Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Síða 24
32 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990.
Stjómmál DV
Spurt á Patreksfirði:
Hver verða úrslit
kosninganna?
Guðmundur Bergsteinsson verka-
maður: Ég er lítið farinn að spá í það
ennþá.
Jóhann Sigurjónsson málarameist-
ari: Ég hef lítið pælt í því.
Þórunn Erla Stefánsdóttir nemi: Það
er erfitt að segja. Ætli þeir bestu
vinni ekki.
Laufey Böðvarsdóttir umboðsmað-
ur: Ég hef ekki hugmynd um það.
Trausti Aðalsteinsson, starfsmaður
Flugleiða: Það hef ég ekki hugmynd
um.
Patrekshreppur:
Bjartsýni eftir erfiðleika
Þrír listar bjóða fram í Patreks-
hreppi í komandi kosningum. Það
eru A-listi Alþýðuflokks, B-hsti
Framsóknarflokks og D-listi Sjálf-
stæðisflokks.
Formlegt meirihlutasamstarf
hefur verið milli Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks á kjör-
tímabihnu en eftir kosningu í emb-
ætti hefur í raun ekkert hefðbundið
meirihlutasamstarf verið í gangi.
Hafa fuhtrúar listanna hafa verið
samtaka um að leysa brýnustu
verkefnin.
Mikið erfiðleikatímabil var í Pat-
rekshreppi á síðasta ári sem náði
hápunkti með miklu gjaldþroti og
sölu togarans Sigureyjar úr pláss-
inu. Hreppurinn hefur síðan unnið
hægt og bítandi að því aö koma
hjólum atvinnulífsins í gang aftur
og orðið nokkuð ágengt. Hefur
þannig orðið vart mun meiri bjart-
sýni meðal fólks nú og trú á staðn-
um heldur en þegar erfiðleikarnir
voru mestir og bölsýnin ráöandi.
Stefnt er að því að fá keyptan tog-
ara í plássið en missir togarans í
fyrra var mikil blóðtaka fyrir at-
vinnulífiö.
í Patrekshreppi búa tæplega eitt
þúsund íbúar. A kjörskrá eru 617
manns, 325 karlar og 292 konur.
-hlh
Bjöm Gíslason, A-lista:
Efla þarf atvinnulífið
Egill Ólafsson, bóndi og starfsmaður
Flugmálastjórnar: Það verður ekki
mikh breyting á fylgi listanna.
„Atvinnumálin eru efst á blaöi.
Hreppurinn hefur lagt hlutafé í fyrir-
tæki eftir gjaldþrot á síðasta ári og
það þarf að klára það dæmi svo féð
nýtist sem best til eflingar atvinnulíf-
inu. Við erum nú að reyna að endur-
heimta tapaðar veiðiheimildir með
skipakaupmn en sjávarútvegur og
fiskvinnsla er sú undirstaða sem allt
annað byggist á hér. Ef vel gengur í
þessum greinum fylgja ýmsar þjón-
ustugreinar í kjölfariö.
Það er ekki beinlínis stefnt aö því
að hreppurinn sé beinn þátttakandi
í atvinnuhfinu en það var neyðin sem
rak menn út í þessar viðreisnar-
aðgerðir," sagði Björn Gíslason
byggingameistari sem skipar efsta
sæti á A-hsta Alþýðuflokks.
„í fjármálastjórn er mikilvægt að
nýta það svigrúm sem væntanlega
skapast með auknum umsvifum til
að bæta skuldastöðu sveitarsjóðs.
Með þátttöku í atvmnulífínu og erf-
iðleikum undanfarinna ára, vegna
gjaldþrota, er skuldastaðan orðin
nokkuð erfið. Menn verða að fara
varlega í fjárfestingar næstu tvö árin
og því fyrirsjáanlegt að framkvæmd-
ir verða ekki miklar th að byrja með.
Viðbygging skólans hefur verið
lengi í gangi og það þarf að klára
hana. Þá þarf að koma á framhalds-
dehdum svo unghngar eigi kost á
skólagöngu lengur en upp í 9. bekk.
