Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990.
Fréttir
Kröfur um eigið fé fjárfestingasjóða:
Ríkið þarf að láta 5
milljarða i sjoðma
Samkvæmt heimildum DV er
gerí ráð fyrir í frumvarpsdrögum
að rammalöggjöf um fjárfestinga-
lánasjóði að eigiö fé þeirra sé ekki
minna en 8 prósent af niðurstöðu-
tölum efnahagsreiknings (það er
samgtnlögðum heildarskuldum og
eígin fé).
Þetta er það lágmark sem gilda
mun í Evrópu eftir 1992. Miðað við
stöðuþessara sjóða um síðustu ára-
mót standast fimm af fjórtán flár-
festingalánasjóðura atvinnugrein-
anna ekki þessar lágmarkskröfur
og tveir aðrir eru á mörkunum. Til
að tryggja að þessir sjóöir standist
lágmarkskröfur þyrfti eigandi
þeirra, ríkissjóður eða almenning-
ur i landinu, að leggja til þeirra 5
fímm sjóöir standast ekki lágmarkskröfur og aörir standa tæpt
milljarða og jaftivel umtalsvert
meira.
Vantar3,8 milljaröa
í Framkvæmdasjóð
Verst allra stendur Framleiðni-
sjóður landbúnaðarins en eigið fé
hans er neikvætt um 39 milijónir
króna. Framleiönisjóður er ekki
eiginlegur fiárfestingalánasjóður
þar sem hann veitir næstum ein-
göngu styrki en lánar lítiö. En ef
sjóðurinn ætti að standast lág-
markskröfur þyrfti eigandi hans,
ríkiö, að leggja til hans 51 miUjón
króna.
Sá sjóður sem stendur næstverst
ersjálftfíaggskipið; Framkvæmda-
sjóður. Eigið fé hans er ekki nema
1,4 prósent af niðurstöðutölum
eftiahagsreiknings. TU þess aö hifa
sjóðinn upp i lágmarkið þyrfti rík-
issjóður að leggja til hans 1.950
milijónir króna. Hér er ekki tekið
tillit til fyrirséös taps sjóðsins
vegna lána til fiskeldis. Ef þau
myndu öU tapast þyrfti framlag
rikissjóös að vera um 3.800 milljón-
ir til að reisa sjóðinn við til að hann
uppfyUti lágmarksskilyrði.
Eigiðfé stofnlána-
deildar ofmetið
Veðdeild Búnaðarbanka ísiands
stendur einnig tæpt en eigið fé
hennar er ekki nema 2,7 prósent
af niðurstöðutölum efnahagsreikn-
ings. Þetta er hins vegar ekki stór
lánastofnun og ríkissjóði myndi þvi
nægja að henda um 12 milljónum
til að tryggja að hún stæðist lág-
markið.
Verslunarlánasjóður er annar lít-
iU sjóöur sem lendir undir lág-
markinu en ríkiö þyrfti ekki að
leggja til nema um eina milljón til
að rétta hann viö.
Loks má telja upp i þessum hópi
StofnlánadeUd landbúnaðarins
sem skráir í reikninga sína eigið fé
upp á rúmlega 1.400 mUljónir. Þaö
eru rúm 18 prósent af niðurstöðu-
tölum efnahagsreiknings. Stofn-
lánadeild hefur hins vegar lánaö
um 1.800 mUljónir til loðdýrarækt-
ar sem enginn býst við aö fáist
greiddar. Það er því eðlUegra að
reikna eigið fé stofnlánadeildar
neikvætt um 400 milljónir. Til þess
aö tryggja aö deUdin standist lág-
markskröiur þyrfti ríkissjóður því
að henda um 1.050 mUljónum í
deUdina.
Samanlagt þyrfti eigandi sjóð-
anna, ríkissjóður eöa almennmgur
í landmu, að leggja rétt tæpa 5
milljarða til þessara fimm sjóða ef
þeir ættu að standast lágmarks-
kröfur um lánastofnanir í Evrópu
eða um 4.915 mUljónir. Þá er ekki
tekiö tUUt til hæpinna útlána ann-
arra sjóöa sem kunna að færa eig-
inflárstöðu þeirra niður fyrir lág-
markið.
