Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Síða 26
34 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. Fólk í fréttum v Haraldur Johannessen Haraldur Johannessen, forstööu- maöur Fangelsimálastofnunar ríks- ins hefur veriö í fréttum DV. Har- aldur er fæddur 25. júní 1954 í Rvík og lauk lögfræðiprófi frá HÍ1983. Hann var í námi í afbrotafræði í Floridastate University í Talla- hassee í Flórída 1983-1984 og var aðstoðarmaöur forstjóra ÍSALS 1984-1986. Haraldur var lögmaður viö embætti ríkislögmanns frá stofnun þess 1. janúar 1986 og hefur veriðforstöðumaður Fangelsis- málastofnunar ríkisins, frá stofnun þess 1. október 1988. Haraldur var í stúdentaráði HÍ1976-1978 og hefur verið varaformaður barnaverndar- ráðs íslands frá 1987. Haraldur kvæntist 4. júlí 1976 Brynhildi Ingi- mundardóttur, f. 15. febrúar 1956, hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Brynhildar eru: Ingimundur Kr Helgason, lögregluvarðstjóri á Sel- tjarnesi og kona hans Svava Björg- ólfs, sjúkraliði. Synir Haraldar og Brynhildar eru: Matthías, f. 6. des- ember 1973 og Kristján, f. 11. janúar 1985. Bróðir Haraldar er: Ingólfur, f. 17. febrúar 1964, læknisfræðinemi íHÍ. Foreldrar Haraldar eru: Matthías Johannessen skáld og ritstjóri Morgunblaðsins og kona hans Jó- hanna Kristveig Ingólfsdóttir. Matt- hías er sonur Haraldar Johannes- sen, aðalgjaldkera Landsbanka ís- lands, bróður Ellen, móðir Louisu Matthíasdótturlistmálara. Harald- ur er sonur Matthíasar Johannes- sen kaupmanns, frá Björgvin í Nor- egi og konu hans Helgu Jónsdóttir, Norðfjörð verslunarmanns í Reykjavík, bróður Sigríðar, ömmu Jakobs Möller ráðherra, föður Bald- urs, fyrrv. ráöuneytisstjóra og skák- meistara, föður Markúsar hagfræð- ings. Önnur systir Jóns var Helga, langamma Hans G. Andersen. Jón var sonur Magnúsar Norðfjörð, beykis í Reykjavík, Jónssonar, beykis í Reykjafirði, bróður Guð- bjargar, langömmu Sigríðar, ömmu Friðriks Ólafssonar stórmeistara, og langömmu Jóhanns, afa Jóhanns Hjálmarssonar skálds. Önnur systir Jóns var Hallgerður, langamma Ágústar H. Bjarnasonar, heimspek- ings og háskólarektors. Móðir Jóns verslunarmanns var Helga Ingi- mundardóttir, systir Ingigerðar, langömmu Bjargar, ömmu Garðars Cortes óperusöngvara. Bróðir Helgu var Ólafur, langafi Valgerðar, ömmu Einars Benediktssonar sendiherra. Móðir Matthíasar var Anna Jó- hannesdóttir bæjarfógeta í Reykja- vík, Jóhannesson, sýslumanns í Hjarðarholti, Guðmundssonar, b. á Miklahóli í Viðvíkursveit, Jónsson- ar, bróður Halls, föður Sigurðar, langafa Páls á Höllustöðum. Annar bróðir Guðmundar var Jóhannes, afi Vilhjálms Stefánssonar land- könnuðar. Móðir Jóhannesar bæj- arfógeta var Maren Lárusdóttir Thorarensen.sýslumanns á Enni, Stefánssonar, amtmanns á Möðru- völlum, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund, Jónssonar ættföður Thor- arensenættarinnar. Móðir Marenar var EUn Jakobsdóttir Hafstein, syst- ir Péturs Hafstein amtmanns, foður Hannesar ráðherra. Móðir Önnu