Varðandi nýjar framkvæmdir er
mjög brýnt að bæta úr aðstöðu aldr-
aðra með byggingu þjónustuíbúða.
Aðrar framkvæmdir eru hefðbundn-
ar, eins og gatnagerð og hafnarfram-
kvæmdir."
-hlh
Sigurður Skagflörð Ingimarsson, B-lista:
Megináhersla á upp-
byggingu atvinnulífsins
Sigurður Skagfjörð Ingimarsson
skipar efsta sæti á lista Framsóknar-
flokks.
„Við leggjum megináherslu á
áframhaldandi uppbyggingu at-
vinnulífs staðarins eftir erfiðleika
undanfarinna ára. Traust og þróttm-
ikið atvinnulíf er einn af homstein-
um byggðar á hverjum stað. Við
þurfum að standa vörð um þá ein-
stakhnga og félög sem standa vhja
að atvinnurekstri í byggðarlaginu,
auk þess sem auka þarf fjölbreytni í
atvinnulíflnu. Við vhjum að unnið
veröi áfram að uppbyggingu hafnar-
innar sem er lífæð byggðarlagsins,"
sgði Sigurður Skagflörð Ingimarsson
framkvæmdastjóri sem skipar efsta
sæti á B-hsta Framsóknarflokks.
„Ljúka þarf nýbyggingu skólans
svo fljótt sem kostur er. Vinna þarf
jafnhliða að því að koma á fót fram-
haldsnámi hér heima.
í málefnum aldraðra þurfum við
að gera raunhæfa og framkvæman-
lega áætlun um að leysa aðkahandi
þörf í vistunarmálum þeirra. Ljóst
er að ekki er lengur hægt að una við
það óvissuástand sem nú ríkir í þeim
málum og nauðsynlegt að éndurmeta
þá áætlun sem nú er í gangi.
Brýnt er að koma á fót félagsmið-
stöð unghnga í samráði við þá sem
að æskulýðsmálum starfa. Þó mikið
hafl áunnist í fegrun bæjarins á und-
anfómum árum þá er enn mikið starf
óunnið sem vinna þarf á næstu miss-
emm. Þá þarf að vinna að uppbygg-
ingu gatna og öðmm hagsmunamál-
um bæjarbúa.
Vegna erfiðleika undanfarinna ára,
sem bitnað hafa á fjárhagsstöðu
sveitarfélagsins, er okkur nú sérstök
nauðsyn á að gæta aðhalds og hag-
kvæmni í stjóm og rekstri þess.“
-hlh
Stefán Skarphéðinsson, D-lista:
Úr öldudal í atvinnumálum
„Við erum á uppleið úr öldudal í
atvinnumálum. Þessir erfiðleikar
vom vegna rangrar fiskveiðistefnu
og rangrar byggðastefnu. Atvinnu-
máhn em á uppleið og með mikihi
atvinnu vex sveitarfélaginu ásmeg-
in,“ sagði Stefán Skarphéðinsson
sem skipar efsta sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokks.
„Við munum standa vörð um
mjólkurstöðina sem afurðastöðva-
nefnd hefur lagt th að verði lögð nið-
ur. Ef þeirri niðurrifsstefnu verður
fylgt eftir þá mun það skaða byggðar-
lögin í nágrenni við okkur og þá um
leið hér á Patreksfirði.
Það hefur orðið mikh bylting í sam-
göngumálum með tilkomu nýju
Breiöaijarðarferjunnar. Bæði versl-
anir og fiskvinnslufyrirtæki sjá fram
á nýja möguleika í flutningum sem
fást með tilkomu ferjunnar.
Hér eru næg verkefni sem hafa
þurft að sitja á hakanum vegna erf-
iörar stöðu sveitarsjóðs. Má þar
nefna skólabyggingu sem þarf aö
ljúka sem fyrst. Þaö hefur verið gerð
teikning aö hjúkrunar- og endur-
hæfmgarstöð fyrir aldraða - en
teikningin hefur ekki verið sam-
þykkt. Þá hggur fyrir að það þarf að
ljúka framkvæmdum við íþróttavöh-
inn.
