Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. FLORIDAIIA HVAF»* Aðeins 100% hreinan Floridana safa í (• ) Utlönd Hvað verður um Trump? umbúðum! Munið orðaleitína! BILASALAN TÚN Mazda 626 GLX árg. 1986, ekinn 83.000 km, rafmagn í rúðum, vökv- ast., centrallæsing, 4ra dyra, litur hvítur. Audi 80, árg. 1988, ekinn 40.000 km, vökvastýri, ABS bremsur, topplúga, litaó gler, centrallæsing, litur rauð- ur. MMC Lancer 1500 GLX, árg. 1987, ekinn 60.000 km., vökvastýri, raf- magn í rúðum, samlæsing, litur gullsans. Ford Sierra 2000 IS árg. 1986, vökvastýri, álfelgur, ekinn 53.000 km, litur rauður, 3ja dyra. Ford Sierra 1600 árg. 1985, 5 dyra, ekinn 95.000, litur hvitur, topplúga. Óskum eftir bílum á skrá og á staðinn BILASALAN TÚN Höfðatúni 10 sfmi 622177 Donald Trump er nú í kröggum. Teikning Lurie Fyrstu merki þess að Donald Trump, hinn litríki kaupsýslumaður vestan hafs, kunni að hafa færst of mikið í fang komu í ljós fyrir helgi þegar honum tókst ekki að greiða vaxta- og höfuðstólsgreiðslur af tveimur veðlánum, alls um þrjátíu milljónir dollara. Þó ekki sé um formleg vanskil að ræða fyrr en eftir tíu til þrjátíu daga, að sögn fjármála- sérfræðinga, er ljóst að lausafjár- staða fyrirtækis hans er mun verri en talið hefur verið og skuldasöfnun hans þeim mun meiri. Útistandandi skuldir Trumps nema þremur mill- jörðum dollara. Á fóstudag átti Trump að greiða vaxtagreiðslur af tveimur lánum vegna Trump Castle hótelsins og spilavítisins í Atlantic City og vegna Trump Plaza spilavítisins. Forráða- menn fyrirtækis hans ulkynntu fyrir helgi að staðið yrði við skuldbinding- ar vegna Trump Plaza en að ekki tækist aö standa í skilum vegna Trump Castle. Takist Trump ekki að greiða skuldina, sem tryggð er með veöi í hótelinu og spilavítinu, innan gefins gjaldfrests gæti svo fariö að lánardrottnar hans neyddu hann til að lýsa sig gjaldþrota að þeirra kröfu, þ.e. gengju að veðinu. Fáir telja þó að svo verði nema viðræður hans og lánardrottna hans fari út um þufur. Af stallinum fallinn? Trump virtist standa heimurinn til boða fyrir eigi svo löngu. Hann byggði upp veldi sitt á níunda ára- tugnum, baðaði sig í frægðarljóma auðæfa sinna og varð jafhþekktur og margar Hollywood-stjörnur. En fljótt ,skipast veður í lofti. Nú á hann í greiðsluvandræðum og samninga- viðræðum við lánardrottna sína og síðast en ekki síst eru hjónabands- mál hans og eiginkonunnar, Ivönu, á forsíðum margra blaða. Fjármálastaða Trump-fyrirtækis- ins hefur gefið sérfræðingum tilefni til að velta fyrir sér framtíð og stöðu Donalds Trump. Verður hans hlut- skipti hið saman og margra annarra pappírs-milljarðamæringa sem fóru of geyst og færðust of mikiö í fang? Síðasta dæmiö um slíka ævintýra- mennsku var gjaldþrot hins kana- díska Roberts Campeau en hann átti keðju stórverslana. Fyrirtæki Cam- epaus fór á hausinn fyrr á þessu ári. Trump hefur átt í samningavið- ræðum við lánardrottna sína síðustu daga og vikur. Fjórir helstu við- skiptabankar hans féllust á að lána honum sextíu milljónir dollara fyrir viku. Þessi fjárhæð átti að fleyta hon- um yfir helstu vandræðin þar til hann gæti komið einhverjum af eign- um sínum í verð. En nokkrir smærri viðskiptabanka hans eru ekki á eitt sáttir um samkomulag þetta vegna þess aö í því felst m.a. að einhverjum vaxtagreiðslum verði frestað. Bæði Campeau og Trump tryggðu sér stöðu í sviðsljósinu vegna sér- kunnáttu sinnar í fasteignaviðskipt- um. En þeir eiga það einnig sameig- inlegt að hafa teflt frama sínum og þúsunda starfsmanna sinna í tvísýnu vegna óviturlegra fjárfestinga á öðr- um sviðum. Fyrirtæki Campeau varð gjaldþrota en honum tókst að halda í sín persónuleg auðæfi. Hvað verður um Trump? Reuter Deilan um aðild sameinaðs Þýskalands að Nato: Málamiðlun hugsanleg Utanríkisráðherrar. Vestur- Þýskalands og Sovétríkjanna koma saman til fundar í dag til að ræða sameiningu þýsku ríkjanna og hernaðarlega stöðu sameinaðs Þýskalands. Sterkar líkur benda nú tíl þess að Sovétmenn kunni að fallast á kröfur Vesturlanda um að sameinað Þýskaland eigi aöild að Nato, Atlantshafsbandalaginu, en sú krafa hefur hingað til reynst ein erfiðasta hindrun sameiningarinn- ar. Gorbatsjov Sovétforseti hefur haldið fast við þá afstöðu sína að aðild Þýskalands framtíðarinnar að Nato kunni að ógna öryggis- hagsmunum Sovétríkjanna. Hann hefur lagt til ýmsar málamiðlanir, s.s. að sameinað Þýskaland verði hlutlaust. í síðustu viku lagði hann til að Þýskaland eigi aðild að báð- um hernaðarbandalögunum en þeirri hugmynd var hafnað á Vest- urlöndum. Einn vestrænn stjórn- arerindreki í Moskvu sagði að svo virtist sem Moskvustjórnin hefði mildað afstöðu sína eilltiö. Fundurinn í dag verður sjóundi fundur Sévardnadzes, sovéska ráð- herrans, og Genschers, þess vest- ur-þýska, á sex mánuðum er snýst nær einvörðungu um öryggissjón- armið varðandi sameininguna. Sameiningarmálið er nú komið á skrið en eftir aöeins tvær vikur sameinast efnahagur og gjaldmiðl- ar ríkjanna að fullu í samræmi við myntbandalag Austur- og Vestur- Þýskalands sem undirritað var fyrr áárinu. Reuter Spennandi nýjung fyrir viðskiptavini Hagkaups l\lú kemstu í sólina á Hagkaupsverði Á þriðjudaginn kl. 14-16 bjóðum við ákveðinn fjölda sæta í sólarlandaferðir á sannkölluðu Hagkaupsverði! HAGKAUP K r i n g 1 u n n i URVAL-UTSYN Álfabakka 16. Sími 60 30 60 Pósthússtræti 13. Sími 2 69 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.