var Jósefína systir Haraldar afa Benedikts hæstaréttardómara, Halldórs alþingismanns og Harald- ar Blöndals hrl. Jósefina var dóttir Lárusar Blöndals, amtmanns á Kornsá, Björnssonar Blöndals, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal, ættfóður Blöndalsættarinnar. Móð- ir Jósefínu var Kristín, Ásgeirs- dóttir dbrm og bókbindara á Lamba- stöðum á Álftanesi Finnbogasonar, bróður Jakobs, langafa Vigdísar for- seta. Móðir Kristínar var Sigríður Þorvaldsdóttir, SystirÞuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Jóhanna er dóttur Ingólfs b. á Víðihóh á Hólsvöllum, Kristjáns- sonar, b. á Grímsstöðum á Fjöllum Sigurðssonar, b. á Hólum í Laxárdal Eyjólfssonar, systir Þuríðar, langafa Sigurðar, föður Sigurðar dýralækn- is á Keldum. Móðir Kristjáns var Ambjörg Kristjánsdóttir, systir Áma, afa Aðalgeirs Kristjánssonar skjalavarðar. Annar bróðir Arn- bjargar var Kristján, langafl Jónas- ar Jónssonar búnaðarmálastjóra og Kristjáns Ámasonar dósents. Móðir Jóhönnu var Katrín Magnúsdóttir b. í Böðvarsdal i Vopnafirði, Hann- essonar, b. í Böðvarsdal, Magnús- sonar, b. í Böðvarsdal Hannessonar. Móðir Magnúsar eldra var Guðný Björnsdóttir stúdents í Böðvarsdal Bjömssonar og konu hans Guðrún- ar Skaftadóttur, systir Árna, Haraldur Johannessen. langafa Magðalenu, ömmu Ellerts Schrams. Móðir Magnúsar yngra var Guðrún Jónsdóttir b. í Syðrivík Einarssonar og konu hans Guðrúnu Stefánsdóttur, systur Svanborgar, langömmu Halldórs, foður Kristín- ar, fomanns ferðamálaráðs. Bróðir Guðrúnar var Guðmundur faðir Stefáns langafa fóðurs Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns og Gunnlaugs Snædals, prófessors. Móðir Guðrúnar var Sólveig Björnsdóttir, systir Guönýjarfrá Böðvarsdal. Afmæli Sæmundur Jónsson Sæmundur Jónsson, rafvirki og bátasmiður, Hólavegi 36, Siglufirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Sæmundur fæddist í Lindar- brekku á Siglufirði en fór fjögurra mánaða með foreldrum sínum inn í Fljót og var þar til átta ára aldurs er hann flutti aftur með þeim til Siglufiarðar þar sem hann hefur búið síðan. Sæmundur byijaði tólf ára að standa vakt-ir á sumrin við Ljósa- stöðina á Siglufirði og starfaði þar til 1937 er hann hóf störf hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins þar sem hann var rafvirki til 1953. Hann var síðan vélstjóri við Hraðfrystihús SR á Siglufirðiíil ársloka 1962. Sæmundur er þekktur völundur á Siglufirði. Hann hefur smíðað tíu báta, m.a. sjö og tíu tonna trillur sem hann sjálfur átti og gerði út í frítíma sínum. Sæmundur kvæntist 17.7.1937, Jónínu Guðbjörgu Braun, f. 26.3. 