Góð aðstaða fyrir smábáta er að
verða að veruleika. Næsta verkefni
í höfninni er að skapa betri aðstöðu
fyrir flutningaskip," sagði Stefán
Skarphéðinsson. -sme
KOSNINGAR 1990
Haukur L Houksson og Slgurjón Egllsson
PATREKSHR.
Núverandi hreppsnefnd
Úrslitin 1986
Þrír hstar buðu fram í Patreks-
hreppi í kosningunum 1986. Alþýðu-
flokkur (A) fékk 164 atkvæði og tvo
menn kjörna, hafði tvo. Framsóknar-
flokkur (B) fékk 166 atkvæði og tvo
menn, hafði tvo. Sjálfstæöisflokkur
(D) fékk 191 atkvæði og þrjá menn,
hafði tvo. 1982 bauð hsti Framfara-
sinna fram og fékk þá einn mann
kjörinn.
Þessi voru kjörin í hreppsnefnd Pat-
rekShrepps 1986:
Hjörleifur Guðmundsson (A), Bjöm
Gíslason (A), Sigurður Viggósson
(B), Jensína Kristjánsdóttir (B), Stef-
án Skarphéðinsson (D), Gísh Olafs-
son (Dj og Helga Bjamadóttir (D).
Björn Gíslason skipar efsta sæti á
A-lista Alþýðuflokks.
Stefán Skarphéðinsson skipar efsta
sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokks.
A-Hsti Alþýóuflokks.
1. Björn Gíslason
byggingameistari.
2. Guðfinnur Pálsson
framkvæmdastjóri.
3. KristínBjÖrnsdóttir
húsmóðir.
4. Gunnar Gunnarsson
sjómaður.
5. GuönýPálsdóttirhúsmóðir.
6. RagnarFjelsteðstýrimaöur.
7. ÁsthhdurÁgústsdóttir
húsmóðir.
8. SigurðurBergsteinsson
vélstjóri.
9. ÁstaGísladóttirljósmóðir.
10. Guðni Bjamhéðinsson
bifreiðastjóri.
11. Konný Hákonardóttir
húsmóðir.
12. GróaÓlafsdóttirhúsmóðir.
13. Bimalngólfsdóttir
sjúkralæiði.
B-Iisti Framsóknarfiokks.
1. SigurðurSkagfjörð
Ingimarsson
framkvæmdastjóri.
2. DröfnÁrnadóttir
fiskverkandi.
3. SigurðurViggósson
framkvæmdastjóri.
4. Magnús S. Gunnarsson
lögreglumaður.
5. SigurðurlngiGuömundsson
sjómaöur.
6. RósaBachmann
skrifstofumaður.
7. Snæbjöm Gíslason sjómaður.
8. ÓlafurHelgiHaraldsson
sjómaður.
9. ArniHelgasonverkamaður.
10. Egih Össurarson
verkamaður.
11. Bjarni Sigurjónsson
bifreíðastjóri.
12. HildurValsdóttirhúsmóðir.
13. Jóhannes Valdimarsson
verkamaður.
D-listi Sjálfstæðisflokks.
1. StefánSkarphéðinsson
sýslumaöur.
2. Gíslo Ólafsson vélstjóri.
3. Helga Bjarnadóttir húsmóðir.
4. Ingveldur Hjartardóttir
launafulltrúi.
5. GíshÞórÞorgeirsson
múrarameistari.
6. ÖlafurÖmÓlafssonrafvirki.
7. HéðinnJónsson
utgerðarmaður.
8. ÁmiLongvélvirki.
9. HallgrímurMatthíasson
verslunarstjóri.
10. ÓlafurSteingrímsson
sjómaður.
11. GíshJónÁmason.
12. HelgiAuðunsson.
13. HaraldurAöalasteinsson
vélsmíðameistari.