Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Qupperneq 26
34
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
Afmæli
Pétur M. Jónasson
Pétur M. Jónasson, prófessor 1
vatnalíffræði, er sjötugur í dag.
Pétur Mikkel er fæddur í ReyKja-
vík og lauk magistersprófi í dýra-
fræði í Kaupmannahafnarháskóla
1952. Hann var styrkþegi Danska
vísindaráösins 1953-1957 og adjunkt
í vatnalíffræði í Kaupmannahafnar-
háskóla 1956, vísindalegur aðstoðar-
maður 1957, fastráðiim 1958, deild-
arstjóri í KHÍ1967, lektor 1%9,
dr.phil. 1972 og prófessor 1977-1990.
Pétri hefur verið boðið að halda
gestafyrirlestur í háskólum í Evr-
ópu, N-Ameríku, Japan og Nýja Sjá-
landi frá 1948. Hann var vísindaleg-
ur ráðunautur fyrir ríkisstjóm
Kandada í British Columbía 1962 og
hefur komið á fót alþjóðlegmn fund-
um um vatnalíffræði frá 1964. Pétur
var í stjórn danska vistfræðifélags-
ins 1967-1982, var fyrirlesari í að-
þjóðlegri ráðstefnú um mengun í
Bandaríkjunum 1967 og fyrirlesari
um sveiflur um dýrum í vötnum í
Amheim í Holland 1970. Hann
stjómaði Mývatnsrannsóknunum
1970-1979 og var fyrirlesari í al-
þjóðalíffræðiverkefni Sameinuðu
þjóðanna 1972 og 1975. Pétur var
varaforseti norræna vistfræðiráðs-
ins 1973-1989 og hefur stjómað Þing-
vallavatnsrannsóknunum frá 1974.
Hann hefur verið fulltrúi Dana í
aiþjóðavatnalíffræðingafélaginu frá
1977, aðalritstjóri íslensku dýra-
fræðinnar, Zoology af Iceland, frá
1980, en nú eru komnar út 4000 blað-
síður, meðritstjóti aðaltímarits
vatnalíffræðinga 1981-1989. Pétur
kom á fót ráðstefnum um Þingvalla-
vatn 1982,1984 og landrek og líf-
fræði íslenskra stöðuvatna 1986 og
var fyrirlesari á alþjóðráðstefnu um
lægri dýr í vötnum 1984. Hann var
meöhöfundur bókar um vistfræði
heimsins 1984, hefur verið formaður
í nefnd sem útnefnir heiðursfélaga
alþjóða vatnalíffræðifélagsins frá
1987 og var fyrirlesari um vatnasvið
háfjallavatna í Kalifomíu 1989. Pét-
ur varð meðlimur danska vísindafé-
lagsins 1980, danska náttúmvís-
indafélagsins 1981 og norska vís-
indafélagsins 1986. Hann hefur verið
forseti ísl. fræðafélagsins í Kaupa-
mannahöfn frá 1985, sem m.a. hefur
gefið út jarðabækur Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns. Pétur var
beðinn um að halda Baldi Memor-
ial-fyrilestur 20. alþjóðaráðstefnu
alþjóðafélags vatnalíffræðinga 1977.
Hann hlaut Naumann-Thienmann
verðlaunin, þekktustu verðlaun
vatnalíffræðinga í heiminum, fyrir
framúrskarandi vísindaafrek 1987.
Pétur hefur verið forseti norræna
vistfræðifélagsins 1989 og var kos-
inn forseti aðþjóðafélags allra
vatnalíffræðinga í heiminum frá
1989. Pétur kvæntist 29. maí 1964
Dóm Gunnarsdóttur, f. 4. nóvember
1926, ritara Sáttmálasjóðs. Foreldr-
ar Dóm em: Gunnar Ámason, verk-
stjóri í Reykjavík, og kona hans,
Guðrún Halldórsdóttir. Dætur Pét-
urs og Dóm eru: Margrét, f. 15. sept-
ember 1964, hagfræðingur í Kaup-
mannahöfn, og Kristín, f. 3. október
1967, lögfræðinemi. Systkini Péturs
em: Guðmundur, f. 11. nóvember
1921, skipasmiður í Rvík, kvæntur
Steinunni Guðnadóttir, hún er látin,
Jón Öm, f. 23. febrúar 1923, d. 1985,
skipasmiður í Rvík, kvæntur Þóm
Pétursdóttur og Ása Valdís, f. 24.
febr. 1926, gift Geir Amesen, verk-
fræðingiíRvík.
