-Skaft- feUinga hefur batnaö verulega og hagnaður á árinu 1989 nam 47,5 mílljónum króna. Heildarvelta KASK var um 2,5 milljaröar króna 1989 og er það um 13,1% aukning frá 1988. Eiginfjárstaða batnaði á árinu um 96 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi kaupfélags- ins, sem haldinn var á Hofgarði í Öræfum í apríl. Á fundinum var mikið rædd til- laga stjórnar KASK um samein- ingu Kaupfélags A-Skaftfellinga og Kaupfélags Berufjarðar. Samþykkt var að kjósa fimm manna nefhd, þrjá frá KASK og tvo frá Kaup- félagi Berufjarðar til aö endur- skoða og kanna væntanlega sam- einlngu. Meöal fundargesta og ræðu- manna var Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og flutti hann erindi um samvinnuhreyf- ínguna og samvinnumál. Kaup- félag Austur-Skaftfellinga verður 70 ára nú í júní og verður þeirra tímamóta minnst með ýmsu móti. Félagsmenn KASK eru um 900. í lok aðalfundarins var samþykkt áskorun á stjórnvöld að tryggja óhindraöa umferö um Hornaíjarð- arós. Eftir fundinn stóðu Öræfmg- ar fyrir hátíðadagskrá í tilefhi 70 ára afmælisins KASK og 25 ára af- mælis Öræfadeíldar KASK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.