1916, en fósturforeldrar hennar voru Jón Gunnlaugsson, í Ási í Gler- árhverfi, og kona hans, Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Sæmundur og Jónína eignuðust sjö börn og eru sex þeirra á lífi. Börnþeirra: Stefanía, f. 16.1.1937, húsmóðir í Syðra-Vallholti í Skaga- firði, gift Gunnari Gunnarssyni, b. þar og eignuðust þau tvær dætur; Jón Örn, f. 13.5.1938, smiður hjá Slippstöðinni á Akureyri, ekkill eft- ir Þórunni Þorgeirsdóttur og eign- uðust þau tvo syni og tvær dætur; Jórunn, f. 28.11.1943, húsmóðir á Akureyri, gift Jóni Ævari Ásgríms- syni kaupmanni og eiga þau eina dóttur; Úlfar Helgi, f. 5.10.1945, vél- virki og veitustjóri í Reykjahlíð í Mývatnssveit, í sambúð með Unu Einarsdóttur og eiga þau saman eina dóttur auk þess sem Úlfar á tvo syni frá fyrrv. hjónabandi, dóttur frá því fyrir hjónaband og tvö stjúp- börn; Anna, f. 17.11.1948, húsmóðir á Siglufirði, gift Ámunda Gunnars- syni vélvirkja og eiga þau einn son og tvær dætur; Sigrún, f. 10.1.1951, d. 14.1.1951; Sigrún Björg, f. 21.7. 1957, húsmóðir og gestgjafi á Hofi í Öræfum, gift Ara Magnússyni, b. þar og gestgjafa og eiga þau þijár dætur. Langafabörn Sæmundar eru nú orðinníutalsins. Sæmundur er elstur átta alsyst- kina og tveggja hálfsystkina hans og eru átta þeirra á lífi. Alsystkini hans: Hulda, húsmóðir á Siglufirði; Kristján Ægir, vélstjóri á Siglufirði; Bára, húsmóöir á Sauðárkróki, nú látin; Gústaf, smiður á Akureyri, nú látinn; Sigurlaug, húsmóðir á Siglufirði; Kristín, húsmóðir í Hafn- arfirði, og Björgvin Dalmann, verkamaður á Siglufirði. Hálfsyst- kini Sæmundar samfeðra eru Erling vélvirki á Siglufirði og Edda, hús- móðir í Borgarnesi. Foreldrar Sæmundar voru Jón Kristjánsson frá Lambanesi í Fljót- um, f. 21.4.1890, vélstjóri, og kona hans, Stefanía Stefánsdóttir, f. 26.7. 1890, húsmóðir. Sæmundur og Jónína verða heima á afmælisdaginn og taka á móti gest- um frá klukkan 14:00. Sólveig Jónsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Ásmundur Böðvaisson, Gerðarvegi3, Gerðahreppi. Kristinn Tómasson, Hverfisgötu 102A, Reykjavík. Guðríður Þ. Markúsdóttir, Hverfisgötu 119, Reykjavik. Hún tekur á móti gestum á af- mælisdaginn klukkan 19:00 hjá syni sinum, Brúarflöt 6, Garðabæ. Einarlngvarsson, Skeljagranda 9, Reykjavík. ii. mai Halldóra Svava Clausen, Engjaseli31, Reykjavík. Einar Björnsson, Norðurgötu38, Akureyri. Guðlaug Ragnarsdóttir, Brekkugerði 16, Reykjavík. Guðjón Hafstein Guðmundsson, Kvistabergi 1, Hafnarfirði. Inga Guðmundsdóttir, Spítalastíg 5, Hvammstanga. Miriam Thorarensen, Skarðshlíð 10F, Akureyri. Lára Guðbjörg Sighvatsdóttir, Fífuseli 30, Reykjavík. Andlát Guðjón Fjeldsted Teitsson Guðjón Fjeldsted Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, til heimilis að Hofsvallagötu 55, Reykjavík, lést 2.5. s.l. en útfór hans fer fram frá Neskirkju í dag, fóstudaginn 11.5. klukkan 15:00. Guðjón fæddist að Grímarsstöð- um í Andakílshreppi í Borgarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg 1923, Sam- vinnuskólaprófi 1926 og stundaði nám í Skerry’s College í Edinborg sumarið 1929. Guðjón var skrifstofustjóri Skipa- útgerðar ríkisins frá stofnun hennar 1929-53 og forstjóri Skipaútgeröar- innar 1953-76. Hann var formaður stjórnar- nefndar Skipaútgerðarinnar 1966-77 og fyrsti formaður og framkvæmda- stjóri Verðlagsnefndar 1938-42. Þá var hann stjómarformaður Sam- vinnumötuneytis í Reykjavík 1934-46. Hann sat í stjóm Taflfélags Reykjavíkur um skeið frá 1977 og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfum. Guðjón átti þrjú systkini sem öll eru látin. Þau voru Daníel, f. 10.10. 