Foreldrar Péturs vora: Jónas
Halldór Guðmundsson, f. 1. sept-
ember 1891, d. 1970, skipasmiður í
Rvík, og kona hans, Margrét Guð-
mundsdóttir Ottesen, f. 19. febrúar
1890, d. 9. desember 1964. Jónas var
sonur Guðmundar, b. í Hrauni í
Dýrafirði, og konu hans, Jónu Krist-
ínar Jónsdóttur. Margrét var dóttir
Guðmundar, b. í Miðfelli í Þing-
vallasveit, Jónssonar Ottesens, b. á
Ingunnarstöðum í Kjós, bróður
Oddgeirs, fóður Péturs Ottesen al-
þingismanns. Jón var sonur Odds
Péturs Ottesen, dbrm. á Ytra-Hólmi
á Akranesi, Lámssonar Ottesen,
kaupmanns í Rvík, Oddssonar, rit-
ara yfirdómsins á Alþingi, bróður
Ólafs stiptamtmanns, ættfoður
Stephensensættarinnar. Oddur var
sonur Stefáns, prests á Höskulds-
stöðum, Ólafssonar. Móðir Stefáns
var Anna Stefánsdóttir, prófasts og
skálds í Vallanesi, Ólafssonar, próf-
asts og skálds í Kirkjubæ í Tungu,
Einarssonar, prófasts og skálds í
Heydölum, Sigurðssonar. Móðir
Odds Péturs var Sigríður veitinga-
kona, sem Dillonshús var reist fyr-
ir, Þorkelsdóttir Bergmann, kaup-
manns í Rvík, Guðmundssonar,
bróður Ólafs í Vindhæh, föður
Magnúsar Bergmanns, ættfóður
sunnlensku Bergmannsættarinnar,
langafa Stefáns, afa Árna Bergmann
ritstjóra. Annar sonur Ólafs var
Bjöm Ólsen, klausturhaldari á
Þingeymm, ættfaöir Ólsensættar-
innar, afi Bjöms Ólsen, fyrsta há-
skólarektors. Dóttir Ólafs var
Oddný, móðir Guörúnar Blöndal,
ættmóður Blöndalsættarinnar.
Móðir Guðmundar var Sigurlaug,
systir Björns, járnsmíðamrístara í
Rvík, langafa Friðriks Þórs Frið-
rikssonar kvikmyndaleikstjóra.
Sigurlaug var dóttir Péturs Hjalte-
steð, b. í Saurbæ á Hvalfiarðar-
strönd, og konu hans, Guðríðar
Magnúsdóttur, prests í Steinnesi,
Ámasonar, biskups á Hólum, Þór-
arinssonar. Móðir Áma var Ástríð-
ur Magnúsdóttir, prófasts í Hvammi
í Hvammssveit, Magnússonar,
bróður Áma prófessors. Móðir
Ástríðar var Sigríður, systir Páls
Pétur M. Jónasson.
Vídalín. Sigríður var dóttir Jóns, b.
í Víðidalstungu, Þorlákssonar, lög-
réttumanns í Víðidalstungu, Páls-
sonar, sýslumanns á Þingeyrum,
Guðbrandssonar, biskups á Hólum,
Þorlákssonar. Móðir Sigríðar var
Hildur Arngrímsdóttir lærða,
vigslubiskups á Melstað, Jónssonar.
Móðir Guðríðar var Anna Þor-
steinsdóttir, systir Hallgríms, föður
Jónasarskálds.
Móðir Jónasar var Ása Þorkels-
dóttir, b. á Þyrh á Hvalfjarðar-
strönd, Þorlákssonar og konu hans,
Margrétar Þorláksdóttur, b. í
Blönduholti, Brynjólfssonar, b. á
Útskálahamri, Einarssonar, b. á Út-
skálahamri, Þorvarðssonar, lög-
réttumanns í Brautarholti, meðal
hvatamanna að stofnun Innrétting-
anna í Rvík, Einarssonar. Móðir
Þorláks var Ása Þorláksdóttir, syst-
ir Ástríðar, langömmu Þorláks O.
Johnsen, kaupmanns í Rvík, langafa
Einars Laxness, framkvæmdastjóra
Menntamálaráðs.
Menning_________
Frjálst og
formfast
Það var vel til fundið af Félagi íslenskra myndhstar-
manna að efna til sýningar á nokkram vel völdum
verkum eftir heiðursfélaga sinn, Sigurð Sigurðsson
hstmálara, í tilefni af Listahátíð 1990. Þaö þarf tæplega
að fara mörgum orðum um feril Sigurðar á þessum
vettvangi, svo djúp spor hefur hann markað í sögu
íslensks landslagsmálverks. Auk þess er ekki langt
um höið síðan haldin var yfirhtssýning á verkum Sig-
urðar í Listasafni íslands, þar sem ítarlega var sagt
frá þróun listar hans.
