Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
Fréttir__________________________________________________________________________________dv
Beinin, sem fundust í Vopnafirði, verða rannsökuð enn frekar:
Gætu gef ið vísbendingu um
landtengsl við meginlöndin
' Flest bendir nú til þess að bein sem
Grétar Jónsson frá Einarsstöðum
fann í Þuríöargili í Vopnafirði fyrir
tíu árum geti haft ómetanlega þýð-
ingu fyrir hugmyndir manna um
dýralíf spendýra hér á landi fyrir ís-
öld og fyrir hugmyndir um land-
tengsl Islands við Evrópu eöa Amer-
íku.
LeifurÁ. Símonarsonjarðfræðing-
ur rannsakaði beinin fyrstur, lét
rannsaka aldur þeirra í Kaupmanna-
höfn og síðan í París þar sem nú er
verið að greina nánar dýrategund
beinanna. Beinin munu vera úr
hjartartegund, u.þ.b. þriggja til fjög-
urra milljón ára gömul.
„Sumir hafa viljað kalla þetta „frétt
áratugarins“ fyrir íslenska jarð-
fræðinga enda hafa aldrei fyrr fund-
ist leifar landspendýra frá þvi fyrir
ísöld hér á landi," sagði Leifur.
ísöld hófst fyrir tveimur og hálfri
milljón ára en síðasta ísaldarskeið
var fyrir u.þ.b. tíu þúsund árum.
„Nánari tegundagreining og sam-
anburöur við hjartartegundir í Norð-
ur-Evrópu og Norður-Ameríku frá
þessum tíma gætu svo gefið mikil-
væga vísbendingu um landrek og
landtengsl íslands við Ameríku eða
Norður-Evrópu, en menn hafa lengi
velt því fyrir sér hvort ísland hafi
verið tengt við aðra hvora eða báðar
álfurnar." -KGK
Bæjarstjérinn
stökk ekki
Veður hamlaði því að hinn nýi
bæjarstjóri Kópavogsbúa, Sigurður
Geirdal, gæti sett 17. júní hátíðahöld
bæjarins með því að svífa til jarðar
í fallhlíf.
Bæjarstjórinn, sem ætlaði þarna í
sitt fyrsta fallhlífarstökk, átti að
lenda á Rútstúni og setja hátíðardag-
skrána með ræðu strax eftir lend-
ingu. Vegna rigningar voru hátíðar-
höldin hins vegar færð inn í íþrótta-
hús Digranesskóla og fallhlífarstökk-
ið þar með úr sögunni.
Hefðbundin dagskrá fór síðan fram
innandyra. Fjallkonan, Rósa Ingólfs-
dóttir, ávarpaði viðstadda, nýstúdent
flutti ræðu, trúðar komu í heimsókn
ogíleira. -BÓl
Akureyri:
Sjallinn óseldur
Gylfi Kiistjánssan, DV, Akureyri:
Hvað sem líður öllum sögusögnum
sem eru í gangi á Akureyri er það
staðreynd að veitingahúsið Sjallinn
hefur ekki verið seldur og Ólafur
Laufdal er enn eigandi hússins.
Samkvæmt heimildum DV hafa
einhveijir aðilar spurst fyrir um
húsið en enginn gert í það tilboð.
Sömu heimildir segja að húsið muni
kosta nærri 150 milljónum króna.
Rósa Ingólfsdóttir var fjallkona Kópavogsbúa i gær.
DV-mynd Hanna
Olíuafgreiðsla smábáta í Akraneshöfn:
Esso og SkeBJungur
vilja Olís ekki með
Siguidur Sveirisson, DV, Akranesi:
Svo kann að fara að settir veröi upp
tveir olíuafgreiðslutankar fyrir smá-
báta við Akraneshöfn í stað eins sem
fyrirhugaður var. Skeljungur og 01-
íufélagið hf., Esso, hafa sótt um að
setja upp sameiginlegan tank en Olís
stendur eitt að umsókn um annan
tank.
Mál þetta kom fyrst til kasta hafn-
arstjórnar fyrir um ári þegar um-
sóknirnar tvær bárust. Var þess þá
strax farið á leit við félögin þrjú að
þau reyndu að ná samkomulagi um
einn tank. Það hefur enn ekki tekist.
Að sögn Þorsteins Ragnarssonar,
formanns hafnarstjómar, er það ein-
læg von hennar að samkomulag tak-
ist. Þorsteinn sagði plássið í höfninni
dýrmætt og því æskilegast að koma
upp einum sameiginlegum tanki.
Hann taldi ekki útilokað að hægt
yrði að ná sáttum í málinu en ef þær
næðust ekki myndi hafnarstjórn
ekki standa gegn uppsetningu
tveggja tanka.
Samkvæmt heimildum DV er sam-
staða um einn afgreiðslutank á milli
umboðsmanna olíufélaganna þriggja
á Akranesi. Hins vegar mun lítill
áhugi á því á meðal stjórnenda Oliu-
félgsins og Skeljungs að fara í sam-
starf við Olís.
Hestamaður rotaðist
Hestamaður í Grindavík, sem var
að vinna með átta hross í rétt, komst
heim til sín við illan leik. Ekki er að
fullu vitað hvað henti manninn en
grunur leikur á að eitt hrossanna
hafi sparkað í hann. Eftir að honum
hafði tekist að komast heim leið hann
út af.
Eftir að maöurinn var kominn und-
ir læknishendur kom í Ijós að hann
var með brákaða höfuðkúpu og auk
þess er hann marinn við heila.