-gse
Jon Sigurösson viðskiptaráðherra:
Breytingar nauðsynlegar
- frumvarpsdrög þar að lútandi tilbiíin
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
hefur látið semja drög að frumvarpi
um flárfestingalánasjóði sem mun
hafa víötæk.áhrif á þessa sjóði og í
raun knýja á um uppstokkun kerfis-
ins.
- Er ekki hætt við að ríkisvaldið
verði tregara til að rétta þessa sjóði
við þegar slík vinna er í gangi?
„ÆtU svarið við þvi sé ekki jú,“
sagði Jón en benti á að þeir sjóðir
sem eymamerktir væru ákveðnum
atvinnugreinum féUu undir viðkom-
andi fagráðuneyti en væru ekki und-
ir því ráðuneyti sem hefði lánamark-
aöinn almennt; það er hans eigin
ráðuneyti, viðskiptaráðuneytinu.
Undanfama áratugi hefur marg-
sinnis veriö rætt um hversu óheppi-
legt kerfi flárfestingalánasjóðirnir
em og óteljandi nefndir unnið að
máhnu.
„Þaö er búið að ræða mjög mikiö
um þetta og þess vegna er ég að varpa
fram þeirri hugmynd að setja
rammalöggjöf fremur en að fara í að
breyta sjóðunum beinUnis sem hefur
reynst mönnum mjög torvelt," sagði
Jón.
„Þannig er hægt að setja markandi
ramma um sjóðina sem knýr fram
hinar nauðsynlegu breytingar í
framtíöinni. Það er ekki víst að þetta
sé einfalt mál en mér finnst af undir-
tektunum aö þetta sé líklegra til ár-
angurs en hin aðferöin. Ekki ætla ég
þó að halda því fram að árangurinn
sé auðtekinn. Eit' af því sem við er
að glíma eru hagsmunir þeirra sem
hafa haft aðgang íA þessum sjóðum
og ráöið yfir þeim.
Mér finnst mjög mkUvægt að farið
verði yfir þetta svið neð sama hætti
og um banka og sparisjóði vegna
þess að þeir eru í samkeppni um
margt. Að sumu leyti er þetta þannig
að viðskiptabankarnir, sem stjóma
mörgum af þessum sjóðum, afhenda
þeim viðskipti eins og vel er kunn-
ugt.“
- Er það ekki þannig aö vondu börn
bankanna lenda oft hjá fiárfestinga-
lánasjóðum í þeirra vörslu?
„Ekki ætla ég að halda því fram
þannig séð. En oft er það þannig að
viðskiptabanki flármagnar fram-
kvæmdir á frumstigi og svo er það
tekiö yfir með fjárfestingalánum. Sá
hlekkur er eitt af því sem ég vU at-
huga; hvort það sé heppUegt að hafa
svo náin tengsl miUi fiárfestinga-
sjóða og viðskiptabanka."
- Það hefur komið fram í DV að
Framkvæmdasjóður stendur mjög
í dag mælir Dagfari
Þjóðarsáttin stendur
Ríkissflómin hefur ákveðið að
fresta framkvæmd nýs launakerfis
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
mcinna sem átti aö taka gUdi um
næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun
er tekin á þeirri forsendu aö standa
skuli að breytingum í launakerfinu
með þeim hætti að ekki valdi rösk-
un á hinum almenna launamark-
aði í landinu. BHMR menn áttu að
fá 3 tU 9% launahækkun um mán-
aðamótin.
Fulltrúar háskólamenntaðra idk-
isstarfsmanna hafa mótmælt frest-
uninni og segja að hún bijóti í bága
viö samningsréttinn og segja að
erfitt verði að gera kjarasamninga
við ríkið í framtíðinni.
Dagfari er ekki ríkisstarfsmaður
og ekki háskólamenntaður og þess
vegna er hann í stöðu til að skoða
þetta mál frá sjónarhóU hlutleysis
og sanngimi. Og út frá sjónarhóU
hlutleysisins stendur Dagfari al-
gjörlega með ríkissflóminni í þessu
máU. Launahækkanir hafa aUtaf
röskun 1 för með sér. Þær em yfir-
leitt til óþurftar. Það má eiginlega
halda því fram aö launahækkanir
komi sér afar Ula fyrir launamenn
og þeim sé mikUl greiði gerður með
því að hætta við launahækkunina.