Sigurður er vissulega hægferöugur í hstinni, enda
hefur hann ævinlega haft meiri ánægju af því að lifa
lífinu en að kósera um það á striga. Sem þýðir alls
ekki aö hann sé sestur í helgan stein, sáttur við ævi-
starf sitt eða uppfullur með beiskju, eins og svo marg-
ir hérlendir starfsbræður hans.
Straumar frá Frans
„Maður losnar ekki við þennan andskota," er við-
kvæðið þegar Sigurður er spurður tíðinda af málverki
sínú. En þrátt fyrir óhkindalæti fær listamaðurinn
engan veginn duhð þá staðreynd að sjaidan hefur hann
málað betur en hann gerir í dag. í landslagsmyndum
hans mætast tveir straumar, sem sennilega eiga upp-
rana sinn í einu og sama fljótinu, kannski því sama
og rennur undan fjalhnu Sainte-Victoire í Suöur Frans.
Annars vegar er bjart og skynrænt htróf danskra
heiðamálara, hins vegar þéttur og voldugur bygging-
arstfil Jóns Stefánssonar. Stundum nær danskurinn
yfirhöndinni og myndir Sigurðar leysast upp í bjartan
vef hta, annars staðar er byggingin svo rammger að
htimir fá sig hvergi hrært.
Mosi og urðaröldur
En í bestu myndum síniun, og nokkrar þeirra er aö
finna á sýningunni í FÍM-salnum við Garðastræti,
haldast htróf og byggingarstfll þétt í hendur. Þetta em
yfirleitt myndir með sterkum láréttmn áherslum, þar
sem mætast grámosi og urðaröldur, eða sandflesjur
og himinn. Og maður setur sig í stelhngar skáldsins
Ehots og spyr: Hvað vex í svona grýttri auðn? Viö
fyrstu sýn, ekkert. En þegar yfirborð þessara mynda
er gaumgæft birtist ótrúlega blæbrigöarík htaflóra
undir efsta lagi þeirra og fer vaxandi því lengur sem
á þær er horft. Á endanum skiptir ekki máli hvort
Sigurður Sigurðsson að störfum.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
þessi htbrigði em þama „í raun og vem“, svo mikill
er hstrænn sannfæringarkraftur málarans.
Portrett
Á sýningunni í FÍM-salnum gefst einnig tækifæri að
beija augum nokkur portrett Sigurðar svo og eina
uppstfilingu, þar á meðal þekkta mynd hans af konu
sinni, Önnu. Uppstilhngin (nr. 18) er mikil gersemi, í
senn samræmd og fijáls í sniðum. Sýningunni í FÍM-
salnum lýkur þann 19. júní, svo nú er hver síöastur
að sjá hana.
afmælið 18. júní
85 ára
Magnús Kristj ánsson,
Þambárvöhum 1, Óspakseyrar-
hreppi.
Stefanía Sigurbergsdóttir,
Engihjalla 19, Kópavogi
Gísli Sigurgeirsson,
Hausthúsum 1, Eyjahreppi.
Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Greniteigi 4, Keflavík.
Hún verður að heiman.
Guðmundur ívarsson,
Seljavegi 8, Selfosi.
Einar Eggertsson,
Engjaseh 62, Reykjavík.
Hreiðar Sigurðsson,
Bugatúni 10, Tálknafirði
Sigrún Ólafsdóttir,
Útskálum5,Hellu.
70 ára
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Þorsteinsgötu 5, BorgamesL
Guðrún Kristiánsdótir,
Fífilbrekku, Ákureyri
Haildóra Guðlaugsdóttir,
Skólabraut 3, Selfjamamesi
Ragnur Sigurðsson,
Firði, BæjahreppL
Sumarliði Bárðarson,
Háteigsvegi 22, Reykjavík.
40ára
Eyþór Valdimarsson,
Ásgarði, Kirkjubæjarhreppi.
Þóra Vignisdóttir,
Álfheimum 32, Reykjavík.
Gúnnólfur Árnason,
Brekkustíg 31A, Njarðvík.
HelenDröfn Hjaltadóttir,
Túngötu 9, SúöavíkurhreppL
Helga Eyjólfsdóttir,
Suðurvöhum 14, Keflavík.
Guðjón Óskarsson,
Þverárseh 28, Reykjavfk.
Freysteinn Traus tason,
Hverhólum, Lýtingsstaðahreppi.