Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. 9 dv_________________________________Útlönd Síðari umferð þingkosninganna í Búlgaríu lokið: Ásakanir um misferli Stillum hraða í hóf og HUGSUM FRAM Á VEGINN! IUMFERÐAR RAÐ Kosningasvindl og misferli settu svip sinn á síðari umferð þingkosn- inganna í Búlgaríu í gær. En þrátt fyrir það segja erlendir eftirlitsmenn að kosningarnar hafi í heild sinni farið heiðarlega fram og að það kosn- ingasvindl, sem ástundað hafi verið, muni hklega ekki reynast nógu al- varlegt til að ógilda verði úrslitin. Eftirlitsmennirnir sögðu að kosn- ingasvindl hefði verið víðtækara og meira í gær, í síðari umferðinni, en fyrir rúmri viku þegar fyrri umferð- in fór fram. Þeir kváðust hafa orðið varir við atvik sem benda til skipu- legra hótana og þvingunaraðgerða af hendi stjórnarflokksins, s.s. hafi einkennisbúnir lögreglumenn og hermenn vaktað suma kjörstaði. Þá sögðust þeir einnig hafa orðið varir við frávik frá settum reglum s.s. að kosningaleynd hafi ekki ailtaf verið haldin. En þeir lögðu áherslu á að einungis einstakir hópar eftirlits- manna hefðu orðið varir við slíkt kosningamisferh. Kosið er til fjögur hundruð sæta á búlgarska þinginu. Aðalverkefni hins nýja þings verður að semja nýja stjómarskrá þar sem grunnurinn verður formlega lagður að breyting- unni úr alræði kommúnista í Búlgar- íu til lýðræðis. Fyrrum kommúnist- ar, sem nú kaha sig Sósíahstaflokk Búlgaríu, era með gott forskot í þess- um kosningum, báru sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna. Ekki er óhklegt að flokkurinn nái meirihluta á þingi. Reuter Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar í Búlgaríu láta í Ijósi stuðning sinn. Símamynd Reuter Evrópa sameinast gegn umhverfismengun Umhverfismálaráðherrar Austur- og Vestur-Evrópu hafa ákveðið að berjast sameiginlega gegn mengun í Austur-Evrópu. Fólki í þessum heimshluta er nú tahn stafa meiri ógn af mengun heldur en kjarnorku- stríði. Fundur ráðherranna um helgina í Dublin á írlandi var sá fyrsti sinnar tegundar og hefði verið óhugsandi áður en breytingarnar í Austur- Evrópu áttu sér stað. Á fundinum lofaði Evrópubanda- lagið tæknilegri aðstoð og verulegri fjárupphæð, þó svo að engar tölur hafi verið nefndar, til að fylgjast með mengun í lofti, vatni og jarðvegi og til endurbyggingar á úr sér gengnum iðju- og raforkuverum sem eru einn helsti mengunarvaldurinn. Evrópubandalagið ákvað einnig að vinna að gerð samþykkta sem tryggja eiga að þau vestrænu fyrir- tæki sem hefla starfsemi í Austur- Evrópu noti réttan tæknibúnað. Ráöherrar Austur-Evrópu, þar á f meðal Sovétríkjanna, samþykktu að setja nýjar reglugerðir varðandi mengun og athuga gaumgæfilega áætlanir um nýjan iðnað með tilliti til hvaða áhrif hann hefur á um- hverfið. Hin gífurlega mengun í Austur- Evrópulöndunum, sem fulltrúar þeirra lýstu opinskátt, kom umhverf- ismálaráðherrum Evrópubandalags- ríkjanna og Svíþjóðar, fulltrúa Efta á fundinum, í opna skjöldu. Það sem vakti mestan öhug voru frásagnirnar af því að fólk létist um aldur fram vegna alvarlegrar mengunar á iðn- aðarsvæðum austurhluta Austur- Þýskalands, suðurhluta Póllands og TékkÓslÓVakíU. Reuter Daihatsu Charade turbo '88, ekinn 29 þús., svartur, rafdr. rúður, centr- allæsingar, sumar- og vetrardekk. Verð kr. 670.000. BÍLAR TIL SÖLU Jeep Cherokee Limited '89, hvítur, ekinn aðeins 12 þús., leðurklædd- ur, allt i rafm., bíllinn er með öilum hugsanlegum aukabúnaði. ur, 5 gíra, ath. skipti á litlum sendi bil. Verð kr. 880.000. Nissan Micra Special árg. '89, hvít- ur, 5 gíra, sóllúga. Verð kr. 610.000. Bankaránið í Færeyjum: Þjófurinn með Norrænu? Tveir Danir og einn Júgóslavi voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna bankaránsins í Færeyj- um aðfaranótt fimmtudagsins. Þá var nær fimm hundruð þúsund dönskum krónum stolið úr peninga- skáp Sjóvinnubankans í Nordskali á Austurey. Danirnir tveir voru handteknir í Þórshöfn í Færeyjum á laugardaginn en Júgóslavinn, sem fór með Nor- rænu frá Færeyjum til Danmerkur, var handtekinn af dönsku lögregl- unni í Hanstholm síðdegis á laugar- daginn. Bankaránið, sem er það stærsta í sögu Færeyja, uppgötvaðist fyrst á fimmtudagsmorguninn þegar starfs- fólk bankans kom til vinnu. Ekkert þjófavarnarkerfi er í bankanum og höfðu bankaræningjarnir breitt fyrir alla glugga til að þeir gætu óhindrað brotið upp peningaskápinn. Mennirnir þrír, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, eru allir um tvítugt. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald en sá þriðji í viku gæsluvarðhald. Ritzau ■ Logsuðu- oig skurðartæki fyrir acetylene- og própangas. Súr- og gasmælar. Tvöfaldar slöngur. Kveikjarar, gleraugu. hreinsinálar. Súr- og gaskútar. Varahlutáþjónusta. VIÐ ERUM MEÐ BETRA VERÐ NAFNf KENNITALA 47 11 83-0169 ÁRMÚU 1 - PÓSTHÓLF8 ifcj'28 REYKJAVÍK - SÍMí 6S/222 TELEX 3012-TELEFAX 687295 BÍLASALAN Smiðjuvegi 4, Kóp., simi 77202 Opid laugardaga Honda Accord EX '85, rauöur, 5 gíra, topplúga, góöur bíll. Verð kr. 550.000. Oldsmobile Cutlass Ciera, árg. '84, 6 cyl., sjálfskiptur. Verð kr. 850.000. VW Jetta CL '87, ekinn 57 þús., litur Ijósgrænn, sumar- og vetrardekk, verð kr. 680.000, 520.000 stgr. Vantar nýlega og vel með farna bila á staðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.