Að minnsta kosti væri það þungt
áfall fyrir BHMR ef svo Ula hefði
til tekist að ríkissfiómin heföi
greitt út launin og virt samning-
ana. Röskunin, sem orðið hefði,
gæti riðið háskólamenntuðum rík-
isstarfsmönnum að fullu. Svo ekki
sé talað um annað launafólk. Vafa-
samt er að þjóðin sem slík mundi
ná sér aftur eftir alla þá röskun sem
hlýst af þvi að BHMR fái kaup-
hækkun.
Spurningin er sú hvort ríkis-
sflórnin eigi ekki að samþykkja á
næsta fundi að fresta öllum launa-
greiðslum til að koma í veg fyrir
frekari röskun. Það er röskun fyrir
fyrirtækin að þurfa að borga laun
og það er röskun fyrir launafólkið
að fá mánaðarkaupið í einu um-
slagi. MUtið betra er að borga
nokkrar krónur smám saman á
degi hveijum eða bara borga alls
ekki neitt. Það veldur minnstri
röskuninni á launamarkaðnum.
Kauphækkanir em stórhættulegar
og þær geta leitt til þess að fólk
hafi betri flárráð og lífskjörin batni
og svoleiðis röskun er háskaleg
þjóðarbúinu og því veslings fólki í
landinu sem heldur að það eigi að
lifa af laununum. íslendingar eiga
að lifa á loftinu og þeir eiga að
draga fram lífið án launa vegna
þess að það kemur sér best fyrir
þjóðarbúið.
Þegar búið er að gera þjóðarsátt
um að halda laununum niðri getur
enginn ætlast til þess að laun
hækki þvert ofan í gerða þjóðar-
sátt. BHMR heldur þvi fram að rík-
ið hafi undirritað kjarasamninga
við háskólamenntaða ríkisstarfs-
menn en vom jafnframt svo vit-
lausir aö halda að ríkisstjómin
ætlaði að standa við gerða samn-
inga. Ekki þegar það veldur rösk-
un. Ekki þegar samningar ganga
þvert á þjóðarsátt.
BHMR er að hóta þvi að gera
ekki samninga aftur við ríkið.
Þeirri yfirlýsingu er vel tekið hjá
rUcinu og ríkisstjóminni. Þá þurfa
ráðherrarnir ekki að hafa áhyggjur
af einhveijum vælandi launalýð
sem heimtar samninga sem eklti
Ula og stofnlánadeildin sömuleiðis.
Hefur bág staða þessara sjóöa haft
áhrif á að nú er hafin vinna við breyt-
ingar á kerfinu?
, ,Það er ekki sérstaklega erfið staða
einstakra sjóða sem knýr mig til að
gera þessar tiUögur. Ég hef ákaflega
lengi haft þessar skoðanir og tel nú
að rööin sé komin að þessu eftir mikl-
ar breytingar á lánamarkaðinum. En
umræða um málið er af hinu góöa
og ég tek eftir að DV er að ræða þetta
í fréttum, fréttaskýringum og leiður-
um og það er allt af hinu góða,“ sagði
Jón Sigurðsson.
-gse
er hægt að standa við. Menn verða
nefnilega aö skilja að núverandi
ríkisstjóm er á móti röskun. Hún
er á móti samningum sem hún ger-
ir og hún er á móti því að laun
hækki og hún er satt að segja á
móti því að laun séu almennt
greidd út.
Það getur vel verið að háskóla-
menntað fólk skUji ekki þessa póUt-
ík. En við hin sem ekki erum há-
skólamenntuð höfum nægUeg
greind til að skilja og samþykkja
þessa stefnu. Enda hafa bæði Al-
þýðusambandið og Bandalag opin-
berra starfsmanna sagt þaö um-
búðalaust að ef háskólamenntaöir
ríkisstarfsmenn fái meiri hækkun
en aðrir þá heimti þeir það sama.
Þá sé þjóðarsáttin úr sögunni.
Verkalýðshreyfmgin hefur sem
sagt sameinast um að halda laun-
unum niðri og verður ævareið ef
einn fær meira en aðrir. Ríkis-
stjórnin í landinu hefur fóUtið á bak
við sig þegar hún viU ekki raska
launakerfmu. Það var samið um
lífskjaraskerðinguna og það var
gerð þjóöarsátt um að raska henni
í engu. Við það verður að standa.
Því minni laun því betra fyrir
launafólkið. Röskun er af hinu illa.
Dagfari