Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Kvenréttindadagur Á morgun eru liðin sjötíu og fimm ár síðan konur fengu kosningarétt. í ljósi mannkynssögunnar er það ekki langur tími. Ekki heldur í sögu lýðræðisins. Það er ekki fyrr en á öðrum áratug þessarar aldar sem kon- ur fá sömu mannréttindi og karlar og eru taldar þess verðar að kjósa fulltrúa á alþingi og taka þátt í lýðræðis- legum ákvörðunum um stjórn landsins. Sú staðreynd segir meira um karla en konur og það álit sem þjóð- félagið hafði á stöðu kvenna í samfélaginu. Ætla mætti að með kosningaréttinum hafi réttur kvenna til jafns við karla að fullu verið viðurkenndur. Svo var í orði en ekki á borði. Kosningarétturinn var aðeins áfangi enda hafa konur lengst af verið meðreiðar- sveinar og áhorfendur að karlasamfélaginu og karla- veldinu. Ekki er sanngjarnt að saka karlpeninginn um þá misskiptingu. Konur höfðu sig Mtt í frammi að undan- skildum nokkrum undantekningum og kvenskörungum og það þótti alla jafna tíðindum sæta ef kona sótti í lang- skólanám ellegar sóttist eftir frama til jafns við karla á vinnumarkaðinum. Þær voru hlédrægar og undirgefnar og skipuðu sér sjáMviljugar í hlutverk þjónsins og elda- buskunnar. Tíðarandinn bauð heldur ekki upp á annað. Á undanfórnum tveim áratugum hefur orðið gjörbylt- ing í Mfsháttum og viðhorfum kvenna. Aðstæður í þjóð- félaginu hafa kaMað á konur út á vinnumarkaðinn, þörf- ni og löngunin eftir framhaldsnámi hefur vaxið, jafnrétt- isbaráttunni hefur vaxið fiskur um hrygg. Það sem mestu máM skiptir í þessari þróun er sú staðreynd að konur sjáMar eru mun meðvitaðri um það jafnræði sem á að ríkja og hafa tileinkað sér sjáMstraust og sjálfsí- mynd sem er aUt önnur en áður þekktist. Stundum er gert gys að jafnréttisbaráttu kvenna og kvennaframboð í póMtík hafa verið Mtin hornauga. En hvort tveggja er þáttur í sókn kvenna tU aukinnar þátt- töku og áhrifa í samfélaginu og eru afsprengi síns tíma. Körlum finnst ákafi kvenréttindabaráttunnar á stund- um ganga út í öfgar og skUja ekki þessi læti. Sú afstaða skýrist af því að karlar hafa aldrei tahð sig kúga konur tU hlýðni eða hafa beitt þær órétti. SjáUskipuð forysta karla á sér ekki rætur í yfirgangi þeirra, heldur er hún gamaU arfur og ómeðvituð tUfmning fyrir því að þannig eigi hlutimir að vera. Karlar hafa ekki sett sig inn í reynsluheim kvenna og geta það ekki nema vera minnt- ir á hann. Það hafa kvennaframboðin gert og það hefur ötul framganga í jafnréttisbaráttunni gert. Konur verða líka að skUja að óvinir þeirra em ekki karlar, heldur lög og samskipti og venjur og hugarfar. Ekki síst hugarfar þeirra sjálfra. Rétt eins og öU barátta þróast og alveg eins og menn þurfa að velja sér vettvang og vopn með hhðsjón af við- fangsefnunum, má aUt eins búast við því að sjáMstæð framboð kvenna heyri brátt sögunni tU. En jafnréttis- baráttan heldur áfram og á rétt á sér þótt hún taki á sig nýja mynd og nýjar áherslur. Með sama hætti og verkalýðshreyfingin gegnir öðm hlutverki og hefur önnur viðfangsefni en fyrir nokkmm áratugum mun jafnréttisbarátta kvenna taka mið af samfélaginu í kringum sig í framtíðinni. Konur hafa haslað sér vöU og þær hafa skipað sér sess í mann- virðingarstiganum og smám saman er að skapast það ástand að á það er Mtið sem sjáUsagðan hlut. Hugarfars- breytingin er að komast tU skUa. EUert B. Schram Eyðileggingin eftir styrjöldina var svipuð í Vestur- og Austur-Þýskalandi en efnahagsþróunin varð ekki sú sama. - Fró þýskri stórborg í striðslok. Hinn íslenski efnahagsrammi Lesandi góður. Við íslendingar búum nú við margvíslegar efna- hagsþrengingar og höfum gert um nokkurt skeið. Á slíkum tímum hlýtur maður að spyrja sig hvað vaddi þessu. Svarið er ávallt eitt og hið sama. Lífskjörin í þessu landi takmarkast að stærstum hluta til við þau verðmæti sem hafið gefur af sér. Þetta er og hefur verið sá efna- hagslegi rammi sem okkur er sett- ur. Og engin veruleg breyting virð- ist ætla að verða á honum á kom- andi árum. En hvaða efnahags- ramma búa aðrar þjóðir við? Þýskaland Nú eru um fimmtíu ár frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Að loknum þeim hildarleik var Þýska- land í rúst og milljónir Þjóðveija höfðu fallið og fjöldi manna var örkumlaður eftir átökin. Er