1892, d. 1974, b. á Grímarsstöðum en kona hans var Rannveig Helgadóttir og eignuðust þau fimm börn en íjög- ur þeirra eru á lífi; Sigurlaug, f. 1894, en hún lést ógift og barnlaus og Sím- on, f. 22.3.1904, d. 1987 en ekkja hans er Unnur Bergsveinsdóttir og eignuðust þau fimm börn sem öll eruálífi. Foreldrar Guðjóns voru Teitur Þorkell Símonarson, f. 3.4.1865, d. 23.6.1945, b. og oddviti á Grímars- stöðum, og kona hans, Ragnheiður DaníelsdóttirFjeldsted, f. 2.8.1867, d. 23.1.1933. Teitur var sonur Símonar, b. í Ásgarði, bróður Ingibjargar á Hvanneyri, móður Gróu, móður Helga Sigurðssonar, fyrsta hita- veitustjóra í Reykjavík. Ingibjörg var einnig móöir Teits, sem var afi Teits Jónassonar forstjóra og lang- ferðabílstjóra, og Ásgeröar Búadótt- ur veflistakonu, og langafi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Þá var Ingibjörg móðir Vilhjálms Árnason- ar, húsasmíðameistara, fóður Óskars, fyrsta garðyrkjustjóra Reykjavíkur. Vilhjálmur var einnig faðir Guðrúnar, húsmóður og kenn- ara í Reykjavík. Símon var sonur Teits, b. á Hvanneyri, ættfóður Hvanneyrarættarinnar, bróður Jóns, b. í Efstabæ, langafa Magnús- ar skálds, Ingimundar, fræðimanns á Hæli, Sigurður, b. á Reykjum og Leifs prófessors Ásgeirssonar. Jón var einnig langafi Péturs Ottesens alþingismanns og Jóns Helgsonar ritstjóra. Teitur var sonur Símonar, b. á Hæli í Flókadal Roða-Teitsson- ar, og Ingibjargar Sveinsdóttur. Móðir Teits á Grímarsstöðum var Sigríður Jónsdóttir, b. á Ausu Páls- sonar, b. í Ártúni, bróður Tómasar, b. í Auðsholti í Biskupstungum, föð- urafa Sigrúnar, móður Þorsteins hagstofustjóra og Hannesar rit- stjóra Þorsteinssonar, en systir Sig- rúnar var Steinunn, móðir Tómasar Guömundssonar skálds. Móðir Sig- ríðar í Ásgarði var Gróa Gissurar- dóttir. Ragnheiður Fjeldsted var dóttir Daníels Fjeldsted, b. á Hvítárósi, bróður Andrésar, b. á Hvítárvöllum, föður Lárusar hrl, afa Katrínar Fjeldsted. Daníel var sonur Andrés- ar, b. á Narfeyri og á Hvítárvöllum Vigfússonar, gullsmiðs og b. á Stóru-Tungu á Fellsströnd, ættföður Fjeldstedættarinnar Sigurðssonar. Móðir Andrésar á Narfeyri var Kar- itas, systir Skúla, afa Kristínar, móður Skúla Thoroddsen ritstjóra, Þórðar læknis, Þorvaldar náttúru- fræðings og Sigurðar verkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsæt- isráðherra. Karitas var dóttir Magn- úsar Ketilssonar, sýslumanns í Búð- ardal. Móðir Daníels var Þorbjörg Guðjón Fjeldsted Teitsson. dóttir Þorláks, hreppstjóra á Hvallátrum við Breiðaíjörö Gríms- sonar, og Katrínar Einarsdóttur, systur Eyjólfs eyjajarls, langafa Snæbjarnar vegamálstjóra. Móðir Ragnheiðar Fjeldsted var Sigurlaug Olafsdóttir, b. á Norður- reykjum í Hálsasveit Jónassonar og Arnfríðar Eiríksdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.