Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Síða 13
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. 13 Lesendur Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir aðalfytjendur Eins lags enn í Evrópusöngvakeppinni sem lenti í 3. sæti að mati bréfritara - og kannski fleiri. Vorum í 3. sæti Lóa hringdi: „Við erum í þriðja sæti,“ sagði son- ur minn þegar úrslitin voru kynnt í Evrópusöngvakeppninni sl. laugar- dagskvöld. Þegar ég og fleiri á heimil- inu fórum að hugsa máhð, fannst okkur öllum þetta hljóta að vera rétt. Nú hef ég hitt svo marga eftir að úrslitin voru kynnt sem segja það sama. - Við vorum þriðja hæst í stig- um talið og þess vegna er varla um annað en þriðja sætið aö ræða fyrir okkur. Hvemig hefði nú farið ef tvö lönd hefðu fengið jafnmörg stig í fyrsta sætið? Hefðu þau þá skipt með sér stigunum? Hefði þá verið úrskuröað að aðeins annað landið fengi verð- launin? Hvort landið hefði átt rétt á að halda keppnina að ári? Ég get ekki hetur séð en í þessu tilviki séu tvö lönd jöfn að stigum í öðru sæti og síðan komum við íslend- ingar í þriðja sæti. - Ef tvö lönd hefðu orðið jöfn að stigum í fyrsta sæti hefðu þau að sjálfsögðu þurft að koma sér saman um verðlaunin og eins það hvort þeirra héldi keppnina næsta ár. Það hefði verið útilokað að slá fram staðhæfmgu sem segði að þau hefðu lent í fyrsta og öðru sæti. Þetta er eins einfalt mál og mest getur orðið. Eða hefur massinn alltaf rétt fyrir sér? Hvemig var ekki þetta með, jörðin flöt“? Allir sammála vit- leysunni lengi vel. Þar kom þó að einn kvað upp úr með hið rétta og svo komu allir hinir. - Ég skil nú ekkert í okkur íslendingum, sem vilj- um ávallt hafa allt á hreinu, að mót- mæla þessari niðurstöðu ekki strax! BÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Sími 68-64-77. BÍLASÝNING Sýnum og seljum um helgina Mercedes Benz bíla af ýmsum gerðum og stærðum. laugardag 10-17 sunnudag 13-17. Á Skólavörðuholtinu Kristján Hafliðason skrifar: Það hefur lengi hvarflað að mér að láta eitthvað frá mér fara til lesenda- síðu DV en ekkert orðið úr þvi. - Nú þegar vetrardoðinn er smátt og smátt að láta undan síga fyrir sumarkom- unni fer ýmislegt það að særa augað sem maður veitti tæplega athygli á meðan veturinn hafði völdin. - Og nú dugar þögnin ekki lengur. Ég á oft leið fram hjá Skólavörðu- holti, þar sem Hallgrímskirkju ber við himin með Leif hinn heppna í forgrunni sem beinir haukfránum augum sínum í vestur. - Þetta tekur sig allt ágætlega út. En hvemig er umgjörðin? Jú, hún er þannig að umhverfis þessi mannvirki er skjaldborg fólks- bíla, vörabíla og vinnuvéla. Um helg- ar er skjaldborgin öflugust og mest áberandi, enda tækin þá ekki í notk- un. Ég hefi víða farið erlendis, skoð- að kirkjur og minnismerki, en aldrei séð neitt þessu líkt. Hvað skyldu þeir erlendu ferða- menn hugsa sem koma hingað til að Við Hallgrímskirkju á góðum vor- degi. skoða og ljósmynda? Spyr sá sem ekki veit. - Og þó, maður fer nærri um það. Er nú ekki kominn tími til að rumska og gera eitthvað í máhnu? Frábær þjónusta Kolbrún H. Halldórsdóttir hringdi: Ég vil þakka fyrir frábæra þjón- ustu í versluninni Herramönnum á Laugavegi 97. Þann 2. maí sl. komum við þangað tvær vinkonur ásamt ungum manni sem við voram að aðstoöa við að kaupa buxur. Við voram orðnar úrkula vonar um að fmna þær vegna ýmissa ástæðna, þær vora annaðhvort of stórar eða of htlar eða meiriháttar lagfæringar þurfti að gera. En þegar við komum inn í þessa verslun var þar kona við afgreiðslu og tók hún svo vel á móti okkur og aðstoðaði á allan hátt við að finna réttu stærð- ina, að því verður ekki gleymt. Meira að segja tók hún að sér að lagfæra og breyta buxunum á staðn- um fyrir okkur. í ofanálag máttum við bíða í versluninni á meðan hún framkvæmdi verkið. Við fórum því ánægð heim að þessu loknu. - Svona verslun gefum við 10 í einkunn. Tapaði veski S. S. skrifar: Ég varð fyrir því óhappi að tapa veski mínu á götu í Úthhðinni hér í Reykjavík. Sennilega til móts við hús númer 14. í veskinu var ékkert fé- -mætt, en dýrmæt skilríki ásamt bankakorti. Sá sem fann veskið er vinsamlega beðinn að koma því til skila til lög- reglunnar í Reykjavík sem allra fyrst. TORFÆRUKEPPNI 3 fíaust JEPPAKLÚBBUR OG REYKJAVÍKUR rSLANDSMEISTARAKEPPNI 1990 gft<3£p00 HJÖRlfllÐIR DRIFLIÐIR Frítt fyrir 12 ára og yngri LAUGARDAGINN 12. MAI KL. 14.00. IGRYFJUNUM VIÐ HRAUN ÍGRINDAVÍK ^jiSj SMURSlUR L0FTSIUR BENSlNSlUR trailmaster FJÖÐRUNARBÚNAÐUR WfllB FYRSTA TORFÆRUKEPPNIARSINS A DRAUMASVÆÐINU 4-5 NÝJAR GRINDUR MÆTA HVAÐ GERIRÁRNIKÚPS fSLANDSMEISTARI Á NÝJU GRINDINNI A BEGGI EINHVERN „SÉNS” EÐA HVAD HALDIÐ ÞIÐ? M/ETIÐ - SJAIÐ OG UPPLIFIÐ KEPPNIN BYRJAR STUNDVfSLEGA KL. 14.00 „3 TÍMA STANSLAUS SKEMMTUN”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.