Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. 8 ... FRIR BÍLALEIGUBÍLL í HEILA VIKU 27.880 Uflönd Andstæðingar Ion Iliescus, forseta Rúmeníu, efndu á ný til mótmælaað- gerða í miðborg Búkarest í gær- kvöldi. Nokkur hundruð manns hindruðu umferð um Magherubreið- strætið þar sem mótmæli andófs- manna voru kæfð í síðustu viku. í nótt héldu flestir mótmælend- anna heim og umferð um breiðstræt- ið varð eölileg á ný. Aðeins nokkrir tugir þeirra höföust við á gangstétt- inni nálægt háskólanum er líða tók á nóttina. Fjöldi óeirðalögreglumanna stóð vörð í nokkur hundruð metra fjar- lægð en lét ekki til skarar skríða gegn stjómarandstæðingum. Þegar mótmælin stóðu sem hæst hvatti innanríkisráðherrann, Dorel Ursu, menn til að sýna stillingu og bauð þeim til viðræðna. Á þingfundi í dag er búist við að stjómandstæðingar mótmæli að- gerðum námumanna í miðborg Búk- arest í síðustu viku er þeir réðust gegn mótmælendum og bmtu allt og brömluðu á skrifstofum stjómarand- stæðinga. Diescu forseti hafði beðið námumenn um hjálp gegn bylting- artilraun fasista, eins og hann orðaði það. Að sögn yfirvalda í Rúmeníu iétu sex manns lífið í átökunum og hundmð slösuðust. Yfir eitt þúsund manns vom handteknir. Einnig er búist við því að utanríkis- ráðherrar Evrópubandalagsríkjanna bregðist harkalega við og ákveði á fundi sínum í dag að fresta undirrit- un nýs viðskiptasamnings við Rúm- eníu vegna ofbeldisins gegn stjómar- andstæðingum. Reuter Mótmælandi í Búkarest, sem barinn var af námumönnum í siðustu viku, hrópar slagorð gegn yfirvöldum i gærkvöldi. Símamynd Reuter Ný mótmæli í Búkarest Umbótasinnar innan sovéska kommúnistaflokksins: - ný málamiðlunartillaga í sjáifstæðisbaráttu Litháa Róttækir umbótasinnar innan so- véska kommúnistaflokksins hafa hótað því að segja sig úr flokknum og stofna eigin stjórnmálaflokk verði ekki gengið aö kröfum þeirra um víðtæka endurskoðun og uppstokk- un á markmiðum og stefnu komm- únistaflokksins í Sovétríkjunum á komandi flokksþingi í næsta mán- uði. Það var Bandalag lýðræðissinna, hópur umbótasinna er nýtur mikils stuðnings meðal kommúnista, sem setti fram þessa úrslitakosti á fundi þess um helgina. Það kom fram á fundinum að félhst þing ekki á samþykkt Bandalagsins um breytingar innan flokksins myndi hópurinn vinna að þvi að koma á nýju stjórnmálaafli í Sovét- ríkjunum í september eða október næstkomandi. Sumir fundargesta töldu að ekki væri eftir neinu að bíða og vildu setja upp stjórnmálaflokk óháðan kommúnistaflokknum án tafar. En það var ekki samþykkt og var ákveðið að bíða flokksþingsins. Einn forystumanna Bandalags lýð- ræðissinna, Ivan Lysenko, hvatti Gorbatsjov, Sovétforseta og leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, til að segja af sér forystuembætti flokks- ins. Lysenko sagði að undir stjóm kommúnista væri landið komið fram á hengibrún hruns. ;,Tími sannleik- ans er ranninn upp,“ sagði Lysenko við blaðamenn að loknum fundinum. í samþykkt fundarins er hvatt til þess aö uppbygging flokksins verði gerð lýðræðislegri, að endir verði bundinn á áhrif og völd kommúnista- flokksins yfir KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, hernum og dómskerf- inu, að fallið verði frá kommúnisma sem endanlegu takmarki stefnu flokksins og að fasteignir í eigu hans verði gerðar upptækar. Fullvíst er talið að fulltrúar á komandi þingi, þar sem íhaldsmenn verða í meiri- hluta, hafni þessum kröfum. í Litháen, lýðveldinu sem lýsti yfir sjálfstæöi í mars síöasthðnum, Gor- batsjov til mikils ama, má búast við að nýrri málamiðlunartihögu verði hafnað á þirigi, að því er háttsettur embættismaður skýrði frá í gær. Á morgun munu þingmenn að öhum líkindum ganga tU atkvæða um til- lögu stjórnar Litháen sem gerir ráð fyrir að fresta beri gildistöku sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar tímabundið á meðan viðræður Litháa og Moskvuvaldsins fara fram. Algi- mantas Cekuohs, sem sæti á í mið- stjórn hins sjálfstæða kommúnista- flokks Litháen, segir að mikið van- traust ríki meðal Litháa í garö Moskvu og aö hkur séu á að tillagan hljóti ekki samþykkt þings. Reuter Ivan Lysenko, einn forystumanna Bandalags lýræöissinna, hefur hvatt til þess aö Gorbatsjov, leiðtogi kommúnistaflokksins, láti af embætti. Símamynd Reuter Hóta úrsögn úr flokknum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.