hægt að hugsa sér öllu ömurlegra ástand í einu landi en ástandið í Þýska- landi eftir stríðið? Hvemig er um- horfs í Vestur-Þýskalandi í dag? Hvemig má það vera að sú þjóð, sem galt svo óskaplegt afhroð í síð- ari heimsstyijöld, er nú leiðandi á flestum sviðum tækni og iðnaðar og með eitthvert sterkasta efnahag- skerfi í heiminum? Hefur upp- bygging Vestur-Þýskalands og lífs- afkoma Vestur-Þjóðverja verið tak- mörkuð viö þau verðmæti sem landið eða hafið hafa gefið af sér? Nei, lífsafkoma Vestur-Þjóðveija takmarkast ekki við neitt slíkt, það hlýtur öllum að vera ljóst sem þekkja til mála. Uppbyggingu Vest- ur-Þýskalands og lifsafkomu Vest- ur-Þjóðveija í dag má rekja til dugnaðar, ráödeildarsemi, aga og stjómkænsku þess fólks sem í Vestur-Þýskalandi býr. Og á þeim sviðum standa Vestur-Þjóðverjar öðmm þjóðum framar. Það er mergurinn málsins. Vestur-þýska efnahagsundrið gmndvallast því á mannkostum þjóðarinnar og stjómskipulagi sem leyfir þeim mannkostum að njóta sín. Hvaða hlutverk stjómskipulagið spilar í þessu sambandi má lesa af samanburðinum viö austur-þýska efnahagskerfið. Þjóðveijar fyrir austan jámtjald voru álíka mann- kostum búnir í lok stríðsins og þeir sem fyrir vestan bjuggu. Það var sama eyðileggingin og sömu hörm- ungamar á báöum stöðum í byij- un. - En þróunin varð ekki sú sama. Austur-Þýskaland gekk fyrir KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur þeirri hugmyndafræði sem kallast félagshyggja, jafnrétti, sósíalismi og allt hvað þetta nú heitir. í slíku kerfi fá mannkostir þjóðarinnar ekki að njóta sín og afleiðinguna af því höfum við fyrir framan okk- ur í formi efnahagslegs gjaldþrots Austur-Þýskalands og hinna aust- antjaldsríkjanna. Japan Líkt gildir með Japani og Þjóð- verja. Japan var lika illa útleikið í stríðinu en er í fararbroddi í dag hvað varðar tækniframfarir, batn- andi lífskjör og traust efnahags- kerfi. Hvað skyldu japönsk stjóm- völd hafa sagt oft við þegna sína að efnahagsleg afkoma þjóðarinnar væri háð því hvaða verðmæti landið og hafið geta gefið af sér? Hvemig væri ástandið í Japan í dag ef yfirvöld og sérfræðingar hefðu sagt slíkt viö þjóöina allt frá lokum síðari heimsstyijaldar? Ef það hefði verið gert, og þjóðin hefði trúað því, þá væri ekkert jap- anskt efnahagsundur til. Er ekki öllum ljóst að japanska efnahags- undrið grundvallast á dugnaði, fórnfýsi og góðu stjómskipulagi japönsku þjóðarinnar og engu öðm? Eða með öðrum orðum sagt, mannkostum þjóðarinnar, og stjómskipulagi sem leyfir þeim mannkostum að njóta sín. Mistök íslendinga Svo er það spumingin: hvað er að hér hjá okkur? Af hverju hefur ekki orðið neitt efnahagsundur á íslandi? Svariö við þeirri spum- ingu er ofur einfalt. Við höfum ekki búið atvinnulífi þessarar þjóðar þann grandvöll að hæfileikar þjóð- arinnar, sem í landinu býr, fái að njóta sín. íslendingar era betur menntaðir en nokkur önnur þjóð í veröldinni og menning okkar stendur á ævagömlum og traustum merg. ís- lendingar eru yfirleitt duglegir til vinnu og tilbúnir til að vinna lengri vinnudag en nokkur önnur þjóð. - Þaö sem neikvætt yrði að teljast í fari okkar er lítill agi og skortur á ráðdeildarsemi. Það er samt staðreynd að á und- anförnum áratugum höfum við ís- lendingar misst úr landi mikinn hóp hæfileikafólks á ýmsum svið- um, fólk sem búið er hæfileikum sem ekki geta notið sín á íslandi. Og þessu fólki vegnar að öllum jafnaði mjög vel erlendis. Lesandi góður. Á íslandi býr dug- leg, vel menntuö og harðgerð þjóð, búin meiri mannkostum en flestar aðrar þjóðir. En á íslandi hefur ekki orðið neitt efnahagsundur, og þar verður ekki neitt efnahagsund- ur fyrr en stjómskipulag þjóðar- innar leyfir þeim mannkostum, sem þjóðin býr yfir, að njóta sín. Ef við hefðum búið við sama efna- hagsumhverfi og Japanir og Vest- ur-Þjóðverjar hafa haft allt frá lok- um síðari heimsstyijaldar stæðum við þessum þjóðum framar í dag. - Og þá mundi enginn tala um það að lífskjörin í þessu landi takmörk- uðust við þau verðmæti sem hafið gefur af sér. Brynjólfur Jónsson „Hvað skyldu japönsk stjórnvöld hafa sagt oft við þegna sína að efnahagsleg afkoma þjóðarinnar væri háð því hvaða verðmæti landið og hafið geta gefið af sér?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.