Tahð er að maðurinn hafi misst
meðvitund eftir höggið sem hann
fékk. Þegar slysið varð var maðurinn
að vinna að undirbúningi hrossanna
fyrir Landsmót hestamanna.
Samkvæmt heimildum DV er mað-
urinn á batavegi.
-sme
I dag mælir Dagfari
I mál gegn þjóðarsátt
Háskólamenntaö fólk ætlar í mál
við ríkisstjórnina. Það ætlar að
reyna að hnekkja þjóðarsáttinni.
Þar að auki ætlar Bandalag há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna
að kæra ríkisstjómina til útlanda,
nánar tiltekið til Alþjóða vinnu-
málastofnunarinnar. Það verður
sem sagt lagt allt í sölumar til að
grafa undan þjóðarsáttinni og
koma í veg fyrir aö íslendingar búi
við lága verðbólgu til frambúðar.
Þetta er djarft átak hjá háskóla-
mönnum en vissulega tímabært.
Þaö þarf bæði vel menntað og há-
skólagengið fólk til slíkra ákvarð-
ana. Það væri til að mynda ekkert
vit í þvi ef Dagsbrúnarmenn eða
Sóknarkonur væru að rífast í því
hjá dómstólunum hvort launin era
hærri eða lægri. Ófaglærðu launa-
fólki skortir alla menntun og alla
þekkingu til aö takast á við þjóðar-
sáttina. Það skilur heldur ekki
hættumar sem leynast í þjóðar-
sáttinni. Það áttar sig ekki á þeirri
árás ríkisvaldsins, sem felst í því
að koma verðbólgunni niður. Há-
skólagengið fólk, sem komið er á
ríkisjötuna og hefur trygga at-
vinnu, hefur fullan skilning á þeim
þjóðarháska sem fylgir þjóðarsátt-
inni og mun gera allt sem í þess
valdi stendur til að hnekkja henni.
Það er sagt að Vinnuveitenda-
sambandið, verkalýðshreyfingin,
ríkisvaidið, bankamir og sljóm-
málaflokkamir hafi sameinast um
að gera þjóðarsátt í vor, með því
að semja um nánast engin laun, til
að koma skikki á efnahagsmálin.
En þeir samningar vom samsæri.
Samsæri þeirra afla í landinu sem
hafa hag af því að verðbólgan fari
niður og efnahagsbatinn sjáist.
Þessir háu herrar segja að halda
verði launum, vöxtum og verðlagi
niðri. Þeir eru alltaf að hugsa um
þjóðarhag.
En hvað kemur háskólamennt-
uðum ríkisstarfsmönnum viö
hvort þjóðin lifir við sult og seyru
eða hvort íslendingar búa við óða-
verðbólgu eða ekki? Það sem skipt-
ir háskólagengið fólk er auðvitað
þeirra eigin budda og ef gert er
samsæri í landinu um að halda
launum háskólamanna niðri til að
bæta lífskjörin, þá grípa þeir auð-
vitað til sinna eigin ráða. Láglauna-
fólkið í Dagsbrún og Sókn og VR
getur haft hag af lækkandi verð-
bólgu og háskólamenn geta út af
fyrir sig haft gagn af því líka. En
það getur enginn ætlast til þess að
háskólamenntað starfsfólk hjá rík-
inu taki þátt í einhverri sátt sem
aðrir gera. Þeim kemur þaö ekki
við. Þeir eiga rétt á þvi að fá meiri
kauphækkanir en aðrir og það er
ekki þeirra mál hvort veröbólgan
næst niður. Aðrir geta séð um þaö.
íslendingar eru ekki vopnaðir.
Þess Vegna er ekki hægt að berja
niöur þjóðarsáttina með vopna-
valdi af hálfu háskólagenginna rík-
isstarfsmanna. En það er hægt að
fara dómstólaleiðina og það er
hægt að auglýsa hina viðurstyggi-
legu aðför íslenska ríkisvaldsins að
óðaverðbólgunni í útlöndum og það
em einmitt þær leiðir sem BHMR
hyggst fara. Islenskir dómstólar og
alþjóðastofnanir hljóta aö vera fær-
ar um aö koma óðaveröbólgunni til
hjálpar og veija rétt háskólamanna
til að standa vörð um efnahagsöng-
þveiti og upplausn á launamarkað-
inum.
Háskólamenn hafa áður háð
harðvítuga baráttu fyrir áfram-
haldandi óðaverðbólgu. Kennarar
fóru í langvinn verkföll og fengu
nemendur í lið með sér. BHMR
hefur alltaf staðið í fremstu víglínu
þegar órói á vinnumarkaöinum er
annars vegar og háskólamenn eru
sú verkalýðsstétt, hinir sönnu ör-
eigar þessa lands sem hafa haft
mestan og bestan skilning á gildi
þess að verðbólgan geisi og launa-
hækkanir kyndi undir hana. Þeir
vom andvígir þjóðarsáttinni og
hún kemur þeim ekki við.
Þetta munu dómstólarnir skilja
og þess vegna er höfðað mál á hend-
ur ríkisstjórninni, svo það fáist
dæmt í Hæstarétti að þjóðarsáttin
sé ómerk og verðbólgan fái að lifa.
Engin ríkisstjóm á að komast upp
með það gerræði að ráðast gegn
verðbólgunni og viðurkenna ekki
sérstöðu háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna.
Það er traustvekjandi fyrir þjóð-
ina að eiga vel menntað og háskóla-
gengið fólk í æðstu trúnaðarstöð-
um hjá ríkinu, sem hefur þrek og
kjark til að beijast fyrir réttlátri
verðbólgu og bættum efnahag þjóð-
arinnar.
Dagfari